Morgunblaðið - 19.05.1974, Side 2

Morgunblaðið - 19.05.1974, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974 Spár sérfræðinga: Ferðamannastraum- urinn hingað verður svipaður og í fyrra vera lokió. Nýju pípurnar geta flutt 1000 lítra á sekúndu og auka má flutningsmagnið í 1500 Iftra á sekúndu með dælingu. Pípur í aðalæðina hafa þegar verið keypt- ar, og var verð þeirra samtals um 95 milljónir kr. Kostnaður við lagningu þess, sem eftir er af leiðslunni, mun einnig nema um 95 milljónum kr. Jafnframt þessari endurnýjun var hafin borun rannsóknarhola og síðar vinnsluhola á Gvendar- brunnasvæðinu í því augnamiði að losna við mengunarhættu, sem getur fylgt gömlu opnum vatns- bólunum. Boraðar voru margar rannsóknarholur og samkvæmt þeim var teiknað upp kort .af grunnvatnsyfirborði svæðisins. Nú er einnig búið að bora sjö vinnsluholur af þeim 25—30, sem talið er að þurfi að bora. 1 dag f ást 750—770 sekúndulítrar vatns úr Gvendarbrunnum, en úr hverri borholu fást 25—50 sekúndulitr- ar, svo æði margar holur þarf til að leysa gömlu vatnsbólin af hólmi. Við rannsóknarboranirnar kom fram, að undir öllu svæðinu eru þykk setlög, gamall vatns- botn, og fæst þvf ekki vatn á meira dýpi en 10—15 metrum, en f upphafi var áætlað að taka vatn- ið dýpra úr jörðu. Framhald á bls. 26. Minna ferðazt í heiminum „Hjá okkur er þegar búið að panta 60% gistirýmisins aðal sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst, og er það mun lélegra en í fyrra," sagði Konráð Guðmunds- son hótelstjóri á Sögu. „Ég hef ekki nákvæmlega samsvarandi tölur frá í fyrra, en þá var örugg- lega búið að panta 85—90% gisti- rýmisins á þessum tíma árs. Éinnig hefur mikið verið um afpantanir nú. En þetta þarf bó ekki að þýða að nýtingin verði eftir allt saman minni i ár, þvi að í fyrra urðum við t.d. oft að vísa fólki frá. Ég hef þá trú, að cftir allt saman verði nýtingin svipuð og í fyrra." Konráð sagði, að verð- lagið innanlands væri ekki höfuð- orsökin fyrir fjölda afpantana, þótt verðið væri í mörgum tilvikum hótt. „Það er bara stað- reynd, að ferðaiög i heiminum eru færri en áður, og gætir þar ennþá áhrifa olíukreppunnar." Svipad á Loftleiðum og Esju Hjá Erlíng Aspelund hótel- stjóra á Loftleiðum og Esju fékk Mbl. þær upplýsingar, að svipað væri pantað fyrir sumarið og í fyrra. Á Loftleiðum og Esju er 70% gistirýmis borgarinnar. Hótelin tvö njóta þess, að þangað kemur mestur fjöldi þeirra far- þega, sem eru á vegum flugfélag- anna. „Það virðast alltaf vera uppi raddir, sem spá þvi, að nú sé allt að fara til fjandans i ferða- mannaiðnaðinum. Þessar raddir hafa sem betur fer ætíð haft rangt fyrir sér, og ég vona, að svo verði einnig nú," sagði Erling Aspelund, er hann var spurður um horfurnar í ferðamálum. Hann tók undir það með Konráði Guðmundssyni, aó verðlagið innanlands væri ekki höfuðorsök þess að ferðamannastraumur hingað ykist ekki. „Herbergis- verðið er alveg samkeppnisfært, Framhald á bls. 26 Byggingarfélag ungs fólks Byggingarfélag ungs fólks efn- ir til fundar að Hótel Esju f dag kl. 14.00. Þar verður fjall- að um framtíðarverkefni félagsins og lóðaumsóknir. Á fundinum munu formaður félagsins, Þorvaldur Mawby, Hilmar Ólafsson forstöðumað- ur