Morgunblaðið - 22.05.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974
• Græna byltingin
Skólabörn græði
Eggjarnar að Hóbnsheiði
EITT af þeim svæðum utan
borgarmarkanna, sem verst er
farið hvað gróður snertir, eru
Eggjarnar að HÓImsheiðinni,
ekki stórt svæði en verður dálftið
óhrjálegt 1 áætluninni um
umhverfi og útivist, sem Reykja-
vfkurborg hefur látið vinna og
borgarstjóri lagði fram fyrir
skömmu, er þetta svæði tekið fyr-
ir. En það liggur nánar til tekið
til qorð- austurs upp af Rauða-
vatni.
Gerð er tillaga um, að þetta
svæði verði tekið til skógræktar á
þann hátt, að nemendur barna- og
unglingaskóla borgarinnar fari
Öskjuhlfðin hefur verið
skipulögð og á að halda sem
mest og vera sem ósnortast
útivistarsvæði.
þangað f gróðursetningarferðir á
hverju vori. Væri það liður f
námi. Mætti hugsa sér, að hver
skóli fengi seitt umráðasvæði.
Við Rauðavatn er enfremur
gamla trjáræktarsvæðið með
dvergfuru frá þvf um aldamót.
Svæðið kring um Rauðavatn er
þegar notað nokkuð til frfstunda,
svo sem skautafþróttar og hesta-
mennsku á vetrum, en tilvalið er
að vera með flatbona seglbáta og
róðrarbáta á vatninu. Furulundur
Skógræktarfélags Reykjavfkur er
austan vatnsins, og hefur félagið
látið skipuleggja þar útivistar-
svæði. Fyrirhugað er að rækta
trjágróður meðfram norðurmörk-
um vatnsins og bæta tengsli svæð-
isins við Árbæjarhverfi og Elliða-
ársvæðið f heild. Og benda má á,
að Rauðhólar hafa verið friðaðir
og eru þarna skammt frá. A þess-
um slóðum ætti þvf f framtfðinni
að geta orðið fallegt og skemmti-
legt til útiveru.
Menntaskóli í
Norðausturborginni
mála um að leggja til við stjórn-
völd, að þessi leið verði valin.
Engar endanlegar ákvarðanir
hafa þó verið teknar og engar
breytingar verða á skólasókn
nemenda f Vogahverfi næsta
skólaár — hvaða leið, sem valin
kann að verða.
Víðtæk áhrif grunnskólalag-
anna á skólamál borgarinnar
GRUNNSKÖLALÖGIN nýju
koma til með að hafa vfðtæk áhrif
á skólamál borgarinnar. Vegna
þeirra m.a. skipuðu menntamála-
ráðuneytið og borgarráð þegar sl.
haust nefnd, sem nýlega hefur
lokið störfum, en meginverkefni
hennar var að gera tillögur um
hvernig komið yrði á samfelldni f
skóladvöl nemenda f Reykjavfk,
t.d. hvað lýtur að aukningu skóla-
húsnæðis, aðstöðu til að neyta
skólamáltfða og fyrirkomulagi
sundkennslu, svo að eitthvað sé
nefnt.
Nefndin gerði ennfremur áætl-
un um nýtingu alls skólahúsnæðis
f Reykjavík á vegum rfkis og
borgar miðað við, að starfræktur
verði forskóli 6 ára barna, grunn-
skóli 7—15 ára barna (1.—9.
bekkur) og fjögurra ára fjöl-
brautaskólar fyrir nemendur 16
ára og eldri.
Hin nýju fræðslulög, sem sam-
þykkt voru á síðasta Alþingi, leiða
til þess að gera verður ýmsar
breytingar á nýtingu þessa skóla-
húsnæðis. Þannig bætist þriðji
bekkur gagnfræðastigs, miðað við
eldri löggjöf, við skyldunámið í
samræmi við skiptingu námsins f
grunnskóla og fjölbrautastig. Þá
er gert ráð fyrir, að sumir af
núverandi gagnfræðaskólum
borgarinnar verði fjölbrauta-
skólar, sem tengist með ákveðinni
verkaskiptingu menntaskólunum
og iðnskólanum.
