Morgunblaðið - 28.02.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.02.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 19 þjóðfélagsins sem lokið hafa löngum starfsdegi. í þeim mál- um er þörf ýmissa umbóta sem ég hefði áhuga á að beita mér fyrir. Þar sem ég hef á undanförn- um árum starfað mikið að ýms- um félagsmálum hef ég glögg- lega fundið nauðsyn þess að borgin veiti hinum mörgu og mismunandi áhugamannafélög- um stuðning og aðstöðu í ríkum mæli. Þess ber að gæta af hálfu hins opinbera að hefja ekki samkeppni við áhugamanna- félög og hópa, heldur styðja markvisst við starfsemi þeirra viðsvegar um borgina. Það þarf nauðsynlega að skapa viðunandi aðstöðu fyrir æskufólk í Reykjavík til tóm- stundaiðkana, einkum og sér í lagi í hinum yngri og ört vax- andi borgarhlutum þar sem börn og unglingar eru í meiri- hluta. I þessum úthverfum borgarinnar þarf að skapa þá aðstöðu að unglingar þurfi ekki að sækja langar leiðir til þess að sinna áhugamálum sínum. Fleiri og smærri einingar munu gefa betri raun þegar til lengd- ar lætur heldur en stórar og viðamiklar stofnanir. Þá get ég ekki látið hjá liða að minnast lítillega á nauðsyn þess að flýta byggingu skóla- dagheimila sem er að mínu mati mjög aðkallandi því þar kreppir skórinn víða að. Mjög margir foreldrar verða af ýms- um ástæðum að hafa börn sín á dagvistunarstofnunum og þeg- ar börnin eru komin á skóla- skyldualdur aukast erfiðleikar þessa fölks til muna. Bygging slíkra skóladagheimila er nauð- synjamál sem ekki er unnt að setja á biðlista. Slíkar stofnanir eiga að vera litlar, heimilisleg- ar og aðlaðandi þar sem börn finna það öryggi sem þeim er nauðsyn. Að lokum þetta. Umfram allt ber að draga úr afskiptum ríkis- ins af málefnum Reykjavíkur- borgar. Það er borgurunum fyr- ir bestu að þeir glími sjálfir við sín eigin vandamál. Aukin af- skipti ríkisins af málefnum sveitarfélaga er þróun sem ber að spoma við í.tima. Það er von mín að takast megi i lengstu lög að halda Reykjavík sem mannlegri borg, þar sem séð verður fyrir þörf- um hvers og eins og þar sem hver einstaklingur getur haft tækifæri til þess að njóta sin. Það er trú mín að framtíð Reykjavíkur verði áfram best tryggð undir öruggri og styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins. Margrét S. Einarsdóttir húsmóðir Olafur Jónsson: Byggingar- iðnaðarmenn með í ráðum í BORGARSTJÓRNARKOSN- INGUNUM, sem fram fara þann 26. maí n.k. hefst nýtt kjörtfmabil hjá borgarstjórn Reykjavikur. Alltfram tilþessa tíma hefir stjórn borgarinnar verið i höndum sjálfstæðis- manna, og við skulum vinna að þvi, að svo verði um ókomin ár, því að uppbygging hennar und- ir styrkri stjórn sjálfstæðis- manna er eina tryggingin fyrir því, að framhald verði á traustri uppbyggingu okkur borgarbúum til hagsældar. Málefnin, sem efst eru í huga mínum, eru eftirfarandi: 1. Ég vil, að breytt verði um vinnubrögð í skipulagsmálum þannig, að byggingariðnaðar- menn verði þar með i ráðum, en arkitektar ráði ekki einir ferð- inni. Og eins að skipulagsmálin verði upplýst fyrir borgarfull- trúa, svo að hægt sé að gera þær athuganir, sem við eiga, áður en framkvæmdir hefjast. 