Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1974 17 Schmidt kos- inn kanslari Þær eru galvaskar og glaðbeittar þessar ítölsku konur, sem hér sjást fagna úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um hjónaskiln- aðarlöggjöfina, en eins og kunnugt er hélt löggjöfin velli og verður ítölum því áfram leyft að skilja án þess að hafa allt of mikið fyrir því. Bonn 16. maí AP—NTB. HELMUT Schmidt varð í Solzhen- itsyn fær dvalarleyfi Bern, Sviss 16. maí-AP ALEXANDER Solzhenitsyn, hinn brottrekni sovézki rithöfundur, hefur nú fengið formlegt leyfi til búsetu f Sviss, sem gildir f tvö ár og unnt er að endurnýja. Það var svissneska dómsmálaráðuneytið, sem skýrði frá þessu f gær. Solzhenitsyn hefur lýst þvf yfir, að hann vonist til að geta snúið aftur til heimafands sfns sfðar meir. Solzhenitsyn, sem kom til Sviss um miðjan febrúar, hafði áður fengið dvalarleyfi til bráðabirgða. Hann bjó fyrst um sinn sem gest- ur á heimili lögfræðings síns, Fritz Heeb, i ZUrich, en fluttist siðar i litið einbýlishús, þar sem hann hefur búið yfirlætislausu lífi síðan. Eiginkona hans og fjög- ur börn komu fyrir sex vikum. dag fimmti kanslari Vest- ur-Þýzkalands, eftir at- kvæðagreiðslu í þýzka þinginu, sem skiptist mjög svo eftir flokkslínum. Flokkur Schmidts og Brandts fyrrum kanslara, Jafnaðarmenn, svo og flokkur Frjálsra demó- krata, sem einnig á aðild að stjórninni, greiddu út- nefningu Schmidts sín 267 atkvæði, en stjórnarand- staðan var á móti með 225 atkvæði. Það var Willy Brandt, sem útnefndi Schmidt sem eftirmann sinn, þegar hann hafði sjálfur sagt af sér vegna hneykslisins með austur-þýzka njósnarann Guillaume, sem varð náinn samstarfsmaður kanslar- ans. Nýja vestur-þýzka ríkis- stjórnin vinnur formlega embættiseiða á morgun. 1 henni eiga sæti 14 karlar og ein kona. Þjóðstjórn 1 Portúgal boðar frelsi og festu Lissabon, 16. maí, AP—NTB. ANTONIO de Spinola, hinn nýi forseti Portúgals, birti f gær ráð- herralista þjóðstjórnarinnar, sem hann hefur verið að setja saman 75 danskir blaða- menn til Islands Kaupmannahöfn 16. maí. Frá fréttaritara Mbl. Gunnari Rytgaard: 1 DAG leggja 75 danskir blaða- menn, margir þeirra með eigin- konum sínum af stað til Islands af tilefni 1100 ára afmæli Islands- byggðar. Þetta eru félagsmenn Dansk publicistklub, og dveljast þeir á Islandi fram í næstu viku. Formaður klúbbsins er Bent A. Koch, ritstjóri. Aður en blaða- mennirnir lögðu í hann átti stór hluti þeirra samræður við Sigurð Bjarnason, sendiherra, og fræddi hann þá m.a. um þjóðfélagsmál á Islandi og helztu staði, sem vert væri að kynnast. de Spinola forseti að undanförnu. Eins og við var búizt var hinn frjálslyndi lög- fræðingur Adelino da Palma Carlos forsætisráðherra, og Mario Soares Ieiðtogi sósfalista, sem ný- lega sneri heim úr rúmlega f jög- urra ára útlegð f Frakklandi, er utanrfkisráðherra. t fyrsta sinn f sögu Portúgals fá kommúnistar sæti f rfkisstjórn. Hinn sextugi Alvaro Cunhal leiðtogi kommún- istaflokksins og fyrrum útlagi verður ráðherra án ráðuneytis, og annar flokksmaður hans á einnig sæti í stjórninni. Alls eiga 16 ráð- herrar sæti f stjórninni. □ Viðbrögð manna f Portúgal við hinni nýju þjóðstjórn eru al- mennt á þá lund, að hún sé Ifkieg til að geta tekizt á við stjórnmála- leg og efnahagsleg vandamál landsins, svo og leyst vandann varðandi nýlendur Portúgals f Afrfku. Með þau mál fer ungur lögfræðingur frá Mozambique, Antonia da Aleida Santos, og nefnist embætti hans ráðherra iandsvæða eriendis. 