Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 34
 34 MORGUNBLAÐIÐ, FIM MTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 ímni iFRETTIR 1 HRGIHVBLAfiSIAIS Flensan herjar á Iandslíðsmennina Sumir með allt að 40 stiga hita í gær ÓTTINN við andstæðingana þjáði ekki íslenzka handknattleikslandsliðið þegar til Karl Marx Stadt kom í gær, heldur hrjáðu beinverkir og kvef eða inflúensa sjö af leikmönnum liðsins. Nokkrir landsliðsmannanna hafa verið svo illa haldnir af þessari hvimleiðu pest, að alls er óvíst, að þeir geti leikið hinn þýðingarmikla leik gegn Tékkum í heimsmeistarakeppninni í kvöld Frá Agústi I. Jónssvni blaðamanni Mbl. í Karl Marx Stadt Olafur Benediktsson, Einar Magnússon, Gunnsteinn Skúla- son, Geir Hallsteinsson, Hjalti Einarsson, Gísli Blöndal og Ólaf- ur H. Jónsson voru allir meira og minna hjá lækni í gær og í dag og var dælt í þá vítamíni. Vonir stóðu til, að þeir yrðu oðnir sæmi- legir tii heilsunnar í kvöld, en þær vonir rættust ekki, og þótt þeir verði skárri á morgun er hætt við að veikindi þeirra komi fram í leíknum í kvöld. Ólafur H. Jónsson og Gísli Blöndal voru verst haldnir, rúmliggjandi með tæplega 40 stiga hita. Ekki var þorandi að gefa lands- liðsmönnunum nein lyf við pest þessari, þar sem í kvöld verður einn leikmaður úr hvoru liði tek- inn til prófunar og komi fram að þeir hafi neytt lyfja, á liðið þunga refsíngu á hættu. tslenzka landsliðið kom til Karl Marx Stadt, 300 þúsund manna borgar í S-Þýzkalandi s.l. þriðju- dag og hefur dvalist hér á þægi- legu hóteli síðan. Farið hefur ver- ið yfir leikaðferðir og myndir af andstæðingunum skoðaðar. Einn- ig var farið yfir leikinn gegn Norðmönnum: og höfðu menn af því ntikla ánægju, þar sem þessi leikur er einn sá bezti sem ís- lenzkt landslið hefur sýnt í lengri tíma. Sá leikur gaf auknar vonir og byr undir vængi, og að honum loknum var mikill hugur í mann- skapnum. Veikindin hafa hins vegar dregið úr stemmningunni, þó svo að strákarnir séu auðvitað ákveðnir í að gera sitt bezta í leiknum í kvöld. Spurningin er hvort það verður nógu gott. Við ræddum við Pál Jónsson liðsstjóra landsliðsins og lands- liðsnefndarmann í gær og sagðist hann vera sæmilega bjartsýnn á Tékkaleikinn, en ef til vill væri óskhyggjan skynseminni yfir- sterkari. Tékkarnir ættu mjög góðu liði á að skipa en leikir þeirra væru mjög misjafnir. — Ef markvarzlan verður eins góð og á móti Noregi og strákarnir verða í bardagaham, þá er ég óhræddur við Tékkana, sagði Páll. Eins og fyrr segir leikur ís- lenzka landsliðið gegn Tékkum í kvöld og hefst leikurinn kl. 16.30 að íslenzkum tima. Strax að hon- um loknum mætast svo V-Þjóð verjar og Danir. Báðir þessir Ieik- ir fara fram í Karl Marx Stadt og verður leikið í glæsilegri íþrótta- höll sem rúmar 4500 manns. Höll þessi er tiltölulega ný og var upp- haflega byggð sem skautahöll, en miklar breytingar hafa verið gerðar á henni fyrir heims- meistarakeppnina. Liðið sem leikur í kvöld hafði ekki