Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1974 Landhelgisviðræð- ur við Þjóðverja: Bjóðast til að fara út fyrir með verksmiðjuskipin STJORNARSKIPTIN í Bonn hafa eins og kunnugt er tafið samn- ingaviðræður í landhelgismálinu, en nú er búizt við því, að skriður geti komizt á þær, er nýju ráð- herrarnir hafa tekið við störfum, Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun hafa falizt í síðasta tilboði Þjóðverja, að öll vestur-þýzk verksmiðjuskip færu út fyrir 50 mílna fiskveiði- lögsögu Islands, en smærri tog- arar fengju að veiða innan mark- anna í ákveðnum hólfum. Vonir standa til, að á komandi vikum muni eitthvað gerast í þessum málum, enda sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra í viðtali við Mbl. fyrir nokkrum dögum, að hann væri bjartsýnn á að takast mætti að ná samkomu- lagi í málinu fyrir alþingiskosn- ingar, 30. júní. Það, að ekki hefur náðst samkomulag í þessari deilu veldur þvi, að viðskiptasamn- Ráðherralaun allt að 229.339.00 kr. MORGUNBLAÐIÐ kannaði í gær, hver væru laun ráðherra miðaö við gildandi vísitölu. For- sætisráðherra hlýtur samanlagt í laun 229.339,00 krónur, en aðrir ráðherrar fá 218.822,00 krónur í samanlögð laun. Eru þá ekki meðtalin fríðindi, svo sem að rekstur eigin bifreiðar er greiddur, risna og því um líkt. Ráðherralaun eru hjá for- sætisráðherra 129.727,00 krónur og hjá hinum ráðherr- unum 119.210,00 krónur, en að auki fá þeir allir þingfarar- kaup, sem eru laun þingmanna samkvæmt Iaunaflokki B3, en það eru 99.612,00 krónur. Hætti menn ráðherrastörfum halda þeir 70% af ráðherra- launum sinum næstu 6 mán- uðina, þó því aðeins að þeir hafi verið ráðherrar næstu 2 ár áður en þeir hætta þeim störfum. Ráðherra, sem Vottar fyrir kalblettum Borgareyri, 15. maí. VOR hefur verið með eindæmum gott undir Eyjafjöllum og segja má, að síðan í byrjun marz hafi verið bezta veður hér um slóðir. Ekki hefur gert frost síðan i byrj- un marz, en þá mældist hér 10 stiga frost. Tún eru orðin algræn en á ein- stöku stað vottar fyrir kalblettum, ekki mun það þó vera almennt. — Sauðburður er rétt að hefjast Fréttaritari. hættir ráðherrastörfum, en hefur ekki 2 ára starfsaldur sem ráðherra, heldur þó launum út þann mánuð, er afsögn hans á sér stað í. Því heldur t.d. Björn Jónsson ekki 70% af ráðherralaunum sínum, þar eð hann hafði ekki að baki 2ja ára ráðherradóm. Þegar for- sætisráðherra hættir hlýtur hann því i laun mánaðarlega næstu 6 mánuði miðað við óbreytta visitölu 99.790,00 krónur, eða samtals með þing- mannalaunum 199.402 krónur. Aðrir ráðherrar fá í laun við sömu aðstæður 91.700,00 krónur, eða samtals með þing- mannslaunum 191.312,00 krónur. Þá ber að geta þess, að þrátt fyrir að Alþingi hafi nú verið leyst upp og þingmenn sviptir umboði sinu, njóti þeir þing- mannslauna, 99.612,00 króna á mánuði. ingur Islands við Efnahagsbanda- lag Evrópu um sölu fiskafurða til bandalagsins hefur enn ekki tekið gildi. Samkvæmt samningi þessum munu tollar á fisk- afurðum í bandalagsríkjunum Iækka til muna. Lélegur afli Þórshöfn, 15. maí. TÍÐARFAR við Þistilfjörð hefur verið einstakt i allt vor og tún eru þegar orðin algræn. Sauðburður er að byrja og ein og ein ær búin að bera. Afli Þórshafnarbáta hefur verið lélegur og hafa þeir verið að taka upp netin. Hæsti báturinn er með 250 lestir. Fréttaritari. Þjóðhátíð 1974: Vegna þjóðhátíðarársins verður á listahátfð opnuð sýning, sem á að sýna íslenzka myndlist í 1100 ár. Til sýningarinnar eru fengin að láni erlendis frá mjög mörg listaverk, og eru sum þeirra þegar komin til landsins. A myndinni sjást (t.v.) Jón Steinar Gunn- laugsson framkvæmdastjóri listahátfðar og Baidvin Tryggvason formaður framkvæmdanefndar hátfðarinnar með eitt listaverk- anna. Gjábakkavegur verður lagður Framtíðarvegur um þjóðgarðinn MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá þjóðhátfðar- nefnd 1974, þar sem segir, að for- sætisráðherra muni leggja til við samgönguráðherra, að fram- kvæmdir hefjist þegar f stað við Gjábakkaveg og þeim verði lokið fyrir þjóðhátfð á Þingvöllum 28. júlí n.k. Verður um framtfðarveg að ræða. Fréttatilkynning þjóðhátíðar- nefndar 1974 fer hér á eftir: Reykjavík. 