Morgunblaðið - 19.05.1974, Page 17

Morgunblaðið - 19.05.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI 1974 17 Ingunn Mjöll fremst á myndinni. Björg Jóna heldur á Lilju Dögg. — Hvaða skoðun hefur þú á þeirri tillögu minnihlutaflokk- anna, að starf borgarstjóra skuli auglýst til umsóknar og það sé ekki borgarfulltrúi, sem gegni því? — Mér finnst það varhugavert. Ástæðan fyrir því, að þessu hefur verið varpað fram á nýjan leik nú er sú, að mínu mati, að minni- hlutaflokkarnir gerðu miklar til- raunir á sl. vetri til að finna sam- eiginlegt borgarstjóraefni, en þær tilraunir strönduðu á ósamlyndi. Að setja þessa tillögu fram nú er viss viðleitni til að breiða yfir það ósamlyndi. Að öðru leyti: embætti borgarstjóra og ábyrgð er tví- þætt. I fyrsta lagi embættisleg ábyrgð, sem hægt er að jafna við ábyrgð annarra embættismanna borgarinnar. En að auki kemur til pólitísk ábyrgð: borgarstjóri þarf að standa samborgurum reiknis- skil gjörða sinna í almennum kosningum á fjögurra ára fresti og vitundin um þá pólitísku ábyrgð hlýtur að vera snar þáttur f að hvetja borgarstjórann til dáða frá degi til dags, til að reyna jafn- an að gera sitt bezta. Með þeirri skipan mála, sem þú minntist á, held ég, að sú hætta væri fyrir hendi, að ábyrgðartilfinning borg- arstjórans myndi slævast og sá frumkvæðiskraftur, sem nauðsyn- legur er. Auk þess myndi þetta verða til þess að auka á embættis- mannavaldið og því er ekki hægt að neita, að hugsunarháttur emb- ættismanna er talsvert með öðr- um hætti en kjörinna borgarfull- trúa. — Stefnirðu að því að komast á Alþingi síðar? — Engan metnað hef ég í þá átt. Hvort slíkur áhugi vaknar ein- hvern tíma í framtiðinni treysti ég mér ekki til að segja um. — Þú virðist ósköp rólegur; engin streita, sem angrar borgar- stjórann? — Þegar mörg verkefni steðja að, hlýtur maður að finna dálítið fyrir streitu. En mitt skaplyndi er nú einhvern veginn þannig, að ég á gott með að slaka á á milli. — Gefurðu þér tíma til að sinna áhugamálum öðrum en starfs- skyldu? — Ég hef gaman af þvf að spila á píanó . . . ég lærði frá því ég var 6—12 ára. Hjá tveimur ágætis- konum, Emilfu Borg og Kristfnu Bjarnadóttur. Fyrst og fremst lærði ég að spila, en ekkert kann ég í tónfræðum. Því miður hef ég ekkihaldiðþessari kunnáttu nægi- lega vel við. En ég get þó spilað mér til ánægju og leikið undir á jólunum, svo að stelpurnar geti dansað kringum jólatréð. Ég hef gaman af að hlusta á tónlist. Stundum sfgilda. Oft djass. Og spila svolftið djass f gömlum stfl. Stundum er ég upplagður til að setja poppplötu, sem krakkarnir eiga, á fóninn og hlusta á hana mér til ánægju. Ég les mikið, hvaðeina, sem ég kem höndum yfir. Skáldsögur og fagurbókmenntir — svona til að vökva sálarblómið. Svo les ég sagnfræði, rit stjórnmálalegs eðlis. Mér finnst ég þurfa að hafa tilbreytingu í lesefni til að hafa af full not. Eitt get ég nefnt enn, sem ég finn f frið og afslöppun, það eru gönguferðir. Reyni að láta engan dag liða svo að ég fái mér ekki göngu og þá er Öskju- hlíð eftirlætisstaðurinn. Þangað förum við lika oft öll saman, fjöl- skyldan. Ég reyni líka að komast í laugarnar, þegar tækifæri gefst. Þegar ég var strákur iðkaði ég fótbolta og keppti um skeið með Fram. Ég held tryggð við það félag og það hlýjar mér um hjartaræturnar, þegar það stendur sig vel. Stöku sinnum fer ég á völlinn og horfi á fótbólta, en ekki er ég þar fastagestur. — Hefur þér fundizt kosninga- baráttan fjörleg og hvert er við- horf