Ein fyrsta ákvörðunin, sem
kemur til með að þurfa að taka í
þessu efni, er að skapa aðstöðu til
menntaskólahalds f Norðaustur-
hverfi borgarinnar. Tveir skólar
— Laugalækjarskóli eða Voga-
skóli — koma einkum til greina,
og athuganir hafa farið fram á
vegum embættismanna mennta-
málaráðuneytisins og fræðslu-
skrifstofu Reykjavfkurborgar á
því hvaða lausn sé hagkvæmust.
I þessu efni voru þrfr valkostir
kannaðir:
Valkostur I. — Viðbygging við
Laugarnesskóla, þannig að hann
verði grunnskóli, og stækkun
Laugalækjarskóla, þannig að
hann fullnægi þörfum mennta-
skóla í þessum borgarhluta.
öbreyttar aðstæður verði við
Langholts- og Vogaskóla nema
hvað byggja þyrfti leikfimi- og
samkomusal við Langholtsskóla
til að þar geti orðið um samfellda
skólasókn að ræða.
Valkostur II. — Sami og í val-
kosti I. að öðru leyti en þvf, að
unglingadeildin úr Langholts-
skóla (7.—9. bekkur) sæktu
Vogaskólann, sem ekki er full-
nýttur með nemendum úr hans
eigin skólahverfi. Með þessari
lausn yrði þó húsnæði Langholts-
skólans ekki fullnýtt.
Valkostur III. — Ekki sé byggt
við Laugarnesskóla og Lauga-
lækjarskóla að svo stöddu og þeir
starfi á sama hátt og nú er. Byggt
verði við Langholtsskólann
kennslustofuhúsnæði auk áður-
nefnds leikfimi- og samkomusalar
— til að rúma unglingastigið
(7.—9. bekk) úr Vogaskólahverfi.
Fyrsti byggingaráfangi Vogaskól-
ans (lengjan við Gnoðarvog)
verði notaður sem forskóli og
barnaskóli fyrir Vogahverfi með
viðbyggingu er hýsi stjórnun skól-
ans, aðstöðu til sérgreinakennslu
og fleira svo að hann uppfylli
kröfur fyrir þriggja hliðstæðna
barnaskóla samkvæmt byggingar-
normum. Jafnframt þessu verði
II., III. og IV. áfangi Vogaskólans
tekinn til menntaskólahalds en
álitið er, að þessi húsakostur full-
nægi núverandi þörfum fyrir
menntaskóla á þessu svæði.
Við samanburð á þessum þrem-
ur valkostum kom í ljós, að val-
kostur nr. III er langsamlega hag-
kvæmastur fjárhagslega, jafn-
framt því sem hann hefur minni
óþægindi f för með sér í sambandi
við skólasókn heldur en valkostur
II. Þeir embættismenn mennta-
málaráðuneytisins og Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur, sem um
þetta mál hafa fjallað, eru sam-
’Ar
7-12 ara bjrn í Vogaskila
100 börn
’73 íi! íi! íi iS fií
’72 íi! fi íi! í3 Q íi!
’71 Ql íi! íí! ía! íi! Ía! í
’70 íi! íi! Ía! 1a! í
’69 ú
’68 íi! Q Sa! 1a! fi Q (i
’67 131a1!a!1a!í2Qía!1Sía
’66 íSi3iS1a!1a!1a!1a11a!Ía!1
1965 1a! Q Ía! Ía! 1a! ÍaÍ (j i 1a! íi! Ía|
550
971
Slagsíða á skólanýtingunni
ALLT frá þvf að Breiðholtið tók
að byggjast hafa orðið gffurlegir
tilflutningar á fólki innbyrðis
innan Reykjavfkur og áhrifin orð-
ið þau, að nemendum f skólum f
eldri hverfum borgarinnar fækk-
ar verulega.
