Morgunblaðið - 06.02.1974, Side 32

Morgunblaðið - 06.02.1974, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Ræða Jóns Skaftasonar á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál: Akvörðun um varnarmál verður að byggjast á raunsæju mati á aðstæðum Fundarstjóri, góðir gestir. Ég vil byrja þessi fáu orð mín á því að þakka þeim aðiljum, sem forgöngu hafa haft um þessa ráð- stefnu, fyrir framtakið um leið og ég læt I ljós þá einlægu von, að hún megi efla gagnkvæman skiln- ing á hagsmunum landanna á vettvangi alþjóðamála. Islending- ar og Norðmenn eru skyldari um margt en algengast er um sjálf- stæðar þjóðir. Þvi ber þjóðum okkar að líta með velvilja hvor til annarrar, þegar stórmálefni, sem snerta hagsmuni beggja, koma upp I okkar heimshluta. Samráð og viðræður geta vart skaðað. Fundarefnið hér er ísland- Noregur, samstarf um öryggis- og alþjóðamál. Tími minn leyfir ekki að fara mjög ítarlega inn á þau mál, er ég þekki hvað best„ þ.e. samstarf landanna á vettvangi Norðurlandaráðs, og lítil þekking í hernaðarlegum efnum sníður mér einnig þröngan stakk. Þær skoðanir, sem ég set fram hér, ber aðeins að virða sem mitt persónu- lega álit. Sérstaða íslands. íslendingar eru í hópi fámenn- ustu.sjálfstæðra þjóðaheims. Þeir eiga sér merka sögu um lífsbar- áttu fólksins í landinu gegnum aldirnar, baráttu við eld og isa, hungur og fátækt og erlenda yfir drottnun um aldaraðir. Þrátt fyr- ir mikla fátækt og kröpp kjör tókst þó að rita hér bókmenntir fyrr á öldum, sem um margt eru sambærilegar við fornbókmennt- ir Grikkja og Rómverja, bók- menntir, sem borið hafa hróður lands okkar um viða veröld. Þess- ar bókmenntir eru á máli, sem íslendingar lesa án allra erfið- leika og er engu öðru líkt, nema ef vera skyldi nýnorskunni. En það er ekki aðeins hin forna arfieifð, sem markar okkur nokkra sérstöðu þjóða á meðal. Aðstaðan I nútimanum er um margt sérstæð og nefni ég aðeins þrjú dæmi: 1. Þjóðin telur aðeins rúmar 200.000 sálir og margir óttast, að svo lítil þjóð geti tapað sérkenn- um sínum. 1 síðustu heimsstyrjöld gistu land okkar erlendir her- menn, sem að tölu voru fast að helmingur íbúanna. 2. Engin þjóð er háðari sjávar- afla en islendingar og engin þjóð horfir með meiri kvíða á sístækk- andi fiskveiðiflota annarra þjóða, sem m.a. á að beina á okkar fiski- mið, sem þegar eru fullnýtt. 3. ísland er eina landið í okkar heimshluta, sem engan her hefur né ætlar að koma á fót her í fyrirsjáanlegri framtíð. Þekking á hermálum er í lágmarki, t.d. er enginn innlendur aðili til, sem getur gefið ríkisstjórn okkar hlut- læga umsögn um öryggismál. Hluti af breyti- legum heimi. Sérstaða okkar meðal þjóðanna er því veruleg. En heimurinn breytist hratt og ekki fara allar breytingar fram hjá okkur, án þess að skilja eftir spor. Þetta er okkur að skiljast smám saman og okkur lærist að draga af því álykt- anir. Fleiri og fleiri Islendingum er að verða ljóst, að við verðum að eiga samstarf við aðrar þjóðir. Einangraðir lifum við ekki menn- ingarlífi. Við viljum að sjálfsögðu eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir á sem flestum sviðum. En þar sem ólíkar hugsjónir um frelsi og mannréttindi skilja þjóð ir að og skipta þeim i hópa, þá vill Iangstærstur hluti Islendiriga skipa ser í sveit með þeim þjóð- um, sem líkastar eru okkur um þjóðskipulag, þjóðir, er setja mannhelgi öllu ofar. Af þessum ástæðum taka Is- lendingar þátt í margs konar al- þjóða og fjölþjóðlegu samstarfi. Þeir eru meðlimir í S.