Morgunblaðið - 28.02.1974, Side 16

Morgunblaðið - 28.02.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28 FEBRÚAR 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Alþýðusambands Norður- lands á þeim tíma. Sú ríka áherzla, sem verkalýðssam- tökin lögðu á skattalækk- un, opnaði að sjálfsögðu leið fyrir ríkisstjórnina til þess að tryggja verðbólgu- letjandi kjarasamninga. Hefði ríkisstjómin á þeim tíma tekið verkalýðshreyf- inguna á orðinu, gert til- lögur um verulegar skatta- lækkanir og heft útgjalda- aukningu fjárlaga til sam- ræmis við þær, þannig að fjárlaga, þvert á móti. Nú hefur gerð kjarasamninga verið lokið. Niðurstaðan er sú í skattamálunum, að um nettó-skattalækkun er ekki að ræða, þvert á móti er um verulega nettó- skattahækkun að tefla, enda þótt beinir skattar muni lækka talsvert, hækka óbeinir skattar þeim mun meira. Jafn- framt hefur verið samið um slíkar launahækkanir, að öllum er ljóst, bæði vinnuveitendum og for- ystumönnum verkalýðs- samtaka, að þær hljóta að fara út í verðlagið og verða þar með að engu. Spurn- ingin er sú, hvers vegna slíkur samningur er gerð- ur, þegar báðum aðilum er Ijóst, að svo muni fara. Við þeirri spurningu fæst ekk- ert svar. En aðalatriðið er þó, að rfkisstjórnin ber þyngstu ábyrgðina á gerð þessara kjarasamninga. Allt, sem hún hefur gert og látið ó- gert, hefur stuðlað að mestu verðbólgusamning- um i okkar síðari tíma sögu. TÆKIFÆRIÐ, SEM RÍKISSTJÓENIN GLATAÐI Eins og fram hefur komið í viðtölum við forsvarsmenn vinnuveit- enda og verkalýðssamtaka hér í blaðinu um nýgerða kjarasamninga er það nán- ast samdóma álit.þeirra, að þeir séu mjög verðbólgu- hvetjandi og ekki verði hjá því komizt að hleypa kostn- aðarhækkunum atvinnu- veganna þeirra vegna með einhverjum hætti út í verðlagið. Þegar um þetta er rætt gleym- ist gjarnan, að verka- lýðssamtökin gáfu ríkis- stjórninni í rauninni sl. haust tækifæri til að tryggja gerð kjarasamn- inga, sem ekki hefðu verið verðbólguhvetjandi og hefðu jafnvel stuðlað að minnkandi vexti verðbólg- unnar frá því sem verið hefur undanfarin misseri. Þessu tækifæri glataði rík- isstjórnin hins vegar vegna aðgerðaleysis og þess vegna er nú framundan svo æðisgengin verðbólgu- alda, að þess munu engin dæmi í annars fjölbreyti- legri verðbólgusögu þjóð- arinnar. Þegar verkalýðssamtök- in mótuðu kröfur sínar sl. haust, lögðu þau mikla á- herzlu á skattalækkanir, að dregið yrði úr hinni „níð- þungu skattabyrði" eins og komizt var að orði í ályktun skattalækkunin yrði raun- veruleg, hefðu skapazt al- veg ný viðhorf við gerð kjarasamninganna. Þá var hægt að líta á skattalækk- unina sem megin kjarabót- ina og verkalýðssamtökin ekki haft rök til að krefjast mikilla beinna kauphækk- ana. Ríkisstjórnin glataði hins vegar þessu tækifæri. Hún lagði fram i nóvemb- erlok ákveðnar hugmyndir um lækkun á beinum skött- um, en krafðist í staðinn mikillar hækkunar sölu- skatts og afgreiðsla fjár- laga benti ekki til þess, að ríkisstjórnin hefði hug á að hefta útgjaldaaukningu Heildarsamningar við flugfélögin Verkfall verzlunar- fólks á dögunum stöðv- aði innanlandsflug og milli- landaflug svo til umsvifa- laust. Það var þriðja stöðv- unin í fluginu á stuttum tíma. Áður hafði allt flug stöðvazt vegna verkfalls flygfreyja og síðar vegna verkfalls