Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 35

Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 Lestarslys Ankara, Tyrklandi, 27. febrúar —AP. FARÞEGA- og flutningalest ók beint inn í snjóskafla og grjót- hrúgur við op járnbrautargangna í Austur-Tyrklandi i dag, og er talið, að yfir tíu manns hafi farizt, og margir fieiri slasazt. 1 þessu sama héraði hafa að undanförnu orðið miklir mannskaðar af völd- um snjóflóða, — alls hafa 45 manns farizt i slikum flóðum síð-' ustu tvo mánuði. Calley Framhald af bls. 1 grein háskóla, hefði verið synjað af yfirvöldum. Anne Moore, vinkona Calleys, sem einnig kom fyrir réttinn, sagði aðspurð, að hún hefði aldrei fundið til ótta í návist Calleys, og að hún væri þess fullviss að hann myndi ekki gripa til flótta ef hon- um yrði sleppt lausum gegn trygg- ingu. Ungfrú Moore kvað Calley engan veginn birtan eftir það sem fyrir hann hafi komið, og að hann væri á engan hátt hættulegur maður. Eyjagos STEINÞÓR Marinó Gunnarsson listmálari sýnir um þessar mund- ir 5 myndir í glugga Málarans í Bankastræti. Myndirnar eru allar málaðar af gosinu í Eyjum, en skissur að myndunum voru gerðar þegar gosið var í hámarki. Sýningin í Málaraglugganum verður fram á mánudag, en allar myndirnar eru til sölu. Ákveðinn hluti af sölu- verði fer til uppbyggingar í Vest- mannaeyjum. Vilja herinn burt ISLENZKIR námsmenn í Kaup- mannahöfn vilja herinn burt og island úr NATO. Kemur þetta fram i ályktun Félags isl. náms- manna í Kaupmannahöfn, sem Morgunblaðinu hefur borizt, en þar er skorað á ríkisstjórnina að taka ákvörðun um uppsögn vamarsamningsins. Segir í ályktuninni, að þannig geti Ís- lendingar bezt haldið hátíðlega 1100 ára byggð landsins og tryggt sjálfstæði þess. Athugasemd i sambandi við samtalið við Hólmstein Steingrxmsson í blaðinu i gær skal þess getið, að Hilmar Viggósson var gjaldkeri Skáksambands islands þar til hann fór til dvalar erlendis og gaf ekki kost á sér til endurkjörs. — Kissinger Framhald af bls. 1 hafi unnið nýjan stjórnmálasigur og að stigið hafi verið mjög mikil- vægt skref i átt til samkomulags um varanlegan frið í Miðaustur- löndum. 1 Damaskus velta menn því fyr- ir sér hvað Sýrlendingar hafi fengið í staðinn fyrir að afhenda listann með nöfnum fanganna. Talið er að dr. Kissinger hafi lof- að því að telja israelsmenn á að hörfa með herlið sitt frá bænum Kuneitra í Golan-hæðum. Bærinn hefur verið á valdi israelska hersins síðan í sex daga striðinu 1967. Hann hefur til- finningalega séð eins mikla þýðingu i augum Sýrlendinga og stríðsfangarnir i augum ísraels- manna. Kissinger ræddi við ísraelska ráðamenn i dag um viðræður þær sem hann hefur átt við Hafez Assad forseta síðan hann kom til Damaskus í gærkvöldi. Á föstu- dag fer hann aftur til Damaskus og gerir sýrlenzkum ráðamönnum grein fyrir viðhorfum ísraels- manna til aðskilnaðar herjanna i Golan-hæðum. Ferð Gromykos til Damaskus kom mjög á óvart þar sem til- kynnt hafði verið að hann mundi ræða i dag við vestur-þýzka ráð- herrann Egon Bahr sem kom til Moskvu. Gromyko átti að fara til Kairó á föstudag til fjögurra daga viðræðna við Anwar Sadat forseta. — Um afnám Z Framhald af bls. 27 UM SKÝRLEIK