Þ. og stofn- unum þeirra. Þeir eru aðilar að O.E.C.D. og þátttakendur i GATT- viðræðunum. Þeir eru þátttak- endur í Norðurlandaráði og með- limir Atlantshafsbandalagsins og er þá fátt talið. 1 öllum þessum stofnunum starfa ísland og Noregur hlið við hlið oftast í besta bróðerni. Lang- ar mig til þess að vikja sérstak- lega að samstarfi þjóðanna innan Norðurlandaráðs og Atlantshafs- bandaiagsins hér á eftir. Samstarfið í Norðurlandaráði Samstarf íslands og Noregs inn- an Norðurlandaráðs er yfir 20 ára gamalt og 'á sér eðlilega rætur i skyldleika þjóðanna, landfræði- legri legu og sameiginlegri þörf þeirra til þess að halda saman í heimi stórvelda og risabandalaga. Oft hefur verið um það rætt á Norðurlöndum, hvort bandalag þjóðanna 5 gæti i sjálfu sér ekki verið nægilegt og þær þannig staðið sem ein heild utan allra stórbandalaga. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að svo er ekki. i öryggismálum fylgja löndin ólíkri stefnu. ísland, Noregur og Dan- mörk eru í NATO, Finnland hef- ur sérstakan vináttusamning við Sovétríkin og Svíþjóð fylgir hlut- leysisstefnu, sem fylgt er eftir með miklum vígbúnaði. 1 viðskipta- og efnahagsmálum fylgja löndin líka mismunandi stefnu að því er tekur til EBE. Danir eru aðilar að EBE, Noreg- ur, Sviþjóð og Island (að tak- mörkuðu leyti) hafa viðskipta- samning við EBE og finnska þing- ið staðfesti fyrst viðskiptasamn- ing sinn við EBE eftir að búið var að ganga frá hliðstæðum samn- ingi við Comecon. Allir, sem fylgjast með, vita hvernig fór fyrir NORDEK á síð- ustu stundu. Mér er það enn vel í minni, því að ég sat þann fund Norðurlandaraðs í Reykjavik, þar sem menn töldu sig hafa komið efnahagsbandalagi Norðurlanda á fót. Þessi dæmi sýna vel, að i stærstu málum fullnægir Norður- landasamstarfið þjóðunum ekki. Annað og meira virðist þurfa til. Þar með er ekki sagt, að samstarf Norðurlanda sé lítilsvert. Þvert á móti hefur það náð verulegum árangri á mörgum sviðum og vil ég nefna þess nokkur dæmi: Sameiginlegur vinnumarkaður er kominn á, viðtækt samstarf á sviði félags- og tryggingamála, af- nám vegabréfaskyldu og nýgerð- ur samgöngumálasamningur Norðurlanda. Samstarf á sviði menningar- mála er lengra komið á Norður- löndum en dæmi eru um annars staðar frá úr fjölþjóðasamstarfi, og ljöggjafarsamstarf fer' vax- andi. Nýjasta samstarfssviðið er á vettvangi iðnþróunartækni og orkumála og þannig mætti áfram telja, ef timinn leyfði. í öllu þessu starfi hafa Noregur og tsland haft hið besta samstarf og á vettvangi Norðurlafidaráðs hafa ýmsar ákvarðanir verið tekn- ar og hugmyndir ræddar, sem orðið hafa grundvöllur náins sam- starfs þjóðanna á vettvangi S.Þ. og undirstofnana þeirra. Okkur islendingum er vel í minni höfðingleg aðstoð Norð- manna og annarra Norðurlanda- þjóða, er eldar brutust út í Vest- mannaeyjum á s.l. ári og aldrei verð ég svo gamall, að ég gleymi þeirri hátiðlegu stund, er Káre Willoch tilkynnti aðstoðina á 21. þingi Norðurlandaráðs I Osló í febrúar 1972 og allur þingheimur reis úr sætum til þess að lýsa samþykki sínu. Þær minningar ylja um hjartarætur og skilja eft- ir spor I huga mínum. Samstarfið í NATO Samstarf islendinga og Norð- manna í öryggismálum hefur allt frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins verið irjpan vébanda þess. Báðar þjóðirnar voru stofnaðilar að bandalaginu, en áður en það var stofnað höfðu farið fram við- ræður milli Norðurlanda, — þar sem ísland hafði áheyrnarfull- trúa — um stofnun norræns varn- arbandalags, en þær viðræður fóru einmitt út um þúfur sama árið. Ég vil í nokkrum orðum lýsa skoðunum mínum á því, hvernig islendingar geta best gætt öryggishagsmuna sinna við nú- verandi aðstæður. 