Morgunblaðið - 22.05.1974, Side 4

Morgunblaðið - 22.05.1974, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 22. MÁt 1974 STAKSTEINAR ® 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 V_____—I------ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR TEL. 14444 • 25555 Sama gamla samstaðan Fyrir réttum fjórum árum sátu frambjóðendur vinstri flokkanna til borgarstjórnar Reykjavíkur fyrir framan sjón- varpsvélarnar, rétt eins og sl. sunnudag. Þá kepptust þeir við að gefa yfirlýsingar um, að ekk- ert yrði þeim auðveldara en að vinna sem ein heild að kosning- um loknum, nákvæmlega eins og sl. sunnudag. Þeir reyna af ofurkappi nú eins og þá að telja kjósendum ( Reykjavfk trú um, að þeir geti unnið saman að málefnum borgarinnar. Hver er svo reynslan af sam- vinnu þessara flokka? Ekki þarf að f jölyrða um, hvernig til hefur tekizt á sviði landsmál- anna. Það vita allir. I borgar- stjórninni hefur reynslan ekki orðið betri. Eitt af fyrstu verk- efnum nýkjörinnar borgar- stjórnar á sfðasta kjörtfmabili var að kjósa f nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Þá kom fVrst í ljós, hver samstaðan var, nokkrum dögum eftir að hinar fögru yfirlýsingar höfðu verið gefnar á sjónvarpsskerminum. Er skemmst frá þvf að segja, að ekki náðist nein samstaða. Bókanir og brigzlyrði gengu á vfxl við það tækifæri, eins og Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri rakti f sjónvarps- þættinum sl. sunnudag. Og þannig hefur samvinnan gengið áfram á umliðnu kjör- tfmabili. Þegar menn fóru að hugsa til þeirra kosninga, sem nú standa fyrir dyrum, datt vinstri mönnunum f hug, að vert væri að reyna sameiginlegt framboð. Hefði þetta átt að reynast auðvelt, ef samstaðan var sifk, sem lýst var. Engin samstaða náðist. Næst varð það fyrir að reyna að sameinast um borgarstjóra- efni. Engin samstaða náðist. t kosningablaði, sem jafnaðar- menn gáfu út nú fyrir skemmstu, var harðlega mót- mælt skoðun, sem fram hefur komið meðal framsóknar- manna um, að Guðmundur G. Þörarinsson væri borgarstjóra- efni vinstri flokkanna. Var sagt, að slfkt gæti alls ekki orð- ið, þvf að allir minnihluta- flokkarnir hefðu staðið að til- lögu f borgarstjórn 2. maf sl. um, að ráðinn skyldi maður f stöðu borgarstjóra, sem ekki væri borgarfulitrúi. Klykkt var út með þvf, að sá maður myndi alls ekki verða Guðmundur G. Þórarinsson, þó að hann næði ekki kjöri. Þá minnast menn þess, sem horfðu á framboðsfund f sjón- varpssal sl. sunnudag, að Fram- sókn hældi sér af að hafa verið forystuffokkur vinstri sam- vinnunnar f borgarstjórn sfð- asta kjörtfmabil. Hvatti hún kjósendur tii að tryggja, að svo yrði áfram. Talsmenn Alþýðubandalags- ins töldu f þessum sama þætti, að þeir væru útvaldir til að veita hjörðinni forystu og frambjóðendur jafnaðarmanna töldu einsýnt, að nú þyrfti kjósendur að efla hið nýja sam- einaða framboð hinna einu sönnu krata til forystunnar á vinstri vængnum. Loks komu kappar Bjarna Guðnasonar upp og voru drjúgir með sig. Vör- uðu þeir kjósendur við að kjósa gömfu vinstri flokkana, sem væru staðnaðir og vondir ffokkar, sem ekki væri treystandi til góðra verka. „Gerum ekkert stórt” Allir geta séð, hvert myndi stefna, ef sú ógæfa dyndi yfir Reykjavfk, að allir þessir miklu forystuflokkar fengju aðstöðu til að halda um stjórn- völ borgarinnar. Hreint æði hrossakaupa myndi grfpa um sig. Reykvfskir kjósendur munu sjá um, að slfkt gerist ekki. Þeir munu sjá svo um, að hið nýja kosningaslagorð vinstri manna, sem hraut af vörum Steingrfms Hermanns- sonar ritara Framsóknarflokks- ins f útvarpsviðtali f fyrra- kvöld, verði að veruleika: „Ætli að við gerum nokkuð stórt.