Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAI 1974 3 Borgarstjóri: Átelur harðlega skipulagsst j ór a vinnubrögð ilwww ^ KOPAVOCS 6 APOTIK Opié . • . • ,,Grænd bylt .1 i»IiiM.mS 1 iiiiiiiiiKlaulH Ifc iii.ii '•<> ,ii ujiicui nqin" runnin út í sandinn hió borqorstiór □ : SkÍDulaasstiórn rík isins vísar óætluninni ó buq Gaqnryni Fromsóknormonno um slaem vinnubröqð stoftfest, miklu fé sooS vift undirbun- ing og gerð onothæfro korto, borqorfulltruor ioyndir mikHvaegum >kjölum ..Þá verður ekki hjá því komizt að átelja harðlega þau vinnu- brögð skipulagsstjórnar ríkisins að taka mál þetta til meðferðar á þann hátt. sem það virðist hafa verið gert." segir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri i bréfi. er hann hefur sent skipulags- stjóra rfkisins. framsóknarmann- inum Zóphóniasi Pálssyni. vegna athugasemda. sem hann hefur gert í nafni skipulagsstjórnar ríkisins við áætlun Reykjavíkur- borgar um umhverfi og Utivist. ..Skipulagsstjórn ríkisins vfsar áætluninni á bug.” segir í fyrir- sögn yfir þvera forsíðu Tfmans í gær. Þetta er rangt. skipulags- stjóri hefur gert athugasemdir við fonnsatriði. sem borgarstjöri hefur svarað. Hér verða raktar helztu athugasemdir skipulags- stjóra og svör borgarstjóra: ÞRJÚ íslenzk sfldveiðiskip seldu í Danmörku í gærmorgun, tvö i Hirtshals og eitt í Skagen. í Skagen seldi Börkur NK 122 1494 kassa fyrir 1.8 millj. kr. Meðalverðið var kr. 31,70. Sala Barkar f gærmorgun var þriðja síldarsala skipsins á þremur dög- um. Helga 2. RE 373 og Loftur Baldvinsson EA 24 seldu f Hirts- hals. Helga 2. seldi 1170 kassa fyrir 1.4 millj. kr. Meðalverð kr. 31,20. Loftur Baldvinsson EA 450 kassa fyrir 616 þús. kr. Meðal- verðið var kr. 33. 0 Skipulagsstjóri segir í bréfi til borgarstjóra, að það sé ,,ekki heppileg aðferð við endurskoð- un aðalvegakerfis höfuð- borgarinnar að láta prenta og gefa Ut stórt og vandað kort undir nafninu: Aðalskipulag Reykjavíkur 1974—'83 og dreifa því til almenhings og fjölmiðla án sérstakra athuga- semda, vitandi vits um, að það stangast í meginatriðum á við hið staðfesta aðalskipulag Reykjavíkur." 0 Svar borgarstjóra: „Hér kem- ur fram sá grundvallarmis- skilningur yðar, að kort þessi fjalli um umferðarkerfi borgarinnar eða séu liður í endurskoðun þess. Kortin sjálf bera með sér, um hvað þau fjalla og má ljóst vera. að það NU munu sex fslenzk síldveiði- skip vera komin til sfldveiða f Norðursjónum og fleiri munu vera í þann veginn að leggja af stað. Islenzku skipin mega veiða 2500 lestir fram til 15. júní og með sama áframhaldi á veiðinni og verið hefur síðustu daga, verða þau ekki lengi að veiða það magn. Frá 15. jUnf til 1. júlf eru engar veiðitakmarkanir, en átímabilinu frá 1. jUlí og fram til áramóta mega skipin veiða 30 þUsund lest- ir af síld. innar. I bréfi rnínu frá 17. apríl sl„ sem var svar við fyrra bréfi yðar, varðandi inál þetta frá 9. sama mánaðar, tók ég skýrt fram, að borgaryfirvöld- um væri kunnugt um, að á yfirlitskortum, sem fylgdu áætluninni, væru nokkur frávik frá staðfestu aðalskipu- lagi m.a. vegna þess, að ákveð- in atriði aðalskipulags s.s. um- ferðarkerfi væru í sérstakri endurskoðun, en jafnframt var tekið fram, að aðalskipulag grænna svæða, gangstíga og hjólreiðabrauta breytti ekki staðfestu aðalskipulagi um- ferðargatna. Mér þykir því fullyrðing yðar í síðara bréf- inu um, að aðalskipulag grænna svæða „stangist í meginatriðum á við hið stað- festa aðalskipulag Reykjavík- ur" nánast furðuleg og ekki sfður orðalag síðar f bréfi yðar, sem gefur til kynna, að þér teljið, að endurskoðun aðal- skipulags borgarinnar sé ekki gerð á „málefnalegum grund- velli". 