Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 sem kemur saman einu sinni til tvisvar í mánuði. — Sjálfsagt er að tengja slíkar félagsmið- stöðvar starfi kirkjunnar og efla safnaðarvitund borg- aranna á þann hátt. — Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri. Ragnar Fjalar Lárusson: Samhjálp EG vil vinna að áframhaldandi samhjálpar- og félagsmálastarfi borgarinnar, sem borgaryfir- völd hafa beitt sér fyrir á und- anförnum árum og áratugum. Slikt starf hlýtur einkum að beinast að æskulýð borgarinn- ar, öldruðu fólki og þeim, sem farið hafa afvega af einhverj- um ástæðum og eru hjálpar- þurfi. í sambandi við þetta er það brýnt verkefni að auka við ódýrt leiguhúsnæði á vegum borgarinnar, svo að þeir, sem við erfiðar aðstæður búa eða eru húsnæðislausir, fái bætt lífskjör. Vandamál hinna minnimátta í samfélaginu hafa orðið mjög á vegi mínum í því starfi, sem ég gegni, og hafa mörg þeirra valdið mér áhyggj- um Ég veit vel, að borgaryfir- völd hafa gert mikið átak í þess- um efnum og það ber að þakka, en betur má ef duga skal. Slíkt viðbótarátak kallar að sjálfsögðu á mikið fjármagn, sem hlýtur að koma beint úr vösum borgaranna; mörgum þykir sjálfsagt félagsmálastarf- semi borgarinnar nógu fjárfrek eins og er, þótt ekki sé víð bætt. Um þetta má deila, en um hitt þarf ekki að deila, að sælla er að gefa en þiggj og verulegr- ar þjónustu og fórnar fyrir þurfandi samborgara er af okk- ur krafizt sem kristnum mönn- um. Einkunnarorð komandi fórnarviku kirkjunnar eru „Guð þarfnast þinna handa“. Það gildirlíka i þessu máli. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ragnheiður Eggertsdóttir: Sérstaða úthverfa REYKJAVÍK hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný hverfi hafa risið upp, þar sem nú býr stór hópur fólks. í daglegu tali eru þau nefnd úthverfi. Othverfin hafa óhjákvæmilega nokkra sérstöðu, og kalla því á þjónustu, sem er frábrugðin þeirri, sem gerist i hverfum, sem eru meira míðvæðis. Borgaryfirvöld hafa sýnt mikinn skilning á þessari sér- stöðu íbúanna, en betur má ef duga skal. Má þar meðal annars minnast á læknamiðstöðvar, er væru staðsettar i hverfunum, er gætu veitt nauðsynlega aðstoð, ef slys bæri að höndum. Væri það til mikilsöryggis fyrir ibúana. Samgöngur innan hverfanna, svo og samgöngur milli annarra hverfa þurfa að vera miklum mun betri, svo við- unandi geti talist. Aðstaða til tómstundastarfs barna og unglinga er í mörgu ábótavant, þar þarf að gera stórátak til úrbóta. Æskilegast væri, að slík tómstundaheimili væru staðsett í sem flestum hverfum, svo unglingarnir þurfi sem minnst að leita út fyrir þau hverfi er þeir búa í. Þetta eru að -sjálfsögðu mjög fjárfrekar framkvæmdir, en með hagsýni tel ég að þarna mætti sameina hinaýmsu þætti félagsstarfsemi, svo sem félags- starf eldri borgara. Neytendamálin eru ofarlega á baugi. Þar liggja óþrjótandi verkefni er bíða úrlausnar. Það vekur furðu mína, hvað neyt- endur hafa gefið þessu lítinn gaum og vil ég eindregið benda á, að neytendur, jafnt karlar sem konur, standi betur saman og geti þannig verið sterkt afl, og gætt sinna eigin hagsmuna. Þörf dagvistunarstofnana og leikskóla er gifurleg, og þar annar framboð hvergi eftir- spurn. Konur leita nú í æ ríkari mæli út á hinn almenna vinnu- markað, og liggja þar til margar ástæður. Margar konur þurfa beinlínis að vinna utan heimilis. Sumir hafa látið þá skoðun í ljós, að hið opinbera beri að leysa þetta vandamál, en ég tel, að þar sé fleiri kosta- völ. Einkaaðilar hafa sýnt því áhuga að koma á fót litlum dag- vistunarstofunum í heima- húsum eða leigu- húsnæði.