Morgunblaðið - 19.05.1974, Page 27

Morgunblaðið - 19.05.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974 27 Rekstur Ferðaskrif- stofu ríkisins Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi svar frá samgönguráðuneyt- inu við ádeilum Sigurðar Magnús- sonar forstjóra: Það er sem betur fer sjaldgæft, að ráðuneyti þurfi að standa í blaðaskrifum vegna ummæla og árása forstjóra þeirra stofnana, sem undir það heyra. Hjá því verður þó ekki komizt, að sam- gönguráðuneytið geri nokkrar athugasemdir vegna ummæla Sig- urðar Magnússonar fráfarandi forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, sem birt hafa verið í nokkrum dagblaðanna 14. og 15. þ.m., svo og athugasemdir við bréf það, sem Sigurður skrifaði samgöngu- ráðherra 19. marz sl. og birtist í Morgunblaðinu 15. þ.m. I þessum blaðaskrifum gætir ekki einungis mistúlkunar, heldur er sums stað- ar beinlínis um ranghermi að ræða. Mun ráðuneytið ekki elta ólar við smáatriði I viðtölum við Sig- urð, en aðeins gera athugasemdir við eftirtalin aðalatriði: 1. Það er ekki rétt, sem haft er eftir Sigurði í Vfsi 14. þ.m., en hann segir þar m.a. svo: „Ég hef frá því i október farið þess á leit að fá fé til greiðslna á gömlum skuldum og rekstrarfé til þess, að unnt yrði að halda áfram rekstri skrifstofunnar. Þetta fé hef ég ekki fengið.“ Sannleikurinn er sá, að Sigurð- ur hefur fengið veruleg fjárfram- lög, sem notuð hafa verið til skuldagreiðslna og reksturs. Þessi framlög eru sem hér greinir: 1. Framlag á fjárlögum 1974 (en slíkt framlag hefur F.R. ekki fengið i allmörg ár fyrr en nú ) gr. 8. jan. ’74 5.0 m.kr. 2. Fjárveiting utan fjrárlaga, gr. 28. des. ’73 5.0 m.kr. 3. Fjárveiting utan fjárlaga, gr. 20. marz ’74 5.0 m.kr. 4. Fjárveitingar utan fjárlaga 1974 til launagreiðslna 1.8 m.kr. 5. Lán úr Ferðamálasjóði v/fjárfestingaframkv. F.R. undanfarin ár. Lánið er veitt 1973 5.0 m.kr. Samtals 21.8 m.kr. Til viðbótar þessu hefur verið í athugun öflun frekari yfirdráttar- heimildar eða bráðabirgðaláns frá banka, eða a.m.k. hefur ráðu- neytið falið Sigurði að leita eftir slíku láni. Loks skal þess getið, að þessar fjárveitingar til F.R. hafa allar verið byggðar á áætlunum um af- komu síðasta árs, sem að visu hafa I aðalatriðum reynzt réttar, en reikningur F.R. fyrir árið 1973 var ekki sendur ráðuneytinu fyrr en I byrjun þessa mánaðar. 2. I áðurgreindu bréfi til ráð- herra kveðst Sigurður mjög and- vígur því, að tsland hætti aðild að landkynningarskrifstofu Norður- landanna í New York. Akvörðun ráðuneytisins um að hætta aðild var þó tekin fyrst og frémst á grundvelli álits þriggja manna nefndar, sem Sigurður átti aðild að og skipuð var til að kanna núverandi fjárhags- og reksturs- grundvöll Ferðaskrifstofu ríkis- ins. I áliti nefndarinnar um þetta mál, dags. 27. nóv. f.á., segir m.a. svo: „Ýmislegt hefur á þeim stutta tíma, sem liðinn er siðan þetta samstarf hófst, komið fram, sem gerir það vafasamt, að þátttakan sé eins eðlileg og sjálfsögð og hún virtist i upphafi.” Er siðan vikið að því, að kostnaður við þátttök- una hafi af orsökum, sem ekki hafa fengizt skýringar á, farið langt fram úr áætlun, ekki hafi orðið jafnmikið gagn að þessu samstarfi fyrir íslenzka landkynn- ingu og talið var í fyrstu og að sameining íslenzku flugfélaganna hafi einnig veruleg áhrif í þá átt að draga úr gildi þessarar sam- vinnu. Allir nefndarmenn, þ.