Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974 15 Skemmdir í görðum og grasflötum VlÐA í görðum og grasflötum hér í borginni er arfagróður áberandi nú í vor. Garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar, Hafliði Jónsson, sagði Mbl. f gær, að þetta væri afleiðing þess, að vegna svellalaga, sem mynduðust í vetur, hafi grasrótin kafnað og í þessum dauðu blett- um hefur arfinn nú skotið rótum. Fólk hefur mjög leitað til okkar út af þessu, sagði Hafliði, til að fá um það ábendingar hvað gera skuli til að sárin, sem þessi rótar- köfnun skilur eftir, verði grædd. Er því einungis til að svara, að hreinsa verður þessa bletti alveg upp og síðan sá í þá grasfræi. — Gott er í mörgum tilfellum að raka mold yfir sárið áður en sáð er. — Mér dettur í hug Austur- völlur f þessu sambandi, sagði Hafliði, hann er einn þeirra staða, sem þessi rótarköfnun hefur valdið tjóni. — Við rífum þar upp og sáum í aftur, sagði Hafliði að lokum. Opið í dag Chevrolet Vega '73 Plymouth Duster '72 Sunbeam 1500 '72 '73 Sunbeam 1 250'72 Fiat 1 28 '74 Cortina '70 — '74 Toyota Mark II '72 Datsun 1 600 '72 Peugeot 404 '72 Ford Comet '12'13 Ford Mustang ‘12 Mrc, Benz 250 ' 71 Merc, Benz 230 '69 Volga '71 '12 '13 Rambler Hornet '72 Jeppar — Vörubilar —- Vinnu- vélar Opið kl. 1 —6 í dag Bílasalan Höföatúni Má bjóða yöur SUMAR- Rl'lCTAn jX ástún sf Hafnarhvoli v/Tryggvagötu Sími 17774 Vegna hagstæðari tolla en áður getum við nú boðið vinsælu verðlaunasumarhúsin frá Trybo A/S í Noregi til afgreiðslu í vor á mjög hagstæðu verði. Húsin, sem eru sérstaklega vönduð, eru af ýmsum stærðum og gerðum og fyrirkomulag þeirra fjölbreitt, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. Uppsetning húsanna tekur ótrúlega skamman tíma, t.d. tekur það 4 menn aðeins 8 daga að reisa og ganga fullkomlega frá 60m2 húsi. Trybo sumarhúsin eru þessvegna tilvalin fyrir félagssamtök og einstaklinga sem vilja tryggja sér vönduð og stórglæsileg sumarhús á hagstæðu verði og með litlum fyrirvara. Leitið frekari upplýsinga um verð, afgreiðslufrest o.fl. Sýning Sýning á verkum nemenda Heyrnaleysingja- skólans verður sunnudaginn 19. maí í Heyrna- leysingjaskólanum Leynimýri, Fossvogi. Sýn- ingin verður opin frá kl. 2 — 6 e.h. Skólastjóri. Enskunámskeið í Englandi Windsor cultural center (viðurkenndur af ensk- um skólayfirvöldum) býður uppá menntandi sumarfrí í einni fegurstu borg Englands. 1 . flokks kennarar, nemendur búa á völdum heim- ilum. Upplýsingasímar 92-1559 kl. 9 —17 og 92- 1 122 eftir kl. 17. Mallorca — Spánn Ómetanlegur fróðleikur Nákvsem landakort og uppdrættir af Mollorca, Palma, ýmsum þorpum, bæjum og baðströndum, meginlandi Spánar og baðströndum þar. Uppl. um hótel, gististaði, ferðalög, merka staði, baðstaði, landslag, bílaleigur, bátsferðir, golfvelli, skemmtiferðir, skemmtistaði, næturlíf, vínstaði, leikhús, kvikmyndahús, listir, listsýningar, söfn, iðnað, vörur verslanir, viðskipti, verð, þjórfé, fasteignasölur, fjárfestingar og margt, margt fleira Sparar tíma, fé og fyrirhöfn. Njótið sumarleyfisins til fulls. Ókeypis upplýsingar. Sendið nafn og heimi/is- fang til: ALV/S M54, Box 1322, Reykjavík. sparibauka samkeppni V/ŒZLUNfiR BfiNKfiNS Urslit verða kynnt 1 gluggum Verzlunarbankans núna á helginni og næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.