2. Lóðaúthlutun verði á þann veg, að sem flestir fái lóðir við sitt hæfi og að þeim bygginga- meisturum, sem eingöngu hafa atvinnu sína af því að byggja og selja, verði séð fyrir lóðum. Eins þarf að samræma úthlut- unarmálin þannig, að þeir ein- staklingar, sem lóðir fá, hafi með höndum byggingameistara til verksins og þannig sé haft eftirlit með, að Ióðaúthlutun og bygging á hverjum tima haldist í hendur. Við sjálfstæðismenn vinnum að því, að sem flestir einstakl- ingar eigi sinar fbúðir sjálfir. Ekki væri heldur úr vegi að hefja samkeppni milli bygg- ingameistara, sem byggja og selja, þannig að ódýrari ibúðir væri á boðstólum en eru i dag. Þannig mætti frekar hlúa að þeim, sem skara fram úr á þess- um sviðum, því að það er stað- reynd, að það væri ekki ódýrast fyrir byrjendur að standa i byggingum sjálfir, ef þessir byggingaraðilar legðu sitt af mörkum til að byggja ódýrar íbúðir. 3. Reykjavíkurborg þarf ætið að sjá um, að aðstaða til dvalar eldri borgaranna á elliheimil- um sé fyrir hendi. Töluvert hef- ir áunnizt í þeim efnum, en betur má ef duga skal. Borgar- stjórn hefir gert ýmsar áætlan- ir þar um, og stefnt er að því að byggja að minnsta kosti 25 ibúðir árlega fyrir aldrað fölk. 4. Auka þarf lánveitingar úr byggingasjóði Reykjavíkur- borgar til kaupa á húsnæði í eldri hlutum borgarinnar og koma þannig á jafnvægi i bú- setu manna, því að eins og er streymir unga fólkið í ný- byggðu hverfin. I þvi sambandi má geta þess, að lán frá Húsnæðismálastjórn eru nær eingöngu veitt út á nýbyggingar, þótt um undan- tekningar sé að ræða. Fengi fólk hagstæðari og meiri lán til að kaupa íbúðir í eldri hverfunum mundu fjöl- margir hugsa sig um og flytjast í það húsnæði, sem laust er. 5. Skólamálin eru orðin æði rismikil, þvi að með svo hröðum byggingarmáta, sem hefir ver- ið, þarf alltaf fleiri og fleiri skóla, og þeir, sem fyrir eru, verða minna og minna nýttir. Þetta myndi jafnast meira með þvi að unga fólkið gæti keypt húsnæði i eldri borgarhverfun- um. Skólar rísa nú nokkurn veginn i samræmi við innflutn- ing i nýju hverfin, og stendur áætlun þar um að mestu leyti. En knýja þarf á ríkisvaldið um að standa við skuldbindingar sínar með greiðslu til þessara bygginga, en ekki láta okkur Reykvíkinga alltaf leggja fjár- magnið fram löngu á undan rik- inu og binda þannig fé i rekstri þessara bygginga, sem nota mætti til annarra framkvæmda. 6. Þá þarf einnig að knýja á rikið að leyfi verði gefin við viðbótarbyggingar við Borgar- spítalann, sem er mjög nauð- synlegt. 7. Margt fleira væri hægt að minnast á, s.s. framfærslumál- in, sem er mjög stór málaflokk- ur. Þá eru það holræsamálin, mengunarmálin, náttúruvernd og gatnagerð, en ekki hvað sízt hitaveitumálin og hinar stór- virku framkvæmdir, sem nú eru i þeim efnum með hitaveitu í Kópavog og Hafnarfjörð, sem búið er að bjóða út og vinna hafin við. Góðir Reykvfkingar, engum er betur treystandi til þess að koma öllum þessum málum í framkvæmd en okkur sjálf- stæðismönnum. Samhentur meirihluti sjálfstæðismanna í stjórn Reykjavíkurborgar er kjörorð okkar. Fram til sigurs sjálfstæðis- menn. Olafur Jónsson málarameistari. Ólafur H. Jónsson: r Abyrgð einstaklingsins SKOÐUN min er sú, að Reykja- víkurborg á ekki að standa fyrir framkvæmdum né kaupa fyrirtæki til sinna þarfa, slikt hefur ekki gefizt vel sbr. ríkis- reknu fyrirtækin, eihstakl- ingurinn verður að axla ábyrgð- ina sjálfur en ekki að treysta á báknið og vakna síðan upp við vondan draum þegar allt riðar til falls. Nei, gefum sjálfstæð- um, framtakssömum og dug- miklum mönnum tækifæri til að sýna í verki hvað þeir vilja gera og geta fyrir borgina. Gerum