Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAI 1974
5
Græna byltingin
Veiði glædd í vötnum
og ám við Reykjavík
t nýsamþykktri áætlun um um-
hverfi og útivist er ákvæði um að
Reykjavfkurborg stuðli að lff-
fræðilegum rannsóknum á öllum
vötnum og ám í og við borgina.
Markmið rannsóknanna verði að
kanna með hvaða hætti megi
glæðaveiði.
Veiði virðist mega auka í vötn-
um og ám í Reykjavík og næsta
nágrenni. Væri ástæða til að borg-
in stuðlaði að frekari fiskifræði-
legum rannsóknum, sérstaklega í
vötnum til að efla silungsveiði,
segir í greinargeró meó áætlun-
inni. Yrði fólki auðveldað að
sækja vötnin með því að selja
veiðileyfi, sem giltu fyrir sumarið
í öllum vötnum, sem borgin ætti
aðild að. Besta veiðivatnið er tví-
mælalaust Elliðavatn, en þar er
góðveiði fyrri hluta sumarsfveiði-
leyfi hægt að fá hjá umsjónar-
manni Heiðmerkur fyrir hvert
skipti). Elliðavatn ásamt Hólmsá
er verið að rannsaka. Komið hef-
ur til tals að hækka yfirborð
Rauðavatns í þeim tilgangi að
gera það skemmtilegra fyrirbáta.
Þar sem fiskur í vatninu er sýkt-
ur, telst ekki þorandi að leggja f
þá framkvæmd vegna sýkingar-
hættu i Elliðavatni og Elliðaám.
Talið er að fá megi fisk í vestari
kvfsl Elliðaánna með því að auka
þar dálítið vatnsmagn. Vatns-
magn í Vesturál er nú mjög tak-
markað, þar sem mestu rennsli
Elliðaánna er beint niður Austur-
kvíslina. Ráðgert er að auka þarna
lftillega vatnsstreymi og hagræða
árfarveginum með stíflugerð o.fl.,
þannig að kvíslin verði heppileg
fyrir silung. Vitað er að lax og
silungurgera mismunandi kröfur
til umhverfis. Laxinn er meiri
straumfiskur og velur sér stað í
ánni (seiðir.) samkvæmtþví. Með
því að hagnýta sér þessa fiski-
fræðilegu þekkingu, má gera vest-
ari hluta árinnar þannig úr garði
að silungur öðlist þar betri sam-
keppnisaðstöðu en laxinn. Þar
sem þetta er lítið svæði yrði að
leggja aðaláherzlu á sjógöngufisk,
sem tæki sem minnsta næringu úr
sjálfri ánni. En fyrirhugaðar
framkvæmdir verða að sjálfsögðu
í fullu samráði og samvinnu við
fiskifræðinga með sérþekkingu á
vatnafiski. Og rétt eraðtaka fram
að skipulagshugmyndir við Ell-
iðaár gera ekki ráð fyrir neinum
þeim aðgerðum, sem valdið geta
truflunum á laxagengd í Elliða-
ám.
Fleiri vatnasvæði í nágrenni
Reykjavíkur má nefna, sem auka
má í fiskrækt. Hafravatn er utan
lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.
Áburðarverksmiðjan hefur haft
vatnið á leigu, en að áliti fiski-
fræðinga er offjölgun á fiski i
vatninu og fiskur þess vegna
smár. Þyrfti að veiða rösklega í
því til að gera það að góðu veiði-
vatni. Áburðarverksmiðjan hefur
selt veiðileyfi uppi í Gufunesi
(einnig sumarkort).
Reykjavíkurborg á hlut veiði-
réttinda I Ulfarsá (Korpu), en
Áburðarverksmiðjan hefur ána á
leigu. Önnur vötn í nágrenninu
eru Selvatn, Reynisvatn, Langa-
vatn og Vifilsstaðavatn.
Aðkallandi er að fiskifræðingar
rannsaki Elliðaárnar og lífriki
þeirra með vísindalegum hætti.