Þróunarstofnunar Reykja- vfkur og Ólafur Jensson. BUIZT er við svipuðum straumi erlendra ferðamanna til íslands í sumar og á síðasta sumri. I fyrra konui hingað rúmlega 83 þúsund erlendir ferðamenn allt árið, og tekjur af þeim voru tæpar 2000 milljónir. Eru þó taldar með tekjur þær, sem flugfélögin höfðu af farmiðasölu til erlendra ferðamanna. Mbl. hafði samband við forráðamenn þriggja stærstu hótelanna í Re.vkjavík og komu í Ijós, að pantanir fvrir sumarið hjá Hótel Loftleiðum og Hótel Esju eru ámóta og í f.vrra, en töluvert minni hjá Hótel Sögu. Komum erlendra skemmtiferða- skipa hingað fa-kkar stórlega, úr 22 í fyrra niöur í sex í ár. Mbl. sneri sér fyrst til Ludvigs Hjálmtýssonar framkvæmda- stjóra Ferðamálaráðs. Hann sagði, að á þessu stigi væri ekki hægt að gera sér mjög glögga mynd af ferðamannastraumnum hingað í sumar, en þó mætti fast- lega búast við, að hann yrði svipaður og i fyrra. „Hann mun standa i stað, en ekki aukast, þvi miður", sagði Ludvig. Hins vegar bjóst hann við störauknum ferða- lögum Islendinga hér innanlands vegna þjóðhátiðar og opnunar hringvegarins. Þá kom Ludvig með þær athyglisverðu uþplýs- ingar, að tekjur af erlendum ferðamönnum á síðasta óri hefðu numið nær tveimur milljöróum króna, eða hærri upphæð en nam verðmæti loðnuaflans upp úr sjó á síðustu loðnuvertíð. UNDIRBUNINGUR að þjóðhátíðarhaldi á Þingvöllum vegna 1100 ára afmælis tslands byggðar er þegar hafinn. 1 vikunni var fyrsta tjaldi þjóðhátfðarnefndar komið fyrir í Vallnakróki, skammt frá aðalþjóð- hátíðarsvæðinu og Þingvallabænum. Mynd þessi var tekin, er verið var að tjalda, en 1 tjaldinu munu þeir, sem að undirbúningi hátfðarinnar vinna, hafa aðstöðu. Halldór Svavarsson seglasaumari frá Vestmannaeyjum saumaði tjaldið og var það flutt til Reykjavíkur í eldgosinu. Halidór er að sauma fleiri tjöld fyrir þjóðhátíðarnefnd, td. veitingatjald og ennfremur tjöld fyrir þjóðhátlðarhald vfða um land, segir f fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borizt frá þjóðhátfðarnefnd. Lfkan af fyrirhuguðu félagsheimili Selfoss Óli Þ. Guðbjartsson tekur fyrstu skóflustunguna — 19 2ja manna herbergi, öll með sér snyrtingu og steypubaði, veit- ingasalir, samkomusalur fyrir hátt f 300 manns með leiksviði og tilheyrandi aðstöðu til leiksýn- inga og auk þess aðstaða fyrir ýmiss konar félags- og menn- ingarstarfsemi. ÓIi Þ. Guðbjartsson oddviti Sel- fosshrepps tók fyrstu skóflu- stungu að grunni hússins sl. þriðjudag að 'nokkrum gestum viðstöddum og að því búnu hófust framkvæmdir með stórvirkum vinnuvélum frá Vélgröfunni sf., en vörubílstjórar á Selfossi höfðu tekið að sér akstur úr grunni. I ávarpi, sem oddviti flutti við þetta tækifæri, upplýsti hann, að grunnur hússins yrði boðinn út alveg á næstunni. Hann rakti að- draganda og undirbúning bygg- ingar hússins og sagði m.a., að þegar árið 1959 hefði verið stofn- að til félagsskapar á Selfossi með það fyrir augum að reisa þar nýjan samkomustað til að leysa af hólmi Selfossbíó, sem þá var í einkaeign, en Selfosshreppur keypti síðar ásamt lóð. Arið 1965 var næsta hús þar við og lóð þess keypt. Síðari hluta. ársins 1970 var Sigurður Thoroddsen arkitekt ráðinn til þess að gera nánari athugun á staðsetningu