þeim kleyft að starfa á heilbrigðum grundvelli og í frjálsri samkeppni. Reykjavíkurborg á, eins og hún hefur reynt á undan- förnum árum, að stuðla að at- hafnafrelsi fyrirtækja og ein- staklinga. Beinir skattar fyrir- tækja og einstaklinga eru orðn- ir óheyrilega háir, á þessu þarf að gera gjörbyltingu og það hið bráðasta. Fyrirtæki verða að hafa þann grundvöll, sem þarf til frjálsrar samkeppni og enn- fremur á ekki að fþyngja þeim svo með skattaálögum, að eðli- leg þróun þeirra sé ekki mögu- leg. Reykjavíkurborg á að sýna fordæmi í því að lækka beina skatta á fólkið. Menn eru orðnir mjög þreyttir á því hve háir skattar eru orðnir. Húsnæðismál — skólamál — náttúruvernd — íþróttamál — og heilbrigðismál, allt eru þetta mál, sem ofarlega eru á baugi i dag. Stefna Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum hefur verið sú að gefa öllum, sem vilja byggja yfir sig sjálfir, kost á því, slikt er þakkarvert, en illgresi vex hér eins og annars staðar og það eru braskarar í byggingu húsnæðis, þ.e. þeir menn, sem fá úthlutað t.d. blokk, byggja hana síðan og selja íbúðir með margfaldri álagningu og mönn- um er nauðugur einn kostur að kaupa, því eftirspurnin er svo geigvænleg miðað við framboð- ið. Verðlag á slikum íbúðum er töluvert hærra en hjá stóru byggingafélögunum, sem selja íbúðir anar á föstu verði ogþað áður en bygging hefst. Því miður hefur allt of oft verið úthlutað til slíkra manna, sem eingöngu eru að græða á því hversu mikil þensla er i slikum málum. Skólamál hér í borg eru ekki nægilega góð nú i dag. Skólar eru tví- ef ekki þrísetnir og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. En vandamálið er stórt og verður ekki leyst í einu vet- fangi. Tilþess þarf miklu meira fjármagn en nú er ætlað til þessara mála. Náttúruvernd og mengun eru þau orð, sem hvað oftast hafa sézt á prenti undanfarin ár. Ef við hér i Reykjavík sjáum ekki sjálf, að i dag eru til ótalmargir staðir, sem eru fyrir neðan allar hellur hvað snertir um- gengni og útlit, ja,- þá er ekki von á góðu innan skamms. Við borgarar eigum ekki að bíða eftir þvf hvað gert verði heldur eigum við að sýna fordæmi og bindast samtökum um um- hverfismál. Skylda á fyrirtæki og einstaklinga til að ganga þannig frá umráðasvæðum sínum, að það spilli ekki fyrir fegurð Reykjavíkur. íþróttamál eru sá þáttur, sem ég yrði sjálfsagt aldrei ánægður með, en eitt er það, sem ég vil koma á framfæri, og það er, að ekki verði byggð fleiri íþrótta- hús, sem ekki eru talin lögleg (20x40) að stærð eins og því miður eru áþreifanleg dæmi um hér í borg. Við byggjum allt of dýr íþróttahús miðað við þá takmörkuðu þjónustu, sem þau geta veitt okkur. I þessum málum hefur vantað viðsýni og langframa sjónarmið. I staðinn fyrir það að setja íþróttahús niður við hlið skóla og þá til- tölulega mjög óhentug hús og það í hverfum þar sem virkt iþróttafélag er til staðar, þá ætti að veita íþróttafélögunum hjálp i að gera hagkvæm hús, þannig að sem flestir geti notið þeirra. Heilbrigðismál eru viðkvæm mál, en eigi að síður þá er mér það óskiljanlegur hlutur hversu flókið það er orðið að ná viðtali við lækni, sem maður hefur áhuga á að hjálpi manni. Hvað ætli það sé langur timi, sem fer í það að sitja á biðstof- um hjá læknum hér í Reykja- vík. Þau ár, sem uppgangur Reykjavíkur hefur verið sem mestur, hefur stjórn borgarinn- ar verið i höndum framsýnna og framtakssamra manna