Morgunblaðið - 28.02.1974, Side 17

Morgunblaðið - 28.02.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 1 7 Hér fer á eftir annar hluti kynningar Morgunblaðsins á frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna og viðhorfum þeirra til borgarmála. Hafa frambjóðendur verið beðnir að skrifa stuttar greinar, þar sem þeir lýsa skoðunum sínum á sviði borgarmála. Morgunblaðið væntir þess, að greinar þessar auðveldi stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að taka ákvörðun um skipan framboðslista flokksins í þeim örlagaríku borgarstjórnar- kosningum, sem fram fara í vor. Prófkjör Sjálfstæðismanna Asgeir B. Guðlaugsson: Hagsmunamál Breiðholtshverfis ER ég hugsa til borgarmálefna, eru mér efst í huga þær miklu framkvæmdir, sem orðið hafa i borginni mörg undanfarin ár undir meirihlutaforystu Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn. Það er þó aldrei svo, að fyrir öllu sé séð í einni svipan, og vil ég þá sérstaklega nefna það hverfi, er ég er búsettur í, Breiðholtshverfið. Má þar fyrst nefna sam- göngumál, þ.e. aðkeyrsluæðar, það er brýn nauðsyn, að 2x2 akreinar komist sem fyrst í samband frá Miklubraut upp í Breiðholt 3, jafnframt því að unnið verði að byggingu Höfða- bakka, sem tengja áBreiðholts- hverfin við Arbæjarhverfið. Strætisvagnaferðir verða að batna hl muna frá því, sem nú er, í Breiðholtshverfin. Löggæzla í hverfunum hefur ekki fengið viðunandi lausn, og tel ég hana ekki viðunandi fyrr en löggæzlustöð hefur verið reist í öðru hvoru hverfinu sjálfu, þ.e. Beiðholtshverfi 1 eða 3. íþrótta- og félagsmál í hverf- inu hafa verið á hrakhólum fram að þessu, en þess má þó geta, að íþróttamannvirki eru á næsta leiti, og mun knatt- spymuvöllur verða fullgerður i Breiðholti 3 nú í sumar jafn- framt því sem væntanlega verð- ur byrjað á öðrum framkvæmd- um við íþróttamannvirki i beinu framhaldi af þvi. Jafnframt þessum fram- kvæmdum er únnið að hönnun á iþróttamannvirkjum í Breið- holti 2, og er það von mín, að þeim framkvæmdum verði hraðað sem mest má verða. Eg hef nú að mestu bundið mál mitt við Breiðholt, en ég mun ekki einungis einbeita mér að málefnum þess hverfis, ég mun einnig styðja málefni annarra hverfa og aðra þætti borgarmálefna, sem fram koma hverju Sinni til heilla fyrir borgina og íbúa hennar. Að endingu vil ég skora á alla stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórn að stuðla aðglæsilegumsigrisjálf- stæðismanna i þeim kosning- um, sem fram fara i vor. Ásgeir B. Guðlaugsson, verzlunarmaður. Ásgrímur P. Lúðvíksson: Fólkið á fyrsta rétt SÁ, sem gefur kost á sér í próf- kjör, verður að reikna með því, að komið geti til, að hann þurfi að takast á við verkefni þau, sem kjósendur ætlast til, og verður þá að vera tilbúinn til að veita samborgurum sínum þá þjónustu, sem þeim ber og eiga kröfur á. I byrjun vegferðar er því skylt að gera grein fyrir, hver eru helztu áhugamál þess, sem í slíkt prófkjör fer. Undirritaður er fæddur i Reykjavík árið 1916, iðnaðar- maður frá 16 ára aldri og hefur einnig fengizt við verzlun og er því þar eflaust að leita helztu áhugamála, eða á hvern hátt ég vil að staðið verði að þessum tveim mikilvægu atvinnugrein- um, af hendi borgarinnar. Þo að manni sé fyrst í huga það, sem næst er manni sjálfum, þá er það borgin sjálf og fólkið, sem þar býr, sem á fyrsta rétt, hvar í stétt sem það er, og að gætt sé fyllsta rétt- lætis og hagsýni i stjórnun. Hér gefst ekki rúm til almennra hugleiðinga um borgarmálefni og ekki til þess