Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 11
11
MORGÚNBLAÐÍÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1974
Þcssi litli balletflokkur mun dansa f stundinni okkar á sunnudag-
inn kl. 18.00.
FÖSTUDtkGUR
24. maí 1974
20.00 Fréttir
20.25 Vedur og auglýsingar
20.30 Kapp med forsjá
Breskur sakamálamynda-
flokkur.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshorn
Fréttaskýringaþáttur um
innlend málefni.
Umsjónarmaður Eiður
G uðnason.
22.05 KemalAtaturk
Bresk fræðslumynd um
tyrkneska þjóðskörunginn
Mustafa Kemal Ataturk og
umbætur þær, sem hann stóð
aö i landi sínu i byrjun
tuttugustu aldar.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
22.50 Dagskrárlok
L4UG4RD4GUP
25. maí 1974
16.00 Borgarmálcfnin
Hringborðsumræður um
málefni Reykjavíkurborgar í
tilefni af kosningunum
næsta dag.
Umræðum stýrir Eiður
G uðnason.
17.30 Iþróttir
Meðal efnis er mynd frá
Ensku knattspyrnunni og
myndir og fréttir frá iþrótta-
viðburðum innan lands og
utan.
U msjón armaðu r Ö mar
Ragnarsson.
Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Læknir á lausum kili
Breskur gamanmyndaf lokk-
ur.
Skipting útávið
Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.50 Úr kfnversku fjölleika-
húsi
Myndasyrpa frá sýningum
fimleika- og fjöllistamanna f
Kínverska alþýðulýðveldinu.
21.20 Kampavín fyrir Sesar
(Champagne forCaesar)
Bandarísk gamanmynd frá
árinu 1950.
Aðalhlutverk Ronald Colman
og Celeste H olm.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Aðalpersónan, Bottomley, er
greindur náungi. Hann
stendur þó uppi atvinnulaus,
en þegar stórt sápufyrirtæki
efnir til spurningakeppni i
auglýsingaskyni, sér hann
sér leik á borði að vinna verð-
launin og eignast þannig
mikiö fé.
23.00 Dagskrárlok.
KONAN MÍN I NÆSTA HÚSI hefur þegar aflað sér talsverðra
vinsælda. Hér eru John Alderton og Hannah Gordon í hlutverkum
sínum f einum þáttanna. Miðvikudagur kl. 20.30.
HVAÐ ER AÐ HEYRA?
ÞESS hefur orðið vart að und-
anförnu, að sumarið er ekki
allt of langt undan. Við það
léttist brúnin á ýmsum, þeirra
á mcðal eru útvarpsmenn. Út-
varpsdagskráin fer nú smám
saman að stokkast upp, gamlir
þættir hverfa, aðrir koma f
staðinn, og þegar f næstu viku
eru a.m.k. tvcir komnir á kreik,
sem tilheyra svonefndri sumar-
dagskrá útvarpsins.
A SUNNUDAG kl. 13.15
kemur aftur inn á dagskrána
gamall kunningi fra sfð-
asta sumri, MÉR DATT ÞAÐ
1 HUG, en eins
og flestir muna voru þetta
léttir spjallþættir, sem menn
fengu svona ofaná sunnudags-
steikina til að bæta melting-
una, eða eitthvað þvíumlíkt.
Þessir þættir nutu ágætra vin-
sælda f fyrra, enda mennirnir,
sem fengu hugdetturnar, bæri-
lega hressirflestir.
Jónas stýrimaður — hvað dett-
ur honum f hug?
Aðsögn þeirra útvarpsmanna
er ekki fastákveðið, hverjir sjá
okkur fyrir sumargamni á
sunnudögum framvegis, fyrir
utan það, að nú á sunnudaginn
er búið að gabba Jónas Guð-
mundsson rithöfund, listmál-
ara, stýrimann og gvuð veit
hvað, til þess að láta sér detta
eitthvað í hug, og verður hann
einn af fjórum, sem þetta gera
í sumar.
Þegar við höfðum samband
við Jónas fyrri hluta rikunnar
var hann ekki búinn að ákveða
hugdettuna. „Ég er að hugsa.
Þeir hringdu f mig í morgun
frá útvarpinu. En ætli ég tali
ekki bara um börnin min.“
A SUNNUDAGSKV'ÖLD kl.
20.05 er á dagskránni liður,
sem er ekki sérstaklega ein-
kennandi fyrir sumardag-
skrána, en þó þess rirði, að vak-
in sé athygli á honum. Þetta er
útvarpsupptaka á DJASS OG
LJÓÐLIST, sem nokkrir sænsk-
ir og fslenzkir hljóðfæraleikar-
ar og skáld fluttu í samtvinn-
Kl. 21.45 á sunnudagskvöldið
flytur Jóhann Hanncsson er-
indi íflokknum „Um átrúnað".
uðu formi nú f vetur í Norræna
húsinu. Svíarnir voru Lasse
Söderberg, Jacques VVerup og
Rolf Sersam, sem léku sjálfir
undir. Af fslenzkum höfundum
voru flutt ljóð eftir Jóhann
Hjálmarsson, Jón Óskar, Matt-
hfas Johannessen og Þorstein
frá Hamri, en tveir hinir fyrst-
nefndu fluttu sín Ijóð sjálfir.
lslenzkir hljóðfæraleikarar að-
stoðuðu. Meginefni dagskrár-
innar verður flutt.
