Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAl 1974 s <uggamync if inrskn FRAMHALDSSAGA EFTIR |^>n OIX^I MARIULANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 11 nóttina áður, hanga á herðatré í skápr.um heima hjá mér. — Já, það er alveg rétt, hún á svoleiðis kjól. Það var komin ein- kennilegur svipur á Lillemor. — EN HVERNIG GETUR ÞÚ VITAÐ ÞAÐ? Það er ekki nema vika síðan hún sótti þennan kjól til saumakonunnar ... Hefurðu hitt hana, eftir að þú komst heim .? En mér var hlift við að svara þessari spurningu. Því að á þessari sömu stundu voru dyrnar á reykherberginu rifnar upp og inn þaut maður, sem allir þekktu. Ingimar Gran- stedt var óneitanlega mjög óvenjulegur ungur maður og hann var einn af eilífðarstúdent- unum. Þótt hann væri orðinn þrít- ugur hafði hann engu prófi lokið, en allir voru sammála um að hann væri bráðvelgefinn. Hann hafði stór gleraugu og andlit hans var heldur litlaust. En núna var það eldrautt og hárið flaksaðist um hann og rödd hans brast þegar hann reyndi að hrópa þann boð- skap, sem hann hafði að flytja: — Hún er dáin . .. Heyrið þið það, Eva er dáin! Hún var myrt! ... einhver hefur myrt hana t baðkarinu í íbúð Bures . . . í Skill- inggrand, einmitt þar sem ég sá hana i síðasta skiptið ... síðasta skiptið. Hann kastaði eintaki af „Afton- bladet“ á borðið. Prentsvertan var ekki þornuð ... og hné því næst saman og grét beizklega. 5. kafli. Auðvitað hefði ég átt að reyna að átta mig á, hver voru viðbrögð þeirra Jans, Karls Gustafs og Lillemors við þessum tíðindum. Kannski komu þau einu þeirra ekki á óvart? Var einhver þarna, sem ekki brást fullkomlega eðli- lega við? Ef svo var þá veitti ég þvi ekki athygli, ég verð að viður- kenna það. örvænting Ingmars Gransteds var svo þrungin og tak- markalaus, að við komumst þar hvergi að .. . Og reyndar . .. Hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt þegar slíkt berst til manns? Ég veitti því at- hygli, að Karl Gustaf náfölnaði og að varir hans skulfu ... ég heyrði Lillemor segja hvað eftir annað: „myrt ... en það er ... það er alveg ægilegt.“ Og svo sá eg glampa í augum hennar, sem kannski lýsti skelfingu, en gat líka verið tilhlökkun um að bera þessar fregnir út. Hönd Jan skalf, þegar hann rétti út höndina eftir blaðinu. Ég var sjálf föl og ég skalf, svo að ég skildi þau öll. Við hópuðumst kringum blaðið. Lillemor hrópaði: — Þarna ... ó, þarna er það! Alveg rétt. Feitletrað á forsíð- unni: „ DULARFULLUR LÍKFUND- UR I SKILLINGGRÁND. ung STULKA fannst lAtin I BAÐKARI: SENNILEGA MYRT.“ Greinin var stutt, en rétt í öll- um meginatriðum: — Þegar frú Puck Bure, sem er gift Einar Bure, dósent i sögu við Stokkhólmsháskóla, kom heim síðla mánudagskvölds úr ferða- lagi til Egyptalands, en þar var hún í heimsókn hjá föður sínum, hinum þekkta fornleifafræðingi Johannesi M. Ekstedt, gerði hún mjög ónotalega uppgötvun i íbúð sinni. I baðkarinu, sem var fullt af vatni, lá lík af ungri konu, sem hún bar ekki kennsl á. Flest bend- ir til að stúlkan hefi verið myrt. Um það bil, sem blaðið er að fara í prentun, hafa sérfræðingar þeir, sem rannska málið, ekki fundið nein spor til að fara eftir, og ekki er vitað, hver hin látna er. Bure dósent er um þessar mundir í Kaupmannahöfn, þar sem hann situr ráðstefnu sagnfræðinga frá Norðurlöndum og ekki er vitað, af hverju hin látna var I íbúð hjón- anna.