fyrir ferðamanna- og menningarmið- stöð á Selfossi og gera samanburð á hugmyndum, sem uppi voru um staðarval. Niðurstöður hans voru, að ofangreindur staður væri hinn ákjósanlegasti og voru þær sam- þykktar í hreppsnefnd. Sigurður var síðan ráðinn arkitekt hússins eftir að stofnað hafði verið hluta- félag um félagsheimilisbygging- Utifundur í Breiðholti UTIFUNDUR Framfarafélags Breiðholts 3 verður annað kvöld, mánudagskvöld, og hefst hann kl. 20.00 við Fellaskóla. A útifundin- um munu þeir Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri og Magnús L. Sveinsson frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík flytja ræður af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Breiðholts- búar eru hvattir til að fjölmenna. Hafnar eru framkvæmdir við hvggingu félagsheimilis Selfoss, sem rísa á rétt þar hjá sem Sel- fossbíó er nú, sunnan megin Ölfusár. Verður félagsheimilið hin reisulegasta bygging, þriggjá hæða, 1857 fm að grunnfleti, en brúttóflatarmál allra hæða 4201 fm. f húsinu verður gistiaðstaða * una með 51% eignarhluta Selfoss- hrepps og aðild ýmissa félagasam- taka og einstaklinga. Jafnframt var Sigurfinnur Sigurðsson ráð- inn til þess að annast undirbún- ing framkvæmda. Teikningar lágu fyrir í júlí 1973 og hófst þá verkfræðileg hönnun, sem unnin var af Benedikt Bogasyni bygg- ingaverkfræðingi og verkfræðing- um Hagverks sf. — en á þess vegum hafði áður verið gerð könnun á tekjuhæfni þessarar fjárfestingar og rekstrarmögu- leikum hússins. Þegar árið 1959 hafði verið gerður samvinnusamningur um byggingu og rekstur félags- heimilis í Þelfosshreppi og standa að honum eftirtalin samtök auk hreppsnefndar Selfoss. Ung- mennafélag Selfoss, Leikfélag Selfoss, Kvenfélag Selfoss, Iðn- nemafélag Selfoss og nágrennis, Verzlunarmannafélag Árnes- sýslu, Iðnaðarmannafélagið á Sel- fossi, skátafélagið Fossbúar, verkalýðsfélagið Þór og Járn- iðnaðarmannafélag Arnessýslu. Fyrirhugað er að reisa félags- heimilið í sex áföngum og sagði oddviti, að vonir stæðu til, að 1. áfanga yrði lokið á næsta ári og húsið yrði fullgert á árinu 1979. Gvendarbrunnarnir: 25-30 borholur leysa gömlu opnu vatnsbólin af hólmi 1976 VATNSVEITA Reykjavfkur vinnur nú að tveimur langtfma stórverkefnum, lagningu nýrrar aðalæðar upp að Gvendarbrunna- svæði f Heiðmörk og borunum vinnsluhola á sama svæði. Þegar þeim borunum verður lokið fyrri hluta árs 1976, en bora á 25—30 holur, verður unnt að loka gömlu opnu vatnsbólunum þar efra, og verður neyzluvatn Reykvíkinga framvegis fengið með dælingu af 5—15 metra dýpi. Með þessum framkvæmdum verður öll hugsanleg mengun að mestu úti- lokuð. Mbl. sneri sér til Þórodds Th. Sigurðssonar vatnsveitustjóra og fékk hjá honum nánari upplýs- ingar um þessar framkvæmdir. Endurnýjun aðalæðarinnar frá Gvendarbrunnasvæðinu hófst með lagníngu æðar frá Hólatorgi í Vesturbænum árið 1959. Síðan hefur Vatnsveitan smám saman fikrað sig áfram með ieiðsluna og nú er hún komin á móts við Árbæ. I sumar verður boðin út lagning leiðslunnar upp í Víðidal, þar sem skeiðvöllur Fáks er. Fyrri hluta árs 1976 á lagningu leiðslunnar að Fyrsta skófhistungan tekin að nýju félagsheimili Selfoss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.