0 Skipulagsstjóri segir í bréfi til borgarstjóra: „A aðalskipulagi Reykjavíkur 1962—'83 eru stofnanir auðkenndar þannig, að hverfisstofnanir eru með brUnum lit, en opinberar stofnanir með appelsfnugulum lit. Á hinum margumrædda uppdrætti aðalskipulags Reykjavíkur 1974—'83 eru flestar þessara stofnana, s.s. Landspítalalóðin barnaskóiar, gagnfræðaskólar, Umferðar- miðstöðin, lögreglustöðin og hálf háskólalóðin sýnd með grænum lit, sama lit og venju- leg Utivistarsvæði eru venju- lega auðkennd með." 0 Svar borgarstjóra: Með því að lita lóðir stofnana grænar s.s. barna- og gagnfræðaskóla, Landspítalans og Háskóla ís- lands að hluta, eru borgaryfir- völd að lýsa yfir þeirri skoðun sinni og stefnu, að lóðir þessara stofnana eigi að vera opnar og almenningi frjálsar til umferðar. Því verður ekki trUað að óreyndu, að forráða- menn nefndra ríkisstofnana hafi á móti þessari stefnu." 0 í bréfi skipulagsstjóra segir, að hann vænti þess „að reynt verði að halda betur i heiðri hið staðfesta aðalskipulag Reykjavíkur 1962—’83 meðan það er enn f gildi. . .“ 0 Svar borgarstjóra: „Ef í þess- um orðum felst almenn ásökun á hendur borgaryfirvöldum um, að þau vinni ekki eftir hinu staðfesta skipulagi, hlýt ég að mótmæla þeim. Ef skipu- lagsstjóri ríkisins er hins veg- ar þeirrar skoðunar, að ekki megi hvika frá staðfestu aðal- skipulagi, þótt breyttir tímar og þróun mála gefi tilefni til, eru borgaryfirvöld ekki á sama máli." ENGAR ATHUGASEMD- IR FRÁ SKIPULAGS- STJÓRA! Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri segir síðan I bréfi sínu: „FulltrUi skipulagsstjórnar ríkis- ins á sæti á fundum skipulags- nefndar Reykjavfkurborgar og hafið þér, herra skipulagsstjóri, almennt gegnt því starfi, en stundum sent starfsmann í yðar stað. Skipulagsnefnd fjallaði um áætlun um umhverfi og Utivist á Framhald á bls. 20 er ekki aðalvegakerfi borgar- Börkur seldi síld þriðja daginn í röð Þrír borgarfulltrúar hætta: „Fáir núlifandi menn hafa markað dýpri spor í þróunarsögu Reykjavíkur” — sagði borgarstjóri um Geir Hallgrímsson 1 LOK borgarstjórnarfundar í gær kvaddi Birgir Isleifur Gunnars- son borgarstjóri sér hljóðs f tilefni af þ\í, að þetta var sfðasti fundur borgarstjórnar á kjörtímabilinu og gat þess, að þrír borgar- fulltrUar mundu nU örugglega hætta störfum f borgarstjórn, þau Geir Hallgrfmsson, sem þar hefur átt sæti f 20 ár eða frá árinu 1954, Gísli Halldórsson, sem kosinn var varaborgarfulltrúi árið 1954 og aðalfulltrúi árið 1958, og Sigurlaug Bjarnadóttir, sem kosin var f borgarstjórn árið 1970. Færði borgarstjóri þessum þremur borgar- fulltrúum beztu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Reykjavíkur- borgar og sagði, að fáir núlifandi menn hefðu markað dýpri spor í þróunarsögu Reykjavíkur en Geir Hallgrfmsson. Ummæli borgar- stjóra fara hér á eftir: Þar sem þetta er sfðasti fund- ur borgarstjórnar á þessu kjör- tímbabili vil ég leyfa mér nú í lok þessa