“ Hugsanir mínar beindust að- eins í einn farveg. Þeir höfðu sem sagt getið um nöfn okkar! Ef það væri nú ... EF það fælist nú einhver sannleikur í ógeðslegum ásökunum Lillemors um samband Einars við konuna, þá hafði ótryggð hans nú verið komið á framfæri við alþjóð. Og enda þótt hann væri saklaus, þá myndu ill- kvittnar manneskjur draga sínar ályktanir rétt eins og Lillemor hafði gert. .. og kannski ég sjálf. Ég fann að martröðin frá nótt- inni áður var aftur að ná tökum á mér og mér lá við gráti. Lillemor var aftur á móti bein- línis glaðhlakkaleg í röddinni, þegar hún sagði: — Heima i íbúðinni þinni! Finnst þér það ekki æsandi? Þú hlýtur að vita heilmikið, sem ekki er komið í blöðunum .. . Geturðu ekki... — Ég veit ekki neitt, greip ég fram í fyrir henni, alveg frávita af leiða og hryggð. — Og hvað svo sem ég held, þá er það að minnsta kosti ekkert æsandi né skemmti- legt. Karls Gustaf klappaði mér sef- andi á öxlina. — Heyrðu sagði hann óstryrki röddu. — Það stendur ekki hvað hún heitir. Ertu viss um það hafi verið EVA? — Já, ég er hrædd um það. Allt, sem þið hafið sagt, kemur alveg heim við lýsinguna á henni. Og Ingmar hefur greinilega strax átt- að sig' á, að um hana væri að ræða Við störðum öll á ufinn lubb- ann á Ingmar, hvar hann reri fram og aftur og snökti æðislega. Jan þerraði svitann af enni sér. — Getur enginn fengið hann til að hætta þessum kveinstöfum, sagði hann? Ég verð vitlaus ef ég þarf að hlusta á þetta öllu lengur . . . það er svo . . . fjári óhugnan- legt. Lillemor, sem venjulega var ósköp óþolandi bæði sem mann- eskja og námsmaður, gat stundum brugðið ótrúlega skynsamlega við. Ilún gaf nú eftirfarandi yfir- lýsingu. — Hann getur að minnsta kosti ekki verið hér. Við verðum að koma honum heim til sín . .. Hringdu á bil, Karl Gustaf og hjálpaðu mér að leiða hann út. Ég skal svo fara með honum heim. Ég kannast við konuna, Sem hann leigir hjá, hún á kannski eitthvað róandi handa honum, svo að hann geti sofið . . . Hvern gat annars grunað að hann væri SVONA hrifinn af Evu? Hún hefur svo sem alltaf verið undur elskuleg við hann, það er ekki það, en ekki datt mér f hug, að málið væri svona vaxið. .. Nokkrum mínútum síðar vorum við Jan ein i herberginu. Umferð- in gekk sinn gang úti á Birger VELX/AKANDI Velvakandi svarar i sima 10-10Ö kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Að breyta til þess að breyta Hlfðabúi skrifar: „Fyrir helgi var borið hér í hús plagg eitt, heldur skuggalegt ásýndum. Var þar kominn fram- boðslisti kommúnista til borgar- stjórnar. Við lestur plaggsins kom i ljós, að aðalástæða þess, að kjós- endur áttu að ljá listanum fylgi sitt var sú, að nú átti að breyta. Ástæðan var sem sé ekki sú, að það fólk, sem kommúnistar tefla fram í þessum kosningum vilji reyna að betrumbæta það, sem gert hefur verið, heldur sú, að nú á að breyta breytinganna vegna. Þannig vill það því miður oft verða þegar málefnalegan grund- völl vantar. Þá er gripið til slag- orða, sem ætlazt er til, að fólk meðtaki gagnrýnislaust. Hlíðabúi." 0 Hreinlætisskortur vid afgreiðslu á matvöru í verkfallinu barst nokkuð af bréfum til Velvakanda, en af skiljanlegum ástæðum hafa flest þeirra ekki þýðingu lengur. Hér er þó úrdráttur úr nokkrum bréf- um. Hið fyrsta er frá sauma- klúbbi í Háaleitinu: „Ósköp er ógeðslegt að sjá stúlkur í fiskvinnslustöðvum með hárið lafandi yfir matnum, sem þær eru að vinna við, — sömuleið- is stúlkur í kjötbúðum víða. Þær eru með hárið flaksandi yfir kjöt- hakks-, lifur- og kjötfarsbökkun- um. Eiga þær ekki að hafa kappa eða band um hárið, sem heldur því frá andlitinu? Auðvitað eiga „lubbaherrar" ekki að koma nálægt mataraf- greiðslu. Hvar er heilbrigðis- og hrein- lætiseftirlitið?" - Vel-v a ka n di -hé4F-n ú, - að i - fisk- vinnslustöðvum væri góð regla á þvi, sem saumaklúbburinn gerir hér að umræðu, en hins vegar er það rétt, að i kjötverzlunum skort- ir mikið á, að þetta sé i lagi. Þar er nokkurn veginn sama hvort í hlut eiga afgreiðslukonur eða menn. 0 Sjónvarpsþáttur um „hrossamáP‘ Hér er bréf frá hestamanni, skrifað fyrir „hönd“ hesta: „Kæri Velvakandi. Viltu gjöra svo vel að koma á framfæri fyrir okkar Skjónu þess- um linum til íslenzkra hesta- manna: Það eiga sjálfsagt fæstir hestar því láni að fagna að heyra óminn af söng og samtölum í útvarpi og sjónvarpi i hesthúsið, en þessara „sérréttinda" njótum við Skjóna. Ekki alls fyrir löngu urðum við þess áskynja, að málefni okkar hesta ætti að vera á dagskrá í þætti þeim, er nefnist Landshorn, og fórum við því að sperra eyrun. Þarna ræddust við tveir frægustu hestamenn landsins, og var eftir- vænting okkar mikil. Myndu þeir ræða um nytsemi þá og ánægju, sem við höfum veitt landsmönn- um gegnum aldirnar og gerum enn? Myndu þeir ræða um fóðrun okkar á vetrum og hagagöngu á sumrum? Myndu þeir ræða um kosti okkar og galla? Litið fór fyrir þvi, að eitthvað af þessu bæri á góma. Umræðuefni þessara tveggja frægustu hesta- manna þjóðarinnar olli okkur, satt að segja, sárum vonbrigðum. Umræðuefnið var sala íslenskra hesta til útlanda. Svo virtist- að vísu. að þá heiðursmenn greindi á um einstök atriði, en sala is- lenskra hesta til útlanda var ekk: ágreiningsatriði. I ár er ellefu hundruð ára af- mæli íslandsbyggðar. Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn fluttu með sér búslóð sína og hús- dýr yfir hafið frá Noregi, þar á meðal forfeður og formæður okk- ar Skjónu. Það var nauðsynlegt til þess-að fólkið-gæti ferðast og lifað í þessu torfærna og harðbýla landi. Auðvitað þjáðist fyrsta kyn- slóðin af heimþrá til Noregs og ætli fólkið hafi ekki einnig gert það? En ísíand er okkar land, ís- lensku hestanna, rétt eins og það er land ykkar, fólksins. Við höf- um þjónað ykkur og þolað með ykkur sætt og súrt í ellefu aldir. Og við viljum halda áfram að þjóna ykkur og vera ykkur til ánægju. Við Skjóna höfum alla tið notið góðs atlætis, bæði i hesthúsinu okkar á veturna og í hagagöng- unni á sumrin, og höfum heldur aldrei talið eftir okkur að spretta úr spori og skella á skeið, þegar eigendur okkar hafa sest á bak, stundum í löng ferðalög. En vió þekkjum líka hesta, sem ekki njóta samskonar atlætis og við, og koma jafnvel naumast i hús allan veturinn, og fyrir þeim eru sum- arhagarnir og stóðið kannski enn- þá meira tilhlökkunarefni, En nú vofir sú hætta yfir okkur hestum, að verða, þegar minnst varir, reknie heim úr sumarhög- unum og settir upp i flugvél og seldir „fínu fólki“ i útlöndum Við skiljum ekki hvers vegna. Við vitum það eitt, að við erum beittii ofbeldi, án þess að hafa neitt til saka unnið, og að heimþráin verð- ur ennþá sárari en klakabarning ur útigangshestanna. Skyldi ekki koma að þvi ein hvern tima, að þessu ofbeldi verð hætt, og að við fáum að lifa og deyja i okkar landi? Við vonum þaö í lengstu lög. Meó kveðju frá Skjónu og mér. Skjóni.“ SS\GGA V/öG^ £ ‘Í/LVE&AU Ráðnir aðstoðar- liótelstjórar FLUGLEIÐIR hafa ráðið að- stoðarhótelstjóra á hótel sin. Emil Guðmundsson verður að- stoðarhótelstjóri Hótel Loftleiða og Hafsteinn Vilhjálmsson mun gegna sömu stöðu á Hótel Esju. Erling Aspelund verður hótel- stjóri beggja hótelanna. 1 apríl var gengið endanlega frá kaupum Flugleiða á Hótel Esju, en þau kaup höfðu lengi staðið til, Kaupverðið var 396 milljónir króna. Erling Aspelund hótel- stjóri tjáði Mbl„ að Hótel Esja yrði rekin með svipuðu sniði í sumar og verið hefði. 1 haust stæði til að gera breytingar, t.d. væri ætlunin að opna stóra caffi- teríu á 1. hæð, en þar er nú ónotað rými, um 300 fermetrar að stærð. ÞYZKIR VEGG- OG LOFTLAMPAR í GÖMLUM STÍL LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum ! Póstkröfu. LJOS & ORKA Suóurlandsbraut 12 simi 84488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.