1 þeim efnum er ég sjálfelskur fyrir hönd þjóð- arinnar, en viðurkenni þó, að við getum ekki fengið allt fyrir ekk- ert og á hagsmuni fleiri þjóða er að líta. Ég er sannfærður um, að enn um Sinn er tilvera NATO besta friðarvörnin í okkar heimshlúta. Af því leiðir, að ísienskir hags- munir eru best tryggðir með áframhaldandi veru í NATO, því að Islendingar eiga svo óendan- lega mikið undir því, að friður haldist í okkar heimshluta. Hver, sem lítur á landakortið, sér strax, hveru hernaðarlega mikilvægt landið er, mitt í N-Atlantshafi á Tel Aviv, Kairo, 4. febr. AP—NTB ÍSRAELAR luku í dag við annað stig brottflutnings hersveita sinna frá vesturbakka Suezskurð- ar og sprengdu upp a.m.k. sjö skotpalla fyrir sovézkar SAIVI eld- flaugar, áður en þeir fðru yfir skurðinn. Hermenn frá Sameinuðu þjóðunum tóku við herstöðvunum, jafnskjótt og tsraelsmenn rýmdu þær. Frá vígstöðvunum I Golanhæð- um hafa borizt fregnir um harða bardaga tfunda daginn f röð. Af milli gamla og nýja heimsins. Atlantshafsbandalagið er samtök 15 þjóða austan og vestan Atlants- hafsins. Meginvarnarstyrkur þess liggur í hinum nýja heimi i Bandarfkjunum. Þaðan vænta V- Evrópuríkin sérhjálpar, ef á þau verður ráðist og til þess að sú hjálp geti orðið að veruleika verða samgöngur á sjó og i lofti að vera greiðar um og yfir N-Atlants- haf. Island er þess vegna afar þýðingarmikið bæði fyrir þá, sem vilja halda líflínu þessari opinni, ef ófriður skellur á, og ekki síður fyrir þá, sem á þá liflinu vilja skera. Enginn, sem af alvöru og á hlutlægan hátt hugsar um þessi mál, getur litið fram hjá þessari grundvallarstaðreynd. Vaxandi herstyrkur Sovétríkjanna Hitt má e.t.v. deila um, hvort nokkurt riki, i okkar heimshluta, hyggi á útþenslu og vilji raska því vopnaða friðarsamkomulagi, sem þar hefur ríkt í tæp 30 ár. Allur er varinn góður, segir islenskt mál- tæki, og það fer ekki fram hjá athugulum skoðara, að á sama tíma og hávær þrýstingur er frá kjósendum V-Evrópu og N-Amer íku um lækkandi útgjöld til her- mála og allsherjarvopnaniður- skurð, sem erfitt er fyrir hvaða ríkisstjórn í lýðfrjálsu landi að standa gegn, þá eykst stöðugt hernaðarmáttur Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í A-Evrópu. Þetta er staðreynd, en engin grýla. Á örfáum árum eru Sovétríkin orðin næstmesta ef ekki mesta flotaveldi heims, og stærsti hluti flota þeirra, Norðurflotinn, sem aðsetur hefur á Kolaskaga, er tíð- ur gestur i N-Atlantshafi, m.a. hefur hann ítrekað haft flota- æfingar i námunda við island. Minnumst þess einnig, að kommúnisminn er í innsta eðli sínu árásargjarn sbr. „öreigar allra landa sameinist“ og minn- umst reynslu eftirstríðsáranna i A-Evrópu, þar sem hvert rikið af öðru tapaði stjórnarfarslegu sjálf- stæði sinu vegna Rauða hersins. Með hugarfari krossfaranna og ofstækisfullri trú á ágæti málstað- arins hafa fullrúar sovéskrar heimsveldisstefnu brotið sér braut hvarvetna, þar sem tæki- færi og tómarúm skapast og heimsveldisstefnan sú er sist betri, en sú eldri. Mér virðist því óhjákæmilegt, að enn um sinn a.m.k. haldi Atlantshafsbandalagsrikin vel saman. Afvopnunar- og öryggis- málaráðstefnurnar í Vín og Genf kunna að breyta þessu þannig, að í stað hernaðarbandalaga fáum við fjölþjóðasamkomulag undir eftirliti um friðsamleg samskipti hálfu tsraela hefur 1 Itt verið um þá sagt, en Sýrlendingar segjast hafa valdið þeim miklu tjóni. Er talið, að markmið Sýrlendinga sé að þröngva Israel til undanláts í