Morgunblaðið - 28.02.1974, Page 33

Morgunblaðið - 28.02.1974, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 33 ROSE- ANNA 43 — Hvernig er hún i hátt? — Eg imynda mér, að hún sé ekki ósvipuð Roseönnu. Hún er þó betur vaxin og er sennilega bæði laglegri og beturgefin. — Kann hún eitthvað? — Hún hefur verið hjá okkur i nokkur ár. Rólynd stúlka. Heil- brigð og sterk, að þvi er mér skilst. — Þekkirðu hana eitthvað að ráði? — Hér um bil ekki neitt. — Og er hún ógift? Kolberg tók blað upp úr vasa sínum. — Hér er allt, sem þú þarft að vita. Nú fer ég að kaupa jólagjaf- ir. Jólagjafir, hugsaði Martin og leit á klukkuna. Hálf fimm. Allt i einu mundi hann eftir dálitlu og hann hringdi til konunnar i Boda). — Nei, heyrið þér mig nú . . . — Kemur yður illa, að ég skuli hringja á þessum tíma? — Nei, það er ekki þess vegna. Maðurinn minn kemur ekki fyrr en eftir klukkutíma. — Ég ætla aðeins að spyrja yður einnar spurningar. Gáfuð þér Folke Bengtsson einhvern tíma eitthvað? Eða hann yður? — Nei, við skiptumst aldrei á gjöfum. Skiljið þér .. . — Er hann nízkur? — Kannski væri réttara að segja, að hann væri gætinn í fjár- málum. Ég er það líka sjálf. Það eina .. . Þögn. Það lá við borð, að hann heyrði hana roðna. — Hvað gáfuð þér honum? — Lítið men . .. ósköp ómerki- legt . .. — Hvenær gerðuð þér það? — Þegar við skildum . . . hann langaði til að eiga það .. . yfirleitt tók égþað aldrei af mér . . . — Tók hann það af yður? — Já, og ég hafði ekkert á móti því að hann fengi það. — Þakka yður fyrir. Sælar. Hann hringdi til Ahlbergs. — Ég hef talað við Larsson og fulltrúann. Lögreglustjórinn er vei kur. — Hvað sögðu þeir? — Gáfu grænt ljós. Þeim er ljóst að það er ekki um aðra leið að vel ja .. . Hún er vitaskuld held- ur övenjuleg, en . .. — Henni hefur verið beitt margsinnis áður, lika hér í Svi- þjóð. Það sem ég hef hugsað mér að biðja þig að koma á framfæri nú ermun óvenjulegra. — Hljómar allvel. — Sendu tilkynningu til blað- anna um að við séum komnir á sporið og málið upplýsist senn. — N úna? — Já, strax. Þú skilur væntan- lega, hvað ég á við? — Já, hann hafi verið útlend- ingur? — Einmitt. Eitthvað á þessa leið. Samkvæmt fréttum er maður sá, sem lengi hefur verið eftirlýst- ur vegna morðsins á Roseönnu McGraw, nú i vörslu bandarísku lögreglunnar. — Og við höfum allan tímann vitað, að sá seki væri ekki hér í Svíþjóð? Svíþjóð? — Já, líka það. Aðalatriðið er að veið gerum þetta samstundis. — Eg skilþað. — Og svo er bezt að þú komir hingað. — Tafarlaust? — Svona hér um bil. Sendill kom inn á skrifstofuna. Martin Beck reif upp skeytið. Það var frá Kafka. — Hvað segir hann? spurði Ahl- berg i simanum. „Setjið fyrir hann gildru." 26. kafli Það var rétt hjá Kohlberg. Lög- reglukonan Sonja Hansson minnti örlítið á Roseönnu Mc- Graw. Hún sat í gestastólnum í skrif- stofu Martins og spennti greipar. Hún horfði á hann rólyndislegum gráum augum. Dökkt hárið var stuttklippt. Hún hafði frísklegt andlit og hún notaði ekki andlits- farða. Hún leit ekki út fyrir að vera meira en tuttugu og fimm ára, en Martin vissi, að hún var tuttugu og níu ára gömul — Fyrst og fremst vil ég að þú skiljir, að þú verður að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, sagði hann. — Ef þér er á móti skapi að taka þetta að þér, þá geturðu bara neitað. En ástæðan fyrir því að við völdum þig er sú að við álítuin FRAMHALDSSAGA ERIR MAJ SJÖWALL OG PER WÁHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI að þú hafir mesta möguleika til að leysa verkefnið. Til dæmis vegna útlits þins. Stúlkan i stólnum strauk hárið frá enninu og leit spyrjandi á hann. — I öðru lagi, hélt Martin áfram, — býrð þú á heppilegum stað, þú ert ekki gift, né i sambýli eins og það heitir. Sonja Hansson hristi höfuðið. — Ég vona að ég geti hjálpað, sagði hún. — En hvað kemur útlit mittþessu máli við? — Manstu eftir Roseönnu Mc- Graw, stúlkunni frá Bandarikjun- um, sem var myrt í sumar? — Hvort ég man. Eg vinn í þeirri deild, sem hefur með að gera kvenfólk sem hverfur, svo að ég hafði afskipti