Þessum aðilum að hið opinbera að veita aðstoð sfna, að svo miklu leyti sem hægt er. Ég er þess meðvitandi, að þeir málaflokkar, er ég hef drepið á hér að ofan, eru aðeins örlítð brot af þeim málum, er varða heill og hamingju borgar- búa, en með Sjálfstæðis- flokkinn í meirihluta i borgar- stjórn er ég þess fullviss að þau fá öll farsæla lausn. Ragnheiður Eggertsdóttir, hankagjaldkeri. Signður Asgeirsdóttin Velferð íbúa — verkefni borgar VERKEFNI bæjar- og sveitar- félaga eru oft talin tvíþætt: í fyrsta lagi verkefni, sem vita að einstaklingnum, svo sem framfærslumál, skólamál, barnavernd, skipulagsmál og heilbrigðismál, og í öðru lagi mál, sem varða sameiginlega velferð þegnanna í sveitarfé- laginu, svo sem gatnagerð, vatns-, rafmagns- og hitaveitu- framkvæmdir, umhverfis- vernd, ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir almennt at- vinnuleysi o.fl. Af þessari stuttu upptalningu má sjá, að tengslin á milli verk- efna sveitarfélagsins og heimil- anna eru mjög náin og hlýtur velferð íbúanna að byggjast að verulegu leyti á því, hvernig sveitarfélaginu tekst að leysa þessi verkefni af hendi. Afskipti kvenna, og þá sér- staklega húsmæðra af þessum veigamikla þætti þjóðmálanna eru enn því miður alltof lítil og er það furðulegt, þegar tekið er tillit til þess, hve hagsmunir sveitarfélagsins og heimilanna fara saman í veigamiklum atriðum, og hve mikil áhrif það getur haft á heimilishaldið, ef einhver fyrrnefndra þjónustu- þátta er ekki í lagi. Borgin okkar hefir nokkra sérstöðu meðal sveitarfé- laganna vegna stærðar sinnar, og fjölmennið veldur því, að sérstaka gát þarf að hafa á, að enginn verði afskiptur. Hygg ég, að konum sé ekki síður til þess treystandi og væri því æskilegt, að þær hefðu meiri afskipti af sveitarstjórnarmál- um, og er mér kunnugt um, að mikill áhugi er fyrir hendi hjá mörgum þeirra. En það er ekki nóg að gera sér grein fyrir hinum margvís- legu þörfum ibúanna, það þarf einnig að finna ráð til að upp- fylla þær og þar kemur fjár- magnið til sögunnar. Til þess að sveitarfélögin geti rækt skyldur sínar þurfa þau að hafa örugga, réttláta og sjálf- stæða tekjustofna, svo að þau verði sem mest sjálfbjarga og þess umkomin að veita íbúum sinum þá þjónustu, sem þeir þarfnast til þess að verða ánægðir og nýtir þegnar í þjóð- félaginu. Sigriður Asgeirsdóttir, lögfræðingur. Skúli Möller: Maðurinn í öndvegi ÉG hef valið að kalla þennan stutta pistil minn um borgar- málefni „Maðurinn í öndvegi", vegna þess, að mér finnst að á þessum tímum tækni og fram- fara, þá megi ekki missa sjónar á manninum, hinum almenna borgara, og velferð hans. Aðbúnaður aldraðra. Málefni aldraðra hafa verið nokkuð til umræðu nú upp á síðkastið, m.a. í sjónvarpi, og ekki að ófyrirsynju. Það hefur sem sé komið í ljós, að þrátt fyrir það, að auknum fjármun- um hafi verið varið til að bæta aðstöðu aldraðra, þá er mikill skortur á elliheimilisrúmum. Ekki má við svo búið standa, þvi okkur ber að búa svo í hag- inn fyrir þá borgara, sem hafa lokið ævistarfi sfnu, að sóma- samlega sé að þeim búið, þegar ævikvöldið nálgast. Ekki má skilja orð mín svo, að mér finn- ist ekkert vel gert í málefnum aldraðra, því ekki er svo ýkja langt siðan tekið var i notkun sambýlishús hér í borg, sem er sérstaklega hannað fyrir þenn- an aldurshóp. Meira þarf að gera á þessu sviði, svo eftir- spurn verði fullnægt. Sem dæmi um annan þátt í málefn- um aldraðra má nefna tóm- stundastarf það, sem borgin stendur fyrir í þeirra þágu. Er mér vel kunnugt um, að þessi starfsemi er mjög vel heppnuð og er mjög ánægulegt að sjá hve þátttaka er mikil. I þessu sambandi finnst mér, að reyna ætti að virkja unga fólkið í borginni i starfi í þágu eldri borgaranna. Með því mætti suðla að því að brúa bil það, sem kallað hefur verið kyn- slóðabilið, en því verður ekki móti mælt, að það finnst í æ ríkari mæli hér á landi. Æskulýðsmál. Reykjavikurborg hefur á undanförnum árum varið miklu fjármagni til æskulýðs- mála, svo miklu, að ríkið ver ekki nema ‘4 af heildarfjár- framlagi borgarinnar til æsku- lýðsstarfs. Ég er þvi miður ekki viss um að stefnan í æskulýðs- málum hafi vérið rétt, þvi það er ekki nóg að nægilegt fjár- magn sé fyrir hendi. Þessa skoðun mína byggi ég á löngu starfi að æskulýðsmálum, bæði i almennum og stærstu lands- samtökum æskufólks í