matreiðslu- manna. Framundan eru samningar flugfélaganna við flugmenn og það sýnir, að í þjónustu flugfélag- anna eru svo margir starfshópar, að félögin eiga það á hættu, að um sífelld- ar stöðvanir verði að ræða vegna verkfalla fámennra starfshópa. Þessi endemis vitleysa gengur ekki lengur. I ál- verinu i Straumsvík er um að ræða heildarsamninga fyrir allt starfsfólk fyrir- tækisins og tiefur það gef- izt vel. Þegar um stór fyrirtæki er að ræða eins og flugfélögin, sem mega alls ekki við ítrekuðum stöðvunum er augljóst að beita á þessari aðferð við gerð kjarasamninga, gera á heildarsamninga við starfs- fólk flugfélaganna þannig að ef til vinnustöðvunar verði að koma gerist það aðeins í eitt skipti. Þetta er ein afþeim bótum, semfull ástæða er til að koma á við gerð kjarasamninga eftir þá reynslu, sem fengizt hefur síðustu mánuði. Ætlaði Kólum- bus að finna týnda Gyðinga SIMON Wiesenthal, sem er kunnur fyrir leit sína að Adolf Eichmann og öðrum strfðs- glæpamönnum nasista, setur fund Ameríku í samband við Gyðingaofsóknir í Evrópu í lok miðalda í nýlegri bók, sem hefur vakið töluverða athygli. Hann gefur jafnvel í skyn, að Gyðingar .hafi komizt til Ameríku um Síberíu og Norður-Ishaf einhvern tíma aft- ur í grárri forneskju. Gyðingar settust að á Pýreneaskaga um leið og Fönikíumenn allt að 800 árum fyrir Krists burð og löngu fyrir daga Krists voru Gyðinga- nýlendur víðs vegar við Mið- jarðarhaf og lengst inni f Asíu. Wiesenthal leggur áherzlu á öflugan stuðning er Kristófer Kólumbus hafi fengið frá Gyð- ingum áður en hann lagði upp í ferð sína til Ameríku 1492. Gyð- ingabrennur voru hafnar á Spáni um þessar mundir og Wiesenthal gefur f skyn, að hann hafi ætlað að finna horfna samlanda hinna ofsóttu Gyð- inga, sem gætu flúið á náðir þeirra. Hann segir, að konungs- hjónin Ferdinand og Isabella hafi ekkert haft á móti þessum fyrirætlunum. Ein af ástæðunum til ferðar Kólumbusar, sem Wiesenthal nefnir, er sú, að Arabar höfðu tryggt sér yfirburðaaðstöðu i Austurlöndum og notuðu hana til þess að hindra viðskipti Evrópu og Asíu. Kólumbus virðist hafa þekkt vel til rita, sem þá höfðu verið skrifuð um ferðir til Austurlanda, meðal annars hið fræga rit Marco Polos um ferðir sinar Landganga Kólumbusar. — Útstunga frá 1493. 1271—1295. En Kólumbus hafði einnig gert sér hugmynd- ir um hvar tíu af ættflokkum ísraels væru niður komnir og gert sér far um að leita þeirra á óþekktum svæðum að sögn Wiesenthals. Wiesenthal segir, að sjá megi, að hugmyndin um týnda Gyð- inga í fjarlægum löndum hafi legið að baki ferð Kólumbusar, á því, að hann hafði með í ferð- inni túlk, sem kunni hebresku og var hann fyrstur manna lát- inn setja sig í samband við íbú- ana á eyju þeirri I Vestur- Indíum, sem Kólumbus kom fyrst tiL Wiesenthal fullyrðir ekki, að Kólumbus hafi verið af Gyð- ingaættum, en fram kemur, að hann er sannfærður um það. Bókin kom nýlega út í danskri þýðingu. Hlynur Þór Magnússon: Ljót saga úr kerfinu ÞAÐ ER vísast að bera í bakka- fullan lækinn að skrifa um ástandið í heilbrigðismálum Is- lendinga. Svo mikið er búið að fjalla um það opinberlega (án þess að nokkurs árangurs þeirr- ar umfjöllunar hafi orðið vart), að þess er ekki að vænta, að þessir kveinstafir breyti þar nokkru. En spurningin er þessi: Við hvern er að sakast? Naumast við