samningaviðræðunum um brott- flutning herjannaþar. í Tel Aviv er upplýst.að nú hafi um helmingur ísraelskra her- manna verið fluttur frá vestur- bakka Súezskurðar, eða um tíu þúsund manns. Samkvæmt samn- ingum Israels og Egyptalands eiga allir hermenn Israeis að vera 10.000 ísraelar frá Egyptalandi þjóðanna. Ennþá er þetta aðeins von, en engin vissa. Verkefni NATO I svokallaðri Harmelskýrslu, sem samþykkt var í ráðherra- nefnd NATO 1967 um framtíðar- verkefni bandalagsins, er m.a. bent á, að meginverkefni þess séu tvö. Annars vegar að viðhalda nægilegum herstyrk og stjórn- málalegri sajnstöðu til þess að hindra árás og þvinganir á aðild- arríkin og hins vegar að kanna leiðir til traustra samskipta ríkja, er byggja mætti á lausn ágrein- ingsmála. 1 framhaldi þessa segir orðrétt: „öryggi, tryggt með vopna- vernd, og stjórnmálastefna, sem miðar að minnkandi spennu, eru ekki andstæður, heldur hvort öðru til fyllingar. Sameiginlegar varnir stuðla að stöðugleika í heimsstjórnarmálum. Þær eru nauðsynleg forsenda þess, að hægt sé að framfylgja á árangus- ríkan hátt stefnu, sem miðar að því að draga úr spennu.“ Mér sýnist hin harða reynsia undanfarandi áratuga sanna þetta. Uppsögn varnar- samningsins — skyldur við NATO Á Islandi er nú ekki um annað rætt meira, en hvort segja beri uppvarnarsamningnumviðBanda- ríkin frá 1951 og láta varnariiðið hverfa úr landinu á sem styttstum tíma. Endurskoðunarviðræður um þessi mál standa nú yfir milli islendinga og Bandaríkjamanna, og ómögulegt er að segja til um, hvernig eða hvenær þeim muni ljúka. Af hálfu ríkisstjórnar Islands er stefnt á því skv. stjórnarsátt- málanum, að herinn hverfi héðan í áföngum á kjörtímabilinu. En jafnframt er undirstrikað, að Is- land muni standa við allar skuld bindingar sínar skv. Atlantshafs- bandalagssamningnum. I því sambandi er rétt að vekja athygli á 3. gr. Atlantshafssamn- ingsins, er hljóðar svo: „1 því skyni að ná betur mark- miðum þessa samnings, munu aðilar hver úm sig og í samein- ingu með stöðugum og virkum eigin átökum og gagnkvæmri að- stoð, varðveita og efla möguleika hvers um sig og allra í senn til þess að standast vopnaða árás.“ Endurskoðunarviðræðurnar eru því vandasamur og vafalítið verður sú leið vandfundin, er full- nægir báðum þessum skilyrðum I senn. Góðir fundarmenn. Við Islend- ingar stöndum nú frammi fyrir því að taka afdrifaríka ávörðun um stefnu okkar I utanríkismál- um, sem ekki aðeins snertir okkur heldur og bandalagsþjóðir okkar í NATO og þá ekki síst frændur okkar I Noregi. Þessa ákvörðun verðum við að byggja á raunsæju mati aðstæðna. Ég hefi þá trú, að gæfa okkar vísi veginn til réttrar niðurstöðu. Ég þakka svo góða áheyrn. farnir þaðan fyrir 21. febrúar og fyrir 5. marz eiga ísraelsmenn að hafa hörfað til línu sem er um 20 km fyrir austan Suezskurð. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Beirut, að Assad for- seti Sýrlands, hafi líklega fengið talið leiðtoga Saudi-Arabíu og Ku- waits á að halda áfram olíusölu- banni á Bandarikin, þar til Israel- ar hafi verið neyddir til að verða við kröfum Sýrlands í sambandi við samninga um liðsflutninga frá Golanhæðum. Um það bil sem Assad kom heim til Damaskus i dag úr þriggja daga ferð til Saudi- Arabíu og Kuwait, tilkynnti utan- rikisráðherra Sýrlendinga, að þeir væru reiðubúnir til samn- inga, svo framarlega sem þeir yrðu liður í heildaráætlun um brottflutning liðs Israela frá öll- um þeim svæðum, er þeir hefðu hertekið i styrjöldunum 1967 og 1973.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.