Morgunblaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1974
BSRB hefur samið við
ríkið um sérkröfurnar
ÖLL aðildarfélög BSRB, 18 tals-
ins, scm semja við ríkisvaldið,
hafa nú samið um sfrkröfur
sínar, og kemur það því ekki til
kasta Kjaradóms að þessu sinni. f
gær undirrituðu Starfsmanna-
félag ríkisstofnana, Starfsmanna-
félag stjórnarráðsins og Félag
forstjóra Pósts og síma samning-
ana, og Skattstjórafélag fslands
undirritar líklega samninga í
dag. Næsta skrefið I þessum
umfangsmiklu samningamálum
BSRB verða samningar um sér-
kröfur allra bæjarstarfsmanna á
landinu. Þeim samningum skal
lokið fyrir 1. júní n.k.
I heildina sömdu öll félögin um
svipaða flokkahækkun, eða um
tvo flokka, en aðrar sérkröfur
voru mismunandi eftir einstökum
félögum. I heild mun hækkunin
vera ríflega 20% hjá félögum
BSRB, ef miðað er við stöðina
Leitaði á 9 ára
stúlkubarn
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD sl. var
lögreglunni tilkynnt um mann
nokkurn, sem hafði þá fyrr um
daginn leitað á 9 ára gamla stúlku
í Hljómskálagarðinum. Að sögn
stulkunnar hafði hún átt leið um
Hljómskálagarðinn um kl. fimm
þennan dag. Þar mætti hún
manni. sem tók hana tali og leiddi
hana áleiðis áð einum bekknum í
garðinum. Er þangað var komið
gerðist maðurinn ágengari og
gerði sig líklegan til að þukla
stúlkuna, sem varð hrædd og
hljóp á braut. Stúlkan gat fremur
litla lýsingu gefið á manninum
nema að hann var á miðjum aldri,
í frakka og með gleraugu.
Mosfellshreppur
SKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokks-
ins i Mosfellssveit er að Mark-
holti. Sími skrifstofunnar 66401
— Opið allan daginn.
eins og hún var áður en banda-
lagið gekk til samninga í desem-
ber sl. Víða á eftir að skipa fólki í
fiokka og getur það tafizt eitthvað
hjá sumum félögum. Ef einstakl-
ingar verða ekki ánægðir með
Sumarið kom um
miðjan apríl
Fáskrúðsfirði, 14. maí.
SUMAR var komið á Fáskrúðs-
firði strax um miðjan apríl, en
síðustu daga hefur verið frekar
kalt og þokur tiðar. Færabátar
eru nú að hefja róðra, en hafa
lftið orðið varir enn.
Afli togarans Ljósafells hefur
verið frekar tregur síðustu vik-
una, en frá áramótum hefur hann
fengið 1000 lestir.
Mikið er nú að gera í bygginga-
vinnu á Fáskrúðsfirði, bæði við
íbúðarhúsabyggingar, byggingu
frystihúss og nýs barnaskóla.
Fréttaritari.
Orri hefur
ekki svarað
GRÍSKI skipajöfurinn Orri hefur
enn ekki gefið Eimskipafélagi Is-
lands ákveðið sv.ar um það, hvort
hann hyggst kaupa Bakkafoss af-
félaginu eða ekki. Þegar hann
dvaldi hér um síðustu helgi og
skoðaði skipið lét hann I ljós
óánægju með margt í búnaði þess,
án þess hann gæfi þó endanlegt
afsvar. Viggó Maack hjá Eimskip
tjáði Mbl. að ef Orri keypti ekki
skipið, yrði það líklega tekið af
söluskrá, gert upp og notað í 4—5
ár ennþá.
Búið er að ganga endanlega frá
kaupum Orri Lines á Tungufossi,
fyrir 36 milljónir króna. Skipið
verður afhent hinum nýja eig-
anda í þurrkví i Hamborg um
miðjan júni.
niðurröðun, fær kjaranefnd málið
til r'‘“'ferðar.
Mbl. sneri sér í gær til Kristjáns
Thorlacius og innti eftir áliti hans
á samningunum. „Ég lít svo á og
heyri utan að mér, að við getum
unað allsæmilega við úrslitin.
Þeirri stefnu hefur verið haldið,
sem mörkuð var á kjaramálaráð-
stefnu BSRB í júní 1973, að þeir
lægstlaunuðu skyldu fá mesta
hækkun," sagði Kristján.
Gosbrunnur við
Norræna húsið
Aform eru um að setja gos-
brunn þann. sem Replogle sendi-
herra Bandaríkjanna gaf Reykja-
víkurborg á sínum tfma, upp í
tjörninni framan við Norræna
húsið. Hefur Iwrgarverk-
fræðingur gert hllöguuppdrátt að
staðsetningu gosbrunnsins, sem
eru fjórir stútar, sem vatnið
spýtist upp um og flóðlýstur.