einstaka lækna, hjúkrunarkonur ellegar ganga- stúlkur. Það er aftur á móti kerfið, sem er kapútt. Og hver ber ábyrgð á kerfinu? Auðvitað heilbrigðisyfirvöld með ráð- herra í broddi fylkingar. Þegar sjúklingur hefur kom- izt í samband við heimilislækni sinn, ósjaldan eftir langt þóf og fyrirhöfn, fær hann tilvísun til sérfræðings. En sérfræðing- arnir eru umluktir múr, sem er öllum almenningi nær ókleifur. Símaviðtaistími þeirra er kom- inn niður í hálfa stund á dag, þrjá daga vikunnar í mesta lagi. Stofutími er kannski tvær stundir á dag, kannski annan hvem dag. Það tekur oft vikur eða mánuði að fá tima hjá sér- fræðingi, ef maður er þá ekki dauður áður. En þetta er kannski ekki svo alvarlegt í samanburði við ýmislegt annað. Ut yfir tekjur, þegar komið er að Bæklunar- deild Landspítalans. Auðvitað verður að ætla, eins og fyrr segir, að ekki sé við lækna eða annað starfsfólk þar að sakast, heldur sé þetta yfirleitt bezta fólk, bæði réttlátt og samvizku- samt, þótt ljótar gróusögur um hið gagnstæða séu því miður á ferli. Auðvitað trúir maður því ekki, að sjúklingar sem „hafa sambönd" séu teknir fram fyrir aðra, jafnvel algera öryrkja, sem beðið hafa mánuðum eða árum saman eftir aðgerð. Auð- vitað trúir maður því ekki, að lækningar á umræddri deild lamist öðru hverju vegna óeðli- legra fjarvista og utanferða lækna þar. Auðvitað trúir maður ekki Ijótum gróusögum. Ég ætla að segja þér eina sögu (og það er engin gróusaga, þótt hún sé ófögur). Það er pislarsaga, sem byrjar fyrir tveimur árum og er um sjúkl- ing, sem bíður eftir aðgerð á Bæklunardeild Landspítalans. Sagan hófst náttúrlega á því, að heimilislæknirinn (þegar náðst hafði í hann) vísaði til sérfræð- ings. Röntgenmyndir sýndu greinilega hvað að var og sjúk- dómsgreining var óyggjandi. En sérfræðingurinn kvaðst ekkert geta gert, eða þá að hann vildi ekkert gera. Heim- ilislæknirinn var ekki ánægður með það og vísaði til annars sérfræðings. Hann vildi þó reyna soldið, en reyndist jafn- vitagagnslaus og hinn fyrri. Heimilislæknirinn var ekki ángæður með það og vísaði til þriðja sérfræðingsins. Sá var betur að sér en hinir tveir, því að hann hafði frétt að starfandi væri fyrirtæki í bænum (Bækl- unardeild Landspítalans), þar sem unnt væri að lækna sjúkl- inginn. Það skal tekið fram, að hann studdist við sömu mynd- irnar og hinir tveir og sjúk- dómsgreiningin var ætið hin sama. Og síðan, eftir hálfs ann- ars árs ráðaleysi og vitleysu, var sjúklingnum loks vísað til aðgerðar á bæklunardeildinni, i þeirri von, að það væri ekki orðið fullseint til að árangur mætti nást. En þar með var hneykslið ekki á enda, síður en svo. Það voru nefnilega um 600 (sex hundruð) á biðlista hjá bæklunardeildinni. Nú er um- ræddur sjúklingur búinn að bíða tæpa sjö mánuði eftir plássi. Hann hefur ekki komið út fyrir hússins dyr allan þann tíma og má þakka fyrir að geta enn skakklappazt milli her- bergja, en sú dýrð er nú líka senn á enda. Og það bætir ekki úr skák, að títtnefndur sjúkl- ingur (hálfáttræð kona) er um þessar mundir aleinn f íbúð sinni, því að eiginmaðurinn liggur í sjúkrahúsi. Og nú bíða um 700 (sjö hundruð) eftir plássi á bækl- unardeildinni. Finnst þér ekkert að, Magnús? Af hverju gerirðu ekkert? Af hverju í andskotanum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.