ætlazt að þessir pistlar verði of langir. Eitt vil ég þó segja að lokum. Með þátttöku minni vil ég stuðla að áframhaldandi meiri- hlutastjórn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík með Birgi ísl Gunnarsson sem væntanlegan borgarstjóra næsta kjörtímabil. Ásgrlmur P. Lúðvfksson, hólstrarameistari. Bessi Jóhannsdóttir: Hvernig er að vera gamall í Reykjavík? REYKJAVÍK er ört vaxandi borg. Þess vegna þarf nú að horfast í augu við mörg vanda- mál, sem áður voru óþekkt. Þetta snertir mjög skipulags- mál borgarinnar. Staðreynd er, að mikill fjöldi ungs fólks hefur flutzt frá Reykjavík til nágrannabæjanna vegna skorts á byggingarlóðum í Reykjavík. Gegn þessu þarf að sporna. Ut- þensla borgarinnar hefur margt í för með sér. Stefnan hefur verið sú undanfarin ár að byggja upp ný hverfi í kringum skóla og aðrar þjónustumið- stöðvar. Þetta er að mínu áliti jákvæð þróun, hins verður þó að gæta, að þessi uppbygging verði ekki of mikið á kostnað eldri hverfa borgarinnar. Til þess liggja margár ástæður. Einkum þó félagslegar. Hlutverk skólans í nútíma þjóðfélagi er ákaflega fjölþætt. Hann hefur tekið við miklu af því uppeldishlutverki, sem áð- ur var í höndum fjölskyld- unnar. Vanda þarf til þessara stofnana og sjá þeim fyrir nauð- synlegu húsnæði, hæfu og vel menntuðu starfsfólki. í nútíma- skóla eru gerðar aðrar kröfur en áður var. Margir eldri skóla- menn gagnrýna þá tæknivæð- ingu, sem þar á sér stað, og telja þá aðferð bezta að láta nemendur læra allt á bókina. Nú á sér stað sú þróun að fimm daga vinnuvika er að verða staðreynd. Margir skólar hafa og innleitt fimm daga kennslu- viku. Þetta hefur í för með sér lengingu skóladagsins og þarf þess vegna að vera möguleiki fyrir nemendur að fá heitan mat í skólunum. Æskulýðsstarf i skólum og starfsemi Æskulýðsráðs þarf að tengja betur saman en nú er gert. Þess ber þó að geta, að Æskulýðsráð hefur unnið mikið og gott starf á undan- förnum árum. Það ber að þakka. Hvernig er að vera gamall í Reykjavfk? Mér virðist oft sem fólk hafi ekki áttað sig á því, hversu hár meðalaldur manna er orðinn. Margir hætta að vinna 65—70 ára. Þá á fólk eftir að lifa að meðaltali 15—20 ár. Það er oft ærið erfitt fyrir fólk að fara svo skyndilega út úr atvinnulifinu. Þá tekur iðulega óvissan og einmanaleikinn við. Okkur ber skylda til að sjá svo um, að hinir öldnu fái að njóta friðsællar og góðrar elli. Und- anfarin ár hefur borgarstjórn unnið mikið starf í þágu aldraðra, en á næstu árum þarf hér að lyfta grettistaki. Að vinna utan heimilis og eiga bam er erfitt fyrir margar konur í Reykjavík. Til þess að koma barni á barnaheimili eða leikskóla þarf kona helzt að vera einstæð eða nemandi. Þetta er að mörgu leyti eðlileg forgangskrafa. Hinu má þó ekki gleyma, að þörfin er ekki síður fyrir hendi hjá þeim, sem ekki uppfylla þessi skilyrði. Að byggja barnaheimili er dýrt. Reynt hefur verið að gera það ódýrara, en það gengur illa. Reyna þarf að finna lausn á þessum vanda. Þar kemur mjög til greina, að komið verði á fót meira af einkabarnaheimilum, sem á einhvern hátt nytu stuðn- ings frá borginni. Sumir segja, að bezta lausnin sé að koma þvf þannig fyrir, að konur geti verið heima og sinnt sinu hefð- bundna hlutverki. En nútima- konan er betur menntuð en áður var. Hún vill fá að nota menntun sína og hæfni í störf- um í atvinnulífinu. 