Verði þeir siðan með í ráðum um
allar framkvæmdir. Arið 1971
gerði Veiðimálastofnunin nokkr-
ar athuganir á fiski i Elliðavatni
og virtist fiskur vaxa þar vel og
vera vel haldinn og sýndist vatnið
hafa mjög góða möguleika til mik-
illar fiskframleiðslu. 1973 gáfu
sýni, sem tekin voru úr vatninu
sömu niðurstöður og sl. haust var
merkt nokkuð af bleikju til frek-
ari athugana. Sl. sumar voru líka
gerðar mælingar á vatnshæðinni,
en niðurstöður liggja ekki fyrir,
því óeðlilegar sveiflur á vatnahæð
eru vötnum og lífríki þeiira alltaf
til skaða. Vatnadýr deyja ef þorn-
ar upp og einnig hafa vatnsborðs-
sveiflur áhrif á fjöruna. Hún
verður berari og grýttari og það
veldur röskun á jafnvægi dýrateg-
unda. Þegar grunnu svæðin verða
grýttari, aukast hrygningarskil-
yrði bleikjunnar sem er neikvætt,
vegna þess að þau virðast næg
fyrirí vatninu og getur þaðvaldið
off jölgun á ungviði.
Lax sá, sem gengur upp Elliða-
árnar er fæddur og uppalinn á
ýmsum stöðum á vatnasvæðinu,
þ.e. í Elliðaánum, Hólmsá og Suð-
urá, en ekki vitað hve mikið á
hverjum stað og er aðkallandi að
gera frekari rannsóknir á því.
Talið er að mestur hluti göngu-
seiða sé upprunninn f Elliðaánum
sjálfum, en skv. lauslegum athug-
unum Veiðimálastofnunar f
Hólmsá sumarið 1973 er þar mjög
mikið af uppvaxandi laxi. Hér
gætu legið faldir ýmsir möguleik-
ar, sem myndu auka laxafram-
leiðslu vatnasvæðisins í heild ef
rétt væri að staðið.
Fram hefur komið sú hugmynd
að tengja Rauðavatn vatnakerfi
Elliðavatns. En skv. athugunum
Veiðimálastofnunar er vatnið of-
setið bleikju og gæti það einmitt
valdið röskun á jafnvægi Elliða-
vatns að.svo góð riðstöð bætist þar
við. Ennfremur er fiskurinn í
Rauðavatni mjög sýktur af band-
ormi og öðrum sníkjudýrum og
mjög óæskilegt að smita Elliða-
vatn með slfkum fiski. Telur
Veiðimálastofnunin ekki rétt að
taka Rauðavatn inn í vatnakerfi
Elliðavatns.
En sem sagt, samþykkt hefur
verið að stuðla að lfffræðilegri
rannsókn á öllum vötnum og ám í
borginni, f þeim tilgangi að glæða
veiði, sem gæti orðið gott og eftir-
sótt tómstundaviðfangsefni fyrir
borgarbúa.
O '0
Græna byltingin
áfg^ TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
&KARNABÆR
LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66
EKKERT LÁT Á HÝJUM VÖRUM
West Brunce & Cainj. Ný plata.
Argent — Nexus.
Jesus Christ superstar.
Procol Harum. Ný plata.
Golden Earring — Monntain.
Three dog night. — Ný plata.
Jefferson airplane — Ný plata.
Abba — Waterloo.
John Denver — Greatest hits.
Robin Trower — Ný plata.
Betta Midler —
Poco — Seven.
Humble Pie — Tunder box.
Grand Funk — Shining on.
Cat Stevens — Ný plata.
Straws — Ný plata.
Mott the hoople — The Hoople.
Frank Zappa — Ný plata.
King Crimson — Ný plata.
Aretha Franklin — Ný plata.
Dr. John — Ný plata.
Blue Swede — Hooked on
feeling.
Donovan — Essence to essence
Mikið úrval af soul og quadraphonic plötum \
báðum plötuverzlunum okkar.
DÖMUR NÝTT
Úrval af dömufötum.
it Stakir flauelisjakkar
Stuttir og síðir regnjakkar.
•fa Mikið úrval af bolum.
Stutt og langerma með og án
kraga.
-^- Pils í fallegum sumarlitum
Blússur stórkostlegt úrval.
Terylene og tweedbuxur í Ijós-
um litum.
•fc Leðurjakkar í mörgum litum og
sniðum.
Peysur mikið úrval.
NÝTT HERRAR
Föt með vesti í ijósum sumarlit-
um.
★ Flauelis og denim sportjakkar í
mörgum litum
it Stakir tweed jakkar mikið lita-
úrval.
★ Terylene buxur i Ijósum litum.
it Einl. og köflóttar skyrtur.
★ Jerseyskyrtur stutt og
langerma.
it Leðurjakkar stuttir og síðir.
it Peysur og vesti mjög fallegir
litir og mynstur
Tweed buxur.
★ Denim- og flauelis buxur,
margir litir.
it Bolir, belti, slaufur, bindi
HIJÓMPLÖTUR: