Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 20

Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI1974 hf Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100 Aðalstræti 6. sími 22 4 80 Askriftargjald 600.00 kr á mánuði innanlands I lausasohj 35.00 kr eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsinga r Margir fóru að skelli- hlæja á föstudags- kvöldið, þegar tilkynnt var í fréttatíma hljóðvarps og sjónvarps, að minnihluta- stjórn Ólafs Jóhannesson- ar hefði ákveðið að lækka verulega verð á landbúnað- arvörum — svo rækilega, að kartöflur lækkuðu úr 29,60 krónum í 9 krónur kílóið! — af hverju ekki 9 aura kílóið?! Það var þá kominn tími til, að eitthvað lækkaöi hjá vinstri stjórn- inni hugsaði margur. Og vissulega má sjá bros- legar hliðar á því, að minni- hlutastjórnin grípur nú til þess nokkrum vikum fyrir kosningar að lækka verð á lífsnauðsynjum. En hvern- ig skyldi þetta vera gert? Hvaðan koma peningarnir til þessara stórfelldu niður- greiðslna. Þegar menn fara að skoða það, hætta þeir að hlæja. Á fjárlögum er eng- in fjárveiting til þessara niðurgreiðslna. 1 ríkissjóði er ekkert fé handbært til þess að auka niðurgreiðsl- ur með þessum hætti. Hvernig fer ríkisstjórnin þá að þessu, spyr hinn al- menni borgari vafalaust. Og svarið er einfalt. Hall- dór E. Sigurðsson gefur út gúmmítékka á reikning ríkissjóðs í Seðlabankan- um til þess að standa undir þessum niðurgreiðslum. Á þeim reikningi er engin innstæða heldur mikill yfirdráttur og næstu vik- urnar hrannast upp inn- stæðulausar ávísanir frá ríkissjóði, sem eiga að fleyta minnihlutastjórn ólafs Jóhannessonar fram yfir 1. júlí. Það er því ekki ofmælt hjá Geir Hallgrímssyni í Morgunblaðinu í gær, að hér er um að ræða stór- felldan og ósvífinn kosn- ingavíxil. Þann víxil hyggj- ast þeir Ólafur og Lúðvík ekki borga. Nei, hann á að falla á ábyrgðarmennina, sem eru skattgreiðend- urnir í landinu. Þeir fá að borga þennan víxil á haust- mánuðum, ef ekki fyrr. Kaupgjaldsvísitalan átti að hækka um 13—15% um næstu mánaðamót. Minni- hlutastjórnin hefur nú ákveðið að greiða 8 vísi- tölustig niður með gúmmí- tékkum, sem mundu nema yfir 2000 milljónum króna, ef þessum niðurgreiðslum væri haldið áfram í 12 mán- uði. Jafnvel ' þótt þær standi ekki nema til ára- móta, kosta þær um 1275 milljónir króna. Áður en þessar niðurgreiðslur voru ákveðnar blasti við 2000 milljóna króna rekstrar- halli hjá ríkissjóði á þessu ári. Með auknum niður- greiðslum nú stefnir í 3300 milljóna halla hjá ríkis- sjóði. Vissulega ber að fagna því, að verð á búvör- um lækkar. En neytendur verða að skilja, með hvaða töfrabrögðum það er gert og að víxillinn fellur á þá sjálfa eftir nokkra mánuði. Vinstri stjórnin lækkaði líka gengið í fyrradag, um 4%, og hefur gengi krón- unnar gagnvart dollar þá fallið um 10% frá áramót- um. Þessi gengislækkun mun ekki duga útflutnings- atvinnuvegunum til þess að standa undir kostnaðar- hækkunum vegna verð- bólgunnar, en hún ýtir undir verðbólguþróunina innanlands. Hins vegar til- kynnti ríkisstjórnin um enn eina ráðstöfun sl. föstudag, sem gefur til kynna mat hennar á stöðu krónunnar. Nú verða allir þeir, sem flytja vörur inn til landsins, að leggja 25% af innkaupsverði vara inn á reikning f viðskiptabanka sínum og stendur sú upp- hæð þar í 3 mánuði. Þetta er bæði vísbending um mat ríkisstjórnarinnar á verð- gildi krónunnar og fyrsti vísir að innflutningshöml- um. Afleiðingin af þessari ráðstöfun verður sú, að" innflutningur dregst stór- lega saman og vöruskortur mun gera vart við sig inn- an tíðar, einfaldlega vegna þess, að