Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAl 1974
19
Ef maður skipuleggur daginn
er alltaf tími til hlutanna
Sveinn Björnsson ásamt konu sinni Ragnheiði Thorsteinsson og sonum þeirra Geir (t.v.) og
Sveini. Tvö eldri börnin eru gift ogflutt aðheiman.
Samtal við Svein
Björnsson kaupmann
sem skipar 13. sætið
á lista sjálfetæðismanna
í borgarstjórnar-
kosningunum
SVEINN Björnsson kaupmaður
skipar 13. sætið á Iista Sjálfstæð-
isflokksins 1 komandi horgar-
stjórnarkosningum. Hann hefur
starfað 1 flokknum um áraraðir,
en aldrei fyrr verið f framboði.
Sveinn er 45 ára að aldri kvæntur
Ragnheiði Thorsteinsson, og eiga
þau fjögur börn. Þau búa að
Leifsgötu 27. Sveinn rekur Skó-
söluna að Laugavegi L og hefur
gert f 20 ár. Einnig hefur hann
starfað geysimikið að félagsmál-
um f Sjálfstæðisflokknum, sam-
tökum kaupmanna og ekki sízt
innan fþróttahreyfingarinnar.
„Það hefur einhvern veginn
æxlast þannig, að leiðir okkar
Gísla Halldórssonar hafa viða leg-
ið saman í félagsmálastörfum, og
þá ekki sízt innan íþróttahreyf-
ingarinnar. Og svo er enn nú, því
um leið og Gfsli hyggst draga sig í
hlé frá störfum að borgarmálum,
kem ég f fyrsta skipti inn á þann
vettvang," sagði Sveinn við blaða-
mann Mbl. sem eftir mikla bar-
áttu hafði tekizt að næla sér f eina
klukkustund af dýrmætum tfma
Sveins.
AD SKIPULEGGJA DAGINN
VEL
„Ef maður skipuleggur daginn
vel, hefur maður alltaf nægan
tfma til hlutanna," sagði Sveinn,
er hann var inntur eftir því hvort
sérhver hlutur rækist ekki á ann-
an hjá þeim, sem starfa mikið að
félagsmálum.
— Kannski þú teljir upp það
helzta á félagsmálasviðinu?
— „Ef við byrjum á flokksstarf-
inu, þá hef ég starfað um árabil f
Sjálfstæðisflokknum. Ég var í
stjórn Varðar í 20 ár, og gegndi
þar flestum störfum, var m.a. for-
maður í þrjú ár. Ég sat 3 ár í
stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík, og nú sit ég
f skipulagsnefnd flokksins og
flokksráði. Þá er ég varaformaður
Kaupmannasamtaka íslands og
formaður skókaupmannafélags-
ins.“
— Og svo eru það íþróttirnar?
„Já, ég er alinn upp í vestur-
bænum, nánar tiltekið á Bræðra-
borgarstígnum. Leiðin lá því auð-
vitað í KR, og ekki dró það úr
ákafanum, að pabbi var um tíma
gjaldkeri félagsins og hafði orðið
Islandsmeistari í knattspyrnu
með KR 1929. Eg æfði knatt-
spyrnu og frjálsar íþróttir með
KR, og einnig tók ég sæti í stjórn
frjálsíþróttadeildar. I aðalstjórn
félagsins fór ég 1952, og hef verið
þar siðan, þar af varaformaður í
15 ár, en núna sem formaður hús-
stjórnar. I stjórn íþróttasam-
bands íslands kom ég 1961, og hef
verið varaforseti sl. fjögur ár. Þá
er ég varaformaður Ölympiu-
nefndar íslands, ritari íþrótta-
nefndar ríkisins og í þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur. Þá var ég for-
maður íþróttahátíðarnefndar ÍSl
1970.“
— Og þú æfir enn íþróttir?
— „Já, ég æfi badminton 2—3 í
viku og tel það afar góða og
skemmtilega fþrótt. Strákarnir
minir eru einnig í íþróttum, en
frítími konunnar fer að mestu í
nám í „öldungadeild" Hamrahlíð-
arskólans. Hún stefnir að því að
ljúka stúdentsprófi á næsta ári.
Það er min skoðun, að allir þeir
sem hafa á því tök eigi að stunda
íþróttir eða útivist, göngur, ferða-
lög og hvers konar hreyf ingu.“
GAMLAGÓÐAKR
— Ef við höldum okkur við
iþróttirnar enn um sinn, hvað
veldur þvf að KR-ingar virðast
tengjast félagi sínu sterkari bönd-
um en tfðkast hjá öðrum félög-
um?
„Við KR-ingar segjum oft,
„einu sinni KR-ingur alltaf KR-
ingur". Það er rétt, KR-ingar virð-
ast tengjast félagi sínu sterkum
böndum. Astæðurnar eru eflaust
margar, t.d. þær að þetta er elzta
og jafnframt stærsta íþróttafélag
höfuðborgarinnar. Einnig hefur
stjórn þess verið traust, og mann
þar starfað lengur en yfirleitt
gengur og gerist. Má í þvf sam-
bandi nefna, að núverandi for-
maður KR, Einar Sæmundsson,
hefur setað í aðalstjórn félagsins
sJ. 33 ár, þar af 17 ár sem formað-
ur. KR var á sínum tíma braut-
ryðjandi á ýmsum sviðum, m.a.
með uppbyggingu íþróttasvæðis.