af því máli uin hrið. — Við vitum hver myrti hana, og hann býr hér í borginni. Ég hef yfirheyrt hann og hann viður- kennir, að hann hafi verið um borð, þegar atburðurinn gerðist, og hann viðurkennir að hann hafi aldrei hevrt um morðið. — Ekki hljóinar það sennilega. Það hafa verið skrifað um það þessi lika reiðinnar ósköp. — Hann segir, að hann lesi aldrei blöð. Okkur varð ekkert ágengt með hann. Hann virtist fullkomlega eðlilegur og svaraði hreinskilnislega öllum spurning- um. Við gátum ekki tekið hann fastann og víð getum ekki látið fylgjast með honum að staðaldri. Nú höfum við aðeins eina von og hún er sú, að hann reyni að drepa VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Konudagsblómin Nú er þorrinn liðinn, og ekki víst að margir verði til að sýta það, nema þá vegna þess, að þorrablótin vinsælu eru nú af- staðin. Velvakandi hefur stund- um verið að velta því fyrir sér, hvort fólk sé almennt svo hrifið af þorramatnum sem af er látið, eða hvort bara sé verið að nota tækifærið og ástæðuna til að koma saman. Þorramaturinn er nú fram bor- inn í trogum, enda þótt áður fyrr hafi ekki nokkur maður úr trogi etið. Trogin voru notuð til að geyma matinn í, en nútfmafólkið langar svo til að lifa sig inn í háttalag forfeðranna, að það væri víst með að neyta matar úr hverju sem væri þess vegna — svona hér um bil. Fyrsti dagur í góu er kallaður, konudagur, og var sagt, að þá ætti húsfreyja að fagna góu með því að hoppa fáklædd kringum bæinn og heilsa góu með vísu. Það þýddi víst lítið að bjóða nútimahúsfreyj- um upp á svona trakteringar — nú gera þær sér dagamun með því að veita viðtöku blómum ef marka má fjörkippinn, sem blómaverzlanir taka, þegar líða tekur að konudeginum. Utvarpsþulirnir hrópa dögum saman, hver i kapp við annan: — Konudagsblómin — konudags- blómin — við höfum konudags- blómin! Þá fer maður að velta því fyrir sér, hvort blómaræktendum hafi nú tekizt að búa til nýja blómateg- und, sem-heiti konudagsblóm, en þetta eru sem sagt blóm, sem blómasalar vilja láta fólk gefa konum á konudaginn. Spakir menn gérðu mikið af því hér áður fyrr að reyna að spá fyrir um veðurlag, og ef marka má þessa vísu, þá gætum við átt von á góðu voru: Þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. 0 Orkuvirkjun Laufey Tryggvadóttír, Helga- magrastræti 2, Akureyri, skrifar: „Kæri Velvakandi, mig langar til að biðja þig fyrir eftirfarandi línur í dálkinn þinn: Það er mikið rætt og ritað um orkumál, og er það að vonum. Við hér á norðurslóðum erum á yztu nöf hvað raforku snertir, en allt um kring er jarðvarminn og belj- andi fljót og fossar, sem bíða þess að flytja ljós og yl inn á heimilin. Hví ekki að hefjast handa og hrinda þessu í framkvæmd? En það eru fleiri orkugjafar, sem þarf að virkja, en hafa ekki verið virkjaðir sem skyldi á þeim mammonstímum, sem við lifum á. Sú orka er ekki mæld í megavött- um eða litlu krónunum okkar. Þessi orka stendur öllum til boða alveg ókeypis ef menn og konur vilja hagnýta sér hana betur en verið hefur. Sú orka, sem hér um ræðir, er guðstrúin, — eilífðarorkan, sem heimurinn er fullur af. Hún biður þess aðeins að verða virkjuð til lífskjarabóta, ekki sízt til handa þeim, er misst hafa fótanna í svartnættishyldýpi áfengis- og/eð-a fiknilyfjaneyzlu. • Sjónvarpsþáttur um áfengisvandamál Tilefni þessarra hugleiðinga er þátturinn i sjónvarpinu þann 1. febrúar sl., þar sem vandamál áfengissjúkra voru til umræðu. Það mál snertir okkur öll að meira eða minna leyti. Eg er satt að segja undrandi á þvi að hafa ekki séð nema einn mann fjalla um efni umrædds þáttar á prenti, svo athyglisverð- ur sem þátturinn var. Þarna mættust tveir andstæðir pólar, — annars vegar læknirinn og félagsráðgjafinn, en hins vegar fyrrverandi áfengissjúklingar. Hin fyrrnefndu höfðu menntazt til að meðhöndla sjúka og þá, sem við margs konar þjóðfélagsvanda- mái eiga að striða en svo virðist sem þau hefðu fallið inn í svo þröngan ramma menntunar sinn- ar, að þau sætu þar nánast föst. Ekki er ég þar með að draga í efa starfsvilja