“ Vinstri flokkarnir munu ekki gera neitt stórt f þeim borgarstjórnarkosningum, sem fram undan eru. Kjósendur eru orðnir langeygir eftir tækifær- inu til að veita þeim þá ráðn- ingu, sem þeir munu muna eftir. BlLALEIGA CAR RENTAL SENDUM 18 27060 ÁLfNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER ^ SAMVINNUBANKINN SKOZK KONA með margþætta reynslu sem einkaritari, við sjálfstæðar enskar bréfaskriftir og einnig skýrsluvélar, óskar eftir skrifstofustarfi. Uppl. í síma 52892. 2JA HERB. RISÍBÚÐ á góðum stað i Austurbænum til leigu frá 1. júnl n.k. Fyrirfram- greiðsla óskast. Tilboð sendist á afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m. merkt: „Risíbúð —- 1291" KEFLAVÍK Til sölu nýtt raðhús ásamt bílskúr. Uppl. i sima 2979 eftir kl. 5. CITROEN GS ' 71 til sölu og sýnis i dag. Glóbus h/f Lágmúla 5 Sími 81555 SUMARBÚSTAOARLÓO við Þrastarlund i Grímsnesi til sölu. Teikning fylgir. Eignaþjónustan, Njálsgötu 23, sími 26650. VERZLUN VIÐ LAUGA- VEG til sölu. Eignaþjónustan, Njálsgötu 23, simi 26650. Sandgerði Til sölu litið vel með farið einbýlis- hús. Hagstætt verð og greiðslu- skilm. FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27, Keflavik. Sími 1420. SUMARBÚSTAÐALAND VIÐ KRÓKATJÖRN í Mosfellssveit til sölu. Teikning fýlgir. Eignaþjónustan, Njálsgötu 23, sími 26650. Borgarstjóri svarar... Til kjördags svarar borgarstjórinn í Reykjavík fyrirspurn- um borgarbúa um mál- efni Reykjavíkur. Lesendur Mbl. eru hvattir til að hringja í síma 10100 kl. 10-11 fyrir hádegi. Opið svæði Frfða Gísladóttir, Bakkagerði 19, spyr: „1. Hvenær verður opna svæðið á gatnamótum Grensásvegar og Hæðargarðs tekið til ræktunar og snyrtingar eins og svo víða hefur verið gert hér í borginni. Önnur spurning fjallar um nauðsyn gangstíganna og er þar fyrst að nefna gangstíg — með barnavagnabreidd að sjáifsögðu — milli Bakkagerðis og Steina- gerðis. — 2. Ár eftir ár hefur okkur verið lofað, að gangstígar, sem nú liggja milli Teigagerðis og hitaveitustokksins og Bakkagerð- is og Stokksins, verði malbikaðir. Þurfum við enn að bíða í mörg ár spyr ég að lokum?“ Svar borgarstjóra: „1. Umrætt svæði hefir ekki verið ræktað vegna athugana skipulagsins um hagnýtingu svæðisins sem byggingareits. Fljótlega mun verða tekin ákvörð- un um nýtingu svæðisins og verð- ur því frágangur þess að bíða þeirrar ákvörðunar. 2. Umræddir gangstfgar eru á framkvæmdaáætlun í sumar.“ Skjólveggur Guðrún Þórðardóttir, Hraun- bæ 114, spyr: „Hvernig stendur á því, að ekki hefur verið hægt að fá skjólvegg við efri gæzluvöllinn í Rofabæ?“ Borgarstjóri svarar: „Skjólveggir voru settir við gæzluvöllinn strax er hann var í byggingu, en voru fjarlægðir vegna kröfu frá íbúum í nær- liggjandi íbúðum, er töldu þá skyggja á útsýni." Tengibygging Rigmor Magnússon, Austur- brún 35, spyr: „Teiknuð var upphaflega tengibygging milli húsa í Laugalækjarskóla. Enn hefur þessi tengibygging ekki verið reist. Hvenær er útlit fyrir, að það verði?“ Borgarstjóri, svarar: „Vegna samþykktar hinna nýju fræðslulaga um skiptingu skólastiga milli grunnskóla og framhaldsskóla verður að taka til endurskoðunar hvernig skól- ar í eldri borgarhverfum verða nýttir. Þetta mun leiða til þess að endurskoða verður einnig hugmyndir um stækkun skóla og teikningar að viðbyggingum út frá því, hvoru þessu hlut- verki þeir eigi að þjóna og hvernig. Þetta snertir einnig Laugalækjarskólann og hefur því ekki ennþá verið tekin ákvörðun um, hvenær ráðist verði í þær byggingarfram- kvæmdir sem um er spurt.