innflytjendur hafa ekki fjármagn til þess að binda í bönkum svo lengi. Hér er enn siglt út í fen. Innstæðulausar ávísanir gefnar út til að bjarga ríkisstjórninni fram yfir 1. júní, káfað með gengi án þess að það ráði nokkrum úrslitum fyrir útflutnings- atvinnuvegina og veru- legar innflutningshömlur settar á f fyrsta skipti um langt árabil. Fróðlegt veröur að sjá, hvert næsta skrefið verður. Hvað á að gera við þau vísitölustig, sem eftir eru? Eiga launþegar að fá þau útborguð og stendur atvinnulífið undir því? Á að ,,fresta“ greiðslu þess- ara vísitölustiga? Er það ekki rán að mati Alþýðu- bandalagsmanna? Á að taka bílinn út úr vísitöl- unni og falsa hana þar með enn meir? Eða á alveg að taka þau af launþegum og skerða kjör þeirra að því marki? Við þessum spurn- ingum hefur ekkert svar fengizt enn. En bersýni- lega er það helzta kosn- ingamál þeirra Ólafs og Lúðvíks að fleyta sér fram yfir tvennar kosningar með því að gefa út gúmmí- tékka á Seðlabankann. All- ir vita, hvernig fer fyrir einstaklingum, sem slíkt stunda. En hvað um um- boðslausa minnihluta- stjórn, sem þannig ráðsk- ast með annarra fé? NIÐURGREIÐSLUR MEÐ GÚMMITÉKKUM | Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 18. Djúp spor í þróunarsögu Reykjavíkur „Fáir núlifandi menn hafa markað jafn djúp spor í þróunar- sögu Reykjavíkur,“ sagöi Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, er hann ávarpaði Geir Hallgrímsson i lok síðasta borgarstjórnarfundar kjörtímabilsins á fimmtudaginn var, en Geir Hallgrímsson lætur nú af störfum í borgarstjórn Reykjavíkur tuttugu árum eftir að hann var þangað kjörinn í fyrsta skipti, kornungur maður, á árinu 1954. Þetta eru orð að sönnu. Þau umskipti, sem urðu á 13 ára borgarstjórnarferli Geirs Hallgrímssonar í verklegum framkvæmdum borgarinnar, gatnagerð, hitaveitu og skipulags- málum, munu lengi í minnum höfð. En þegar saga Reykjavíkur þessara ára verður rituð, mun ekki síður vekja athygli sú bylt- ing í félagsmálastefnu borgarinn- ar, sem varð i borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar og gerir að viðundri þá staðhæfingu vinstri flokkanna, að þeir séu meiri „félagshyggju“ flokkar en Sjálf- stæðisflokkurinn. Jafnvel fögur orð þeirra jafnast ekki á við gerðir Sjálfstæðisflokksins í félagsleg- um málefnum Reykvíkinga, hvað þá-ef miðað er við „afrek" vinstri flokkanna, þar sem áhrifa þeirra hefur gætt í sveitarstjórnum eða í landsstjórninni siðustu 3 árin. Vinstri sinnaðir kjósendur, sem áhuga hafa á félagslegum umbót- um, ættu að gæta vel að þessu, áður en þeir kasta atkvæði sínu á einhvern vinstri flokkanna. Gisli Halldórsson, forseti borg- arstjórnar, lætur nú einnig af störfum í borgarstjórn Reykjavík- ur eftir 16 ára setu þar og fjögur ár áður sem varaborgarfulltrúi. Líklega hefur enginn einn maður átt jafn mikinn þátt í hinni glæsi- legu uppbyggingu íþróttamann- virkja á þessu tímabili og Gísli Halldórsson. Gildir þá einu, hvort um er að tefla hinar miklu fram- kvæmdir í Laugardal, aðstoð við einstök íþróttafélög borgarinnar eða aðrar framkvæmdir í þágu íþróttanna. Ahrifa hans hefur einnig gætt mjög í húsnæðismál- um borgarinnar og skipulagsmál- um. Dugnaður hans og hæfileiki til að fylgja kröfum tímans er einstæður og vekur virðingu allra þeirra, sem kynnzt hafa. Það er skaði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og málefni borgarbúa, að Sigurlaug Bjarnadóttir kaus af persónulegum ástæðum að hætta störfum í borgarstjórn Reykjavík- ur eftir aðeins fjögurra ára setu. Skörulegur málflutningur hennar og sterkur umbótavilji var Sjálf- stæðisflokknum