þeirra hvors á sínu sviði. Hinir síðarnefndu höfðu geng- ið í gegnum svartnætti drykkju og umkomuleysis, eins og þeir sögðu sjálfir, en höfðu borið gæfu til að slíta af sér þessa helfjötra með innri viljastyrk. Þar kom einnig trúarorkan til hjálpar hinum unga manni. Hann virkjaði hana sér til handa og hefur nú hafið endurreisnarstarf til aðstoðar þeim, sem hafa við sama vandamál að stríða, en hafa hug á að endurhæfa sig til lífsins aftur. Ekki þarf þessi ungi maður á að halda tugmilljónahöll fyrir starf- semi sína. Bílskúrinn dugar hon- um vel. Það er ósk mín til handa þess- um unga manni, að starf hans megi bera þúsundfaldan árangur. 0 Bezta afmælisgjöfin Það er mikið um áætlanagerðir á þessum síðustu tfmum. Stórátök á að gera á ýmsum sviðum, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En tökum inn í áætlana- gerðina stórátak á þeim sviðum sem hér hefur verið drepið á, þ.e.a.s. áfengisvandræði og fíkni- lyfjanotkun fólksins i landinu. Við hlytum öll að fagna því, að menntun, trú og tækni tækju sam- an höndum i vandamálum liðandi stundar, þannig að þjóðin bæri gæfu til að hrinda af stað öflugri hreyfingu til mannbóta öllum landsins börnum á 1100 ára af- mæli íslandsbyggðar. Það myndi verða sú bezta afmælisgjöf, sem við gætum gefið þjóðinni. Slítum af okkur þá fjötra, sem við höfum hneppt okkur í. Bjóðum tízkunni byrginn og lifum frjáls án allra vanabindandi ávanaefna. Þá fyrst lítum við sólaruppkomu hins batnandi lífs og bjartari daga. Akureyri í febrúar 1974, Laufey Tryggvadóttir." S3? S\GGA V/öGA £ 'ÍILVE&W Athugasemd frá Skipaút- gerð ríkisins Samkvæmt grein í Morgunblað- inu 21. febr. sl. undir fyrirsögn- inni „Amerisk dísilrafstöð keypt til ísafjarðar", kemur fram sú ásökun i simtali Magnúsar J. Kristinssonar aðstoðarrafveitu- stjóra á Isafirði við Morgunblað- ið, að Skipaútgerð ríkisins hafi neitaði að taka hina nefndu vél i Heklu frá Rvík síðastliðinn mið- vikudag, og borið það fyrir, að búið væri að loka lestum skipsins til burtferðar. Hafi þvi þurft að ieita til stjórnarráðsins til þess að fyrirskipa Skipaútgerðinni að taka vélina i Heklu. Skal út af þessu tekið fram, að Skipaútgerðin telur það skyldu sína að reyna eftir beztu getu að leysa slik vandræði viðskiptaað- ila, eins og hér er um að ræða, en séu vandkvæði á fyrirgreiðslu, verða viðskiptaaðilar auðvitað að snúa sér til yfirmanna hjá útgerð- inni. Eftir því sem tekizt hefir að upplýsa, mun birgðavörður hjá fyrirtæki þvi, sem átti að senda umrædda vél frá Rvik, hafa hringt í vöruhús útgerðarinnar um 6 leytið síðdegis miðvikudag- inn 20. febr., þegar Hekla átti að sigla kl. 8. síðdegis, og fengið það svar frá einhverjum verkamanni, sem ekki er þó vitað hver var, að of seint myndi að koma með um- rædda vél. En verkstjóri vissi ekki um nefnda flutningsbeiðni, og þegar ég hóf afskipti af þessu vegna símtals frá ráðuneytinu á sjöunda tímanum síðdegis nefnd- an dag, tjáði yfirverkstjóri mér, að hann hefði rétt í það verið að taka 500 kg rafvél til isafjarðar frá Pósti og síma og hlyti það að vera sú hin sama og ráðuneytið bæri fyrir brjósti, því að ekki væri kunnugt um að beðið hefði verið um flutning annarrar vélar. Af gefnu tilefni spurði samt yfirverkstjóri starfsmenn nánar um þetta, þar með hleðslustjóra á skipinu, en enginn kannaðist við neitun um að flytja rafvél til ísa- fjarðar, og var því álitið, að ein- ungis væri um að ræða áður nefnda vél frá Pósti og síma. En önnur rafvél, 300 kg., kom þó fram kl. u.þ.b. 19.30, þegar skipið átti að vera sjóklárt kl. 20.00, og sú vél var þá einnig tekin í skipið, sem var m.a. með 130 tonna farm að- eins til Isafjarðar, og voru nefnd- ar 2 rafvélar siðustu númerin (157 og 158) á farmskránni þang- að. Hvort eðlilegt var eða óhjá- Framhald á bls. 35 Munid okkar vinsælu köldu borð og hinn skemmtilega „kabarett” Leigjum út sali fyrir fjölmenna og fámenna mannfagnaði. VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ (Útgardur) síml 85660 MATUR „er mannsins megin’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.