Borgarráð hefur samþykkt til-
löguna ,og fól borgarverkfræðingi
frekari framkvæmd málsins að
höfðu samráði við stjórn Xorræna
hússins. Kemur stjórn hússins
saman til fundar 13. maí og verð-
urtillagan þá lögð fyrirhana.
18 stiga hiti
— Tregt hjá
Neskaupstað 16. maí.
BLÍÐUVEÐUR er nú komið aftur
í Neskaupstað en vætusamt hefur
verið þar sfðustu tvær vikurnar,
eftir annars eitt það bezta vor,
sem menn muna. Um hádegi I
gær var 18 stiga hiti og sólskin I
Neskaupstað. Gróður er nú orð-
inn einstaklega góður og langt á
undan því, sem menn eiga að
venjast um þetta leyti árs.
Frekar tregt er nú hjá Norð-
fjarðartogurunum tveim, Barða
og Bjarti, og sömu sögu er að
segja af smábátunum. Nokkrir
þeirra hafa þó farið norður að
Langanesi og fiskað sæmilega.
Brezkur togari kom í gær til Nes-
kaupstaðar og tjáði skipstjóri
hans fréttaritara Mbl„ að hann
hefði fengið góðan afla djúpt úti
af Austfjörðum. Var togarinn
kominn með 120 lestir og hafði
fengið mest á tveimur dögum.
Leiðrétting
1 AUGLÝSINGU um kosninga-
skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag
var sagt, að listabókstafur Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurfjarðar-
hreppi væri J-listi. Þetta er rangt
Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki
fram í Suðurfjarðarhreppi. J-list-
inn er blandaður listi.
í Neskaupstað
togurunum
Enn hefur ekki verið byrjað á
mörgum nýjum íbúðarhúsum I
Neskaupstað, en nýtt byggingar-
félag á staðnum er þó að byrja á 5
nýjum einingarhúsum.
Fréttaritari.
Spólan
týndist
I GÆR auglýsti útvarpið eftir
segulbandsspólu af mynd-
listarþætti, sem Gylfi Gíslason
sá um í nóvember s.l. Gylfi
ætlaði að nota hluta úr þessum
gamla þætti í síðasta mynd-
listarþátt vetrarins, sem var á
dagskrá í gærkvöldi. En þegar
til átti að taka, fannst spólan
hvergi. Voru nú góð ráð dýr, og
að siðustu var ákveðið að leita
á náðir hlustenda, I von um, að
einhver þeirra hefði tekið þátt-
inn upp á sínum tíma, og
geymt spóluna.
Og viti menn, stuttu eftir
auglýsingin var lesin í útvarpi,
hringdi maður til útvarpsins,
og kvaðst hafa slika spólu i
fórum sínum. Var hún sótt f
skyndi, og Gylfi gat gengið frá
þættinum. I umræddum þætti
voru viðtöl við framúrstefnu-
menn í höggmyndalist, t.d. Jón
Gunnar Árnason.
R Reykjavík ;
xb ' N’r. 34 '
Récois.
iír. S. Bayér
Via Ajacoio, 14
R 0 M B. Italy
Balbo flugbréfið sem boðið verður upp í Svfþjóð í
dag.
„Hópflug ítala” boðið á 210
þús. kr. á sænsku uppboði
t DAG og á morgun verður haldið
stórt frímerkjauppboð f Savoy-
hóteli í Malmö f Svfþjóð. Alls
verða rúmlega 2000 númer boðin
upp, þar af um 50 íslenzk. Dýrasta
íslenzka númerið er umslag með
hópflugi Itala (Balbo-flugbréf),
en á það bréf er sett lágmarks-
verðið 210 þúsund. fslenzkar
krónur. Þá verða tvö íslenzk söfn
boðin upp, og er lágmarksverð
beggja 150 þúsund krónur. Þá
verður einnig boðið upp fslenzkt
umslag frá árinu 1892, og er lág-
marksverð þess 120 þúsund krón-
ur. Númerin geta að sjálfsögðu
selzt á mun hærra verði á uppboð-
inu.
Hópflug Itala (Balbo-flugbréf-
ið), er dýrasta fslenzka númerið á
uppboðinu. Upphaflega voru
bréfin aðeins 298 að tölu, og hafa
mörg þeirra týnzt, einkum f er-
lendum söfnum í seinni heims-
styrjöldinni. Þegar bréfin voru
send í ábyrgð 1933 með Balbo og
félögum, var kostnaðurinn 16,30
krónur. Hitt umslagið, sem um
ræðir, var sent héðan með skipi í
marz 1892, og var stílað á viðtak-
anda í Þýzkalandi. Það er einnig
með skozkum, enskum og dönsk-
um póststimplum, auk þess ís-
lenzka. Lágmarksverð þess bréfs
eru 6 þúsund sænskar krónur, eða
rúmlega 120 þúsund íslenzkar.
Lágmarksverð Balbo-flugbréfsins
er 10 þúsund sænskar krónur, eða
210 þúsund krónur íslenzkar.
Miklar likur eru á þvf, að endan-
legt söluverð umslaganna verði
nokkuð hærra en lágmarksverðið.