Þess er áður getið, að afnám z skerðir lítið sem ekki gagnsæi orða. Þó skal því ekki neitað, að ritun z gaf að jafnaði nokkra beina vitneskju um stofn orða (sem reyndar liggur þegar fyrir af merkingarlegum orsökum sbr. það, sem áður er sagt). Z í orðinu vizka minnti á t vitogz ístenzt á d í standa. En þessi vitneskja og áferðarskýrleikur var allt of háu verði goldinn að okkar hyggju. Ef sú stefna að sýna stofn orða eða uppruna sem skýrast i riti ætti að ráða mestu, næðist meiri árangur í þessu sambandi með þvi að rita d, ð, t ásamt s: íslendska, heldstur, sættst. Þá bæri t.d. einn- ig rithátturinn breiðka, víðka og gleiðka gleggra vitni um uppruna orðanna en sá ritháttur, er nú tíðkast. Þótt sumar myndir nokk- urra orða ólíkrar merkingar verði stafsettar eins eftir að z var af lögð, er engu meiri hætta á mis- 117 skotnir í S-Afríku Höfðaborg, 27. febrúar. NTB. LÖGREGLAN í Suður-Afríku skaut 117 manns til bana og særði 352 við skyldustörf sin í fyrra, að þvi er lögreglumálaráðherrann, Louwrens Muller, skýrði frá í fyr- irspurnartíma á þingi i dag. 90 þeirra, sem voru skotnir til bana, voru fullorðnir blökku- menn, 14 fullorðnir kynblending- ar, tveir hvitir menn og einn full- orðinn Afrikumaður. Tveir voru þeldökkir unglingar og tveir ung- ir kynblendingar. — Töf á undir- skrift Framhald af bls. 36 vinnu úr smiðjunum, auk þess sem álagning þeirra gæfi þá fleiri ki-ónur, þar sem um er að ræða prósentuálagningu á vinnu sveinanna. Innan Alþýðusambandsins urðu menn furðu lostnir, er þetta deilumál kom upp á yfirborðið. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, var búinn að aflýsa verkföllum í félagi sinu, einnig Hermann Guðmundsson í Hlif í Hafnarfirði, Runólfur Pétursson i Iðju og margir fleiri forystumenn verkamanna. Voru þeir þarna settir í mjög slæma klípu, þar sem sú samningsprósenta, sem þeir höfðu samið um var hvergi nærri þvi, sem þessir iðnaðarmenn höfðu nú fengið inn í samning sinn. Enginn innan forystu ASI vissi um þessa kröfu málmiðnaðarmannanna nema Snorri Jónsson, forseti ASÍ, sem viðurkenndi að hafa vitað af þessu í nokkra daga, en Snorri var fyrrum formaður í félagi járn- iðnaðarmanna. Einn af forystumönnum í verkamannasamtökunum sagði, er blaðamaður Mbl. furðaði sig á því, hve mikil harka væri í forystumönnum járniðnaðarins: „Þetta er ekki harka, þetta er heimska. Að nokkrum manni skyldi detta í hug að slikir samningar færu í gegn.“ Meðal vinnuveitenda gætti einnig sárinda vegna framkomu foi'ystu- manna Sambands málm- og skipa- smiðja og einn forystumanna skilningi i riti en í mæltu máli, þar sem framburður orðanna er og hefur verið hinn sami, og hefur áður verið að þvi vikið. Það er heldur engin ný bóla, að óskyld orð séu rituð með sama hætti i ís- lensku máli. Eitt dæmi nægir: Merking eftirfarandi setningar- brots fer eftir framhaldinu, því merkingarlega samhengi, sem orðið beðið stendur í: Hann hefur beðið. . . Halldór Laxness hefur ritað tugi bóka, og fáir munu þeir að sönnu véra, sem telja sig skilja allt i bókum hans. Þvi hefur þó aldrei verið haldið fram, að skiln- ingur manna skerptist, ef z væri sett í þessi frægu rit. BREYTINGIN 1973 Þegar að þvi er horfið að