i flestum tilfellum og ég treysti þvi að fylgjendur sjálfstæðis einstaklingsins fylgi þeirri stefnu vel eftir og láti ekki hásar öfgaraddir, sem hugsa ekki um annað en sjálfa sig og vilja að allir aðrir en þeir sjálf- ir geri hlutina, komast í lykilað- stöðu borgarmála. Olafur H. Jðnsson, viðski ptafræðinemi. Pétur Sveinbjarnarson: Stjórnkerfið — dagvistun — félagsstörf SENNILEGA er það sameigin- legt öllum þeim, sém í prófkjör fara, að þeir hafa áhuga á mál- efnum borgarinnar. Hvað mig snertir sérstaklega, þá var ég starfsmaður borgarinnar um 5 ára skeið og hafði þá nokkur afskipti af umferðarmálum. — Sl. 4 ár hef ég átt sæti í Æsku- lýðsráði Reykjavíkur. A þenn- an hátt og I öðrum störfum hef ég haft tækifæri til að kynnast ýmsum þáttum borgarmála og það hefur vakið áhuga minn. Þar að auki met ég ekki siður þá óbeinu þekkingu og reynslu, sem ég, eins og aðrir Reyk- vfkingar, hef öðlazt við daglegt líf og starf í borginni. Viðfangsefnin eru margvís- leg. Fátt er þó nauðsynlegra en að einfalda stjórnkerfi borgarinnar og samband þess við einstaklinginn. Því miður verður að viðurkenna, að ein- staklingurinn á oft erfitt með að átta sig á og rata um hið margslungna borgarkerfi. Annað jneginatriði er, að borg- arbúar hafi meiri áhrif á hin ýmsu borgarmálefni en með því móti einu að kjósa 15 borgar- fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það hlýtur að verða hlutverk stjórnenda borgarinnar að stiga fyrsta skrefið til aukins sam- starfs, t.d. með aukinni kynn- ingu og fræðslu um borgarmál- efni og einstakar framkvæmd- ir, þannig að sem flestum gefist tækifæri og ráðrúm til að koma eigin hugmyndum og skoð- unum á framfæri. Með þessu móti mætti komast hjá ýmsum leiðindum og árekstrum. Nær- tækt dæmi um slælega kynn- ingu er t.d. margra ára gömul áætlun um að leggja hraðbraut um Fossvogsdalinn. Upplýs- ingaskyldu borgarinnar ber að sinna betur — en með því einu að senda fjölmiðlum fjölritaðar fundargerðir. Auk gagngerrar upplýsingarstarfsemi um störf borgarinnar ætti fólk að eiga visan stað, þar sem leiðbein- ingar fengjust um, hvernig því ber að snúa sér í erindum sinum við borgaryfirvöldin: Mér finnst timi til kominn, að lögð verði höfuðáherzla á dag- vistunarmál. Dagvistun barna er ekki einangrað fyrirbæri, sem einungis snertir einstæða foreldra og námsfólk, þó svo þessir aðilar eigi vissulega að njóta forgangs. En þvi miður er þessum málum enn svo háttað, að jafnvel þeir, sem forgangs eiga að njóta, eiga í erfiðleikum með að koma börnum sinum á barnaheimili. I nútimaþjóðfé- lagi snerta dagvistunarmálin svo marga þætti daglegs lifs, að eðlilegt má teljast, að þeim verði betri skil gerð áður en t.d. ákvörðun verður tekin um að verja hundruðum milljóna í ný holræsi á næstu árum. A undanförnum árum hafa æskulýðsmál mikið verið í sviðsljósinu. Ég erþeirrar skoð- unar að leggja eigi æskulýðs- mál niður í núverandi mynd, ég er þvi mótfallinn, að fólki sé skipað á stall eftir aldri. Þess í stað ætti að koma tómstunda- ráð, sem tæki til allra aldurs- hópa og hefði það markmið að móta aðstöðu til fjölbreyttrar frístundaiðju. Eitt aðalatriðið er að koma upp félagsmiðstöðv- um eins og nú er að risa i Fellahverfi í Breiðholti. Þar ættu íbúarnir sjálfir að ráða mestu um starf og fyrirkomu- lag, en ekki eitthvert ráð manna á vegum borgarinnar, Sjá nœstu J síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.