Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 36
VV**EIR RUKR UIÐSKIPTIfl SEm RUGLVSR í iílox*öuul)lnt>inu Dt0tmí)Xítíiiíö JHttgunblfofcifr nuGLVsmcnR <g-*-*22480 FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 Borgarstarfsmenn: Meiri kjarabót en ríkisstarfsmenn □ STARFSMANNAFÉLAG Revkjavíkurborgar hefur gert nýja kjarasamninga vi5 Revkja- víkurborg og er það í fyrsta skipti sem slíkir samningar eru gerðir eftir nýju reglunum. Morgun- blaðið hafði samband við Þórhall Halldórsson, formann Starfs- mannaféiagsins og Olaf B. Thors, formann launaráðs borgarinnar, og innti frétta af samningum. Þórhallur sagði að borgarstarfs- menn væru fegnir að vera búnir að ganga frá sínum málum. ,,Við teljum hagstætt fyrir báða aðila,“ sagði hann, ,,að þessir samningar fóru ekki fyrir Kjaradóm. Við reiknuðum aldrei með að okkar samningar-lægju langt frá samn- ingum BSRB síðan í desember og það hefur verið staðreynd að launastigi og almennar vinnu- tímareglur hafa verið þær sömu hjá opinberum starfsmönnum fram tilþessa. Þetta er nú í fyrsta skipti, sem samningar eru gerðir eftir nýju j-eglunum, og færir samningurinn okkur nokkra kjarabót umfram ríkisstarfsmenn. Teljum við okk- ur allvel mega við una miðað við aðstæður. Aðalatriðið í því sem við höfum náð umfram ríkis- starfsmenn er að þeir borgar- starfsmenn sem hafa unnið hjá borginni í 18 ár eða lengur fá í des. n.k. greiddar 20 þús. kr. og síðan árlega þá upphæð með gild- andi vísitölu hverju sinni. Þá voru einnig samþykkt nokkur minniháttar atriði, sem veita aukna kjarabót miðað við BSRB samningana" Ólafur B. Thors sagði fyrir hönd Reykjavíkurborgar að þeir fögnuðu því að samningar hefðu tekizt. ,,Við töldum okkur ekki,“ sagði hann, „geta gert mikil frá- vik frá BSRB samningunum, en gátum fallízt á að koma til móts við starfsmannafélagið í þeim atr- iðum, sem endanlega var samið um. Starfsmannafélagið sýndi einnig að því leyti þann sam- starfsvilja að koma til móts við borgina í ýmsum smáatriðum, sem nú eru skýrari en fyrr.“ Bjarni tapaði málinu gegn Hannibalistum Borgardómi hefur verið kveðinn upp dómur í máli þvf, sem höfðað var til staðfestingar lögbanni, sem lagt hafði verið við starfsemi Guðmundar Bergssonar og fleiri í nafni stjórnar Samtaka 2500 1 af rjóma í sjóinn 2500 lítrar af neyzlu- rjóma runnu í skolp- leiðslur hjá Mjólkur- samsölunni fyrir skömmu vegna mis- gánings hjá einum starfsmanni. í öllu verkfallstraðakinu átti þessi atburður sér óviljandi stað. Láta mun nærri að útsölu- verð 2500 1 á rjóma sé liðlega 400 þús. kr. frjálslvndra í Reykjavík. Bann þetta hafði verið lagt að kröfu þess hluta stjórnar SF, sem fylgdi dr. Bjarna Guðnasyni að málum, enn á félagsfundi nokkru áður hafði dr. Bjarna verið vikið úr félaginu og Guðmundi Bergssyni falið að gegna formennskunni í staðinn. Dómurinn vísaði málinu frá, svo og öðrum kröfum af hálfu málshöfðendanna, og er lögbann- inu því aflétt. Forsaga málsins er þessi: í des. 1972 sagði dr. Bjarni Guðnason sig úr þingflokki Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Al- þingi. Á flokksstjórnarfundi SFV í janúar 1973 var samþykkt álykt- un, þar sem harmað var, að Bjarni skyldi segja sig úr þingflokknum og þar með hasla sér völl utan samtakanna og Bjarni beðinn að endurskoða afstöðu sína og ganga að nýju í þingflokkinn. Það gerði Bjarni ekki og á fundi í Samtök- um frjálslyndra i Reykjavík 1. marz 1973 var gerð ályktun þess efnis, að þar sem Bjarni hefði ekki orðið við þessari ósk og í Framhald á bls. 33 Frystu loðnunni er skipað út af kappi og skipin koma eftir henni eins og strætisvagnar (efri mynd) en á meðan hleðst loðnumjölið upp í vöruskemmunum (neðri mynd) því kaupendum finnst verðið of