Eins og fyrr segir verða íslenzk
frímerkjasöfn á uppboðsskránni
alls fjögur. Á tvö þeirra er sett
lágmarksverð 7 þúsund sænskar
krónur eða 150 þúsund íslénzkar
krónur. Að uppboðinu stendur
fyrirtækið Postiljonen AB, en að
því standa Claes Arnrup og
Morten Person.
Kærði stuld á
tanngarði sínum
f GÆRMORGUN kom kona nokk-
ur að máli við lögregluna og var
erindi hennar að kæra mann, sem
hún sagði hafa stolið neðri tann-
garði sfnum. Var það [ þriðja
skiptið á tæpum sólarhring, sem
lögreglan hafði afskipti af konu
þessari, en hún og eiginmaður
hennar höfðu daginn áður gist
fangageymslur lögreglunnar
vegna ölvunar og óspekta á al-
mannafæri. Að sögn lögreglunnar
eiga hjónin við alvarleg áfengis-
vandamál að strfða, heimilislaus
og virðast eiga í fáa staði að
venda.
Barnaheimili við Hábæ:
U n dir skr ift asöfnun
aðeins í Þjóðviljanum
ÞJÓÐVILJINN skýrir frá þvf á
forsfðu í fyrradag, að fbúar ein-
býlishúsahverfisins við Hábæ f
Arhæjarhverfi hafi tekið sig
Sérkröfur sjö félaga
BHM fyrir Kjaradóm
EKKI tókst að semja um sérkröf-
ur sjö aðildarfélaga Bandalags
háskólamanna á hendur rfkinu
áður en frestur rann út í fyrri-
nótt. Fara sérkröfurnar nú fyrir
Kjaradóm og skal hann kveða upp
úrskurð sinn í síðasta lagi 10. júlf.
Almennt er talið, að samningar
takist löngu fyrir þann tfma. Sjö
aðildarféiög BHM sömdu áður
en fresturinn rann út.
Þau aðíldarfélög, sem ekki
sömdu, voru kjaradeild Verk-
fræðingafélags Islands,
Arkitektafélag Islands, Félag ís-
lenzkra náttúrufræðinga. Félag
viðskipta- og hagfræðinga, Lyfja-
fræðingafélag Isiands, Lækna-
félag Islands og Lögfræðinga-
félag íslands. 1 fyrrakvöld tókust
samningar um sérkröfur Félags
menntaskólakennara og Sálfræð-
ingafélags Islands, en fyrr í vik-
unni höfðu fimm félög samið.
Eins og fram kom I Mbl. í gær,
eru samningar um sérkröfurnar
almennt á þá leið, að starfsmenn
hækka um þrjá launaflokka auk
sérkrafa, sem eru mismunandi
•eftir einstökum félögum. Er
hækkunin frá 1. desember sl. að
meðaltali metin 20%.
Mbl. sneri sér í gær til Markús-
ar Á. Einarssonar formanns BHM
og innti eftir áliti hans á þeim
samningum, sem tekizt hafa. „Ég
tel, að við höfum unnið ýmsa smá-
sigra,“ sagði Markús. „Við börð-
umst eindregið gegn því, að farið
yrði inn á þá braut að skerða
vísitöluna, og það hefur ekki ver-
ið gert. Út úr Kjaradómi fengum
við fjölgun flokka um þrjá og
heimild um einn flokk, og nú síð-
ast höfum við fengið tvo flokka til
viðbótar með sátt fyrir Kjara-
dómi. Síðast en ekki sízt fengum
við okkar eigin launaflokkastiga.
Ef litið er á stöðuna eftir að sum
félaganna hafa samið um sérkröf-
ur, verð ég að teljast nokkuð
ánægður. Eg tel, að þetta hafi
farið vel og nú liggi fyrir upp-
gangspunktur, þegar næst verður
lagt á brattann."
saman og safnað undirskriftum
gegn því, að rekið yrði barna-
heimili f einu einbýlishúsanna í
hverfinu.
Einn af íbúunum við Hábæ kom.
að máli við Morgunblaðið í gær og
sagði, að þessi frétt væri alröng.
Aðeins ein fjölskylda við Hábæ og
tvær við Hlaðbæ hefðu kvartað til
borgaryfirvalda vegna hins fyrir-
hugaða barnaheimilis.
Sagði hann, að fólk, sem byggi
við Hábæ, hefði ekki vitað um
þessa undirskriftasöfnun fyrr en
það heyrði um Þjóðviljafréttina,
og blaðið kallaði þetta hverfi
ríkismannahverfi og þar fram eft-
ir götunum, en ekki væri vitað
annað en þar byggju ósköp venju-
legir borgarar.
Norðurlands-
kjördæmi eystra
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisfé-
laganna f Norðurlandskjördæmi
eystra heldur fund sunnudaginn
19. maí kl. 15.00 f Sjálfstæðishús-
inu á Akureyri (litlasal).
Tekin verður ákörðun um
framboð til alþingiskosninganna.