Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1974 23 Vöruskiptajöfnuðiirinn óhagstaeður um 535 millj. VÖRUSKIPT AJÖ FNUÐURINN var óhagstæður um 535,5 milljón- ir kr. f janúarmánuði sl. sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar. Alls voru fiuttar út vörur fyrir 2.027 milljónir kr., en inn voru fluttar vörur fyrir 2.562,5 milljónir kr., eða 26,4% hærri upphæð. Var útflutningur- inn nú 111,3% meiri en á sama tlma I fyrra og innflutningurinn hafði aukizt um 48,3% að krónu- Sorsa biður um traust Helsinki, 26. febrúar. AP. FINNSKA stjórnin bað þingið í dag um traustsyfirlýsingu vegna stefnunnar iorkumálum. Kaleivi Sorsa forsætisráðherra sagði, að neikvæð áhrif orku- kreppunnar á viðskiptajöfnuðinn hefðu minnkað síðan Rússar lofuðu að taka við iðnaðarvöru sem greiðslu fyrir oliu. Finnar fá 75% þeirrar olíu, sem þeir nota, frá Rússum. Finnska stjórnin er undir forystu jafnaðarmanna og nýtur stuðnings 107 þingmanna af 200. tölu. Hins vegar var vöruskipta- jöfnuðurinn í janúarmánuði i fyrra óhagstæður um 768,2 milljónir kr.; þá var flutt út fyrir 959,2 milljónir kr., en inn fyrir 1.727,4 milljónir kr. I janúarmánuði sl. var flutt út ál og álmelmi fyrir 599,2 milljónir kr., sem var 104,7% meira en í fyrra, er flutt var út fyrir 292,7 milljónir kr. Til íslenzkra álfé- lagsins var í janúar sl. flutt inn fyrir 342,7 milljónir kr., en i jan. í fyrra fyrir 211,1 milljón kr. Til Landsvirkjunar, að mestu vegna Sigölduvirkjunar, var flutt inn fyrir 12,3 milljónir, en 13 milljónir i fyrra. útsala - Útsala Útsölunni verður haldið áfram í nokkra daga. Nýjir enskir slðkjólar á kr. 1.000.—, 1200.—, 1.500.— Stuttir kjólar I fjölbreyttu úrvali á kr. 800.— og 1 00.— Stuttjakkar, terylenekápur, heilsárskápur, vetrarkápur, Selst undir hálf- virði. Kjólabúðin, Aðalstræti 3. Hefi kaupanda að einbýlishúsi eða raðhúsi í Hafnarfirði eða Garða- hreppi. Útb. kr. 4. millj. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði. Sími 50318. LUV-1002 Automatlc Radio Ljósahátalarar 30 watta hátalarar með innbyggðu Ijósaflökti. Verð aðeins kr. 8.950.— D i. . i i r Kdaiooær Njálsgötu 22 sími 21377 Berklavörn, Reykjavík heldur félagsvist og dans í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 2. marz kl. 8.30. Þriggja kvölda keppni. Góð kvöldverðlaun. Heildarverðlaun flugfartil útlanda. Stjórnin. FRÁ LJÚSMÆÐRASKÓLA ÍSLANDS Samkvæmt venju hefst kennsla í skólanum hinn 1 . oft. n.k. inntökuskllyrði Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf. Krafist er góðrar andlegrar og líkamlegrar heilbrigði. Heilbrigðis- ástand verður nánarathugað í skólanum. Eiginhandar umsóknir sendist forstöðumanni skólans í Fæðingardeild Landsspítalans fyrir 1 . júní 1 974. Um- sókn skal fylgja læknisvottorð um andlega og líkamlega heilbrigði, aldursvottorð og löggilt eftirrit gagnfræða- prófs. Umsækjendur eru beðnir að skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina, og hver sé næsta símstöð við heimili þeirra. Umsóknareyðublöð fást I skólanum. Upplýslngar um kjör nemenda Ljósmæðraskóli íslands er heimavistarskóli og búa nem- endur i heimavist námstímann. Nemendur fá laun námstímann. Fyrra námsárið kr. 1 3.082. — á mánuði og síðara námsárið kr. 1 8.689,-— á mánuði. Laun þessi eru ákveðið hlutfall af launum Ijósmæðra og má því búast við að þau hækki á námstím- anum. Auk þess fá nemar greiddar lögboðnar tryggingar og skólabúning. Húsnæði ásamt húsbúnaði, fæði, þvotti og rúmfatnaði, sem Ljósmæðraskólinn lætur nemendum í té, greiða þeir samkvæmt mati skattstjóra Reykjavíkur. Fæðingardeild, 25. febrúar 1 974. Skólastjórinn. Bókamarkaöur Bóksalafélags íslands, í noröurenda Hagkaups, Skeifunni 15 V\iðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mónudagur 27. febr. fró kl. 9—18 28. febr. frá kl. 9—18 1. mars frá kl. 9—22 2. mars frá kl. 9—18 3. mars frá kl. 15—18 4. mars frá kl. 9—18 Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 5. mars frá kl. 9—22 6. mars frá kl. 9—18 7. mars frá kl. 9—18 8. mars frá kl. 9—22 9. mars frá kl. 9—18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.