hátt. (Liósm. Sv. Þ.) Yfir 20 þúsund lestir af loðnumjöli ennþá óseldar Framleiðendur hafa ekki efni á að selja á markaðsverði SALA á frystri loðnu og lýsi hef- ur gengið mjög vel, en útlitið á markaðinum fyrir loðnumjöl er ekki eins gott. Ekki er búið að semja um sölu á nema 18 þúsund lestum af loðnumjöli, en þegar er búið að framleiða um 40 þúsund lestir. Tilboð þau sem borist hafa vegna hugsanlegra frekari kaupa á mjöli hafa verið svo lág að fram- leiðendur hafa ekki treyst sér til að ganga að þeim. Pólverjar sem hafa verið stærstu kaupendurnir á loðnumjöli töldu verðið of hátt og vildu ekki kaupa, en hafa nú leitað eftir nýju tilboði frá Is- lendingum. Morgunblaðið hafði i gær sam- Töf á undirskrift kjarasamninganna: Yfirborganir iðnaðar- manna inn í kjarasamninga □ UNDIRSKRIFT kjara- samninganna milli ASl og VSÍ, sem fara átti fram í fyrrakvöld tafðist í hálfan sólarhring og gat undirskrift ekki farið fram fyrr en í gærmorgun. Það, sem töfinni olli, voru kröfuijfMálm- og skipa- smíðasambandsins, sem krafðist þess á síðustu stundu að um 35% yfirborganir á Jaun yrðu teknar inn i samningsbundið kaup. Þessu gátu hvorugt sambandið unað og reyndu bæði allt hvað af tók í alla fyrrinótt að koma í veg fyrir þetta, sem þá um kvöldið var komið inn í samning, samþykkt af Sambandi málm- og skipasmiðja. Um miðjan dag i fyrradag var það hátíðlega tilkynnt að undir- skrift heildarkjarasamnings ASl og VSÍ ætti að fara fram klukkan 20.30. Kristalsalur Loftleiða- hótelsins, sem verið hafði stúkað- ur í þrennt, var nú gerður að einum stórum sal og mikið og voldugt grænt borð var sett upp fyrir undirskriftina. En svo varð klukkan hálfníu og menn voru farnir að tala um að málefni Málm- og skipasmiðasambandsins væri komið í hnút. Sáu lang- þreyttir samningamenn þá fram á enn eina vökunótt. Undirskriftin gat svo ekki farið fram fyrr en á 10. timanum í gærmorgun. Samningsaðilar í þessari deilu voru Samband málm- og skipa- smiðja innan VSÍ og Málm- og skipasmfðasamband íslands innan ASÍ. Á síðustu stundu kom í ljós, að þessir tveir aðilar höfðu gert með sér samkomulag um að 35% yfirborganir á samnings- bundið kaup, sem giltu á síðasta samningstímabili, kæmu inn i grunnkaupshækkanir og þýddi þetta að kauphækkun félags- manna innan Málm- og skipa- smiðasambandsins hefði orðið stórum meiri en allra annarra launþega í landinu. Smiðjurnar höfðu samþykkt þetta inn í kaup- ið, þar sem með því töldu þær sig geta fengið viðurkenningu verð- lagsyfirvalda á hækkaðri útseldri Fratnhald á bls. 35 band við Gunnar Ölafsson, for- mann félags síldar- og fiskimjöls verksmiðja á Suður- og Vestur- landi og taldi hann að búið væri að skipa út um helmingi þess mjöls sem búið er að selja. Hann kvaðst ekki vita til þess að verk- smiðjur væru orðnar í vandræð- um með geymslupláss, en þess bæri að gæta að vertíðin væri varla hálfnuð í vinnslu þannig að mikið magn ætti enn eftir að koma á land ef vel veiddist og þá leiddi af sjálfu sér að vandræði gætu skapast ef ekkert yrði selt í viðbót. Gunnar sagði að nú væri verið að þinga um nýtt hráefnisverð og ætti það að koma fyrsta marz. Hann kvaðst ekki geta ímyndað sér annað en að það myndi lækka eitthvað, miðað við markaðsútlit og það sem óselt væri. Raunar kemur það til með að hafa mikla þýðingu fyrir okkur hvernig veið- ar Perúmanna ganga, en þær eiga að hefjast 4. marz. Ef þær ganga vel verður það allavega ekki til að hækka mjölverðið. Gunnar sagði að framleiðendur væru flestir undir það búnir að þurfa að bíða með að selja mjölið, jafnvel fram á sumar. Þeir hefðu ekki efni á að selja á því verði sem þeim væri boðið, vegna þess hversu hátt hráefnisverðið er hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.