Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1974 Fa Itl l. t l V lá />///; 22*0*22' RAUOARÁRSTÍG 31 i i - —.—y BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BÍLALEIGA CAR RENTAlI /Í5BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒŒR ÚTVARPOG 5TEREO KASSETTUTÆKI SKODA EYÐIR MINNA. Shodh LEIOAH AUÐBREKKU 44-46. ' SlMI 42600. HOPFERÐABÍLAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 far- þega bílar Kjartan Ingimarsson Simi 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.í Sími 22300 Fyrst: Landráð Þá: Svindl og fals Nú: Persónunjósnir Þegar Ijóst varð, hve geysi- legur fjöldi manna hafði skrif- að undir áskorun um VARIÐ LAND, urðu kommúnistar fyrir geysilegu áfalli. Þeim hafði ekki teki/t að hræða fólk frá því að tjá sig í þessu stór- máli, þótt engin gffuryrði hefðu verið spöruð. Þeir, sem skrifuðu undir, voru kallaðir „landsölumenn", „landráða- menn“, „hundflatur skræl- ingjalýður" og sagt var, að gjörvallir afkomendur þess fólks myndu síðar meir skamm- ast sín fyrir það. En þessi óþverri og skftkast Þjóðviljans og talsmanna Alþýðubanda- lagsins misstu algjörlega marks og á skömmum tíma skrifaði helmingur kjósenda undir lista Varins lands. Kommúnistar gripu þá til þess hálmstrás að dylgjaum, að listarnir væru meira og minna falsaðir. Margir hefðu skrifað sig á þá oftar en einu sinni og eins hefðu unglingar undir kosningaaldri verið látnir skrifa á listana í ríkum mæli Þannig átti að draga úr gild undirskriftasöfnunarinnar skjóli þess, að hinum fáu að- standendum söf nunarinnar myndi ekki á svo skömmum tfma auðnast að bera saman slíka fjölda undirskrifta með venjulegum aðferðum. Þór- arinn Þórarinsson, sem upp á síðkastið hefur æ oftar elt kommúnista onf þær gryfjur, sem þeir hafa oltið í, gerði það einnig í þetta sinn. Og í Tímanum sl. sunnudag hóf hann all háværan dylgjusöng við sama lag og kommúnistar sungu sinn texta við. Til þess að afsanna þetta hug- kvæmdist aðstandendum Varins lands að mata tölvu á listunum og þannig mátti á ör- skömmum tfma komast að því, hvort dylgjur og „ótti“ komm- únista og Þórarins kórbróður þeirra hefðu við rök að styðj- ast. Auðvitað hefði mált ætla, að kommúnistar og Þórarinn myndu fagna þessari nákvæmu athugun, ef þeir höfðu sjálfir trúað eigin staðhæfingum, því að þá hefði komið í ljós stór- kostlegt svindl og svfnarf. En þeir höfðu allir talað gegn betri vitund f trausti þess, að ekki ynnist tími til að afsanna lygar þeirra. Kommúnistar gripu til þess örþrifaráðs að spinna upp dularfulla hugaróra um per- sónunjósnir f sambandi við tölvuúrvinnsluna. Var mál- flutningur þeirra slíkur, að meira segja Þórarinn Þórarins- son treysti sér ekki til að koma í pontu og styðja við bakið á kommúnistum eins og hann jafnan gerir þó f blaði sfnu. Ragnar Arnalds lagði málið þannig fyrir, að tölvuvinnsla á upplýsingum um fólk hlyti óhjákvæmilega að leiða eða geta leitt til persónulegra njósna af versta tagi og Ólafur Jóhannesson, sem að vfsu forð- aðist að taka undir orð Ragnars, sagði, að óviður- kvæmilegt væri áð skoðun manna á einhverjum tfma skyldi vera geymd, þannig að siðar væri hægt að fletta henni upp, þegar menn ef til vill kærðu sig ekkert um það. Þarna fletta þeir félagar ofan af stórfelldu svfnarfi, sem við- gengizt hefur um árabil. Þann- ig er ekki enn búið að brenna Gerska ævintýri Laxness, sem lýsir allt öðrum skoðunum höf- undar en hann hefur nú. Þá hafa þingtíðindi verið prentuð reglulega og reyndar ræður