Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 CARGOLUX: „Starfeemin vex jafnt og þétt” Rabbað við Einar Olafsson framkvæmdastjóra um harða samkeppni á alþjóðavettvangi STARFSEMI Cargolux, sem hef- ur aðalbækistöðvar sínar í Luxemburg dafnar stöðugt. Félagið er löngu orðið þekkt víða um heim fyrir vöruflutninga sína og einnig eru þeir þekktir fyrir að vera með fyrstu aðilum til hjálpar á staði þar sem hörmungar hafa dunið yfir. Síðustu ár hefur Cargolux ávallt verið fyrst á stað- inn f hjálpartilfellum, nema í Mexico. Frægt er hjálparflug Cargolux til Dacca og fleiri staða, en til Daeca hefur félagið flogið af og til með hjálpargögn, röntgentæki, skordýraeitur og margt fleira. Við röbbuðum við Einar Olafs- son framkvæmdastjóra Cargolux i Luxemburg fyrir skömmu og fer viðtalið hér á eftir.: Skrifstofur víða í Austurlöndum „Auk skrifstofunnar i Luxem- burg erum við með skrifstofur i Singapore, Bankok og Hong Kong. Þá var opnuð eftir áramót- in skrifstofa í Japan, en Cargolux er einnig með umboðsmenn i Kóreu og víðar.“ „Hverjar eru helztu vörurnar, sem þið flytj ið?“ „Megnið af þeim vörum, sem við flytjum frá Luxemburg eru hálfunnar iðnaðarvörur eða hálf- unnin hráefni. Þá flytjum við mikið af vefnaðarvörum, úrum, varahlutum og lyfjum, en mest af okkar vörum kemur frá Sviss, ítalíu, Belgíu, Hollandi, Svíþjóð og Kaupmannahöfn. Mest af þeim fer til Singapore, Hong Kong, Tokio og Osaka." Af undanförnu hefur félagið stöðugt verið að auka starfsemi sina í Singapore, en um áramótin flutti félagið þaðan meira en 10 tonn á viku. Um 100 starfsmenn Starfsmenn Cargolux eru tæp- lega 100, en félagið er um 4 ára gamalt. Af þessum 100 eru tæp- lega 70 flugliðar og flugvélarnar eru 5 Rolls Royce 400 eða c44 og siðasta sumar og haust var ein DC 8 þota einnig í vöruflutningum, en vegna oliuvandamála er hún ekki í flutningum um sinn. Flytja27% af allri flugfragt Megnið af öllu fluginu er til Austurlanda fjær og þær skýrslur sem fyrir hendi eru sýna að þar eru mikil umsvif. Yfir 50% af allri flugfragt frá Hong Kong fer með leiguflugvél- um og þar af flytur Cargolux um 60% þannig að Cargolux flytur tæplega 30% af allri flugfragt frá Hong Kong. I haust var fasta rútan þannig að það voru 3 þotuflug í viku Lux-Hong Kong-Lux og tvö flug með C-44 Lux-Singarpore, Hong Kong-Lux. Auk þess var félagið með eina vél staðsetta í Beirut og þar önn- uðust tvær áhafnir flutninga. Þá hefur verið vikulegt flug frá Luxemburg til Lusaka í Zambíu, einnig vikulegt flug til Lagos í Nigeriu og allverulegt flug til Ethiopiu. Þá er Cargolux einnig á ferðinni í Casablanca og Akadir í Marokko og auk þess er ávallt talsvert flug fyrir stóru flugfélög- in og svo fyrrgreint hjálparflug. Erindi sem erfiði „Þetta gengur all sæmilega,“ sagði Einar, „en við erum ugg- andi vegna eldsneytismálanna. Við teljum að með þessu starfi okkar höfum við haft erindi sem erfiði. Það er góð nýting á vélun- um og starfið hefur vaxið jafnt og þétt.“ Varningurinn, sem Cargolux flytur mest af frá Austurlöndum til Luxemborgar, er fatnaður, en þó er um hvers kyns flutning að ræða. Til dæmis hafa flugvélar félagsins flutt 20 lifandi fíla frá Kalkutta til ítaliu og Þýzkalands, 1500 rollur frá Kákasus í Rúss landi til Indlands o'g þannig mætti telja upp margs konar kyn- legan flutning. Geysihörð samkeppni „Hvað um samkeppnina á þess- um markaði, Einar?“ „Hún er geysihörð, það er feiki- leg samkeppni. Erfitt er að gefa dæmi, en við höfum verið á þess- ari rútu siðan í árslok 1970. Síðan þá hafa tvö allstór flugfélög, þotu- félög, bætzt við og þau keppa að sjálfsögðu við okkur auk þess em fjöldi af áætlunarflugfélögum og minni leiguflugfélög teygja sig einnig inn á markaðinn.“ Vörum skipað um borð. Einar Ólafsson framkvæmda- stjóri Cargolux í Luxemburg. Cargoluxvél á flugvellinum f Hong Kong. Ljósmyndir Mbl. Sig- urgeir iEyjum. Cargoluxvél keyrir fullhlaðin út á flugbraut í Luxemburg. Aætlun: Hong Kong. Eldsneyti tekið á flugvellinum i Istanbui í Tyrklandi. Oft þarf að fara ýmsar krókaleiðir til að geta fengið nægilegt eldsneyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.