landinu, Æskulýðssambndi íslands. Það, sem hefur aðallega staðið hin- um frjálsu félögum fyrir þrif- um, er fjárskortur. Þau hefðu því getað tekið við miklu af starfi Æskulýðsáðs, ef þau hefðu verið styrkt fjárhagslega og starf í þágu æskufólks því orðið ódýrara en nú er. Að vfsu geta frjálsu félögin ekki náð til alls ungs fólks, þvi alltaf er nokkur hópur, sem ekki vill bindast í félögum. Þó er mikill meirihluti félagslyndur, sem vill fá að framkvæmda hlutina, en ekki fá þá rétta upp í hend- urnar. Lokaorð. Annar málaflokkur, sem mikla þýðingu hefur fyrir vel- ferð okkar borgaranna, eru um- hverfismálin. Margt hefur ver- ið vel gert í þeim efnum, en betur má ef duga skal. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að þessum málum, sem og öðrum velferðarmálum, verður vel sinnt, ef Sjálfstæðisflokkur- inn fer áfram með stjórn á borgarmálum, þvi stefna flokksins byggist á frelsi ein- staklingsins til orðs og æðis, og það verður m.a. ekki tryggt nema unnið sé vel að öllum félags- og umhverfismálum ibú- anna. Skúli Möller kennari Sólveig K. Thoroddsen: Forysta í fræðslumálum NU standa borgarstjórnarkosn- ingar fyrir dyrum. Þær koma róti á hugi margra. Þá er farið að vega og meta störf borgar- stjórnarinnar, og gerast þá þær raddir háværastar, sem finna allt til foráttu. Villþá gleymast allt, sem vel hefur verið gert, enda þótt það sé vissulega margt. Rikisstjórnin hefir gengið mjög hart að þegnum sfnum með skattpiningu og þjarmað svo að Reykjavíkurborg, að hún hefur neyðst til að hækka mikið fasteignagjöldin á íbúðarhús- næði og eru þau nú orðin allt of há. Koma þau gjöld nú illa við flesta, en þó koma þau harðast niður á unga fólkinu, ekkjum og ellilífeyrisþegum. Hér á landi reyna allir að eignast þak yfir höfuðið og leggja óhemju mikið á sig til þess. Fasteigna- gjöldin spyrja ekki um tekjurn- ar. Leyfum dugnaðarfólki að njóta ávaxtar erfiðis sins og gerum því kleift að hlúa að heimilum sínum og börnum Þá myndi margur uppeldis- og fé- Iagslegur vandi leysast. Skatta- lögunum verður ekki breytt innan borgarstjórnarinnar, heldur á Alþingi, en það verður varla fyrr en Sjálfstæðisflokk- urinn tekur þar aftur við stj órnartaumum. Reykjavíkurborg hefur haft forystu í fræðslumálum hér á landi og byrjað á flestum nýj- ungum, sem fram hafa komið. Hið nýjasta í þeim efnum er hinn svonefndi opni skóli í Fossvogi, sem er tilraunaskóli, og mig langar til að kynna nokkuð. Það er hlutverk skola að koma hverjum nemanda til þess þroska, sem hann hefur hæfileika til. Allir eiga að hafa sömu möguleika til menntunar, enda þótt menn séu misjöfnum námsgáfum gæddir. í þeim skólum, sem flestir þekkja til, er nemendum skipað í bekki eftir aldri, hvar sem þeir eru á vegi staddir i andlegum eða lík- amslegum þroska. I opnum skólum þekkjast ekki bekkir. Börnum úr mismunandi aldurs- flokkum er blandað saman í hópa, sem kennari ber ábyrgð á. Þessu formi svipar mjög til gamla farskólans, eins og margt eldra fólk þekkir til. Með þessu nýja formi er hefðbundna bekkjarkennslan að mestu leyti brotin niður og einstaklings- kennsla tekur við. Þó eru litlir hópar teknir í beina kennslu af og til. Kennari hefur tækifæri til að sinna hverjum og einum eftir því, sem nauðsynlegt er. Af þessu leiðir, að nemandi get- ur farið í gegnum námsefnið á þeim hraða, sem honum er eðli- legur. Nemendur finna ekki eins til þess, að þeir séu á und- an eða eftir skólafélögum sín- um, en þó má ekki gleyma því, að samkeppni getur verið ör- vandi, ef í hófi er. I opnum skóla er engin stundaskrá. Þar velja nemend- ur sér þá námsgrein, sem þeir hafa áhuga á hverju sinni. Þannig er verið að fá börnin til að leita sjálf eftir fræðslunni. Með því móti verða þau virkari í náminu. Þau ættu að verða sjálfstæðari, starfsglaðari og hæfari að finna sjálf sig. Þann- ig koma þau ánægðari og já- kvæðari út í lífið. Reykjavík, 24. febrúar 1974. Sólveig Kristinsd. Thoroddscn. Kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.