Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1974 25 kvæmni samfara næmu feguróar- skyni. Sigurður Þorláksson, trésmið- ur, fæddist í Þorláksbæ i Hafnar- firði 2'J. marz 1891, sonur hjón- anna Þorláks Guðmundssonar frá Eyvindarstöðum á Alftanesi og Önnu Sigríðar Davíðsdóttur frá . Bakka í Vatnsdal, en þau bjuggu næstum allan sinn búskap f Hafn- arfirði. Sigurður óist upp hjá for- eldrum sfnum, fyrst f Þorláksbæ og sfðan í Hamarskoti eftir að þau f luttust þangað. 10 ára gamall var Sigurður ráðinn smaladrengur sumarlangt vestur að Laugalandi á Langadalsströnd. Er heim skyldi halda um haustið kom hús- bóndinn, Kristján Ölafsson, að máli við drenginn og spurði hann að því, hvort hann vildi ekki vera hjá sér um veturinn. Er ekki að orölengja það, að á Laugalandi dvaldist Sigurður um 11 ára skeið og sýnir hversu vel hann kom sér við húsbændur sfna. Vorið 1912, þegar Sigurður var 21 árs gamall, lauk vistinni á Langadalsströnd og hann fluttist aftur suður. Næstu árin stundaði hann margs konar störf bæði til sjávar og sveita, enda varð Sig- urður hagur maður á marga hluti og jafnan eftirsóttur til starfa, þegar á annað borð eitthvað var að gera. Lagði hann um tfma stund á trésmíðanám en lauk því ekki að fullu, vegna utanaðkom- andi ástæðna, fyrr en árið 1940, að hann lauk námi sínu og fékk meistararéttindi. Árið 1921 gekk Sigurður að eiga vinkonu sína vestan úr Djiípi, Ólöfu Rósmundsdóttur. Olöf fæddist á Gullhúsá á Snæfjalla- strönd 14. nóvember 1896, en ólst að mestu upp í Æðey þar til hún kom að Laugalandi, þar sem þau Sigurður kynntust. Þau Olöf og Sigurður bjuggu allan sinn bú- skap í Hafnarfirði, lengst af á Skerseyrarvegi 1, en það hús reisti Sigurður af litlum efnum en þvi meiri dugnaði árið 1926. Sigurður og 01 öf eiga miklu barnaláni að fagna. Þau eignuð- ust níu börn, sem öll lifa föður sinn utan eins sonar, Páls, er lézt 6 mánaða gamall. Hin eru: Gústaf, Júlíus, Þorlákur, Rósmundur, Ingibjörg, Ragnar, Anna og Ragn- heiöur. Fjölskyldan hefur alla tfð verið mjög samhent og til marks um það má geta þess, að mörg barnanna hófu btiskap sinn f for- eldrahúsum en þau eru öll gif't og búsett hér f Hafnarfirði. Er þetta sannarlega orðinn myndarlegur hópur, því við andlát Sigurðar eru barnabörnin orðin 34 og barna- barnabörnin 17. Afkomendur Sig- urðareru þvi orðnir 60talsins. Ég, sem þessar linur rita, átti því láni að fagna að biia f næsta húsi viðSigurð og fjölskyldu hans um náiega 15 ára skeið. Munum við ætíð minnast þeirra hjóna og barna þeirra sem alveg einstak- lega góðra nágranna, fólks, sem ætíð var reiðubúið að rétta hjálp- arhönd þegar þess þurfti með og án tillits til þess hver í hlut átti. Slík vinátta og góðvild verður aldrei nógsamlega metin né þökk- uð. Sigurður var manna mestur hrókur alls fagnaðar á glöðum stundum f vinahópi, enda þótt hófsemin væri hans höfuðdyggð. Hann var söngmaður góður og gekk snemma í Karlakórinn Þresti, þar sem hann var virkur og áhugasamur féiagi til dauða- dags. Árið 1968 er Sigurður hafði verið starfandi kórféiagi í 50 ár, var honum sýndur margs konar verðskuldaður sómi af félögum sfnum og honum þökkuð störf hans að bættu menningarlífi Hafnfirðinga. Var mér kunnugt um, að Sigurði þótti vænt um þá viðurkenningu, enda hafði starfið i Þröstum ætíð verið hans hjart- ans mál. Nú þegar komið er að leiðarlok- um er vissulega margs að minn- ast. Hér að framan hefur