Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 17. MAI 1974
SUMARBÚÐIR
að Hlíðardalsskóla
fyrir 10—12 ára börn
Tveir hópar verða: 25. júni —- 4. júli og 8. júlí — 17. júli.
Fjölbreytt dagskrá.
Upplýsingar gefnar i sima 13899 (Reykjavik) og 1232 (Keflavík)
Síldarnót.
Til sölu er síldarnót 90 faðma djúp og 270
faðma á korkatein. Nótin er lítið notuð. Upplýs
ingar gefur
Landssamband ísl. útvegs-
manna,
sími 1 6650.
I-!------1---*--
Frúarieikfimi
Nú eru að hefjast síðustu námskeið fyrir sumarfrí.
Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar í síma 83295
frá kl. 1 3 alla virka daga.
Júdódelld Ármanns.
Ármúla 32.
Aðstoðarlæknir
til afleysinga
Aðstoðarlækni vantar til afleysinga á Skurð-
lækningadeild Borgarspítalans júní til ágúst
n.k. Upplýsingar gefur dr. Friðrik Einarsson,
yfirlæknir.
Reykjavík, 15. maí 1974.
Borga rspíta Hrm
Námskeið
í sprengitækni
Námskeið í meðferð og notkun sprengiefna
verður haldið í Reykjavík í byrjun júní ef næg
þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á að taka
þátt í námskeiðinu, vinsamlegast hafið sam-
band við skrifstofu okkar fyrir 23. maí. Þátt-
tökugjald er áætlað ca. 7 þús. kr. á mann.
Ólafur Gíslason og c / o h.f.,
Ingólfsstræti 1 a, símar 18370—84800.
Læknaritari
Staða læknaritara við Lyflækningadeild Borgar-
spítalans er laus til umsóknar.
Góð vélritunarkunnátta áskilin. Starfsreynsla
æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi
borgarstarfsmanna.
Umsóknir skulu sendar skrifstofustjóra Borgar-
spítalans fyrir 25. maí n.k.
Reykjavík, 15. maí 19 74.
Borgarsp/talinn
Fundarboð
Samlag Skreiðarframleiðenda- boðar til fram-
haldsaðalfundar að Hótel Sögu, Hliðarsal, mið-
vikudaginn 29. maí næstkomandi og hefst
fundurinn kl. 1 0 f.h.
Stjórnin.
SIGLFIRDINGAFÉLAGIÐ
Fjölskyldu-
dagur
Siglfirðingafélagsins verður að Hótel Sögu
sunnudaginn 1 9. maí n.k. og hefst kl. 1 5:
1. Kaffi og siglfirskar kökur.
2. Kvikmyndasýning fyrir börnin.
3. Heiðar Ástvaldsson stjórnar dansi.
Mætum með alla fjýlskylduna.
Nefndin.
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis við Skurðlækningadeild
Borgarspítalans er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. júní til allt að 1 2 mánaða.
Umsóknir skulu sendar yfirlækni dr. Friðrik
Einarssyni, sem jafnframt veitir frekari upplýs-
ingar.
Reykjavík, 15. maí 1974.
Heilbrigd ismálaráð Reykja víkurb orgar.
Hverfisskrifstofur
SjálfstæÖismanna
I Reykjavlk
|Á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík og hverfa-
| félaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrifstofur.
j Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 1 4.00 og fram eftir kvöldi.
j Að jafnaði verða einhverjir af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins
I við borgarstjórnarkosningarnar til viðtals á skrifstofunum milli kl.
1 7.00 og 1 9.00 síðdegis. Jafnframt er hægt að ná sambandi við
j hvaða frambjóðanda sem er, ef þess er sérstaklega óskað með því
> að hafa samband við hverfisskrifstofurnar.
