Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1974 SVO LENGI SEM HANN DvfELST I' FRUMSKOGINUM ER HANN l'HÆTTU FyRlR Tl'GRISDVR- INU SK/feOA Guðlaugur Gíslason o.fl.: Tollar og söluskattur af Viðlagasjóðshúsum renni í Viðlagasjóð FJÓRIR þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafa flutt S þingi frum- varp um breytingu á lögunum um neyðarráðstafanir vegna jarðelda í Vestmannaeyjum. Leggja þeir til, að við lögin bætist eftirfar- andi ákvæði: Aðflutningsgjöld og söluskatt- ur af húsum þeim, sem flutt hafa verið inn vegna jarðeldanna á Heimaey eða flutt kunna að verða inn fyrir árslok 1975, skulu renna til uppbyggingar í Vestmannaeyj- um. Guðlaugur Gíslason (S) er fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins, en auk hans standa að flutn- ingi þess Gylfi Þ. Gíslason (A), Bjarni Guðnason (Ff) og Ingólf- ur Jónsson (S). NY ÞINGMAL • • Oryggisráð- stafanir fyrir farþegaflug Fyrirspurn frá Benedikt Grön- dal (A) til dómsmálaráðherra: 1. Hvaða öryggisráðstafanir eru gerðar á íslenskum flugvöllum til verndar farþegaflugvélum gegn hættu á flugvélaráni, ferðum hermdarverkamanna og annars slíks? 2. Geta íslensk yfirvöld annast sprengjuleit í farþegaflugvélum, ef tilefni gefst til? Veiðar í landhelgi Frumvarp til laga frá ríkis- stjórninni um breytingu á nýaf- greiddum lögum um veiðar með botnvörpu, flotvörpu, og dragnót í fiskveiðilandhelginni. Er frum- Greinargerðin með frumvarp- inu hljóðar svo: Hin innfluttu hús á vegum Við- lagasjóðs eru keypt fyrir hið rausnarlega framlag Norðurland- anna til endurreisnar byggð i Vestmannaeyjum, eftir að nátt- úruhamförunum þar er lokið. Fullvíst má telja, að enginn ráða- maður Norðurlandaþjóðanna, sem máli þessu lagði lið, hafi látið sér koma til hugar, að allveruleg- ur hluti af framlaginu yrði látinn renna sem tolltekjur eða sölu- skattur til almennra þarfa ríkis- sjóðs Islands, sem þá beinlínis hagnaðist fjárhagslega á eldgos- inu í Eyjum, þar sem hér er um óvæntar tekjur að ræða, sem áætl- að er, að nemi um 477 millj. kr. varpið skv. orðum greinargerðar flutt til að leiðrétta mistök, sem urðu við samningu laganna. Starfshættir skóla Fyrirspurn frá Vilhjálmi Hjálmarssyni (F) til mennta- málaráðherra: Öskað er skriflegs svars við þessari spurningu: Hvernig er hagað framkvæmd þingsályktunar um starfshætti skóla og aðstöðu til líkamsrækt- ar? Skattaleg meðferð verðbréfa Frumvarp til laga frá ríkis- stjórninni um skattalega meðferð verðbréfa o.fl., sem ríkissjóður selur innanlands. Segir í athuga- semdum, að efni frumvarpsins sé nánast það sama og finna megi um þetta efni í árlegum lögum frá Alþingi um framkvæmda- og fjár- öflunaráætlun ríkisstjórnar. Asberg Sigurðsson: Hagnýtt verði vindorka til raforkuframleiðslu Guðlaugur Gíslason. MMnai ÁSBERG Sigurðsson (S) hefur lagt fram f sameinuðu þingi tik lötu til þingsályktunar um hag- nýtingu vindorku með vindraf- stöðvum. Er tillaga Ásbergs svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera nú þegar ráð- stafanir til, að fylgst verði með þeim tækniframförum, sem átt hafa sér stað í hagnýtingu vind- orku til raforkuframleiðslu, ef vera má, að nýtísku vindrafstöðv- ar séu hugsanlegur raforkugjafi á afskekktum sveitabýlum, sem erfitt er að tengja samveitum. Hér fer á eftir greinargerð þingmannsins með tillögu sinni: Á síðari árum hafa orðið veru- legar tækniframfarir í gerð vind- rafstöðva. Það eru einkum Frakk- ar, sem að þessu hafa staðið, og eru vindrafstöðvar nú allalgengar í Frakklandi. Nýlega hafa Norð- menn keypt nokkuð af vindraf- stöðvum frá Frökkum og sett upp hjá sér á afskekktum stöðum, sem ekki verða tengdir samveitum með góðu móti. Tollskráin af- greidd frá Alþingi I GÆR var frumvarp að lögum um tollskrá afgreitt sem lög frá Alþingi. Kom frumvarpið tii einnar umræðu í efri deild, þar sem breytingar höfðu verið gerð- ar á því í þeirri neðri. Frumvarp um tollskrá var lagt fyrir þingið í byrjun desember og stóð til að afgreiða það fyrir jól. Þegar frumvarpið var til meðferð- ar í efri deild var skotið inn í það að tilhlutan rikisstjórnarinnar bráðabirgðaákvæði um 1% sölu- skattheimtu, sem að sögn stjórn- arsinna áttu að vega upp á móti tolltekjutapi, sem í frumvarpinu fælist. Ekki var meiri hluti fyrir þessu söluskattsákvæði í neðri deild þingsins, þar sem Bjarni Guðnason hafði lýst yfir andstöðu sinni við það auk stjórnarand- stöðuflokkanna. Brá þá ríkis- stjórnin á það ráð að fresta af- greiðslu tollskrárinnar, þó að al- gjör samstaða væri um að af- greiða hana. í greinargerð með frumvarpinu sagði: Frumvarp það til nýrra laga um tollskrá o. fl., sem nú er lagt fyrir Alþingi, er til komið vegna aðild- Framhald á bls. 35 Asberg Sigurðsson. Nýtisku vindrafstöðvar eru mun afkastameiri en áður var. Þær geta séð venjulegu sveitabýli fyrir raforku til ljósa, hita og ann- arra afnota. Þær þurfa mjög lít- inn vindhraða til að skila fullum afköstum, en eru auk þess stund- um tengdar rafgeymum, sem geta gefið raforku í 3—4 daga. Vegna núverandi orkukreppu má gera ráð fyrir enn frekari end- urbótum á vindrafstöðvum á næstu árum, sem æskilegt er að fylgjast með. — Á íslandi er mjög vindasamt. Við eigum því vafalit- ið verulegan auð i vindorku i framtíðinni. Hér á landi eru mörg sveitabýli, sem erfitt er að tengja samveitum vegna mikilla fjarlægða. Án raf- magns er ekki hægt að búa í sveit á íslandi. Með nýtísku vindraf- stöðvum mætti ef til vill bæta hér um á hagkvæman hátt og fyrr en ella. Ef viðkomandi bvli legðist niður, er auðvelt að ^lytja vind- rafstöðina og koma henni í eðli- legt verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.