þitt til úrslita borgar- stjórnarkosninganna? — Kosningabaráttan hefur verið óvenjuleg, einkum hefur þvf valdið blaðaleysið. Blöðin komu ekki út á þeim tima, þegar allt var að fara í gang. Segja má auðvitað, að borgarbúar hafi ekki verið ónáðaðir með eins miklu kosningaþvargi og ella — fyrr en þá kannski nú upp á síðkastið. En segja mætti mér, að sumir hefðu Ifka saknað þess og mörgum hefur þótt vanta þessa sjálfsögðu kosningastemmningu. Kannski er hún að vakna núna. Baráttan hefur einnig verið sérstæð fyrir þær sakir, að landsmálin hafa k*o'mið inn i, vegna þingrofsins og væntanlegra alþingiskosninga. Ég fer ekki dult með þá skoðun mfna, að ég tel óheppilegt, að landsmálabaráttan blandist svona mikið inn f. Það hefði verið æski- legra að geta kosið á borgarmála- grundvelli einum saman og lands- málin látin bíða um sinn. En við þvf er ekkert að gera. Teningn- um hefur verið kastað. Varðandi viðhorf mitt til úrslita er mér ekki ljóst, hvaða áhrif landsmála- umræðurnar hafa á niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. En sjálfstæðismenn berjast fyrir því, að 8. maður nái kosningu. Ég tel að sú barátta sé tvísýn, og því þurfa allir, sem vilja veita okkur brautargengi, að ljá okkur lið, svo að sigur vinnist. Barnaskóbúðin Laugavegi 27 Auglýsir Rýmum fyrir nýjum vörum Stelpnaskór stórlækkað verð Gerið hagstæð kaup. Leiklistaskóli S.Á.L. óskar eftir 2 — 300 ferm. húsnæði fyrir starf- semi skólans næsta vetur. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 36324, 81776, 20577. íbúð Reykjavík — Kaupmannahöfn 4 — 5 herb. íbúð óskast til leigu í eitt ár, frá 1. júlí. Skipti á samskonar ibúð i hjarta Kaup- mannahafnar koma til greina. Upplýsingar i síma 13-0-13 kl. 9 —17. Sunnudagur síma 37-0-73. Til leigu í Grindavík Samtals 500 fm iðnaðarhúsnæði til leigu. íbúð getur fylgt með. Upplýsingar í sima 92- 1950 eða 92-1746. Til leigu ný 3ja herb. íbúð í blokk í Norðurbænum i Hafnarfirði. Fyrirframgreiðsla. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „1409" fyrir miðviku- dagskvöld. Fatahreinsun til sölu. Tilboð senclist afgr. Mb/. fyrir 23. maí merkt „4946" Alifuglabú til sölu í nágrenni Reykjavikur. Á búinu eru m.a. ibúðarhús i smiðum. Skipti á ibúð eða einbýlis- húsi i Reykjavík kemur til greina. Tilboð merkt. „20 km akstur — 1 404" sendist Mbl. fyrir 28. þ.m. Nýkomið fjölbreytt úrval af höttum og húfum. Einnig kjólar. Stórar stærðir. Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 10. Reykjavík — Hafnarfjörður Frá og með 20. mai gildir sumaráætlun okkar á sérleyfisleiðinni Reykjavík — Garðahreppur — Hafnarfjörður. Land/eiðir h. f. Peugeot 404 '71 Til sýnis og sölu þriðjudaginn 21. mai. HafrafeU h/f, Grettisgötu 2 1. Atvinnuhúsnæði til leigu í Vallarstræti 4 (áður Hótel Vik). Upplýsingar á skrifstofu Björnsbakarís Breiðfirðingafélagið býður Breiðfirðingum 60 ára og eTdri i kaffi- drykkju í Félagsheimili Tannlæknafélags Is- lands, Siðumúla 35, á uppstigninqardaq 23. maí 1974 kl. 2 e.h. Stjórnin. Nágrenni Laugarvatns: SUMARBÚSTAÐUR Við viljum leigja sumarbústað að Laugarvatni eða í nágrenni á tímabilinu frá 1 . júni — 1 . september. Upplýsingar í síma 251 72 kl. 9- 1 7 mánudag — föstudag. JÖRÐ TILSÖLU Til sölu er jörð á einum bezta stað i Borgarfirði. Veiði. Mjög hentug kaup fyrir félagssamtök Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sin inn á afgr. Mbl. fyrir 1. júní merkt. „Einstakt tækifæri — 1411"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.