Nes- og Melahverfi, Reynimeli22, sími 25635
Vestur- og Miðbæjarhverfi, Laufásvegi 46, (Galta-
felli), sími 28191
Austur- og Norðurmýrarhverfi, Bergstaðarstr. 48
sími 28365
Hlíða- og Holtahverfi, Suðurveri v/Stigahlíð sími
28170
Laugarneshverfi, Klettagörðum 9 Sundaborg. sími
85119
Langholts- Voga- og Heimahverfi, Langholtsvegi
124 sími 34814
Háaleitishverfi, Miðbæ v/Háaleitisbraut sími
85730
Smáíbúða- Bustaða- og Fossvogshverfi, Langa-
gerði 21 sími 32719
Árbæjarhverfi. Hraunbæ 102 sími 81277
Bakka- og Stekkjahverfi, Urðarbakka 2 sími
86153
Fella- og Hólahverfi, Vesturbergi 1 93, simi 72722
j Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfisskrifstof-
|anna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta komið í kosningun-
j um, svo sem upplýsingar um fólk sem er eða verður fjarverandi á
I kjördag o.s.frv.
|
Ekkert þing,
þótt styrjöld
brytist út!
FYRIRLITNING kommúnista
á þingræðislegu stjórnskipu-
lagi hefur löngum verið kunn
og kemur m.a. fram í stuðningi
þeirra við þingrofsaðgerðir
Olafs Jóhannessonar. Samt
sem áður er gagnlegt að fá enn
eina staðfestingu á virðingar-
leysi kommúnista gagnvart
löggjafarþingi þjóðarinnar. I
Þjóðviljanum nýlega birtist
viðtal við hinn svonefnda for-
mann Alþýðubandalagsins,
Ragnar Arnalds, og þar segir
hann: „Jafnvel þótt eldfjöll
gysueða styrjaldirbrytust út á
þeim fáu vikum, sem nú eru ti 1
kjördags, hverjum dytti þá í
hug að kalla Alþingi saman til
l'undar..
Hvað skyldi vera langt í það,
að kommúnistar telji yfirleitt
enga ástæðu til að kalia
Alþingi saman til fundar út af
einu eða öðru?
Athugasemd vegna
„Lénharðs fógeta”
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu f
dag um fyrirhugaða kvikmyndun
sjónvarpsins á leikritinu „Lén-
harði fógeta“ skal þetta tekið
fram:
Sjónvarpskvikmyndin byggist
efnislega á leikriti Einars H
Kvaran, en miklar breytingar
hefur orðið að gera á framsetn-
ingu efnisins, svo að það yrði
fallið til kvikmyndunar. /Evar R.
Kvaran leikari hefur endursamið
textann á þessum forsendum, og
gert nýtt textahandrit, en að gerð
kvikmyndahandritsins að öðru
leyti hafa unnið, ásamt honum,
þeir Baldvin Halldórsson leik-
stjóri, Tage Ammendrup stjórn-
andi upptökunnar og Snorri
Sveinn Friðriksson leikmynda-
teiknari.
Reykjavík, 14. maí 1974.
Jón Þórarinsson
dagskrárstjóri.
Trillubátar með
upp í eitt tonn
AKranesi, 15. mai.
SKUTTOGARINN Krossvík AK
300 kom inn í morgun með 2000
kassa, u.þ.b. 70 lestir, af karfa,
þorski og ýsu, aðallega þó karfa.
Togarinn Vikingur AK 100
landaði hér um sl. helgi 215 lest-
um af karfa. Frystihúsin vinna
þennan afla aðallega fyrir Rúss-
landsmarkað. Flest skip eru nú
hætt þorskveiðum í net, trillu-
bátar afla frá 500—1000 kg í
róðri.
— Júlíus.
Bandariskur
maður
26 ára gamall óskar
eftir að komast í sam-
band við íslenzka
stúlku með hjóna-
band í huga. Verður
að geta hugsað sér að
búa í Bandaríkjunum
og vera algjörlega
reglusöm. Férðir
greiddar. Sendið
mynd.
James Lindfors,
524 S. 5th.,
Salina, Kansas
67401 U.S.A.