rita s, þar sem áður var z í íslensku máli, kemur til álita, hvaða breytingar aðrar eru nauðsynlegar eða heppilegar. Til mála kæmi að rita d, ð, t ásamt s samkvæmt upp- runa: gætsla, handski, fariðst. En slikur ritháttur hefur ekki tíðkast og er andstæður þró- — Tollskráin Framhald af bls. 14 ar íslands að Friverzlunarsamtök- um Evrópu (EFTA) og samnings íslands við Efnahagsbandalag Eyrópu (EBE) og enn fremur af annarri nauðsyn á endurskoðun tollskrárinnar. Ljóst hefur verið frá því samið var um aðild tslands að EFTA að taka þyrfti tollskrána til heildarendurskoðunar í því skyni að veita iðnaðinum svigrúm til aðlögunar að hinum breyttu markaðsaðstæðum, eftir því sem tollar á iðnaðarvörum (verndar- vörum) fara smám saman lækk- andi fram til ársins 1980. innan VSÍ, sem er í forsvari fyrir stórri atvinnugrein sagði að i raun ætti þessir menn enga sam- leið með öðrum vinnuveitendum, þar sem aðeins væri um að ræða sölu á vinnu annarra með álags- prósentu. Þá sagði einn af samninganefndarmönnum iðn- aðarmanna, þegar talsvert var áliðið nætur, að hann skildi ekki eftir hverju væri beðið. Búið væri að semja um þetta og hann sagðist ekki geta skilið, hvers vegna utanaðkomandi aðilar gætu krafizt breytinga á gerðum samningi. Undir morgun leystist loks deilan og var komið á jöfnuði á laun iðnaðarmannanna. Járn- iðnaðarmenn, bifvélaverkjar og blikksmiðir fengu 10% viðgerða- og þungaálag á laun sín og munu þá hafa jafnazt metin saman borið við rafvirkja og trésmiði, en allir þessir aðilar eru innan Málm- og skipasmíðasambandsins. Þessar stéttir, sem fengu þetta 10% við- gerða- og þungaálag, sátu því uppi eftir þessa nótt með öllu betri samninga en almennu verka- mannafélögin höfðu fengið. Þá má geta þess, að Eðvarð Sigurðsson aðvaraði Stefán Biörnsson. forstjóra f Mjólkur- samsölunni, í fyrradag, er þetta mál málmiðnaðarmannanna kom á daginn og var þá gengið frá undirskriftum hið snarasta. Hins vegar munu mjólkurfræðingar, sem orð hafa á sér fyrir að vera harðir samningamenn, hafa fundið að eitthvað lá í Ioftinu og var félagsfundum þeirra frestað um einn sólarhring, svo að unnt yrði að hafa allar dyr opnar. Félagsfundir i félagi þeirra eru í dag. un málsins. Annar kostur er að skipta aðeins á s og z og hafast ekki annað að. Þá yrði t.a.m. ritað hitst, sætst og stytst. Um þann rithátt er það að segja, að liann er hvorki i sam- ræmi við framburð né stofna þessara orða: hitt —, sætt — og stutt. Hvort tveggja yrði þá talið rangt: að rita hist, sæst og styst í samræmi við framburð og hittst, sættst og styttst með hliðsjön af stofni. Ef þessi leið yrði valin, er hætt við, að margur námsmaður- inn þættist litlu bættari og ritvill- ur yrðu álíka margar og á dög- um z. Stafsetningarnefnd valdi þann kostinn að láta framburð ráða: rita hist, sæst, styst o.s.frv. Sá ritháttur er langauðveldastur, því að þá má styðjast við auðlærða reglu: Aldrei skal rita t eða tt næst á undan endingunni st. Þeir, sem 1929 sömdu reglur þær um z, sem gilt hafa þar fil í september s.l., ákváðu að rita ekki z á eftir s eða ss. Við lýsingarhátt sagna, sem enda á st eða sst í germynd var í miðmynd bætt end- — Athugasemd Framhald af bls. 33 