aðeins verið getið örfárra staðreynda úr lífi Sigurðar, sem flestum er kunnar er tilþekkja. Saga hans er á hinn bóginn þverskurður af sögu íslenzkrar alþýðu um 80 ára skeið. Hann reyndi bæði súrt og sætt. Hann varð að halda úr föð- urhúsum barn að aldri í lands- hluta, sem þá var svo fjarlægur heimahögum hans, að það tók hann heilan mánuð að komast á leiðarenda. Þetta varð hann að gera vegna þess, að það voru of margir munnar heima, semþurfti að metta. En upplagið var gott og þvi varð reynslan aðeins til þess að stæla þrótt hans og þor. Það hefur áreiðanlega' oft verið þröngt f búi á fyrstu búskaparár- unum, en örðugleikarnir voru yf- irstígnir með þrotlausu starfi og því bjartari tfmar framundan. Er þetta ekki saga íslenzku þjóðar- innar? Ég vildi mega ljúka þessum lín- um með því að votta Lóu vinkonu minni innilega samúð okkar á erf- iðri stund, með þeirri fullvissu, að eins og Sigurður í'ór á undan henni suður forðum til þess m.a. að undirbiia stofnun heimilis þeirra, þá muni hann nú gegna sama hlutverki. Og þegar hennar kall kemur, hvort sem það verður fyrr eða síðar, þá muni hann bíða hennar með útbreiddan faðminn og leiða hana 01 bústaðar þeirra í nýjum heimkynnum. Eggert Isaksson. Dr. Róbert A. Ottósson Kveðjuorð frá söngsveitinni Fílharmóníu Elín Theódórsdótt- ir—Minningarorð Fædd 15. 11. 1909, Dáin 9. 5. 1974. Dýpsia sæia og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfirstorð. Þeirra máli ei talar tunga tárin eru beggja orð. Aðeins fáein kveðjuorð til vin- konu minnar. Nú hafa leiðir okk- ar skilið í bili. Ég þakka henni öil árin, sem við höfum átt saman og okkar fjölskyldur nú i nær fjöru- tíu ár, og aldrei fallið skuggi á vináttu okkar. Ég finn, að ég hef misst mikið við fráfall hennar,en ekki fáum 'Tð ráðið hvenær stundin kemur. Eg veit, að Elín var oft lasin, en hún varð fyrir þeirri sorg að missa sinn góða eiginmann Svein Kr. Valimars- son, en hann lést fyrir sjö árum. Þá var eins og heilsu hennar hrakaði mjög með hverju ári sem leið. ..... Það var alltaf gott að leita til Elínar, sem var alltaf fljót að koma auga á það, sem betur mátti fara, og vildi alltaf gera gott úr öllu. Við höfum átt margar ánægjustundir saman, ég minnist þess hve gott var að koma til hennar á Háteigsveg 20, og hve ánægð hún var, þegar hún sat við giuggann sinn og horfði yfir og suðurf jöilin blöstu við í f jarska og sagði: „Hvergi er eins fallegt." N ú er Ella mín horf in. Eg veit, að hún er umvafin kærleika guðs og hefur hitt ástvin sinn. Ég sendi fjölskyldu hennar okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau f sorg þeirra. Vertu sæl Ella min, hvíl þú í friði. Vinkona. A þessu sumri eru liðnir fjórir tugir ára síðan ungur maður kom sunnan úr heimi hingað til lands og settist að á Akureyri og hóf þar tónlistarkennslu og kórsöng. Þau tíðindi spurðust brátt, að hann gæddi alla tónlist nýju lffi, þrótti og fegurð, og jaf nframt fylgdi það sögunni, að engin viðhlítandi skýring væri fyrir hendi á því, f hverju þessir töfrar lægju. Þessi ungi maður vardr. Róbert A. Ottósson, sem söngsveitin Fílharmónía kveður með þessum fáu orðum að leiðarlokum. Dr. Róbert Abraham Ottósson var fæddur í Berlfn 17. maí árið 1912. Faðir hans var læknir og jafnframt hálærður tónlistarmað- ur og sjálfur gekk dr. Róbert ung- ur í þjónustu tónlistarinnar. Hann sagði einhverju sinni, að eftir að hafa hlustað og horft á uppfærsiu