“ Uthlutun lóða Óiafur Thoroddsen, Arnar- hrauni 20, Hafnarfirði: „Hverjar reglur gilda um út- hlutun lóða og byggingarleyfa, einbýlishús, raðhús og fjöl- býlishús að hluta? Nú eru jafnan birt nöfn þeirra manna, sem hlotið hafa lóðir o.s.frv. Mælti nokkuð á móti því að birta nöfn allra umsækjenda? Skattskrá, þingiýsingabækur og jafnvel skuldir opinberra gjaida eru opinber gögn. Væri nokkur goðgá að birta helztu upplýsingar um umsækjendur, svo sem opinber gjöld, fjöl- skyldustærð o.s.frv. Gæti ekki þetta fyrirkomulag kveðið niður alls konar sögu- sagnir?" Borgarstjóri svarar: „í stuttu máli eru viðmið- unarreglur þær, að umsækj- andi þarf að hafa átt samfellda búsetu í 5 ár fyrir úthlutun og að öðru jöfnu ganga þeir fyrir, sem ekki hafa fengið úthlutun á lóð áður, eða a.m.k. 5 ár, að því er varðar úthlutun á aðild að fjölbýlislóó, en 10 ár að því er varðar úthlutun á raðhúsi eða einbýlishúsi. Þá er gerð sú krafa, að umsækjandi sé skuld- laus við borgarsjóð (Gjald- heimtuna) og umsækjandi þarf að sýna fram á, að hann geti fjármagnað bygginguna. Að sjálfsögðu er einnig litið til ým- issa annarra atriða, s.s. fjöl- skyldustærðar og húsnæðis- mála umsækjanda. Nöfn þeirra, sem fá úthlutun á lóðum, eru ekki birt á vegum Reykjavíkurborgar, en hins vegar skráð f fundargerð borg- arráðs, sem send er f jölmiðlum. Ég tel ekki, að Reykjavíkur- borg eigi að hafa frumkvæðí að þvi að birta þær upplýsingar um umsækjendur, sem fyrir- spyrjandi nefnir. Þar sem þetta eru hins vegar opinber gögn geta þeir, sem áhuga hafa, kynnt sér þau, og fjölmiðlar gætu eflaust birt þau, ef þeir teldu það hafa fréttagildi." Gamall húshjall Erna Sigurjónsdóttir, Sörla- skjóli 82, R. „Við Sörlaskjól, á svæðinu sunnan megin götunnar, hafa til skamms tíma staðið tveir gamlir húshjallar. Nú hefur annar þeirra verið fjarlægður, en hinn stendur eftir. Hvenær verður hann f jarlægður?" Borgarstjóri svarar: „Nú er verið að ganga frá samningum við eigendur og leigutaka skúrsins, sem eftir stendur, um að rýma allt það, sem f honum er. Verður skúr- inn að því loknu tafarlaust rif- inn.“ Laugarnessóknar Kaffisala Kaffisala Kvenfélags Laugar- nessóknar verður á uppstign- ingardag, og eins og um mörg undanfarin ár í Veitingahúsinu við Borgartún 32, sem áður hét Klúbburinn. Hún hefst klukk- an 3 að' lokinni guðsþjónustu f Laugarneskirkju, þar sem séra Guðjón Guðjónsson æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar mun predika. Eitt það dýrmætasta, sem nokkur kynslóð á, eru óeigin- gjarnar hugsjónir, og einbeitni og festa til að koma þeim fram. í þeim anda hefur Kvenfélag Laugarnessóknar unnið í 33 ár, eða frá þvf það var stofnað. Það ásamt hinum safnaðarfélög- unum á við mjög óf ullnægjandi Kvenfélags og takmarkað húsnæði að búa í kjalíara kirkjunnar. Allur ágóði kaffisölunnar í ár rennur, eins og undanfarin ár, í safnaðarheimilissjóð. Það er erfitt að koma þessu máli fram. Ymsir erfiðleikar. Mér dettur í því sambandi f hug mynd úr bæjarlífinu hér frá bernskuárum mínum. Þá gekk Hjálpræðisherinn hér stundum um göturnar með lúðrablæstri og söng, jafnvel upp Bakarabrekkuna, eins og við kölluðum Bankastræti. Þá stóðum við strákarnir á gang- stéttinni og hlógum að því, hvað fólkið átti erfitt með að syngja á göngunni upp í móti vegna andþrengsla. Ég hefi blygðast mín fyrir þann hlátur síðar, þvf hvað sungu þau? Þau sungu: „Aldrei gefast upp, nei, nei gefast upp nei nei.“ Þetta er ein mesta speki, sem er til. Það er í þessum anda, sem Kvenfélag Laugarnessóknar vinnur að sínum óeigingjörnu hugsjónum, bæði til að líkna og til að lyfta á þeirri þjóðlífs- braut, sem á að liggja upp á við. Ég hvet alla til að styrkja konurnar í óeigingjörnu starfi þeirra með því að líta inn í Veitingahúsið við Borgartún einhvern tfma milli 3 og 6 á uppstigningardag. Þar bíður fagurt og lokkandi hlaðborð og ilmandi kaffi. Þar verður líka eitthvað fyrir börnin, sem koma með foreldrum sfnum, svolítið leikfangahappdrætti, þar sem allir fá eitthvað — eng- in núll. Þar verður lágvær hljómlist eins og fjarlægur undirdraumur og kvenfélags- konur ganga um beina og reyna að láta öllum líða vel. tJtsýnið yfir sundin, viðmótið, „stemn- ingin“. Allt á þetta að hjálpast að til að gera gestunum stund- ina sem ánægjulegasta. Velkomin öll í Veitingahúsið við Borgartún á uppstigningar- dag. Garðar Svavarsson. mmmB: ft li •►ÍMI1 ■ *■+ ♦ «<* **

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.