mikill styrkur á þvl kjörtímabili, sem nú er að Ijúka. Fjórði borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sem kjörinn var I borgarstjórn í siðustu kosningum en er nú ekki í framboði er Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri, er sagði af sér störfum í borgarstjórn sl. haust, en hann tók við því embætti. Þar et> á ferðinni fremsti talsmaður Sjálf- stæðisflokksins I skólamálum og það er vel, að áhrifa hans-gætir áfram á þeim vettvangi í því mikilvæga embætti, er hann gegnir nú. Mikil endurnýjun Um leið og brotthvarf þessara fjögurra borgarfulltrúa af vett- vangi borgarmála er mikil blóð- taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn er hér líka dæmi um þá stöðugu end- urnýjun I vali frambjóðenda til borgarstjórnar, sem jafnan hefur einkennt framboð Sjálfstæðis- flokksins. Þeir, sem hafa á orði, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi of lengi haft meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur, komast ekki hjá því að viðurkenna, að þessi stöðuga endurnýjun tryggir flokknum þann lífsmátt og þf0rt kraft, sem hefur gert honum kleyft að halda trausti meirihluta Reykvíkinga og vinna þau þrek- virki í borgarmálum, sem verkin tala skýrustu máli um. Þegar fjallað er um þá fram- boðslista til borgarstjórnar, sem kjósendur nú geta valið um, vek- ur tvennt athygli. I fyrsta lagi eru frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins valdir i opnu prófkjöri, sem allir þeir borgarbúa, sem höfðu hugsað sér að styðja Sjálfstæðis- flokkinn I kosningunum á sunnu- daginn kemur, höfðu rétt til að taka þátt I, Niðurstaðan varð sú, að um 8000 reykvískir kjósendur tóku þátt I að velja frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins I þessum borgarstjórnarkosningum. Skip- an framboðslistans er að sjálf- sögðu i samræmi við þau úrslit, sem þar urðu. I öðru lagi er eftir- tektarvert, að vinstri flokkarnir bjóða upp á sömu gömlu andlitin x)g í síðustu kosningum. Alþýðu- flokkurinn og SFV bjóða upp á Björgvin og Steinunni eins og sið- ast, Framsóknarflokkurinn býður upp á Kristján, Alfreð og Guð- mund, sem er í samræmi við þá fulltrúasetu, sem verið hefur hjá Framsóknarflokknum meirihluta kjörtímabijsins. Eina breytingin hjá Alþýðubandalaginu er sú, að fulltrúi verkafólks er færður neð- ar á listann en menntamaður tek- inn i hans stað, sem er i samræmi við þá augljósu þróun, að Alþýðu- bandalagið er að verða flokkur hávaðasamra vinstri sinnaðra menntamanna, en tengsl þess við verkalýðshreyfinguna rýrna óð- um. Það er því Sjálfstæðisflokk- urinn, sem býður fram endurnýj- un — vinstri flokkarnir bjóða uþp á stöðnun. Málefnalegar nýjungar Endurnýjun hjá Sjálfstæðis- flokknum og stöðnun hjá vinstri flokkunum skilur ekki aðeins á Séð yfir austurhluta Kó milli, þegar um val frambjóðenda er að tefla — heldur einnig þegar skoðuð er málefnaleg staða þess- ara flokka. I borgarstjórn Reykja- víkur hefur Sjálfstæðisflokkur- inn stöðugt komið fram með mál- efnalegar nýjungar. I upphafi sjö- unda áratugarins var knýjandi þörf á að leggja varanlegt slitlag á götur I Reykjavík. Þá lögðu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram 10 ára áætlun um varanlega gatnagerð. Hún var framkvæmd. Þar tala verkin sínu máli. Nú á áttunda áratugnum er mönnum efst í huga náttúruvernd og um- hyggja fyrir því umhverfi, sem við búum í. Enn einu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt, að hann skilur þarfir nýrra tíma. Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjóri, hefur beitt sér fyrir um-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.