á Fidelio á æskuárum sfnum hafi hann ekki getað hugs- að sér að helga lif sitt nokkru öðruen tónlist. Á fyrstu áratugum þessararald- ar var allt menningar- og tónlist- arlif með miklum blóma f Berlín, og bernsku- og æskuár dr. Róberts Abrahams liðu í nánum kynnum við flest eða allt það besta í þýskri menningu. Hann var persónulega kunnugur sum- um frægustu tónlistarmönnum álfunnar svo sem Wilhelm Furt- wá'ngler, og Bruno Walter var mikill vinur hans allt til dauða- dags. Eftir andlát Walters var Róbert gefinn einn af tónsprotum meistarans, sem hann varðveitti eins og helgandóm, En paradfs bernskunnar hrundi í því fárviðri, sem gekk yfir Evrópu á öðrum fjórðungi þessar- ar aldar. Kynþáttur Róberts Abrahams gat gert orð Heines að sínum, þegar hann kvað þessar ljóðlínur: Nennt man die schlimmsten Schmerzen, So wird auchder meine genannt. Það voru óblíð örlög, sem fluttu Róbert Abraham um haf hingað til íslands, en það vill svo vel til, að f skjalasafni íslenska sendi- ráðsins í Kaupmannahöfn er að finna merkilegar heimildir um þessa ráðstöfun forlaganna. Sveinn Björnsson, síðar forseti, þá sendiherra f Kaupmannahöfn, segir svo frá, að dag nokkurn hafi ungur maður komið í sendiráðið og leitað upplýsinga um þetta f jarlæga land norður í Dumbshafi og látið i ljós löngun sína að fara þangað og starfa að tónlistarmál- um. Sendiherra sagði honum, að þarna væri lítið verkssvið fyrir mann með hans menntun, engin hljómsveit, sem vert væri um að tala, og allt tónlistarlff eins og barn i reifum. ,,Ég ætti þá eitt- hvað að geta hjálpað til við upp- bygginguna" var svarið, sem sendiherra fékk, og þar með lagði Róbert Abraham af stað til ís- lands. Hlutskipti tónlistarmanns, sem kom hingað til lands á þess- um árum, var ekki að öllu leyti ósvipað og landnámsmannanna, sem flúðu hingað undan ofríki Haralds konungs hárfagra, en einnþeirra kvað þetta: Hefk lönd og f jöld frænda flýt.en hitt er nýjast: kröpp eru kaup, ef hreppik Kaldbak, en læt akra. Starf tónlistarrnannsins var að mörgu leyti svipað og landnem- ans, sem kemur að lítt numdu landi og byrjar starf sitt með því að brjóta land og rækta akur sinn, og akurlendi tónlistarinnar hér á landi var lftt brotið, þegar Róbert Abraham kom hingað, svo að ekki var annað fyrir hendi en byrja á byrjuninni, og hann gekk þegar til v> rks með þeim einstaka dugn- aði og fórnfýsi, sem einkenndi allt hans ævistarf til hinsta dags, þar sem trúmennskan við listina og fegurðina rikti ofar hverri kröfu. Hitt var ekki síður merkilegt og mikilvægt, hversu handgenginn hann var öllu þvi besta í þjóð- menningu okkar. Hann tók slíku ástfóstri við fslenska tungu og bókmenntir, að það hlaut að vekja undrun og aðdáun. Hann talaði og ritaði islenskt mál þannig, að engu var líkara en hann hefði numið málið af höfundum Eglu bg Njálu. Þannig urðu stuttar tækifærisræður, sem hann flutti á góðri stund, ógleymanlegar sakir hrífandi ræðumennsku. Róbert Abraham var ekki fyrr kominn til Akureyrar, en hann tó'k að kynna sér íslenskar forn- bókmenntir og íslenskan skáld- skap. Hann varð brátt handgeng- inn skáldum eins og Einari Benediktssyni, Matthiasi Jochumssyni og Grimi Thomsen, og þar naut hann handleiðslu þeirra Halldórs Halldórssonar prófessors og Þórarins Björnsson- ar skólameistara, enda sagðist Róbert vera Norðlendingur og tal- aði norðlensku eins og hún getur fallegust verið. Margur maðurinn ber þess