fundar að beina nokkrum orðum til þeirra, sem örugglega hverfa Ur borgar- stjórn. Þrír borgarfulltrúar, sem hér eiga nú sæti, gefa ekki kost á sér til starfa f borgar- stjórn og eru því ekki f fram- boði. Geir Hallgrímsson var kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1954 og hefur því átt sæti í bæjar- og borgarstjórn í 20 ár. Hann var jafnframt þá kosinn f bæjarráð og síðan börgarráð og átti þar sæti til-1. desember 1972. Geir var kosinn borgar- stjóri í Reykjavík árið 1959 og gegndi því embætti þar til 1. desember 1972, er hann lét af þvf skv. eigin ósk. Hann var því borgarstjóri f Reykjavík um 13 ára skeið. A jafnlöngum starfs- ferli og raun ber vitni um í þágu borgarstjórnar Reykjavik- ur átti Geir sæti í mörgum nefndum og ráðum borgarinn- ar. Var m.a. 1. varaforseti bæjarstjórnar 1958 — 1959. Fá- ir nUlifandi menn hafa markað dýpri spor í þróunarsögu Reykjavíkur en Geir Hallgríms- son. Gísli Halldórsson var kosinn varaborgarfulltrúi árið 1954, en kosinn í borgarstjórn sem aðal- fulltrúi árið 1958. Hann varkos inn í borgarráð árið 1962 og sat þar f 8 ár, eða til ársins 1970, að hann gaf ekki kost á sér til setu áfram í borgarráði. Hann var þá kosinn forseti borgarstjórn- ar og hefur gegnt því starfi þar til nU. Gísli Halldórsson hefur starfað að mörgum málaflokk- um sem borgarfulltrúi og borgarráðsmaður, en einkum vil ég hér minnast á hin miklu störf hans í þágu íþróttamála borgarinnar og skipulagsmála, en á þeim vettvangi hefur Gísli unnið ómetanleg störf fyrir borgarbúa. Ég vil sérstaklega geta í þessu efni þeirra miklu starfa, sem hann innti af hönd- um við undirbúning aðalskipu- lags Reykjavfkur á sfnum tíma, en hann átti þá sæti í skipu- lagsnefnd. forsetaembætti í borgarstjórn hefur Gísli gegnt af sanngirni og virðingu og not- ið trausts okkar allra borgar- fulltrúa í því starfi. Sigurlaug Bjarnadóttir var kosin í borgarstjórn Reykjavík- ur fyrir fjórum árum, eða árið 1970, og hefur því átt sæti í borgarstjórn í fjögur ár. Ég fer ekki dult með það, að ég hefði kosið, að Sigurlaug hefði áfram gefið kost á sér til setu í borgar- stjórn, svo mjög sem hún hefur sinnt þeim störfum af alúð og samvizkusemi og komið mörg- um góðum málum til leiðar hér f borgarstjórn. HUn kaus sjálf af persónulegum ástæðum að draga sig í hlé nU, og ég hygg, að við félagar hennar í borgar- stjórn söknum hennar allir. Sigurlaug hefur einkum starf- að að skólamálum og félagsmál- um á þessu kjörtímabili, átt sæti bæði í félagsmálaráði og fræðsluráði og látið þar margt gott af sér leiða og reynzt til- lögugóð i hvívetna og sam- vinnulipur við alla sam- starfsmenn sfna. Eg vil færa þessum þremur borgarfulltrúum beztu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Reykjavíkurborgar. Við hin, sem hér situm nU sem aðalfulÞ trúar, gefum kost á okkur til áframhaldandi starfa i þágu Reykjavíkurborgar. Hverjir okkar eiga afturkvæmt hér að nýju verður reynslan að sjálf- sögðu að skera Ur um, en ég hygg þó, að við munum eiga þess öll kost að starfa áfram að borgarmálum Reykjavikur, ým- ist sem aðalborgarfulltrUar eða varaborgarfulltrúar. Sjálfur vil ég þakku borgar- stjórn ágæta samvinnu og sam- starf við mig sem borgarstjóra frá því ég tók við þvi starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.