manna geymdar á spólum — en segulbandsspólur eru að mati Ragnars Arnalds mjög hættu- legar. Þá er að geta skattskrár- innar, sem er tölvuunnin að meiru eða minna leyti. Einnig má geta um, að Tiyggingastofn- unin undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar geymir vfðtækar upplýsingar um öryrkja. Verð- andi stúdentar við Háskólann unnu að sínum sfðustu kosn- ingum með tölvuunninni skrá og fleiri slfkar alvarlegar „per- sónunjósnir" hafa verið stund- aðar. Þá má benda á, að flestir ef ekki allir stjórnmálaflokk- arnir vinna að sínum kosninga- undirbúningi eftir tölvuunnum skrám, sem unnar eru eftir þjóðskránni — já Ragnar, þjóð- skráin, þar er nú eitt fullkomn- asta safn „persónunjósna" á Is- landi. Og að lokum má minnast á undirskriftasöfnun, sem þú og félagar þínir stóðu fyrir og þú sagðir við alþjóð f gegnum sjónvarp, að væri vandlega geymd. Hvers vegna? Persónu- njósnir? Verður byrjað að salta loðnuna? Allt frá árinu 1972 hefur far- ið fram tilraunasöltun áloðnu á íslandi, en þessum tilraunum hefur stjórnað Jóhann Guð- mundsson, efnaverkfræðingur á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Niðurstöður þessara tilrauna voru þær, að sykur- og súrsöltuð loðna verk- aðist ekki vel, en kryddsöltuð loðna verkaðist aftur á móti all- vel. í fréttabréfi frá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins segir, að hængar hafi litið betur út eftir verkunina en hrygnur og kryddsaltaða loðnan verkist bezt. Sykursöltuð loðna hafi ekki verkast vel og sama sé að segja um súrsöltuðu loðnuna, sem hafi skroppið mjög saman við verkunina, orðið útlitsljót og ekki bragðgóð. Roð loðn- unnar virtist ekki eyðast eða meyrna við sýringu eins og síld- arinnar. Þessar niðurstöður eiga við tilraunirnar frá 1972. Á loðnuvertíðinni 1973 var gerð önnur tilraun f nokkuð stærri mæli og byggðist hún að verulegu leyti á niðurstöðum fyrri tilrauna. Sá Haraldur Gunnlaugsson síldarmatsmaður um söltunina og framkvæmdi skyndimat. í þessa tilraun voru eingöngu notaðir hængar, og voru þeir heilsaltaðir, og var tunnunum lokað um 5 klst. eft- ir söltun. Fylgst var með verk- un loðnunnar og hún skoðuð eftir mislanga geymslu. Síðan var loðnan ætíð pækluð með 18° pækli. Síðan var loðnan skoðuð á hinum ýmsu verkunarstigum eða eftir 6 vikur, 10 vikur og 16 vikur, en þá þótti fiskurinn beztur. JJJJJJJ TÍU vinsælustu lögin á Islandi þessa dagana, samkvæmt útreikn- ingum þáttarins „Tíu á toppnum": 1 (1) BalIroom blitz ..............................Sweet 2 (4) Goodbye my love goodbye .............Demis Roussos 3 (-) Kansas City ..................Les Humphries Singers 4 (3) Teenage rampage ..............................Sweet 5 (-) The Peacemaker ....................Albert Hammond 6 (-) Dark lady .....................................Cher 7(2) Tiger feet .................................... Mud 8 (9) Radar love .............................Golden earring 9 (8) Smokin’in the boys’room ..........Brownsville Station 10 (6) You won’t find another fool like me ....NewSeekers Af listanum féllu þessi lög: The Joker — Steve Miller Band (5), The most beautiful girl — Charlie Rich (7), This Flight tonight — Nazareth (10), My coo-ca-choo — Alvin Stardust (-) og Whoever told you — Chi Coltrane (-). Nýju lögin fimm eru: 11 Star .....................................Stealers Wheel 12Spiders and snakes ............................Jim Stafford 13 Candle in the wind ...........................Elton John 14 Let me be