kvæmilegt að umræddar vélar kæmu Svo seint til flutnings, sem, frá hefir verið skýrt, skal ósagt látið, en ádeila á Skipaútgerðina í þessu sambandi er a.m.k. mjög ómakleg. Reykjavfk, 26. febrúar Gxiðjón F. Teitsson. — Frjálslyndir Framhald af bls. 1 þremur vikum, en aukin óánægja með efnahagsstefnu Heaths og til- lögur hans til ausnar vinnudeil- imurn er sennilega skýringin á því að staða Verkamannaflokks- ins virðist hafa eflzt á lokastigi kosningabaráttunnar. Methalli á viðskiptajöfnuði og gagnrýni forseta iðnaðarsam- bandsins (CBI), Campbell Adamsons, á lög stjórnarinnar um launasamninga og vinnudeilur hafa veikt stöðu Heaths. Jeremy Thorpe, foringi frjáls- lyndra, sagði á blaðamannafundi i dag að hann væri reiðubúinn að mynda minnihlutastjórn. Hann kvað stjórnarsamvinnu koma einnig til greina, en sagði að for- ingi hennar yrði aðgeta sameinað þjóðina ogþað væri kvorki ávaldi Heaths né Wilsons. Hann sagði að stjórnmálaferill Heaths og Wilsons væri i hættu í kosningunum. ,,Ef Verkamanna- flokkurinn tapar verður Wilson sparkað eftir eitt og hálft ár og ef íhaldsflokkurinn tapar hverfur Heath eftir 6—9 mánuði," sagði Thorpe. Thorpe spáði því að Frjálslyndi flokkurinn fengi að minnsta kosti 60 þingsæti af 635. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú 11 þingsæti, íhaldsflokkurinn 322, Verka- mannaf lokkurinn 287, skozkir þjöðernissinnar 2 og ýmsir smá- flokkar hafa 1 þingsæti hver. — Bjarni tapaði Framhald af bls. 36 raun hafnað sáttaumleituninni, liti félagið svo á, að hann hefði haslað sér völl utan samtakanna og gæti þess vegna ekki verið fé- lagsmaður í SF i Reykjavík og þá ekki heldur formaður stjórnar- innar. Voru það fylgismenn Hannibals Valdimarssonar, sem að þessari ályktun stóðu. Var jafn framt Guðmundi Bergssyni falið að gegna formennskunni fram að næsta aðalfundi. En nokkrir stjórnarmenn i aðal- stjórninni — fylgismenn Bjarna Guðnasonar — neituðu að lúta formennsku Guðmundar og kusu Ottó Björnsson varaformann sam- takanna í stað Guðmundar. Guð- mundur boðaði þó til stjórnar- funda, en þar sem fylgismenn Bjarna Guðnasonar mættu ekki á fundunum, sóttu varastjórnar- menn fundina í staðinn og voru það fylgismenn Hannibals. Þessu undi hinn hópurinn ekki og fékk lagt lögbann við því að Guðmund- ur Bergsson og félagar, hvert fyr- ingunni st: festst, lýstst, hresstst, kysstist. Rithátturinn feszt lýszt hresszt og kysszt hefði hins vegar verið i samræmi við aðrar reglur um z. Ekki verður sagt að ending in stst fari vel i íslensku máli, enda hefur hún vart verið borin fram, nema þá að stafsetningin hafi leitt til einhvers fikts i því efni. Menn hafa sagt orðin fest og festst með sama hætti. I námi þvældist þessi stafsetning fyrir, nema nemandinn kynni glögg skil á germynd og miðmynd. Staf- setningarnefnd lagði þvi til, að ,,einfalt“ st yrði látið nægja i báð- um myndum i samræmi við fram- burð. LOKAORÐ Stafsetning, sem mjög tekur mið af uppruna, gerir ávallt þá kröfu, að menn viti svo og svo mikið um málið, málfræði þess og form. Þar eru z-reglur síður en svo undan- tekning. Þær krefjast drjúgs tima við fremur ófrjótt nám. Reynslan hefur aftur á móti sýnt, að færni i z-reglum og