16. mai 1974. Forsætisráðherra hefur ákveðið að leggja til við samgönguráð- herra, að framkvæmdir við Gjá- bakkaveg verði hafnar þegar i stað og þeim lokið fyrir þjóðhátíð á Þingvöllum 28. júli n.k. Framkvæmdastjóri þjóð- Framhald á bls. 20. Geysivíðtæk leit að eins hreyfils franskri flugvél Vél af Rally-gerð, þeirri sömu og vélin, sem saknað er. SlÐDEGIS í gær hófst geysivíð- tæk leit að eins hreyfils franskri flugvéi, sem var á leið frá Storna- wayflugvelli á Orkneyjum til Reykjavfkur. Síðast heyrðist í vélinni nokkru áður en hún var Tillögur sjálfstæðismanna samþykktar: Dregið úr áhrifum embætt- ismanna í borgarkerfinu Á SlÐASTA fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á þessu kjörtímabili, sem haldinn var í gærkvöldi, voru samþykktar tillögur frá borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem fela í sér þá grundvallar- breytingu á stjórnkerfi borgar- innar, að verulega er dregið úr áhrifum embættismanna í borgar- kerfinu, en áhrif kjörinna full- trúa og þeirra, sem kosnir eru af borgarstjórn til trúnaðarstarfa, aukin að sama skapi. Munu emb- ættismenn nú hverfa úr 11 meiriháttar nefndum og ráðum vegna þessara breytinga. Skömmu eftir að umræðum um tillögur sjálfstæðismanna lauk i gærkvöldi, ræddi Morgunblaðið við Ölaf B. Thors borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem vartals- maður flokksins í þessum umræð- um. Kjarninn í þessum breyting- um á stjórnkerfinu, sagði Ölafur B. Thors, er sá, að í nefndum og ráðum borgarinnar skulu ein- ungis sitja með fullum réttindum aðilar, sem til þess eru kjörnir af borgarstjórn, og þar munu engir eiga sæti stöðu sinnar vegna eða fyrir tilnefningu frá öðrum, þó með þeirri undantekningu, er leiðir af landslögui ». — Afleiðingin af þessari breyt- ingu verður sú, að embættismenn hverfa út úr 11 nefndum og ráð- um borgarinnar. Þessi breyting er gerð vegna þess, að við teljum eðlilegt, að valdið sé hjá þeim aðilum, sem eru kjörnir til þess að fara með það og verða að bera pólitíska ábyrgð á gerðum sínum. — Er þessi breyting ekki viður- kenning á því, að völd embættis- manna hafi verið of mikil hjá borginni? — Nei, ekki endilega, hins veg- ar er breytingin viðurkenning á nauðsyn þess að setja skarpari skil á milli pólitiska valdsins og embættismannavaldsins. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu, að borgarstjórn kjósi embættismann í nefnd, en þá situr hann þar í krafti pólitisks valds, en ekki vegna embættis sins. — Þið viljið ekki fallast á tillög- ur minnihlutaflokkanna um auk- Framhald á bls. 20. væntanleg til Reykjavíkur. Benti þá ekkert til þess, að flugmaður- inn ætti í vandræðum. Hálftima eftir að vélin átti að vera komin á ákvörðunarstað var leit hafin á landiog úr lofti. Leitarskilyrði úr lofti voru mjög slæm. I gærkvöldi var leitað á 11 skipulögðum svæð- um á landi, allt frá Keili og yfir á Þingvallasvæðið. 1 leitinni tóku þátt 330 manns. Vél þessi er af gerðinni Rally- 5894, smíðuð í Frakklandi. Hún tekur 4 í sæti, en í þessari ferð var flugmaðurinn einn i vélinni. Eft- irnafn flugmannsins er Welton, en ekki var vitað í gærkvöld hverrar þjóðar hann er. Flugvélin lagði af stað frá Stornawayflug- velli á Orkneyjum klukkan 10.15 í gærmorgun, og var áætlað, að hún kæmi til Reykjavíkur upp úr kl. 14.15. Hér ætlaði flugmaðurinn að hafa stutta viðdvöl, en halda sið- an vestur um haf með viðkomu í Grænlandi. Klukkan 13.40 heyrði flugturninn í Vestmannaeyjum til vélarinnar, og var hún þá í grennd við Vestmannaeyjar og stefndi til lands. Nokkru síðar heyrði flugturninn í Reykjavík til vélarinnar. Kallaði flugmaðurinn Framhald á bls. 20. SÍÐUSTU FRÉTTIR ÞEGAR Mbl. fór f prentun undir miðnætti hafði enn ekkert spurzt til frönsku flugvélarinnar. Ráð- gert var, að leitarflokkar héldu áfram leit í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.