Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 15 Kona Solzhen- itsyns bíð- ur í einn mánuð Moskvu, 27. febrúar, NTB. EIGINKONA rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyns sagði f dag, að hún fengi ekki leyfi yfirvalda til að fara úr landi með bækur og skjöl eigin- mannsins fyrr en eftir að minnsta kosti einn mánuð. Frú Solzhenitsyn kvaðst ekki mundu fara úr landi án bók- anna. „Maðurinn minn þarfn- ast ekki aðeins mfn og barn- anna, hann þarfnast bókanna líka,“sagði hún. Hún kvað Lenfn-bokasafnið hafa beðið sig að semja lista um 500 til 1.000 bækur, sem hún vill hafa með sér. Yfirvöld- in verða að samþykkja listann og henni var sagt á bókasafn- inu, að það tæki að minnsta kosti fjórar vikur. Sovézk yfirvöld hafa sagt, að □ Alexander Solzhenitsyn I göngutúr I Kaupmannahöfn með Hans Jörgen Lembourn, formann dönsku rithöfundasamtakanna og þingmann, og Ellen Winther, leikkonu og eiginkonu Lem- boums, upp á arminn. — Natalia, eiginkona Solzenitsyns, er á litlu myndinni. frú Solzhenitsyn, börn hennar þrjú og móðir hennar fái brott- fararleyfi. „Ég hef enn ekki gengið frá vegabréfum og öðr- um nauðsynlegum skilrfkjum, þvf að ég veit ekki, hvar Alex- ander Solzhenitsyn ætlar að setjast að. Eg tel þó, að hann taki ákvörðun mjög bráðlega," sagði hún. Solzhenitsyn kom aftur til Zúrich í dag frá heimsókn sinni til Noregs og Danmerkur. Hann kom með lest frá Kaupmanna- höfn. Norska blaðið Aftenposten hefur eftir norskum vini Solz- henitsyns f dag, að hann muni annaðhvort setjast að f Noregi eða Sviss. Uppreisn hermanna í Eþíópíu breiðist út Stjórnin segir af sér Haile Selassie. AddisAbeba, 27. febr. AP. — NTB. IIAILE Selassie keisari hvatti ákaft til þjóðareiningar f ræðu sem hann hélt í dag frá svölum hallar sinnar og jafnframt herma fréttir að uppreisn hermanna sem krefjast launahækkunar breiðist út í Eþíópfu. I kvöld bárust þær fréttir að stjórnin hefði sagt af sér og þotur flughersins flugu lágt yfir höfuð- borginni Addis Abeba. Nokkrum klukkustundum áður höfðu deild- ir úr flughernum tekið öll völd f sfnar hendur f flugstöð aðeins 50 km frá höfuðborginni. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um rfkir ókyrrð í Dire Dawa í austurhluta landsins þar sem þriðja herfylkið hefur aðsetur og í herskólanum i Harrar skammt þar frá efndu hermenn til að- gerða til stuðnings uppreisninni sem virðist ná til verulegs hluta 44.000 manna hers Eþíópiu. Menn úr landher og flugher undir forystu undirforingja hafa á valdi sínu mikilvægustu staði í Samara, höfuðborg Eritreu, ann- an daginn i röð. Um 1.700 sjóliðar gengu í lið með þeim og tóku flotastöðina í Massawa við Rauða- haf. Kyrrt er í þessum tveimur höf- uðvirkjum uppreisnarmanna í Eritreu samkvæmt fréttunum og uppreisn hermannanna hefur ekki leitt til ofbeldisverka. Bank- ar og skólar voru lokaðir i dag en kvikmyndahús opin. Eþíópíski sjóherinn er aðeins skipaður örfáum strandgæzlu- skipum og einu birgðaskipi og virðist nánast óskiptur hafa geng- ið í lið með uppreisnarmönnum. Hersveitir hollar stjórninni hafa einangrað Asmara. Viðræð- ur virðast hafa farið fram milli stjórnarinnar og nefndar fimm fulltrúauppreisnarmanna. Liðþjálfi nokkur virðist hafa komið uppreisninni af stað. Nefnd háttsettra manna undir forsæti yfirmanns hersins var i dag væntanleg til Asmara til við- ræðna við uppreisnarmenn. Þótt uppreisnarmenn virðist einungis krefjast launahækkana munu einnig hafa komið fram ásakanir gegn yfirstjórn hersins og jafnvel stjórn landsins, en upp- reisnarmenn virðast halda tryggð við Haile Selassie keisara. VUj^ meira en 200 mílur Ósló 27. febrúar, NTB. VERKALÝÐSSAMBANDIÐ í Noregi hefur bent á í bréfi til rfkisstjórnarinnar, að þeir al- þjóðasamningar, sem sam- komulag verði um á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Caracas í júní, muni hafa úr- slitaþýðingu fyrir Norðmenn, bæði sem eina af helztu sigl- ingaþjóðum heimsins og sem strandþjóð, er hafi verulegra hagsmuna að gæta i fiskveið- um, hagnýtingu oliu og gas- vinnslu. Verkalýðssambandið telur rétt, að strax á hafréttarráð- stefnunni verði komizt að sam- komulagi um ytri mörk land- grunnsins utan 200 sjómilna. Verður kynþroska þorskur verndaður? Þrándheimi, 27. febrúar — Enn eitt fjárkúgunarránið NTB London, 27. febrúar—AP. ÓKUNNUR maður, sem sfðastlið- inn laugardag stal ómetanlegu listaverki eftir hollenzka 17. ald- ar málarann Jan Vermeer úr Kenwood Ilouse-safninu í Lond- on, hefur nú látið uppi í símtali, að hann krefjist þess, að hálfrar milljónar punda virði af matvæl- Framhald á bls. 35 KNUT Vartdal, fiskimálastjóri Noregs, sagði í dag að takmörk- un á veiðum kynþroska þorsks væri einn af þeim möguleikum Bretar styðja 200 mílna mörk — Austen Laing London, 27. febrúar— NTB. AUSTEN Laing, framkvæmda- stjóri Sambands brezkra útgerð- armanna, sagði í London i dag, að brezkir sjómenn styddu tillögur um útfærslu landhelgi í 200 míl- ur. Hins vegar væri bæði sjó- mönnum og útgerðarmönnum ljóst að aðeins væri unnt að stfga slíkt skref eftir að nákvæmar og vfðtækar viðræður hefðu átt sér- stað um málið við önnur aðildar- lönd Efnahagsbandalags E vrópu. Laing sagði þetta i ræðu sem hann flutti á ráðstefnu um haf- réttarmál, sem haldin er í London um þessar mundir á vegum brezka dagblaðsins The Financial Times. Sagði Laing ennfremur, að ef landhelgin yrði færð út væri eðlilegt fyrir hin ýmsu lönd að koma sér saman um tvíhliða að- lögunarráðstafanir, þannig að sjó- menn geti smátt og smátt dregið úr veiðum sínum á viðkomandi miðum. Tilgangur þessarar hafréttar- ráðstefnu er að laða fram tillögur og hugmyndir, sem væntanlega yrðu ræddar á hafréttaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Caracas. í ráðstefnunni taka þátt fulltrúar ríkisstjórna, sérfræðingar og full- trúar atvinnugreina sem hags- muna eiga að gæta í þessum efn- um, en henni á að ljúka á föstu- dag. NýjarWater- gate - ákærur New York, 27. febrúarAP — NTB. LEON Jaworski, sérlegur sak- sóknari í Watergate málinu, segir i dag i viðtali við New York Times að hann sé nú búinn að fá fulla mynd af þvi hvernig málum hafi verið háttað í Watergate-hneyksl- inu. Segir Jaworski, að nýrra ákæra sé að vænta þegar á fimmtudag eða föstudag. Hins vegar sé málið enn ekki komið í hápunkt, og að kærum verði að fresta unz lokið verði við að skipa kviðdóm í máli ráðherranna fyrr- verandi, John Mitchell og Maurice Stans. Þá sagði William Saxbe, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna i dag, að hann væri ósammála þeim skilningi sem fram kom hjá Nixon forseta á blaðamannafundinum á mánudaginn um hvers konar at- hæfi kallaði ásaksókn forseta fyr- ir ríkisrétti. Hafði Nixon lýst þeirri skoðun að glæpur þyrfti að hafa verið framin tilþess að rétt- læta saksókn. í dag skýrði lögfræðineur John Ehrlichmans, fyrrum ráðgjafa N ix ons frá því, að Ehrlichman hefði neitað tilboði um að lýsa sig ábyrgan á innbrotum i Watergate- bygginguna og á skrifstofu sál- fræðings . Daniel Ellsbergs gegn því að fallið yrði frá öllum öðrum ákæruatriðum gegn honum. Allsherjarverk- fall á Ítalíu í dag Róm, 27. febrúar AP—NTB UM 13 milljónir verkamanna tóku þátt í allsherjarverkfalli á ítaliu í dag til þess að mótmæla aðferðum ríkisstjórnarinnar við að hefta verðbólgu og atvinnu- leysi. I Róm og nágrenni hennar stóð verkfallið í einn sólarhring, en annars staðar i fjórar klukku- stundir. Þetta er sjötta allsherjar- verkfallið á Ítalíu undanfarin fjögur ár. Þetta mótmælaverkfall fór viðast friðsamlega fram, en í flestum borgum voru haldnir fjöldafundir til að undirstrika til- gang þess. sem meta þyrfti þegar tryggja ætti endurnýjun þorskstofns- ins. Hann undirstrikaði hins vegar að slík takmörkun væri ekki tímabær í ár og að ekki yrði tekin afstaða til þessa máls fyrr en niðurstöður af viðræð- um nefndarinnar um fiskveiði í Norður-Atlantshafi sem fara eiga fram i júnf, Iægju fyrir. Bretar verja olíuborpalla London, 27. febrúar, AP. BREZKI sjóherinn ætlar að koma sér upp litlum flota fall- byssubáta tilþess að verja oliu- borpalla á hafinu norður af Ir- landi og vestur af Skotlandi. Heimildir í sjóhemum segja, að aðalverkefni flotans verði að verja borpallana gegn árásum eða ránum. Ekki var tilgreint, hvaðan slikar árásir kynnu að verða gerðar, en möguleiki á þvf, að írskir skæruliðar gerðu slíka tilraun var ekki útilokað- ur. Sendlar barðir og rændir milljónum Múnchen, 17. febrúar, AP. ÞRfR RÆNINGJAR komust undan í dag með tæpa hálfa milljón marka (um 15 milljónir ísl. kr.) sem starfsmenn banda- risku útvarpsstöðvarinnar Radio Liberty i MUnchen áttu að fá launagreiðslur. Lörgreglan segir, að ráðizt hafi verið á tvo sendla útvarps- stöðvarinnar og pokarmeð pen- ingunum í hrifsaðir af þeim, þegar þeir voru á leið til stöðvarinnar frá nálægum banka. Tveir ræningjanna voru vopnaðir skammbyssum. Þriðji ræninginn sat i sportbil og ók á brott með ránsfenginn og ræn- ingjana, þegar sendlarnir höfðu verið barðir niður með byssuskefti. Seinna fannst billinn yfirgef- inn. Radio Liberty útvarpar til Sovétríkjanna og annarra Aust- ur-Evrópulanda. Dayan boðin staða Jerúsalem, 27. febrúar.NTB. GOLDA Meir forsætisráðherra hefur boðið Moshe Dayan fyrr- verandi landvarnaráðherra stöðu utanrikisráðherra í minnihlutastjórn, að sögn blaðsins Maariv i dag. Blaðið segir, að Abba Eban utanríkisráðherra fráfarandi stjórnar hafi hafnað boði frú Meir um að verða aðstoðarfor- sætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.