Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUUAGUR 28. FEBRUAR 1974 Gott verð hefur fengizt fyrir minkaskinn á uppboðum, sem hafa staðið yfir í London síðustu daga. Meðalverð skinna af svörtum karldýrum er 11 pund, en af kvendýrum 6.5 pund. Meðalverð pastelskinna hefur verið 10 pund fyrir skinn af karldýrum og 5.5 pund fyrir skinn af kvendýrum. Alls hefur staðið yfir sala á 850.000 minkaskinnum, þar af eru 15.000 seld af fyrirtækinu Hudson’s Bay & Annings Ltd., sem hefur umboð fyrir íslenzka minkaskinnsframleiðendur. SKEMMTIFERÐASKIP AF- PANTAR 2 ÍSLANDSFERÐIR Ljósm. Sv. Þorm. Brugðið á leik á öskudaginn.... Vatnið þvarr í hverun- um tveimur í Reykholti BORUN eftir auknu heitu vatni f Reykholti í Borgarfirði varð þess valdandi, að vatn þraut næstum alveg í hverunum tveimur, Dvnk og Skriflu, sem hafa séð fyrir heitu varni og gufu til upphitun- ar á skólahúsum, íbúðarhúsum og gróðurhúsum þar á staðnum. Var í gær aðeins sæmilegur hiti í tveimur húsum, gamla skóla- húsinu og einu gróðurhúsi, en kalt I öllum öðrum húsum. Von- azt var þó til, að hitaveitan kæm- ist í lag á ný í dag eða á morgun, eftir að gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að draga úr þeim áhrifum, sem gerð nýju borhol- unnar hefði á vatnsstreymið úr hverunum tveimur. Vilhjálmur Einarsson, skóla- stjóri í Reykholti, sagði i viðtali við Mbl. í gær, að vegna aukinnar mannvirkjagerðar á staðnum hefði verið fenginn bor á vegum Orkustofnunar til að bora nýja holu eftir heitu vatni og hófst sú borun i síðustu viku. Eftir venju- Iega byrjunarörðugleika fór bor- unin að ganga vel um helgina. Er komið var niður á 25 metra dýpi, fékkst heitt vatn, en þá fór fljót- lega að minnka vatnsrennslið úr hverunum tveimur og stöðvaðist það næstum með öllu. Hins vegar kom allt í einu I ljós nokkur vatnsaukning i borholu, sem er í um 7—800 metra fjarlægð frá hverunum, skammt frá bifreiða- verkstæðinu Litla-Hvammi. Jarðfræðingar, sem komu upp i Reykholt vegna þessa, telja, að sögn Vilhjálms, að ástæðan fyrir þessu sé sú, að kalda vatnið, sem notað hefur veriðtil kælingar við borunina, hafi kælt niður heita vatnið, sem leitað hefur upp í hverunum, og minnkað þrýsting- inn á því. Á 25 metra dýpi tekur við berglag, én ofan á því lag af leir og möl og neðst í því lagi virðist heita vatnið eiga upptök sín. Virðist svæðið allstórt, sem þetta heita vatn er á, miðað við þær breytingar, sem urðu á rennslinu úr holunni hjá Litla- Hvammi. Haldið hefur verið áfram að bora síðan um helgina og er bor- holan orðin um 100 metra djúp. Neðst í henni hefur mælzt um 100 stiga hiti og gera jarðfræðingarn- ir sér góðar vonir um, að með áframhaldandi borun fáist heitt vatn úr holunni úr annarri upp- sprettu en þeirri, sem sá hvernum fyrir vatni, og fáist þannig hrein viðbót við heita vatnið, sem fyrir var. Hins vegar var ákveðið að fóðra nýju borholuna á öllum þeim kafla, þar sem talið var að kælingarvatnið gæti leitað úi og haft áhrif á vatnsrennsli til hver- anna og var það verk hafið í gær. Talið er, að hverirnir eigi að ná að jafna sig á tveimur dögum, en ekki er hægt að segja til um, hvort þeir ná að fullu fyrra vatns- rennsli eða ekki. Vilhjálmur sagði, að þar sem veðrið hefði verið svo gott, hefði ekki skapazt neitt vandræða- ástand á staðnum, en hins vegar ylti allt á því, hvort hverirnir jöfnuðu sig aftur eða ekki; ef þeir gerðu það ekki, væri aðstæður á staðnum gjörbreyttar. En menn vonuðu og byggjust við, að þetta kæmist allt í lag nú næstu daga. Gott verð á minkaskinniim Siglufjörður SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Siglufirði halda sameiginlegan fé- lagsfund í Sjálfstæðishúsinu í Siglufirði sunnudaginn 3. marz n.k. kl. 5 síðdegis. Tekin ákvörð- un um bæjarstjórnarframboð. Stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins hvatt til að mæta á fundinn. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna. Akureyri, 27. febr. ASAHLÁKU gerði í gærdag á Akureyri og f nágrenni og hin mikla fönn, sem setti niður I stór- hríðinni um daginn, rann sundur með miklum vatnagangi og flóð- um. Stjórtjón varð af vatnságangi vfða um hæinn og þar að auki urðu margir fyrir minni háttar óþægindum. Slökkvilið og bæjar- starfsmenn gengu vasklega fram f að bjarga verðmætum f gær og í dag er sums staðar enn verið að dæla vatni úr kjöllurum húsa. Leysingaflóðin urðu einna mest á Oddeyri og við innanvert Aðal- Frá því á miðnætti í fyrrakvöld og þar til kl. 21 í gærkvöldi höfðu 7 ára telpa fótbrotnaði 7 ÁRA telpa varð fyrir vélhjóli á Háaleitisbraut við Hvassaleiti um kl. 3:15 á miðvikudag. Var hún flutt í slysadeild og var við fyrstu rannsókn talin hafa fótbrotnað og viðbeinsbrotnað. Hækkunin á minkaskinnum er um 20—25% í erlendum gjald- eyri, en hún fær ekki notið sín sem skyldi vegna óhagstæðrar gengisskráningar að sögn um- boðsmanns Hudson’s Bay, Skúla Skúlasonar. Miðað við allar að- stæður er salan þó mjög góð, sagði Skúli við Mbl. í gær. Að þessu sinni voru 200 kaup- endur og Italir keyptu mest. Þjóðverjar keyptu ekki, en banda- rískir kaupendur hafa komið í þeirra stað að sögn Skúla Skúlasonar. stræti. Göturnar umhverfis Ráð- hústorg voru allar undir djúpu vatni, svo að bílar þurftu að fara mjög varlega þar og um tíma varð að loka Skipagötu alveg. Við Lundargötu og allvíða við Strand- götu rann leysingavatn af götun- um inn í kjallara margra húsa og þar varð víða mikið tjón. Nausta- lækurinn rann út úr farvegi sín- um og hljóp ofan svokallað Skammagil, skammt sunnan við kirkjugarðinn, og bar með sér óhemju magn af aur og leðju. Lækurinn og framburður hans fóru inn á lóðirnar númer 64 og eftirtalin 16 skip tilkynnt um afla sinn: Hrönn með 80 lestir, Eld- borg með 500, Asver 140, Jón Finnsson 400, Öskar Magnússon 400, Gunnar Jónsson 60, Sveinn Sveinbjörnsson 240, Rauðsey 300, Lundi 90, Ölafur Sigurðsson 200, Alftafell 160, Grímseyingur 100, Arsæll Sigurðsson 80, Helga Guðmundsdóttir 250, Isleifur IV 110 og Albert 160. Mest af þessari loðnu veiddist út af Ingólfshöfða, en einnig nokkuð í Faxaflóa. SKEMMTIFERÐ ASKIP, sem ætl- aði að koma til íslands í sumar tvisvar sinnum, afturkallaði f gærmorgun pantanir, og er hætt við að koma vegna of hás verðlags á því sem boðið er upp á hér á landi. Þetta er ítalska skipið Ir- tina, sem átti að koma 10. júní og 27. júnf og afboðaði komu sfna til ferðaskrifstofu Geirs Zoega. Auk þess hefur 50 manna hópur norskur afturkallað um- beðna þjónustu þar. Segjast Norð- mennirnir ekki geta greitt svona hátt verð. 66 við Aðalstæti og þær eru þakt- ar djúpu leðjulagi. Vatn rann inn I húsið nr. 66 og olli þar gífurlegu tjóni, t.d. á þvottavél, frystikistu og sjónvarpstæki. Slökkviliðsmenn dældu úr mörgum kjöllurum gær og telst þeim svo til, að þeir hafi komizt yfir að sinna 18 hjálparbeiðnum, þar sem þörfin var mest, en mörg- um hjálparbeiðnum varð þó að synja, vegna annrikisins. Fast- ráðnir verkamenn Akureyrarbæj- ar voru kallaðir til starfa þrátt fyrir verkfall og var fúslega veitt undanþága verkfallsstjórnar vegna þeirra, svo að þeir gætu sinnt hjálparstörfum, við að dæla úr kjöllurum og bjarga verðmæt- um fólksins. F’ullyrða má, að allir þessir menn hafi unnið vasklega gott verk og komið í veg fyrir að tjónið yrði enn meira en það hlaut að verða. Þá varð Benny Jensen, danskur bóndi að Lóni við Akureyri, fyr- ir miklu tjóni, er 25 unggrisir í svínabúi hans drukknuðu. Hafði Lónslækur stiflazt og á svip- stundu myndazt mikið lón og flæddi úr þvi inn í svínahúsin. Fullomu svínin gátu rekið trýnin upp úr vatninu og sluppu því, en grísirnir drukknuðu. — Sv. P. Geir Zoega sagðist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. Engar pantanir bærust lengur frá Eng- landi, sem ekki væri undarlegt, þegar tebolli og ristuð brauðsneið kostaði orðið 15 shillinga eða 140 krónur. Slíkt verðlag vildu enskir ferðamenn ekki greiða. Sagði Geir, að hann væri hræddur um að afpantanir ættu eftir að aukast, því þetta verðlag, sem þarna væri við miðað, er frá í janúar og eftir samningana nú mætti búast við að enn bættist á. Skemmtiferðaskipin, sem voru 22 í fyrra í íslandsferðum, voru kom- in niður í 16 í sumar, þar sem tvö þeirra voru seld, Hansiatic og Hamborg, og nú hefur þeim enn fækkað í 14. Kvaðst Geir hræddur um að enn gætu fallið úr ferðir skipanna hingað. Væri jafnvel farið að gefa í skyn að skipin gætu komið og farþegarnir gengið um I landi án þess að kaupa nokk- uð nema minjagripi. Ferðir fyrir farþegana væru of dýrar til að þýddi að bjóða þeim þær, og mat- ur í landi væri líka of dýr til að þeir keyptu hann. — Verst þykir mér að búast má við að þeir fáu, sem koma í sumar, Fáskrúðsfirði, 27. febr. VONZKUVEÐUR var hér í fyrri- nótt og í gærdag og olli töluverðu tjóni. Meirihluti af söltunarhúsi Hilmis sf. valt yfir sig og járnið af því dreifðist um allt. Bátur, sem verið hefur hér í viðgerð um Iangan tfma, lá við bryggju söltunarstöðvarinnar. Menn, sem voru þar að vinna, höfðu skilið bíla sína eftir til hlés við húsið, með þeim afleiðingum, að þrír bílanna urðu undir hús- inu, þegar það valt yfir sig. Tveir bílanna skemmdust lítið, en þriðji bílinn, sem var af Toyota-gerð, er alveg gjörónýtur. Má teljast mildi, að ekki skyldu hljótast af fari að segja frá því við heimkom- una hvílíku „ræningjabæli” þeir hafi lent í ogþað tekur mörg ár að vinna slíkt upp aftur, sagði Geir Zoega. — Okkar verðlag er að útloka okkur af ferðamannamarkaðin- um, sagði hann að lokum. Og um úrræði, sagði Geir, að hann hefði áður stungið upp á ferðamanna- gengi, en ekki fengið undirtektir. En reynslan af gengisfellingum hefði verið sú, að eftir 2—3 mán- uði væri verðlagið orðið það sama. Dregið í happdrætti Orators DREGIÐ hefur verið í happdrætti Orators, félags laganema. Tvær utanlandsferðir komu á miða nr. 727 og 4224. Lögbókin kom á miða nr. 1, 854, 855, 1176, 2455, 2592, 4332 , 4677, 5227 , 5460, 6060, 6443, 6604, 7250, 7510, 8815, 8840, 8841, 8842, 9250, 9333, 9404, 9612, 9641, 9644. Ulfljótur kom á miða nr. 8065, 8533, 8975. Vinninga sé vitjað á skrifstofu Orators á þriðju hæð í Lögbergi alla virka daga frá kl. 13—15. slys á möiínum, er þetta gerðist. Tjónið er áætlað um 2—3 milljón- ir kr., en að sögn framkvæmda- stjóra Hilmis var húsið ekki fok- tryggt og trygging bílsins nær lík- lega ekki yfir tjónið á honum. I sama veðri tók fimm plötur af þaki nýlega byggðs ráðhúss hreppsins, en ekki er kunnugt um annað tjón hér af völdum óveð- ursins. I dag var komið hingað með 12 lesta bát í togi frá Stöðvarfirði, en bátúrinn hafði farið á hvolf og sokkið í þessu sama óveðri. Verí ur gert við bátinn hér og hann hreinsaður upp. — Albert. Akureyri: Mikið tjón af leysingaflóðum Loðnuskipin aftur á skrið Bílar, hús og bátur skemmdust í óveðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.