Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAl 1974
félk í
fréttum
□ Tvö spurningarmerki
Hér á myndinni sést Moshe Dayan, varnarmálaráðherra Israels, virða fyrir sér vígstöðuna á snævi
þöktu Hermon-fjalli í Golan-hæðum. — Þegar þétta er skrifað, veit enginn, hvernig fer með
vopnahléssamninga milli ísraels og Sýrlands, eða hve lengi herir landanna standa þarna gráir fyrir
járnum. Þá er og annað, sem enginn veit, hve lengi Dayan heldur stöðu sinni sem varnarmálaráðherra
Israels.
Anna Bretaprinsessa sést hér í sjúkraheimsókn. Sá, sem hún heimsækir, heitir Michael Wills,
lögregluþjónn, sem hlaut skotsár, er hann kom prinsessunni og manni hennar til hjálpar, er tilraun var
gerð til þess að ræna þeim einn verkfallsdaginn. Sem betur fer særðist Wills ekki lifshættulega, og lét
prinsessan í ljós ánægju sína yfir því, að hann væri á batavegi.
□ Sigraði
á kostnað
forsetans
J. Robert Traxler hefur svo
sannarlega ástæðu til þess að
vera kátur. Hér fagnar hann
sigri í aukakosningum i 8. kjör-
dæmi Michigan-fylkis um sæti í
fulltrúadeild Bandarfkjaþings.
Fulltrúar þessa kjördæmis
hafa verið repúblikanar síðustu
42 ár, en nú var Traxler, sem er
demókrati, kosinn. — Nixon
forseti kom sjálfur í kjördæmið
fyrir kosningar til stuðnings
frambjóðanda flokks sins, en
það kom fyrir ekki, enda á for-
setinn ekki upp á pallborðið hjá
þjóð sinni þessa stundina.
Utvarp Reykjavfk
FÖSTUDAGUR 17. maí
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfrugnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl.
7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.),9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 8.45: Oddný
Thorsteinsson les framhald „Ævintýris
um Fávís og vini hans'* eftir Nikolaj
Nosoff (23).
Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað
viðbændur kl. 10.05.
Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00: Fíl-
harmoníusveitin í Ösló leikur
„Karnival í París" eftír
Svenðsen /Hátíðarhljómsveit Lundúna
leikur „Amerikumann í Paris" eftir
Gershwin/Boston Pops hljómsveitin
leikur „Fransmann í New York" eftir
Milhaud.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan: „Hús málarans"
eftir Jóhannes Helga
óskar Halldórsson les (7).
15.00 Miðdegistónleikar: Norsk tónlist.
Norski blásarakvintettinn leikur Svitu
eftir Pauline Hall, Camilla Wicks og
Fílharmóíusveitin í ósló leika Fiðlu-
konsert op. 26 eftir Klaus Egge; öivind
Fjeldstad stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veður-
fregnir.
16.25 Poppkornið.
17.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Bein Ifna.
Untsjónarmenn: Arni Gunnarsson og
Einar Kari Haraldsson.
20.00 Sinfónfutónleikar frá brezka
útvarpinu.
Flytjendur: Daniel Barenboim og
Konunglega fílharmóíusveitin í
Lundúnum; Lawrence Fosterstj.
a. Sinfónía nr. 34 í C-dúr (K338) eftir
Mozart.
b. Píanókonsert nr. 3 i c-moll eftir
Beethoven.
21.00 I hringiðunni
Jónas Jónasson ræðir við Hauk
Morthens.
21.30 Ctvarpssagan: „Ditta mannsbarn"
eftir M«rtin Andersen Nexö
Þýðandinn, Einar Bragi, les (25).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Malta, — land og þjóð
Vilhelm G. Kristinsson flytur annan
ferðaþátt sinn.
22.40 Létt tónlist á sfðkvöldi
a. Bandarískir listamenn flytja atriði
úr söngleiknum „Fiorello** eftir Jerry
Bock og Sheldon Harnik.
b. Hátíðarhljómsveitin í Lundúnum
leikur tónlist úr „Saga í Vesturbænum,
„Umhverfis jörðina á áttatíu dögum“
og fleiri kvikmyndum. Stanley Biack
stj.