Núverandi landssvæði KRkeyptu
knattspyrnumenn félagsins upp
úr 1930 og gáfu það félaginu. KR
fékk svo viðbótarlandsvæði frá
Reykjavfkurborg síðar. Gjöf
knattspyrnumannanna hefur ver-
ið mikil á sínum tíma og gefin af
fyrirhyggju. Nú á KR þrjá knatt-
spyrnuvelli á svæðingu og tvö
íþróttahús, og má segja að Gíslí
Halldórsson hafi verið driffjöðrin
f þessum framkvæmdum. I fram-
tíðinni á að halda áfram uppbygg-
ingu á svæðinu, og er þegar byrj-
að að vinna að nýjum velli. Síðar
á að ljúka frágangi fþróttahús-
anna, og draumurinn er að reisa
félagsheimili og aðstöðu fyrir
fþróttagreinar sem þurfa á minna
húsnæði að halda. Þá má einnig
geta þess, að KR á skíðaskála í
Skálafelli. Þar eiga sér nú stað
miklar framkvæmdir, sem eru að
mestu unnar í sjálfboðaliðsvinnu,
eins og hefur verið með allar
framkvæmdir hjá KR."
ÍÞRÓTTA- OG FELAGSMAL
IIELZTU ÁHUGAMALIN
— Ef við snúum okkur að borg-
armálum, hver eru þín helztu á-
hugamál á því sviði?
„Af framansögðu má glöggt sjá,
að íþrótta- og félagsmál eru helztu
áhugamálin. Eg styð heilshugar
áframhaldandi uppbyggingi
íþróttastarfsins í höfuðborginni.
Ég tel það rétta stefnu sem fylgt
er, að skipta iþróttafélögunum
eftir hverfum. Þannig verða
íþróttafélögin miðstöðvar ungl-
ingastarfs á hverfunum og mikil-
vaegur þáttur f uppeldi æsku höf-
uðborgarinnar. Ég get tekið sem
dæmi, að dag hvern koma á KR-
svæðið 800—1000 einstaklingar,
að langmestu leyti unglingar."
— Nú bera íþróttafélögin sig
oftilla fjárhagslega?
„Já, það er rétt, fjármálin eru
stöðugur höfuðverkur hinnar
frjálsu íþróttahreyfingar. Ég get
nefnt sem dæmi, að það kostaði 10
milljónir að reka KR á síðasta ári.
Upp í þann kostnað komu að vfsu
húsaleiga, tekjur af getraunum,
auðlýsingum á búningum, kapp-
leikjum og félagsgjöldun, en mest
kom inn með sníkjum og dugnaði
félagsmanna. Það þarf að styrkja
í þróttahreyfinguna sem allra
mest, þannig að hún sé sem bezt
undir það búin að gegna sínu upp-
alendahlutverki. Mig langar í
þessu sambandi að minnast á eitt
atriði, sem hefur hjálpað íþrótta-
félögunum geysimikið, en það er
sú stefna Reykjavíkurborgar að
láta bæði skólana og íþróttafélög-
in fá afnot af íþróttahúsum borg-
arinnar. Skólarnir nota þau á dag-
inn og fþróttafélögin á kvöldin og
um helgar. iþróttafélögin hafa
ekki fjárhagslegt bolmagn til að
reisa dík hús ein, og því er þetta
eina leiðin fyrir þau til að hasla
sér völl í hverfunum."
— Nú halda margir þvi fram, að
fþróttir og stjórnmál eigi ekki
samleið.-hver er þín skoðun á því?
,-Það er skoðun margra að
menn eigi það til að nota íþrótt-
irnar sér til framdráttar í stjórn-
málum. Ég held að þetta sé rangt.
Hins vegar fer ekki hjá því, að úr
svo stórri fjöldahreyfingu sem
íþróttahreyfingin er, hljóta að
koma menn sem veljast til starfa
á stjórnmálasviðinu, og þessir
menn eru ætíð tryggir málsvarar
íþróttahreyfingarinnar. Við get-
um nefnt menn eins og Gísla Hall-
dórsson, Ulfar Þórðarson og Al-
bert Guðmundsson, sem hafa unn-
ið íþróttunum ómetanlegt gagn í
borgarstjórn sem annars staðar.
Hinu er svo ekki að neita, að ég
tel það íþróttunum til góðs að
blandast ekki of mikið stjórnmál-
um.“
BJARTSVNN A ÚRSLITIN
— Og að lokum Sveinn, hvernig
leggjast kosningarnar í þig?
,j£g er vissulega bjartsýnn á
úrslit kosninganna. Sjálfstæðis-
menn hafa stjórnað höfuðborg-
inni um áraraðir, og borgarbúar
vita vel hvað þeim er fyrir beztu.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn sem hægt er að treysta
til þess að stjórna borginni af
festu og öryggi. Reynslan hefur
einnig sýnt, að Reykvfkingar eiga
góðan og traustan borgarstjóra
þar sem er Birgir ísleifur Gunn-
arsson. iþróttafélögin geta borið
til hans fyllsta traust, þvf það
hefur sýnt sig, að hann er íþrótta-
sinnaður maður, sem mun leggja
sig fram við að uppfylla þær óskir
sem íþróttafélögin kunna að bera
fram."
Sveinn Björnsson afgreiðir viðskiptavin 1 Skósölunni Laugavegi 1.