A FÖSTUDAGSKVÖLD kl.
19.25 hefur göngu sfna á sumar-
dagskránni þátturinn SPURT
ÖG SVARAÐ í umsjá Ragn-
hildar Richter. Þessi þáttur er
þó ekki alveg nýr af nálinni,
hcldur hefur hann skotið upp
kollinum af og tii á undanförn-
um árum með hinum og þess-
um umsjónarmönnum. Er hér
um að ræða eins konar útvarps-
útgáfu á Lesendaþjón ustu
Morgunhlaðsins.
„Við leitum svara við þcim
spurningum, sem hlustendur
hafa áhuga á og koma á fram-
færi við okkur," sagði Ragn-
hildur f stuttu spjalli. Ilún
kvað fyrirkomulagið vera þan n-
ig, að hafður hefði verið sér-
stakur sfmatími að undan-
förnu, þar sem hlustcndur
hefðu getað hringt inn spurn-
ingar.og var síðasti sfmatíminn
f bili sl. mánudag. Sfðan er gert
ráð fyrir.aðspurningarnar ber-
ist bréfleiðis, þótt einnig sé
hugsanlegt að símatfmarnir
verði teknir upp aftur.
„Undirtektirnar hafa verið
alveg Ijómandi góðar," sagði
Ragnhildur, „og þegar er kom-
ið efni feina tvo til þrjá þætti."
Og um hvað er helzt spurt?
„Allt möguiegt. Tii dæmis
skipulagsmál ýmiss konar,
fþróttamál, manneldi, sjón-
varps- og útvarpsdagskrána
o.sJrv. o.sJrv." Hún kvaðst svo
afla svara hjá viðeigandi aðil-
um, annaðhvort fara á stúfana
með hljóðnemann eða fá við-
mælendur f viðtal niðri f út-
varpi.
Ragnhildur sagði, að þetta
væri sumarvinna hjá sér. Hún
stundar annars nám við nátt-
úrufræðideild Menntaskólans
við Hamrahlið.
GLEFS
if Óvenju fátt var um fína drætti I
dagskrá útvarpsins undanfarnar
verkfallsvikur, jafn góð og vetrar-
dagskráin i heild hefur þó verið.
Auðvitað brá fyrir snaggaralegum
tiltektum, eins og t d þáttum Páls
Heiðars um þögla meirihlutann og
nokkrum ágætum leikritum. En að
öðru leyti virðist Ijóst, að nokkur
þreyta er að gera vart við sig I
ýmsum hinum föstu þáttum, sem
verið hafa í gangi i vetur, og verða
þeir sjálfsagt hvíldinni fegnir nú,
þegar sumardagskráin gengur í
garð Blessuð sé minning vetrardag-
skrárinnar.
Fréttastofa útvarpsins rak sig all
óþægilega á það í verkfallinu,
hversu háð hún í mörgum tilfellum
er dagblöðunum um fréttaflutning
og einkum og sérílagi um aðgang að
fréttum. Þetta er að sjálfsögðu þeim
reglum að kenna, sem hún verður
að fara eftir. Sumar fréttir, — og þá
fyrst og fremst fréttir, sem eiga sér
pólitlskar rætur — eru þess eðlis,
að oft á tiðum verða þær að hafa
komið fram í blöðunum áður en
útvarpið getur skýrt frá þeim. En
fréttastofan áttaði sig áður en langt
um leið og opnaði fréttatímann fyrir
aðila, sem sagt gátu fréttirnar fyrir
hana. Og þrátt fyrir smá mistök á
stundum, græddi hún verulega á
þessu verkfalli hvað öll vinnubrögð
varðar. Gott ef þau eiga ekki eftir að
nýtast áfram, þótt nú séu blöðin
komm i spilið aftur, til þess að gera
hana að sjálfstæðari og lifrænni
fréttamiðli.
ýý Sigurður A. Magnússon hefur
verið með BÓKASPJALL í gangi i
vetur. Þrátt fyrir það, að þessir þætt-
ir hafi verið í mjög svo hefðbundnu
og kannski dálitið útjöskuðu formi,
þ.e aðallega upplestur, viðtöl og
samræður i stúdlói, þá hefur oft
verið þar bitastætt efni á boðstólum
Sigurður hefði þó mátt leita fanga
viðar, fara út fyrir Skúlagötu 4, taka
menn tali úti í bókalifinu, fara á
vettvang þegar eitthvað hefur verið
að gerast o.s frv. Stundum verður
Múhammeð að fara til fjallsins. Vel
til fundið var það nýlega, að hleypa
ungu bókmenntafólki úr háskólan-
um með sin viðhorf um nútimabók-
menntir að hljóðnemanum. En hefði
ekki verið enn þá skemmtilegra að
fara með hljóðnemann til þeirra,-—
inn í umræðutima ufn bókmenntir
uppi i háskóla og láta óformlegar
umræður, — helzt auðvitað rifrildi
— koma i stað upplestrarformsins?