1 þessum efnum er ekki svo auðvelt að snúa hjólinu við. Ég vil að lokum taka undir með okkar unga og dugandi borgarstjóra og segja, að hvað sem við viljum eða gerum á það ætíð að markast af þeirri stefnu, að skapa manneskju- legri og hlýlegri borg, sem öll- um líður vel í. Bessí Jóhannsdóttir kennari. Björgvin Hannesson: Eigin íbúðir fyrir alla ÖLL borgarmálefni snerta hvern þann, sem kjörinn er borgarfulltrúi, hvort sem það eru atvinnumál, félagsmál, fræðslumál eða önnur mál, sem fram koma. Mín áhugamál eru atvinnu-, félags- og húsnæðismál. Allir eiga rétt á að búa í góðum íbúðum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, mennt- aðir eða ómenntaðir, ungir sem aldnir, sjúkir og öryrkjar. Ég er í Málfundafélaginu Óðni, launþegafélagi sjálf- stæðismanna. Óðinn barðist fyrir skattfrelsi af aukavinnu manna við eigin íbúðir og styður byggingarsam- vinnufélög og byggingu verka- mannabústaða heilshugar. Hjá Óðni hefur komið fram sú skoðun, að leigjendur i borgar- íbúðum verði gert kleift að eignazt þar íbúðir með hag- kvæmum kjörum. Bætt kjör láglaunafóks og launajöfnuður eru mér sem félaga i Verzlunarmannafélagi Reykjavikur mikið áhugamál, enda er þar stærstur hópur lág- launafólks. Eg er fæddur og uppalinn í Reykjavik og hef fylgzt með hinni öru þróun borgarinnar og alhliða framförum undir öruggri og farsælli'stjórn sjálf- stæðismanna. Byggðar hafa verið vöggu- stofur, dagheimili og leikvellir. Þessar framkvæmdir þarf enn að auka, svo og sameiginleg tengikerfi, skipulagsmál, gatna- gerð og útivistarsvæði, einnig starfsemi S.V.R., sem er lág- launafólki hagstæð. Æskulýðs- starf i samvinnu við íþrótta- hreyfinguna þarf að efla, því að þar er unnið gott starf. Glaður og ánægður borgari er það, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf unnið að og náð þar góðum árangri, og ég vil vinna að öllum þeim málum, sem gera lífið léttara og betra. Ég vil vinna vel fyrir Reykjavfk og Reykvfkinga. Björgvin Hannesson, afgreiðslumaður. Davíð Oddsson: Að halda sínu reglustriki ÞEGAR úthlutað er einni vél- ritaðri síðu undir skrif sem þessi, er varla til þess ætlazt, að gerð sé úttekt á borgarmálum eða viðkomandi segi allan hug sinn um þau mál. Tilgangurinn er vísast sá að gefa mönnum færi á að grípa niður f það afmarkaða efni, sem þeim kem- ur fyrst i hug, i þeirri von, að lesendur geti gert sér einhverja mynd af hugsanagangi skrifar- ans. Þvi að sá sem ætlar sér að spanna hér yfir alla þá mála- flokka, sem borgina snerta, kemur vart meiru f verk en þeir, sem báru sólarljósið inn í skjólum forðum daga. Reykjavik er i senn litil borg og stór. Lítil i þeim skilningi, að hana byggja færri menn en al- mennt þurfa að vera til staðar i bæ, svo réttlætanlegt sé að sæma hann borgarheiti. Stór að þvi leyti, að stærra byggðarlag finnst ekki í landinu og borgin þarf að sýna meiri reisn og fjöl- breytni en jafn stórir bæir ann- ars staðar, því að hún er jafn- framt höfuðborg ríkisins. Þess- arar sérstöðu Reykjavíkur gæt- ir hvarvetna í borgarlífinu og hlýtur um ókomna tið að móta vöxt hennar og viðgang. Þeir, sem ráða fyrir erlend- um borgum, stríða ekki við ann- an höfuðverk verri en lóðaskort og aðrar landfræðilegar þreng- ingar. Við hefur borið, að þess- ari höfuðpinu virðist hafa sleg- ið niður i kolla hérlendra manna og kannski af þeim sök- um eða einhverjum öðrum hef- ur okkur einatt orðið á í skipu- lagsmálum borgarinnar. Til dæmis má nefna. að stundum 1 hefur óhrjálegum verksmiðju- | húsum verið glutrað niður á f fegurstu byggingarlóðir eða illilega er kreppt að einstakl- | Sjá nœstu j síðu /^j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.