Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 22

Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. MAI 1974 21 Loftmyndaf n>ja bæjarfélaginu. stofnun og bjartsýni heimamanna voru undanfari þess.að ráóizt var i djúpboranir. Fýrsta djúpa borholan var bor- uð að Bygggarði og var um 864 metrar að d>!pt. Hún gaf töluvert vatnsmagn af um 80 gráðu heitu vatni. Þessi árangur var heima- mönnum mikil uppörvun og þeg- ar næsta ár var boruð önnur hola töluvert dýpri í Bakkavör, sem einnig gaf nokkurt vatnsmagn. Á þessu stigi þótti sýnt, aó af hita- veitu gæti orðið á Seltjarnarnesi og samið við verkfræðiskrifstofu um að gera frumáætlun að hita- veitu, og voru þá ýmsir valkostir hafðir f huga, m.a. að. fá vatn frá samveitu með Reykjavík. Niður- staða þessarar áætlunar var já- kvæð og þá sérstaklega ef veru- legt vatnsmagn fengist i hreppn- um sjálfum. A þessum tíma var borun djúpholu þrjú við Seltjörn að ljúka, sem gaf mjög góða raun eða 21—25 sek/1 af 105 gr. heitu vatni á 1740 metra dýpi. I apríl 1972 var svo hafizt handa um bor- un holu 4 í Bygggörðum, sem var nauðsynleg forsenda þess, að allt nesið fengi hitaveitu. Árangur af þessari borun var meiri en jafn- vel hinir bjartsýnustu höfðu þor- að að vona, því að talið er, að úr þessari holu megi fá allt að 50 lítra á sek. af 125 gr. vatni. HoL er 2020 metra djúp og næs. dýpsta borhola á landinu. Hitaveitan var síðan formlega tekin í notkun hinn 1. desember 1972. í upphafi var áætlað, að stofnkostnaður hitaveitunnar yrði liðlega 84 milljónir króna, en um 1.4 milljónir þannig að sparn- aðurinn við þessa einu götu er um 4.4 milljónir króna. Þar við bætist svo, að við uppbyggingu hitaveit- unnar voru hagkvæmnissjónar- mið höfð mjög á oddinum, og er hitaveita Seltjarnarness nú sögð hin ódýrasta á landinu. 1 þvi sambandi má nefna, að mjög sjálfvirkt stjórnkerfi er í dælustöð Seltjarnarness að Lindarbraut 13. Þetta kerfi gerir það kleift að aðeins þarf einn starfsmann við hitaveituna, sem annast allt eftirlit, bæði í dælu- stöðvum og með húskerfum. Kerf- ið er hannað með sjálfvirkni og hagkvæmni fyrir augum. í dælu- stöðinni er þannig sjálfvirkt við- vörunarkerfi, sem lætur vita sím- leiðis um allar truflanir. I stöð- inni eru annars þrjár dælur, sem hver um sig getur annað vatns- notkun Seltjarnarness og stöðin getur allsannað þörfurn 6—8þús- und manna byggðar. Þá hefur verið keypt vararafstöð fyrir veit- una til notkunar þegar bilanir verða á veitusvæði Landsvirkjun- ar. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir slíkri varastöð fyrr en 1978 en eftir sfendurteknar rafmagns- bilanir og truflanir 1972—73 ákvað hitaveitustjórn að festa nú þegar kaup á slíkri stöA Hefur verið byggt >fir hana og hún tengd lerfinu, þannig að reksttaröryggi veitunnar á nú að vera ve' trvggt. ÍÞRÓTTAMÁL Á þeim vettvangi ber hæst sig- ur íþróttafélags Seltirninga -- Stórhugur og framkvæmda- gleði í Seltjarnarnesbæ SENNILEGA hefur ekkert klingt eins oft í eyrum Seltirninga og hin fleyga vísa Þórbergs um að Seltjarnarnesið sé Iftið og lágt, lifi þar fáir og hugsi smátt, enda tilvalið vopn meinhæðinna manna. En það eru liðnir nokkrir áratugir frá þvf, að meistari Þór- bergur setti fram þessa staðhæf- ingu, og á liðnum árum hefur nesið litla og lága tekið slíkum stakkaskiptum, að nú hljómar lýsing skáldsins eins og hagan- lega samin öfugmælavísa. Að vísu er nesið enn lítið og lágt.en fbúar þar eru hins vegar orðnir 2500 —600 og smá hugsun hefur Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri. Karl B. Guðmundsson, oddviti. orðið að víkja fyrir stórhug og framkvæmdagleði, sem á sér tæpast fordæmi í byggð af svip- aðri stærð. Og nú hefur Seltjarnarnesið öðlazt kaupstaðarréttindi. Þar hafði hreppsnefnd starfað óslitið frá árinu 1875 eða í tæpa öld og haldnir höfðu verið tæplega 1000 bókaðir fundir frá því að hrepps- nefndarlögin tóku gildi forðum daga. En nú þótti tímabært að leita effir kaupstaðarréttindum vegna þeirrar