Morgunblaðið - 28.02.1974, Side 3

Morgunblaðið - 28.02.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 3 Kjartan Guðjónsson. Öskar Magnússon. Jón Gunn^ir Gíslason. Sigurjón Bjarnason. Valgerður Sveinsdóttir. Jóhann Jóhannsson. Síðastliðinn sunnudag, 24. febrúar, var framboðs- listi Sjálfstæðisfélags Eyrarbakka við komandi hreppsnefndarkosningar samþykktur samhljóða á fundi félagsins. Helgina áður hafði farið fram próf- kjör með þátttöku 160 manns. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Eyrarbakka Listann skipa eftirtaldir: 1. Kjartan Guðjónsson formaður Verkalýðsfélagsins Bárunnar 2. Óskar Magnússon skólastjóri og oddviti 3. Jón Gunnar Gíslason vélvirki 4. Sigurjón Bjarnason gæzlumaður 5. Valgerður Sveinsdóttir húsmóðir 6. Jóhann Jóhannsson útgerðarmaður 7. Ólafur Vilbergsson skipstjóri 8. Magnús Karel Hannesson kennari 9. Eiríkur Guðmundsson trésmiður 10. Bjarni Jóhannsson skipstjóri 11. Jóhann Gíslason vélvirki 12. Guðmundur Guðjónsson bifreiðarstjóri 13. Böðvar Sigurjónsson garðyrkjubóndi 14. Sigurður Andersen símstöðvarstjóri. Aðalfulltrúi f sýslunefnd: Óskar Magnússon skólastjóri. Varafulltrúi í sýslunefnd: Jóhann Jóhannsson útgerðarmaður. Helgi Tómasson sýn- ir í Þjóðleikhúsinu Ballettdansarinn Helgi Tómasson ásamt 10 sólódönsur- um frá New York City ballett- flokknum eru væntanlegir til tslands n.k. þriðjudag og mun flokkurinn halda sex sýningar á vegum Þjóðleikhússins. Fyrsta sýningin verður mið- vikudaginn 6. marz og síðan verður ein sýning á dag fram til sunnudagsins 10. marz, en þá er í ráði að efna til tveggja sýninga. Aðal mótdansari Helga í þessum ballettsýning- um verður hin þekkta sóló- dansmær Kay Mazze. Helgi Tómasson er nú álitinn meðal fremstu dansara heims og hefur hann dansað með mörgum heimsþekktum ballett- flokkum svo sem ballettflokki Roberts Joffreys, Harkness- ballettinum og síðan 1970 með New York City ballettflokkn- um, sem er nú einn þekktasti ballettflokkur vestan hafs. Sólödansmærin Kay Mazze. Mótdansari Helga er eins og áður segirKay Mazzo, sem einn- ig er talin í hópi fremstu list- dansara heims. Hún hóf feril sinn með New York City ballettinum árið 1962, þar sem hún hefur starfað síðan — sem sólódansari síðan 1965. Hún hefur m.a. komið fram áalþjóð- legum sýningum í Berlín og Genf og hlotið margs konar viðurkenningu fyrir list sina, m.a. verðlaun sem kölluð eru Madamoiselle Merit Award árið 1970. Helgi Tómasson gisti Reykja- vík fyrir þremur árum og hélt ballettsýningar í Þjóðleik- núsinu ásamt sólódansmeynni Elisabeth Carroll. Aðsókn að þeim sýningum var mjög góð og urðu margir frá að hverfa. I þetta skipti er hann ekki einungis með frábæran mót- dansara heldur og marga aðra úrvaldsdansara, þannig að allar likur eru á að færri komist að en vilja á sýningar hans að þessu sinni. Aðgöngumiðasala hefst föstudaginn 1. marz. Helgi Tómasson. Búnaðarþing vítir starfs- mann Búnaðarfélagsins SÁ atburður gerðist í gær á loka- fundi Búnaðarþings að þingið samþykkti vítur á Gunnar Bjarnason ráðunaut, fyrir baráttu hans gegn sköttun á útflutnings- hrossum. Viturnar voru sam- þykktar með 19 atkvæðum gegn 1 (Egils Jónssonar), en 5 sátu hjá. Þar sem Gunnar Bjarnason er einn af elztu starfsmönnum Bún- aðarfélagsins, hefur þar að baki sér 35 ára starf í þágu landbúnað- arins má þetta teljast allsögulegur atburður, ekki sízt þar sem um- ræður um víturnar og samþykkt þeirra var gert að honum fjarver- andi. Fara víturnar hér á eftir: „Dagblaðið vísir birti 21. og 23. febrúar sl. viðtal við