23.35 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.
LAUGARDAGU R 18. rnaí
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl.
7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.).9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun-
stund barnanna kl. 8.45: Oddný Thor-
steinsson heldur áfram að lesa „Ævin-
týri um Fávís og vini hans" eftir
Nikolaj Nosoff (24) Morgunleikfimi
kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög
á milli atriða.
óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borghildur
Thors kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Létt tónlist
Loúis van Dijk og trió hans, Stan Getz
o.fl. leika.
14.30 Iþróttir
Jón Asgeirsson sér um þáttinn.
15.00 Islenzkt mál
Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn.
15.20 Framhaldsleikrit barna og ungl-
inga:
„Þegar fellibylurinn skall á" eftir Ivan
Southall
Sjöundi þáttur.
Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldurs-
son
Persónurog leikendur:
Palli /Þórhallur Sigurðsson,
Addi/Randver Þorláksson,
Fanney/Þórunn Sigurðardóttir,
Gurrí/Sólveig Hauksdóttir,
Maja/Helga Jónsdóttir, Hannes/Þórð-
ur Jón Þórðarson, Sögumaður/Jón
Júliusson.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir.
Tfu á toppnum
örn Petersen sér um dægurlagaþátt.
17.20 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Stund með Gunnari skáldi Gunn-
arssyni
Sveinn Skorri Höskuldsson flytur er-
indi um skáldið og verk þess. Sigurjón
Björnsson ræðir við Gunnar. og lesnir
verða kaflar úr verkum hans.
21.15 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson bregður plötum á
fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög
23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.
A skjánum
FÖSTUDAGUR
17. maf 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Kapp með forsjá
Breskur sakamálamyndaflokkur.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshorn
*
Fréttaskýringaþáttur um innlend mál-
efni.
Umsjónarmaður Svala Thorladuus.
22.05 Joe Glazer
Þáttur með bandarískum vísna- og
ádeilusöngvara.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.40 Dagskrárlok
fclk í
fjclmiélum
Bein lína
í kvöld kl. 19.25 verður
nýkjörinn formaður
Félags fslenzkra iðn-
rekenda, Davíð Scheving
Thorsteinsson, á Beinni
línu. Þátturinn er að
vanda í umsjá þeirra
Árna Gunnarssonar og
Einars Karls Haraldsson-
ar fréttamanna.
Mikið hefur verið rætt
og ritað um stöðu
íslenzks iðnaðar, ekki sízt
nú að undanförnu. Fram
hefur komið af fréttum,
að þessum atvinnuvegi
er þröngur stakkur skor-
inn bæði hvað snertir
tollaákvæði og sam-
keppni við innfluttar
iðnaðarvörur.
Iðnrekendur héldu árs-
þing sitt sl. miðvikudag,
og munu sjálfsagt margir
óska eftir að eiga tal við
hinn nýkjörna formann
þeirra.
Kapp með forsjá
Sl. föstudag var sýndur
fyrsti þáttur í brezkum
sakamálamyndaflokki,
sem hlotið hefur á
íslenzku heitið „Kapp
með forsjá".
Við fyrstu athugun
virðist þessi myndaflokk-
ur géta orðið skikkanlegt
afþreyingarefni, talsvert
spennandi á köflum og
vel úr garði gerður hvað
snertir tæknilegu hlið-
ina.
Við heyrðum það á
skotspónum, aö málið,
sem fjallað var um í
myndinni á föstudaginn
var, hefði verið of
óhugnanlegt til að það
væri við hæfi barna, en
þar var um að ræóa geð-
sjúkling, sem kyrkti
barn. Slíkir atburðir eru
þó síður en svo einsdæmi,
og virðist okkur hafa ver-
ið fjallað um þetta af
raunsæi og nærgætni í
téðum þætti.