þjónustu, sem slíkt felur í sér fyrir fbúa Seltjarnar- ness. Þau réttindi voru afgreidd frá Alþingi hinn 29. marz sl. og Seltjarnarnes er nú 15. kaupstað- ur landsins. I spjalli við þá Karl B. Guómundsson, oddvita, og Sigur- geir Sigurðsson, bæjarstjóra, eins og hann er titlaður núorðið, kom fram, að veigamesta breytingin samfara kaupstaðarréttindunum verður sú, að þjónusta sýslu- mannsins í Kjósarsýslu flyzt nú inn i byggðina. Upphaflega var gert ráð fyrir sérstökum bæjarfó- geta fyrir Seltjarnarnes, en Al- þingi breytti frumvarpinu þannig, að í stað fógeta verður á Selljarnarnesi fulltrúi sýslu- manns í Kjósarsýslu, í nýja kaup- staðnum verða því i framtíðinni veðmálabækur kaupstaðarins varðveittar, ökuskírteini og vega- bréf verða gefin þar út og enn- fremur verður þar tekið við sölu- skalti. Eins verður Sjúkrasamlag Seltjarnarness stofnað að nýju og umboð almannatrygginga mun opna skrifstofur í kaupstaðnum. Þá er gert ráð fyrir, að á þessu ári taki til starfa á Seltjarnarnesi gjaldheimta, er hefur sama starfs- svió og samnefnd skrifstofa i Reykjavik. Kaupstaðarréttindin munuekki hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir íbúa Seltjarnarness heldur vænta forráðamenn hans fremur P sparnaðar af þessari ráðstöfun, | þar sem nú falla niður gjöld til sýslu og sýsluvegagjöld að upp- hæð um 1 milljón króna árlega. Einhver kostnaður mun þó falla á byggðina en hann verður hverf- andi miðað við þá þjónustuaukn- ingu, sem kaupstaðarréttindin hafa í för með sér. HITAVEITAN Þegar litið er yfir farinn veg fer ekki á milli mála, að mesta hagsmunamál Seltirninga og stærsta framkvæmdin er hitaveit- an.Óhætt er að segja, að hrepps- nefnd Seltjarnarneshrepps hafi sýnt mikla bjartsýni og áræði, þegar ákveðið var árið 1965 að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni á nesinu, þvi að fyrir lágu hrakspár sérfræðinga um að þar væri ekkert heitt vatn að finna. Við þessar tilraunaboranir kom hins vegar f ljós, að mikill hiti var þarna í jörðu en frekari borana var þörf til að skera úr um nota- gildi. A næstu tveimur árum var borunum haldið áfram, en þó voru aðeins boraðar 100—500 metra djúpar holur i könnunar- skyni. Þessar kannanir ásamt mælingum sérfræðinga við Orku- við vigslu veitunnar var kostnað- urinn orðinn um 75 milljónir króna og er nú með öllu kominn upp í um 80 milljónir. Vatns- magnið, sem hitaveitan hefur yfir að ráða, á að nægja byggðinni á Seltjarnarnesi næstu 15—20 árin eða þar til Seltirningar eru orðnir 5500—6000. Talið er, að hægt sé að auka vatnsmagnið með þvi að bora fleiri holur ef þurfa þykir, svo og er hægt að koma upp vatns- geymum og auka þannig verulega afkastagetu hitaveitunnar i lang- vinnum frosthörkum. Ljóst er, að íbúar Seltjarnar- ness spara tugmiljónir króna á ári hverju við það að hita upp hús sin með heitu vatni f stað oliu. Sem dæmi um sparnaðinn má nefna eina götu — Melabraut. Þar var árið 1970 notaðir 511.816 litrar af olíu tilað kynda húsin við götuna, en þetta olíumagn kostar nú 5,8 miUjónir króna. Hins vegar kost- ar hitaveitan i þessi hús aðeins Gróttu —i 2. deild Islandsmótsins i handknattleik, sem þar með hefur öðlazt fétt til að leika í 1. deild á næsta keppnistámabiii. Vonast forráðamenn bæjarins til þess, að þessi árángur handknatt- leikspiltanna í Gróttu eigi eftir að verða íþróttalífinu þar mikil lyftistöng og hyggjast fylgja því eftir með >Tnsum stórfram- kvæmdum ásviði íþróttamála. Þannig er nú i ráði að b>6tíja sundlaug við íþróttahúsið og félagsheimilið á Seltjarnarnesi. Er verið að hanna sundlaugina og mannvirki henni samfara um þessar mundir. Gert er ráð fyrir, að hornrétt á iþróttahúsið rísi tveggja hæða hús til suðausturs. í húsinu verða fullkomnir búnings- klefar og gufubaðstofur, svo að dæmi séu nefnd. í krikanum milli félagsheimilisins og þessa húss verður svo sjálf sundlaugin og ætti þar að vera tiltölulega skjól- gott. Framkvæmdir við húsið eiga Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.