Gunnar Bjarnason, svína- og alifuglaráðu- naut Búnaðarfélags Islands og umsjónarmann með hrossasölu. I viðtölum þessum er því ranglega haldið fram, að seljendur hrossa greiði Búnaðarfélagi íslands skatta af útflutningsverði þeirra. Ennfremur eru bændur landsins bornir þeim alvarlegu sökum, að þeir telji ekki fram til skatts tekj- ur af hrossasölu innanlands. Búnaðarþing lýsir furðu sinni á þessum fullyrðingum starfs- manns Búnaðarfélags íslands og vítir þau harðlega. Skorar þingið á Gunnar Bjarnaso'n að biðjast afsökunar á þessum ummælum á opinberum vettvangi." Morgunblaðið náði tali af Gunn- ari Bjarnasyni síðdegis í gær og bað hann um að svara nokkrum spurningum um þettamál. — Búnaðarþing segir þig fara ranglega með það f viðtali við Vísi, að seljendur hrossa greiði Búnaðarfélagi tslands skatta af útflutningsverði þeirra. Hverju viltu svara þessu ? — Búnaðarþing lagði það til á s.l. vetri að lagður yrði skattur á Gunnar Bjarnason. sum útflutt hross, 20% á útflutta stóðhesta og 10% á útfluttar hryssur. Þetta gjald er ætlunin að nota til hrossakynbóta, en ekki er enn vitað, hvernig með skal fara, þar sem félagið hefur ekki enn gefið út reglugerð um það. Þetta ákvæði varð svo að lögum í apríl s.l. Búnaðarfélagið á að ráðstafa þessu fé likt og fé til nautgripa- ræktar og jarðræktar. Þegar ríkis- sjóður greiðir fé til Búnaðarfé- lagsins þá er það kallað framlag, þótt það sé skattfé. En þegar til- tölulega fáir bændur og hestaeig- endur eru skattlagðir um millj- ónaupphæðir í fjöldans þágu, þá finnst mér hæpið að kalla það „framlag", enda er þetta oftast kallað manna á meðal „hrossa- skattur Búnaðarfélagsins". — Mér er sama hve miklar vítur ég fæ gegn þessum ranglætisskatti. Eg mun halda baráttunni gegn honum áfram meðan ég stend uppréttur. Þetta væri aumt þjóð- félag, ef enginn vildi berjast gegn ranglæti aðeins af þeim sökum, að svo fáir menn eiga i hlut. Ég held við vitum enn hvað orðið dreng- skapur þýðir. — Þú ert líka víttur fyrir að bera á menn slælega tíund hrossa og tekna af hrossasölu. — Já, ég gat þess, að margir vildu heldur selja hesta innan- lands á lægra verði en til útlanda þar sem skattayfirvöld ná ekki alltaf tilþeirra viðskipta. Þetta er ekkert launungarmál, og því síður feimnismál. Ritstjóri Vísis sagði áðan við mig i samtali, að það væri svona álíka hneykslanlegt að segja að giftur maður svæfi hjá konu sinni eins og það að segja að hestamenn gerðu hestakaup án þess að tíunda slík viðskipti til skattajTirvalda. Og í þessu sam- bandi vil ég lika benda á, að ég lít á hestasölu sportmanna sömu augum gagnvart skattayfirvöld- um og laxasölu eða laxaneyzlu sportveiðimanna. Allt frá land- námstið mun hrossatíund bænda ætíð hafa verið með frjálslegra móti. Svo er enn, enda er þetta verðlítill bústofn nema mönnum takist að fá markað fvrir þau er- lendis. Þá hefur stóðið ætíð orðið góð eign. Það er mjög auðvelt að eyðileggja þennan hestaútflutn- ing aftur og er skatturinn ein af leiðunum tilþess. Ætli við svíkjum ekki öll skatt í þessu landi í einhverri mynd. Og er ekki einmitt nú verið að breyta skattalögum vegna þess hve þau íþyngja samvizku okkar og dag- legu lífi. — Viltu nota tækifærið hér til þess að biðjast afsökunar á um- mælum þínum? — Samvizku mína ræði ég kveld hvert við Drottin minn. en fulltrúar Búnaðarþings ráðasjálf- ir hvað þeir samþykkja. Þegar ég sagði konu minni tíðindin um þessar vítur i dag, sagði hún að- eins þetta: „Eru mennirnir svona rökþrota?"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.