merki alla ævi að verða að skiljast við land sitt og allt, sem honum er kærast á ungum aldri, og það verður hverjum því meiri raun, sem tilfinningarnar eru rikari, og það sýnir best, hvilíkur efniviður var f dr. Róbert Abraham, hversu vel hann leysti þessa erfiðu þraut. Hér var ekkert auðveldara en að forpokast og halda að sér hönd- um, en hann sótti á brattann og vann hvern sigurinn á fætur öðr- um sem tónlistarmaður og vís- indamaður, þvf að hann starfaði jöfnum höndum sem kennari, stjórnandi kóra og hljómsveitar- stjóri. Flest okkar kynntumst honum ekki fyrr en hann gerðist stjórn- andi söngsveitarinnar Fíl- harmóniu fyrir nær hálfum öðr- um áratug, og sennilega höfum við fáa eða enga þekkt honum líka. Hann var hvort tveggja i senn hinn dæmigerði listamaður og strangur og nákvæmur visindamaður og þessar andstæð- ur voru f merkilega góðu sambýli í skapgerð hans. Hann vafðveitti i rikum mæli þá guðlegu gjöf að geta hrifist eins og barn af því, sem hinum þötti fagurt, en jafn- framtgat hann verið manna raun- sæjastur og vegið og meúð hvern hlut með skarpskyggni visinda- mannsins, og á þvi sviði er nú opið og ófullt skarð, sem erfitt verður að fylla, og I þjónustu vis- indanna lagði hann upp i sina hinstu för. Þegar litið er yf ir hið störmerka starf, sem Róbert Abraham vann sem tónlistarmaður og vísinda- maður, má ekki undan fella að geta konu hans Guðríðar Magnús- dóttur. Hún var honum ómetan- legur lifsförunautur og þáttur hennar í lífi hans og starfi verður tæpast ofmetinn. Við, sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að syngja undirstjórn hans og leggja okkar litla skerf að mörkum, munum lengi minnast hans. Við undirbúning á flutningi tónleikanna var hann óþreytandi að fræða okkur um gerð verksins og skýra fyrir okkur í hverju ágæti þess væri fólgið. Þar opnaði hann okkur oft nýjan heim og leiddi okkur um salarkynni tón- listarinnar. Sjálfur líkti hann starfi sínu við póststarfið, sem flytur viðtakendum fagnaðartfð- indi. Dr. Róbert Abraham skilur eft- ir f jársjóð góðra minninga. Hann var mikill mannvinur, Ijúfur og lítillátur og þvi verður ekki með orðum lýst, hve mikill kraftur og lifsgleði fylgdu návist hans. i dag er afmælisdagurinn hans. Á þeim degi færði kórinn honum stundum blóm eða einhvern þakk- lætisvott fyrir samstarfið. 1 dag heiðrum við minningu hans á annan og hljóðlátari hátt og vott- um konu hans, syni og öðrum vandamönnum okkar dypstu sam- úó. Söngsveitin Fílharmónia. Sigfús Halldórsson sýnir í Hveragerði UM ÞESSAR mundir heldur Sig- gerði 10 myndir af ýmsum mann- fús Halldórsson tónskáld og list- málari sýningu á 30—40 málverk- um í Hveragerði. Eru myndir Sig- fúsar frá ýmsum stöðum í Hvera- gerði. virkjum, sem að öllum líkindum muni hverfa af sjónarsviðinu á næstu árum, en hafa verið ná- tengd sögu og uppbyggingu stað- arins. Að sýningu lokinni verð- ur myndunum, sem hreppsnefnd- in festi kaup ;i, komið fyrir i aðsetri sveitarstjóinar Hvera- gerðis, sem manna á meðal geng- ur undir nafninu „Ráðhúsio". Hreppsnefndin vill með þessu minnast þjóðhátíðarársins og stuðlar þar með einnig að minja- söfnun um staðinn. Góð aðsókn hefur verið að sýn- ingunni Og allmargar myn'dir selzt. Sýningunni lýkurá suiinudags- kvfi'ld. Tildrög sýningarinnar voru þau, að hreppsnefnd Hveragerðis fór fram á það viö Sigftis, að hann FYRIR REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.