stafsetningu almennt 35 AUs eru frambjóðendur 2.134 og hafa aldrei verið fleiri. Fram- bjóðendur íhaldsflokksins eru 633, Verkamannaflokksins 623, Frjálslynda flokksins 517, skozkra þjóðernissinna 70, velskra þjóðernissinna 36, Þjóð- fylkingari nnar 53 og kommúnista 44. Sérstakar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á Norður-ír- landi vegna kosninganna þar sem óttazt er að öfgamenn láti til skar- ar skriða. Þar er talið að s xðningsmenn séra Ian Paisleys fái að minnsta kosti helming þeirra 12 þingsæta sem kosið er um. — Fjárkúgun Framhald af bls. 15 um verði sent til eyjarinnar Grenada í Karíbahafi og dreift þar meðal fátækra. Hótar maður- inn því, að ef ekki verði orðið við þessari kröfu, þá muni hann einn- ig „krækja í“ eiginkonu Harold Wilsons formanns Verkamanna- flokksins til þess að knýja sitt f ram. Herská baráttusamtök fyrir málstað Grenada í London, sem nefnast „Vandamál Grenada", sögðu i dag, að þau vissu ekkert um þennan þjófnað. Að undan- förnu hefur talsverð ólga ríkt á þessari Karíbahafseyju og mikil óánægja með rikisstjórn leiðtog- ansGairys. Svalir hrundu EINN beið bana og 18 slösuðust, nokkrir alvarlega, þegar svalir hrundu á Karachi-flugvelli í dag er Moammar Khadafy Libýufor- seti kom i heimsókn til Pakistans. Þúsundir höfðu salnazt saman til að fagna Khadafy á svölum flugstöðvarinnar erþær hrundu. ir sig eða tvö eða fleiri saman, boðuðu til félagsfunda i SF í Reykjavík i nafni stjórnarinnar eða samtakanna og ynnu önnur störf f nafní stjórnarinnar. Var síðan höfðað mál til staðfestingar lögbanninu og fylgismenn Bjarna Guðnasonar kröfðust þess þá einnig, að staðfest yrði með dómi, að Bjarni Guðnason væri að lög- um enn i SF í Reykjavik og ætti sæti í stjórninni og að Ottó Björnsson væri að lögum varafor- maður SF. Dómurinn vísaði þessu öllu frá og leit svo á, að Bjarni Guðnason hefði réttilega verið rekinn úr félaginu samkvæmt lögum félags- ins og almennum lögum og þess vegna hafi hann og fylgismenn hans ekki getað höfðað mál út af þessu. Dóminn kvað upp Stefán Már Stefánsson borgardómari, en lög- menn málsaðila voru Logi Guð- brandsson hrl. fyrir Bjaxrna Guðnason og hans fylgismenn, en Hörður Einai’sson hrl. fyrir Guð- mund Bergsson og hans fylgis- rnenn. er ekki einhlit til að menn geti kallast sendibréfsfæx-ir, geti stílað skammlaust mál sitt eða komið fyrir sig orði, svo að viðunandi sé. Stafsetning er ekki málið sjálft, heldur búningur þess i riti; kunnátta i stafsetnirxgu tryggir engan vegixin málhæfni. Með því að rýmka nokkuð um hina form- bundnu stafsetningu vinnst tínji til að sinna betur málinu sjálfu og notkun þess. Af þeim sökum og öðrum, sem nú hafa verið greind- ar, er það þvi skoðun okkar, að afnám z úr islensku máli sé spor í rétta átt, átt til málverndar og málræktar. Vegna ýmissa ummæla og um- ræðna, sem spunnist hafa um nið- urfellingu z, höfum við undir- ritaðir talið rétt eins og getið var i upphafi að birta helstu röksemdir okkar um þessa%kvörðun og telj- um málið hér með útrætt af okkar hálfu. H al ldór H al Idórsson Baldur Ragnarsson Gunnar Guðmundsson Indriði Gíslason Kristinn Kristmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.