verið valið þegar þetta var skrifað, en setji veikindin ekki meiri strik i reikninginn en þegar er orðið bendir allt til þess að þeir sem hvili verði Gunnar Einarsson FH og Gunnar Einarsson Hauk- um, Gísli Blöndal og annaðhvort Hörður Kristinsson eða Ólafur H. Jónsson. Fvrsta júdólandslið Islands, er keppir við Norðmenn á laugardaginn. Fremri röð frá vinstri: Sigurjón Kristjánsson, Össur Torfason, Garðar Jónsson, Svávar Carlsen og Michal Vachun. landsliðsþjálfari. Efri röð: Viðar Guðjohnsen, Halldór Guðbjörnsson, Kári Jakobsson, Jóhannes Haraldsson, Hörður Óskarsson, Guðmundur Rögnvaldsson og Þóroddur Þórhallsson. A myndina vantar Sigurð Kr. Jóhannsson. Júdólandskeppni við Norðmenn ÍSLENDINGAR keppa sinn fvrsta landsleik f júdó á laugar- daginn. Mótherjarnir verða Norð- menn og fer keppnin fram í Osló. Teflt verður fram fullu liði, þ.e. tveir menn í hverjum þyngdar- flokki og keppnisflokkarnir verða fimm. Alls fara 12 júdómenn ut- an til keppninnar auk tveggja far arstjóra og landsliðsþjálfarans Michal Vachun frá Tékkóslóvak- fu. Á fundi sem forráðamenn Júdó- sambands íslands héldu með fréttamönnum í gær kom fram m.a., að júdómennirnir hefðu æft mjög vel undir þessa keppni. Hins vegarsagði landsliðsþjálfarinn að ekki væri neitt vitað um hvaða möguleika þeir hefðu f keppninni við Norðmenn. — Við vitum, sagði hann, — að Norðmennirnir eru flestir miklu keppnisreyndari en okkar menn, og það er oft þungt á metunum. Á móti höfum við samstilltan hóp og kröftugan, þannig að ég vona að um skemmtilega keppni geti orðið að ræða. Fyrsta júdólandslið Islands var valið af tækniráði JSl, sem jafn- framt er landsliðsnefnd, og verð- ur það þannig skipað: Léttvigt (undir 63 kg) Jóhann- es Haraldsson, 1 kyu, UMFG, og Hörður Óskarsson, 5. kyu, UMFK. Léttmillivigt (63—70 kg) Þór- oddur Þórhallsson, 1. kyu, A; Við- ar Guðjohnsen, 1. kyu A; Halldór Guðbjörnsson, 2. kyu, JR. Millivigt (70—80 kg) Sigurjón Kristjánsson, 1. dan. JR; Össur Torfason, 1. dan, Gerplu. Léttþungavigt (80—93 kg) Sig- urður Kr. Jóhannsson, 1. dan. JR; Kári Jakobsson, 2. kyu, JR og Guðmundur Rögnvaldsson, 3. kyu, JR. Þungavigt (yfir 93 kg) Svavar Carlsen, 1. dan, JR og Garðar Jónsson, 2 kyu, JR. Fararstjórar verða Eysteinn Þorvaldsson, formaður JR, og Jónas Erlendsson. Að sögn Eysteins Þorvaldsson- ar, formanns JSI, er það hug- myndin hjá sambandinu að senda fullt lið til keppni á Norðurlanda- meistaramótinu í júdó, sem hald- ið verður í Kaupmannahöfn dag- ana 21. og 22 apríl. Flestir spá Júgó- slövum sigri HVERJIR verða mótherjar ís- lands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, komist liðið í átta liða úrslit? Ísland leikur í A-riðli keppninnar og þau lið sem verða þar í 1. og 2. sæti eiga að leika við lið sem verða í 1. og 2. sæti í C-riðli. Verða það væntanlega Sovétmenn og A-Þjóðverjar. Riðlaskiptingin í A-Þýzkalandi er þessi: A-riðill: Tékkóslóvakía Vestur-Þýzkaland Danmörk tsland B-riði II: Rúmenía Svíþjóð Pól lan d Spánn C-riðill: A-Þýskaland Sovétrikin Japan Bandaríkin D-riðill: Júgóslavía Ungverjaland Búlgaría Alsír. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um heimsmeistara- keppnina í erlendum blöðum, og margir spádómar hafa þar verið á lofti. Svo er að sjá að nær allir séu sammála um hvaða lið komast i átta-liða úrslitin. Tékkóslóvakia, V-Þýzkaland, Rúmenía, Svíþjóð, A-Þýzkaland, Sovétríkin, Júgó- slavía og Ungverjal. Búizt er við því að baráttan verði hörðust í D-riðlinum um annað sætið í úr- slitakeppninni milli Ungverja- lands og Búlgariu, en sagt er að liði Búlgariu hafi farið geysilega mikið fram að undanförnu. Svo er að sjá að flestir séu einn- ig sammála um hvaða lið spila um 9. — 12. sætið: Danmörk, Pólland, Japan og Búlgaría, en eftir þvi eru þá liðin sem detta út eftir forkeppnina: Island, Spánn, Bandaríkin og Alsír. DANIR ÖRUGGIR Dönsku blöðin hafa fjallað mik- ið um möguleika sinna manna í keppninni undanfarna daga. I viðtölum hefur landsliðsþjálfar- inn Jörgen Gaarskjær lýst þvi yfir að hann telji sennilegt að Danir keppi um 9.—12. sætið í keppn- inni, en auðvitað eigi þeir mögu- leika á að komast i átta liða úrslit in og jafnvel áþví að verða heims meistarar. Hann segir að erfiðasti leikur danka liðsins verði fyrsti leikurinn, við Vestur-Þjóðverja, en hann þurfi Danir að vinna til þess að vera tryggir með að kom ast áfram. Tékkarnir verði einnig erfiðir víðfangs, en leikurinn við ísland ætti hins vegar að vera Iéttur, þar sem íslenzka liðið sé örugglega lélegt og illa þjálfað. Leikmenn danska landsliðsins virðast einnig vera á sama máli, og spá flestir að þeir muni verða í 7. eða8. sæti í keppninni ogþann- ig tryggja sér þátttökurétt, án for- keppni, í Olympíuleikunum í Montreal 1976. HVERJIR VERDA HEIMSMEISTARAR? Þegar erlendu blöðin fjalla um hverjir verðí heimsmeistarar í handknattleik eru þau meira ósammála. Flestir eru þó sam- mála um það, að fjórar þjóðir tróni á toppnum: Rúmenía, Júgóslavía, A-Þýzkaland og Tékkóslóvakía. Fleiri kunni þó að blanda sér i þessa baráttu, eink- um Vestur-Þjóðverja og Sovét- menn. Að öllu samanlögðu virðast flestir hallast að því að röð lið- anna í keppninni verði þessi: 1. Júgóslavía 2. A-Þýzkaland 3. Rúmenía 4. Tékkóslóvakía 5. Sovétríkin 6. V-Þýzkaland 7. Ungverjaland 8. Sviþjóð 9. Búlgaría 10. Danmörk 11. Pólland 12. Japan Drengja- og stúlknameist- aramótið DRENGJA- og stúlknameistara- mót tslands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Njarðvíkum sunnudaginn 10. marz n.k. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Drengir: Hástökk, stangar- stökk, kúluvarp, hástökk án atr ennu, langstökk án atrennu, þrí- stökk án atrennu. Stúlkur: Hástökk, langstökk án atrennu. Þátttökutilkynningar skulu berast tilHelga Hólm, Verzlunar- bankanum í Keflavfk, sími 1788 eða i heimasíma 2613 í síðasta lagi þriðjudaginn 5. marz ásamt þátt- tökugjaldi kr. 50.— fyrir hverja keppnisgrein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.