1 stjórninni Afrit Nixons fölsuð? Mario Soares utanrfkisráðherra. eru margir reyndir stjórnmála- menn, en í þeim ráðherraembætt- um, sem mest eru stjórnunarlegs eðlis, eru hins vegar hæfir emb ættismenn og sérfræðingar. Fransisco da Costa Gomes hers- höfðingi hefur fengið svipuð völd og forsætisráðherrann sjálfur og er talið, að tilgangurinn sé að láta stjórnina ekki losna úr tengslum við þau öfl, sem byltinguna gerðu. Af öðrum ráðherraembættum má nefna, að Francisco Salgado Zenha sósíalisti, sem verið hafði í fangelsi á tíð fyrri stjórnar, verð- ur nú dómsmálaráðherra. Annar sósíalisti, Raul Rego forstjóri sósíalíska dagblaðsins La Repu- blica, var útnefndur upplýsinga- málaráðherra. Þjóðstjórnin nýja hefur birt lista yfir helztu stefnumál sin í utanríkismálum. Samkvæmt hon- um hefur hún í hyggju að leggja áherzlu á að auka og styrkja sam- band Portúgals við Efnahags- bandalagslöndin, svo og samband- ið við Brasilíu, halda uppi sam- skiptum við Bretland, „elzta bandamann Portúgals", áfram- haldandi gott samband við Spán, auka samstöðu við Latnesku Ameriku og raunsæja stefnu gagnvart vanþróuðum löndum. Þá segir í yfirlýsingu stjórnarinn- ar: „Vegna þess að þetta er aðeins bráðabirgðastjórn getum við ekki beitt okkur fyrir miklum grund- vallarbreytingum né breytingum, sem hafa áhrif á hugarfar portúgölsku þjóðarinnar, og eink- um siðferðis- og trúarsannfær- ingu hennar.“ 1 innanríkismálum lofar rikis- stjórnin að verja almenn mann- réttindi eins og þau eru skil- greind i mannréttindasáttmála Framhald á bls. 20 Kleindienst segist sekur Washington, 16. mai — AP. • DOMAMALANEFND full- trúadeildar Bandarfkjaþings fékk f gær að hlusta á segulbands- upptöku Hvfta hússins á tveimur samtölum Nixons forseta við Haldeman fyrrum skrifstofu- stjóra forsetaembættisins og Dean fyrrum ráðgjafa, til þess að bera þær saman við afrit þau sem nefndin hefur fengið frá forset- anum. Peter Rodino formaður nefndarinnar sagði eftir að hafa hlýtt að spólurnar, að á þeim og afritunum væri vissulega nokkur munur, en hann væri sjálfur ekki viss um, hvort það efni, sem vantaði f afritin, hefði verið vísvitandi tek- ið út. Tveir af fulltrúum demokrata f nefndinni voru hins vegar miklu harðorðari. Þeir sögðu, að spólurnar væru „mun meira mannskemmandi fyrir for setann en afritanirnar . . . Að heyra samsærisáætlanir þessara manna vekur hinar verstu grun- serndir." Þá hefur komið fram, að á þessum spólum gerðu menn því skóna að hefja ætti hefndarað- gerðir gegn dagblaðinu Washing- ton Post fyrir uppljóstranir þess í Watergate-málinu. Þetta hafði verið fellt úr afritunum. James St. Clair aðallögfræð- ingur Nixons forseta í Watergate- málinu hefur nú lýst því yfir, að hann muni fara fram á, að dóms- málanefndin geri yfirheyrslur sínar vegna hugsanlegrar máls- höfðunar á hendur Nixon opin- berar. Orsökina segir hann þá, að upplýsingar, sem áttu að vera trúnaðarmál um hljóðritanir for- setans, hafi „lekið“ út. 1 dag birtist í blaðinu Washinton Star News langt viðtal, sem James J. Kilpatrick, fhaldssamur blaðamaður, átti við Nixon forseta sl. þriðjudag. I viðtalinu, sem er fyrsta einkaviðtal forsetans við blaðamann i langan tíma, kemur fátt nýtt fram, en Nixon ítrekar þar enn, að hann hafi alls ekki í hyggju að segja af sér, afhenda völdin Ford varaforseta, né láta fulltrúadeildina sækja sig til saka Framhald á bls. 20 Washington, 16. maí — AP. RICHARD G. Kleindienst fyrrum dómsmálaráðherra Bandarfkj- anna lýsti sig f dag sekan um að hafa komið sér hjá þvf að svara spurningum dómsmálanefndar öldungadeildarinnar um samtöl sfn við Nixon forseta um ITT-mál- ið svokallaða. Kleindienst hefur viðurkennt að hafa látið hjá lfða að segja nefndinni, að Nixon hafi skipað sér að hætta við málshöfð- un á hendur ITT-hringnum. Hann á nú yfir höfði sér dóm um a.m.k. eins mánaðar fangelsisvist og 100 dollara sekt og f hæsta lagi árs fangelsisvist og þúsund dollara sekt. Kleindienst yrði fyrsti dómsmálaráðherrann, — fyrrver- andi eða núverandi — f sögu Bandarfkjanna, sem dæmdur er fyrir glæp. Kæra þessi er borin fram af Leon Jaworski Watergate-sak- sóknara. Þegar Kleindienst yfir- gaf dómhúsið í dag, sagði hann, að sér væri ljóst, að skipun forsetans hefði verið röng, og að hann sjálf- ur hefði gert rangt með því að skýra ekki frá henni. „Ég harma þetta af heilum hug,“ sagði Klein- dienst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.