á m. Sig- urður Magnússon, voru sammála um framangreint atriði. Ráðuneytið fær ekki séð, að neitt það hafi síðar komið fram, sem breyti þessu áliti, nema þá til að styrkja það, en horfur eru á að kostnaðaraukinn verði miklu meiri en álitið var í nóvember. 3. I áminnstum blaðagreinum, svo og bréfi Sigurðar er gefið 1 skyn, að seinagangur hafi verið i viðkomandi ráðuneytum á af- greiðslu fjárhagsmála F.R. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að nefnd sú, sem skipuð var til að kanna starfsemi og rekstur F.R. 16. nóv. s.l. skilaði áliti og tillög- um strax 5. des. og á grundvelli þeirra tók ráðuneytið sina ákvörð- un daginn eftir 6. des., og sendi með bréfi til Sigurðar Magnús- sonar. Eins og komur fram i lið 1) hefur F.R. allt frá því í fyrrahaust verið að fá sérstaka fjárhagslega fyrirgreiðslu. Hitt er svo annað mál, að enginn forstjóri ríkis- stofnunar getur búist við að stofn- unin fái nema mjög takmarkað fjármagn til ráðstöfunar utan fjárlaga. Þar hafa viðkomandi ráðuneyti skyldum að gegna um aðgæslu og aðhald, auk þess sem fjárveitingavaldið er i höndum Alþingis. 4. Að þvi er vikið í blaðaskrif- um, að lagaákvæðin um Ferða- skrifstofu ríkisins séu orðin „dauður bókstafur Það er alveg rétt, að þau eru að nokkru leyti úrelt. Ráðuneytið vill því minna á, að fyrir Alþingi hefur legið tvö undanfarin þing frumvarp um Ferðamálastofnun Islands, sem ekki hefur hlotið afgreiðslu. Ráðuneytið vill ennfremur minna á, að Sigurður Magnússon hefur í Ferðamálaráði beitt sér gegn sam- þykkt þessa frumvarps, án þess þó að ljóst liggi fyrir, hvað hann vill fá í staðinn. Að lokum vill ráðuneytið taka fram, að það fær ekki betur séð en það sé gagnstætt hagsmunum íslenzkra ferðamála, að starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins sé gerð tortryggileg i augum innlendra og erlendra viðskiptaaðila, en skrif fráfarandi forstjóra hennar ggetu vissulega verið til þess fall- in. Mál þetta er hér með útrætt af ráðuneytisins hálfu. Samgönguráðuneytið, 16. maí 1974. — auðvitað! Árgerð 1974 — vönduðustu hjólhýsatjöld í Evrópu — enginn vafi! Aukið notagildi hjólhýsanna og tvöfaldið flatarmálið með aðeins 10% viðbótar-kostnaðil! Sérstaklega hentug við íslenzkar aðstæður. 2ja ára reynsla hérlendis. Útvegum tjöld á allar gerðir hjólhýsa. Leitið upplýsinga — pantið tímanlega. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919. Finnski leikflokkurinn Tilateatteri sýnir leikritið „Heldur syng ég en græt" i Norræna húsinu mánudaginn 20. maí k/. 20:00. Aðgöngumiðar seldir i kaffistofu Norræna hússins frá hádegi á mánudag. Norræna húsið. NORRÆNA H1151Ö POHJOLAN TAIO NORDENS HUS FATAEFNI Nýjasta tízka frá Scabal Reid & Taylor Hermes Hercules og fl. ÍJtgfösdlulrfjrantisson ogCo Vesturgötu 4 símar 13470 — 10935 Klæðskerar: Haraldur Örn Sigurðsson Sævar K. Ólason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.