there ......................Olivia Newton-John 15 Highways of my life .......................Isley Brothers Um lögin og flytjendurna er það að segja, að Candle in the wind er af stóru plötunum Goodbye Yellow Brick Road með Elton John, Jim stafford er „counti;y“-söngvari að vestan, Olivia verður kcppandi fyrir Bretland í næstu Eurovision-söngvakeppni (og við fáum þá liklega að sjá hana í sjónvarpinu innan (íðar) og Isley Brothers eru svertingjar, ekki ólíkir Four Tops og öðrum Tamla Motown-söngflokkum. F Haflibi Jónsson Góublóm Fallegur siður hefur verið hér upp tekinn á síðari árum, en hann er sá að eiginmenn og aðrir ástríkir og þakklátir menn hafa fært konum blóm á fyrsta degi góu, en sá dagur hefur einnig hlotið virðingar nafnið — konudagur. Fyrrum var það víða siður að þennan dag lofuðu margir Guð sinn fyrir það, að hafa þraukað þorr- ann og margar húsmæður fögnuðu komu góunnar með því að hoppa kringum bæinn og bjóða langþráða vonartið vel- komna. Víðast mun þá hafa verið orðið þröngt f búi og mikill vandi að láta vetrarforð- ann endast til vorsins, þegar lífsbjargar mátti afla i gjöfulli náttúru landsins, fisk og sel úr sjó, fugls og eggja úr bjargi eða grasa af fjallí og úr fjöru. Bjargræði hvers heimils var fyrst og fremst konunni að þakka. Allt var undirþví komið hvernig hún kunni að fara með vildu sýna konum sínum með einhverjum hætti þakklæti, fyrir giftusamlega búsýslu og svo mun enn verða um langan aldur að mest veltur á að konan gæti þess er til heimilisins aflast. Frú Eva í Edenlundi gerði sér þetta full- komlega ljóst og gaf sínum svanga Adam eplið forð- um þegar sniglaveiðar hans brugðust, og búrið var tómt. Hann launaði henni saðning- una með því að flétta henni bikiniklæði úr öllum fegurstu og ylmríkustu blómunum sem hann fann i aldingarðinum. Allt frá þeirri tíð hefur konan elskað ylm og fegurð blóma. En það er ekki fyrr en nú á síðustu áratugum sem íslenzkir karlar hafa átt þess kost að tjá þakkir sinar með blómum í góubyrjun. Með tilkomu gróðurhúsa er hafa yl frá jarðvarma er mögu- legt að rækta hér blóm til yndisauka fyrir öll heimili landsins allt árið um kring. Allir dagar ættu að vera blóma- dagar, (« það er mesti misskiln- ingur að lita á blóm sem prjál og munað. Þau eru það ekki fremur en tónlist eða góðar bókmenntir. 1 sorg jafnt sem gleði, eru blóm bezt til þess fallin, að tjá hug og hjarta- hlýju. Þeir sem biðjast undan að þyggja blóm, sem sýnilegt tákn um vinarhug, skilja ekki hinn fegursta tjáningarmáta sem maðurinn hefur fundið til að láta í ljósi dýpstu tilfinning- ar. Alltof margir Islendingar lita á blóm eins og venjulegt gras. Hafa aldrei lært að njóta hvíldar og fegurðar í návist þeirra í meiriháttar veizlum er það fremur fátítt að sjá mikið af blómum, en þar sem blóm setja svip á veizlusali, þar er það fremur sjaldgæft að sjá menn drekka sterka drykki af jafn óhóflegri áfergju og þar sem blóm eru ekki til staðar. Þetta gefur nokkra vísbendinu um það, að menn virði á annan veg þau samkvæmi, þar sem blóm eru í hávegum höfð af húsráðendum. Og vissulega væru það góð umskipti í mann- fagngði, ef blóm kæmu í stað áfengra drykkja til að veita mönnum hvíld og gleði. ísland hefur mikla mögu- leika til, að geta orðið mesta blómaræktarland á norðurkveli jarðarinnar ef að þvi yrði stefnt og forráðamenn fengju skiln- ing á, að fleHa getur verið til gjaldeyrisötiunar fyrir þjóðar- búið en fiskur og kjöt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.