Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 34
34
MORG UXBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MAl 1974
Verkfræðingar
Tæknifræðingar
Þeir verkfræðingar og tæknifræðingar, sem
hafa í hyggju að ráða sig til Reykjavíkurborgar
eru beðnir að hafa samband við skrifstofu
Stéttarfélags Verkfræðinga, Brautarholti 20 eða
skrifstofu Kjaradeildar Tæknifræðinga, Skúla-
götu 63. Stjórnir SV. og KT.
Kynnum nýja tjaldhúsvagninn
Camp — Let 500
að Suðurlandsbraut 10.
L úkasa rverks tæð ið.
Sími 81320.
Skipzt á
skoðunum
Frnmbjóðendur D-listaris við borgarstjórnarkosningarnar I
Rr.-ykjavik oru þoirrar skoðunar að opið stjórnmáiastarf og aukm
tengsl kjósenda og k|orinna fulltrúa þeirra sé mikilvæcjur þáttui i
árangursriku orj uppbyugjandi starfi i þágu velferðar borgaranna
Þvi er vakin athygli á að frambjóðendur eru reíðubúnir. sé
þess óskað. til að:
— KOMA I HEIMSOKNIR I HEIMAHUS TIL AÐ HITTA
SMÆRRI HÓPA AÐ MALI
— EIGA RABBFUNDI MEO HÓPUM AF VINNUSTOÐUM
— TAKA ÞATT Í FUNDARDAGSKRÁM FÉLAGA OG
KLUBBA
— EIGA VIÐTOL VIÐ EINSTAKLINGA
Frambjóðencfur D-listans vona að þiinnig geti fólk m a kynnyt
skoðunum þeirra og viðhorfum til borgarmálanna og komið á
framfæri ábendingum og athugasemdum um borgarmál
Þeir sem áhuga hefðu á að notfæra sér framangremt hringi
vinsamlega i sima 82605
Hagkaup
auglýsir
viðskiptakortaverö:
270 kr. pr. kg i egg
71 kr. pr. Vz kg í smjörlíki
75 kr. pr. 1á kg
kaffi
Þetta er smá sýnishorn af hinum hagstæðu
viðskiptakortaverðum Hagkaups.
Opið til 1 0 í kvöld
og 1 2 á morgun.
SKEIFUNN115
SÍMI 86566
||) Vaktmaður
Vaktmann vantar nú þegar til húsvörzlu og
aðstoðarstarfa í Borgarspítalann.
Umsóknir, sem berast skulu fyrir 25. maí n.k.,
skulu sendar Sigurði Angantýssyni Borgar-
spítalanum, sem jafnframt gefur frekari upplýs-
ingar. Reykjavik, 15. maí 1974.
Borgarspíta/inn
Seitjarnarnes
Nýtt einbýlishús
ca. 240 fm með bílskúr til sölu. Húsið er selt i
smíðum tilbúið undir tréverk og málningu eða
fullbúið. Skilað fyrri hluta árs 1 975. Skemmti-
leg teikning með hagkvæmu herbergjaskipu-
lagi. Eignarlóð. Gullfallegt útsýni. Uppl. gefur
Jón Einar Jakobsson hdi, Aða/stræti 9
Símar 17215 — 43253.
Sérleyfisleiðir
lausar til umsóknar.
Leiðirnar Egilsstaðir — Höfn í Hornafirði og
Siglufjörður — Sauðárkrókur — Varmahlíð
eru lausartil umsóknar.
Umsóknir með upplýsingum um bílakost um-
sækjanda skulu sendar Umferðarmáladeild
Pósts og síma, Umferðarmiðsstöðinni í Reykja-
vík fyrir 20. maí 1 974.
Reykjavík, 1 5. maí 1 974.
Frá
Tækniskóla íslands
Skráning umsókna fyrir skólaárið 74/75 er
hafin.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið við, eða vera
langt komnir með viðeigandi iðnnám — eða
hafa öðlast sambærilega starfsreynslu og
almenna menntun.
Eftir nám í undirbúningsdeild og/eða raun-
greinadeild eru námsáfangar
TÆKNIR I byggingum, rafmagni, vélum eða
útgerða- auk þess í meinatækni.
TÆKNIFRÆÐINGUR í byggingum, rafmagni,
vélum, rekstri eða skipum.
Þessi menntun býr menn undir að takast á við
flest vandamál í atvinnulífinu.
Nánari upplýsingar eru veittar í Tækniskóla
íslands í Reykjavik, á Akureyri og á Isafirði.
UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 15. JÚNÍ
N-K- Rektor.
Félagsmálastofnun
Kópavogskaupstaðar
Félagsmálastofnunin óskar að ráða starfsfólk í
eftirtalin störf í sumar:
1 . Aðstoðarmann við vallargæzlu
2. Leiðbeinendur á starfsleikvelli.
3. Sumarbúðir i Kópaseli: a. Sumarbúðastjóra.
b. Stúlkur og pilta til barnagæslu.
c. Eldhússtúlku.