— Á. Þ.
GLUGG
ÞVÍ miður er ekki unnt að segja,
að dagskrá sjónvarpsins verkfalls-
vikurnar hafi verið óvenju slópp.
Hún var slöpp eins og venjulega.
Það er eins og dagskráin i vetur
hafi samanstaðið af svo til ein-
tómu uppfyllingarefni. Upp-
fyilingarefni er auðvitað bráð-
nauðsynlegt og jafnvel ágætt. En
það verður þá að vera eitthvað til
að fylla upp i. Burðarásar dag-
skrárinnar hafa verið allt of fáir og
margir hverjir mjög brokkgengir.
Kvikmyndirnar hafa verið jafn
bezta efnið, en óvenju margar af
erlendu þáttakeðjunum, sem i
gangi hafa verið, hins vegar slakar
(„Bræðurnir", „Að Heiðargarði",
„Söngelska fjölskyldan", „Brellin
blaðakona", „Valdatafl", „Stríð
og friður o.s.frv. o.s.frv). Óþarfi er
að fara að tyggja það upp aftur.
Innlenda efnið hefur verið einkar
rýrt i roðinu, þótt Ijósir punktar
sæjust innan um (t.d. „Rokkugl-
an").
Skal aðeins drepið á það skásta.
sem fram hefur verið borið á sið-
ustu vikum. Hitt þarf heila bók.
Magnús Bjarnfreðsson er
hættur að krunka á skjáinn. Hann
mun stefna að pólitísku krunki t
staðinn. Nokkur eftirsjá er að
Magnúsi sem sjónvarpsmanni,
þótt „Krunkið" á miðvikudags-
kvöldum hafi verið orðið nokkuð
einhæft undir lokin. Ólafur
Ragnarsson er kominn með annan
„blandaðan fjölskylduþátt" á mið-
vikudögum, og nefnist sá „Á
tiunda timanum". Það form, sem
Ólafur hefur valið sínum þætti, er
mun sveigjanlegra en Magnúsar,
og þó að efnisvalið hafi verið svo-
litið flatneskjuiegt. þá er þetta
rösklega matreitt. Allt mjög slétt
og fellt, en tilþrifalítið. Bezt hafa
tekizt gömlu fréttamyndirnar,
gerðar upp með tali og tónum.
„Ugla sat á kvisti" þjáist
stöðugt af samanburði við fyrsta
þáttinn. En yfir þessu er mikil
fagmennska og öryggi, og þau
vinnubrögð, sem einkennt hafa
þessa þætti I vetur, eru eitt af
fáum merkjum þess, að sjónvarp-
inu fer ekki aftur að öllu leyti. Ég
vil sérstaklega geta kvikmyndaða
innskotskaflans um „Bilavisur" i
þættinum um Sa vannatrióið.
Lifandi og frjósöm kvikmyndun
(og klipping) á borð við þessa hef-
ur ekki sézt i annan tima. Þeim
manni, sem að stóð, ber að veita
tækifæri til að kljást við stærri
verkefni.
Sami myndræni ferskleikinn var
raunar eitt af beztu einkennum
uppfærslu sjónvarpsins á leikriti
Gunnars M. Magnúss, ,,í Múrn-
um". Hér var á ferð óvenju blæ-
brigðarfk og hreyfanleg mynda-
taka, með tilfinningu fyrir nánu
sambandi myndar og texta,
myndskiptingar snöggar og ekki
alveg út i bláinn eins og lengi
hefur einkennt handverk sjón-
varpsmanna Þar hefur hendingin
lengst af ráðið ferðinni. Verkið
sjálft naut óneitanlega þes:
áhrifarika samspils leikstjórnar og
upptökustjórnar. Ekki er tóm til að
fara út í það hér i smáatriðum. en
það var ójöfn blanda af heldur
vafasamri sagnfræði annars
vegar, þar sem talsvert skorti á
jafnvægi milli rómantískra og
raunsæislegra efnistaka og
melódramatiskum hasar af hefð-
bundinni gerð, hins vegar. Þrátt
fyrir það að sum atriðin (t.d.
byrjunin) væru viðvaningslega
uppbyggð, þá var þarna oft á tið-
um prýðilegur texti. Leikurinn var
eins misjafn og hlutverkin voru
misvel skrifuð (Valdimar Helgason
brilleraði sem tugtmesterinn
danski), en tónlistin var mis-
heppnuð að mínum smekk, gróf
undan áhrifum atriðanna fremur
en styrkti þau. En það var bara
gaman að þessu. — Á. Þ.