4. Umsjónarmann með vinnuskólanum.
5. Flokksstjóra við vinnuskólann.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags-
málastofnunni, Álfhólsvegi 32, 2. hæð og eru
þar einnig veittar nánari upplýsingar. Um-
sóknarfrestur er til föstudagsins 24. mai.
Fé/agsmá/astjóri.
— Þjóðhátíð
í Portúgal
l'ramhald at hls. 1S
stríöin hófust. Hugrekki hans
var rómaó og hann lét sig varöa
hag óbreyttra hermanna. Þó
þykir hann stífur i framkomu
og hann er alger bindindismað-
ur á vfn og tóbak. og einglyrni
hans er orðið frtegt. Fljótt á
litið er undarlegt að foringi
byltingar eins og hann stóð fyr-
ir og höfundur bókar — eins og
hann sendi frá sér skuli vera
hermaður, sem barðist með
Franco i borgarastríðinu á
Spáni og fékk að nokkru leyti
herþjálfun í Þýzkalandi
Hitlers. en þegar hann var
landstjóri i Guineu fór hann í
hvívetna eftir því. sem hann
héltfram f bók snni. Hermenn
hans notuðu skóflur i staðinn
fyrir byssur. lögðu vegi og
reistu skólahús og þegar hann
hætti störfum 1972 var helm-
ingur hers hans skipaður
blökkumönnum.
Fram til þessa hefur samstarf
Spinola og stjórnar harts við
sósialista undirforystu Soares,
kommúnista undir forystu
Cunhals og aðra vinstri menn
gengið vel. Soares hefur ferðazt
á vegum nýju stjórnarinnar til
margra Vestur-Evrópulanda til
þess að afla henni stuðnings og
hann kemur til greina sem for-
sætisráðherra i þjóðlegri sam-
steypustj órn. Konim tini star
hafa beitt áhrifum sinum til
þess að afstýra verkfalli í stál-
iðnaðinum. og þar með hafa
þeirorðið eitt áhrifamesta aflið
á vínstra vængi stjórnmálanna.
Cunhal hefur mælzt til þess að
fá sæti i stjórn Spinola og
kommúnistar hafa heitið þvi að
hlita öllum lýðræðisreglum.
En þ<itt samstarfið hafi verið
snurðulitið er uppi ágreining-
ur. sem getur verið. ekki sízt f
afstöðunni til nýlendnanna.
Cunhal. Soares. aðrir vinstri
menn og frjálslyndir hafa hvatt
til þess. að þegar í stað verði
bundinn endi á bardagana i ný-
lendunum. Spinoía hefur hins
vegar haldið fast við það. að
fyrst verði nýlendurnar að fá
sjálfsákvörðunarrét't og síðan.
skuli stofna sambandsríki. A
þessu getur myndun þjóð-
stjórnar strandáð. Ef skærulið-
ar i Mozambique fallast hins
vegar á þátttöku i heimastjórn,
bendir hins vegar margt til
þess. að Spinola muní kalla
portúgölsku hermennina heim.
þótt hann hafi heitið hvitu
landnemunum því að halda bar-
dögunum áfram meðan engin
lausn fæst.
Spinola hefur lika herlið tii
taks ef honum skýldi þykja
kommúnistar og aðrir vinstri
menn ganga of langt. Sósialist-
ar og kommúnistar stefna að
því að standa saman í samfylk-
íngu ásamt kristilegúm
demókrötum. en óvist er. hvort
slfk samvinna heppnast. Ungir
liðsforingjar, sem stóðu að bylt-
ingunni, hafa skipað nefnd.
sem fylgist jafnt með störfum
Spinolastjórnarinnar og athöfn-
um vinstri manna. En allir eru
sammála um, að vilji þjóðarinn-
ar eigi að koma fram í frjálsum
kosningum og ráða framtfðar-
þröuninni — og enn ríkir þjóð-
areining, að minnsta kosti á yf-
irborðinu.
Jafnframt beina Portúgalar
sjónum sínum til Vestur-
Evrópu og ljóst er. að samskipti
þeirra við vestræn ríki munu
störaukast. Portúgalar geta tek-
ið aukinn þátt i vörnum
Atl an tsh af sb andalagsi ns ef
þeirlosa sig við nýlendustríðin
og það geti stuðlað að aðild
þeiixa að Efnahagsbandalag-
inu, sem þeir binda miklar von-
ir við. Engin vandkvæði virðast
vera á endurnýjun samn-
ings Bandaríkjamanna við
Portúgala unt bandarisku flug-
stöðina á Azoreyjum og Portú-
galar telja aðild að Efnahags-
bandalaginu höfuðnauðsyn
vegna þeirrar miklu fátæktar.
sem ríkir í Portúgal. Senn líður
að lokum nær fimm alda ný-
lenduyfin’áða Portúgaia i öðr-
um heimsálfum og þeir hverfa
nú aftur til Evrópu, þar sem
þeireru smáríki.