í aðalskipulagi Reykjavíkur frá
árinu 1962 var ráð fyrir þvf gert,
að meðalárgangur skólabarna
yrði 2.1% af fbúafjölda borgar-
innar. Þetta hlutfall hefur hins
vegar lækkað niður í 1,88% á
þessu ári og fer enn lækkandi
eftir þvf sem bezt verður séð. Að-
eins tvö hverfi eru enn ofan við
áætlunartölurnar, en það eru þau
hverfi, sem hafa verið og eru f
örum vexti — Árbæjarhverfi og
Breiðholtshverfi.
Þessi slagsíða á skókanýting
unni skapar þann vanda, hvernig
eigi að leysa húsnæðisskort nýju
hverfanna meðan tala skólabarna
er þar í hámarki. Hefur það m.a.
verið gert með þvf að koma upp
færanlegum kennslustofum.
Þessi vandamál eiga þó einkum
við um Breiðholtshverfið, þvi að
Árbæjarhverfi er tiltölulega vel
statt, enda er hluti af því hverfi
enn ekki fullbyggður.
Annars er næsta fróðlegt að lfta
á hvernig hlutfall skólabarna af
fbúatölunni er i einstökum
heildarskólahverfum. Allar töl-
urnar eru miðaðar við fbúaskrá
1972:
Vesturbær (Melaskóli, Vestur-
bæjarskóli, Hagaskóli og Landa-
kotsskóli) þar er fbúafjöldinn
14.782 en meðalfjöldi barna í
árgangi (7-12 ára) um 1.38% af
fbúafjölda.
Gamli Austurbærinn — (Austur-
bæjarskóli, Gagnfræðaskóli
Austurbæjar, Lindargötuskóli og
Kvennaskólinn) íbúafjöldinn er
9.889 en meðalfjöldi barna 1.25%
af fbúafjölda.
Norðausturbærinn — (Laugar-
nesskóli, Laugarlækjar-
skóli, Langholtsskóli, Vogaskóli
og Höfðaskóli) íbúatalan er
18.799 manns en meðalfjöldi
barna f árgangi um 1.72% af
úbúafjölda
Miðausturbær — (Alftamýrar-
skóli, Æfinga- og tilraunaskóli
Kennaraháskólans, Armúlaskóli,
Skóli Isaks Jónssonar) fbúatalan
er um 10.406 manns, en meðal-
fjöldi barna f árgangi 1.91% af
fbúafjölda.
Suðausturbær — (Hlfðaskóli,
Breiðagerðisskóli, Hvassaleitis-
skóli, Réttarholtsskóli og Foss-
vogsskóli) fjöldi fbúa er 16.798,
en meðalfjöldi barna í árgangi er
1.97% af íbúafjölda.
Arbæjarhverfi — (Aibæjar-
skólinn) íbúatalan er 4.337 en
meðalfjöldi barna f árgangi er
2.99% af íbúaf jölda.
Breiðholtshverfi — Breiðholts-
skóli og Fellaskóli; íbúatalan er
8.780 en meðalfjöldi barna f ár-
gangi 2.99% af fbúafjölda.
I borginni allri var fbúatalan
83.831 samkvæmt fbúaskrá 1972
en meðalfjöldi barna f árgangi
(7-12 ára) 1.88%, eins og áður
segir.
Það er einnig mjög lærdómsrfkt
að gera athugun á þvf hvernig
barnafjöldinn f nýju hverfunum,
sem byggjast skyndilega af ungu
barnafólki, hrapar svo á nokkrum
árum niður og lækkar jafnvel um
helming. Sem dæmi um þetta má
t.d. taka Vogahverfið, en þar hef-
ur þróunin orðið eins og sést á
meðfylgjandi línuriti.
Sfðan árið 1965 hefur 7—12 ára
nemendum í Vogaskóla fækkað
úr 970 í 550 og virðist sú þróun
halda áfram, t.d. voru 114 tólf ára
börn f skólanum sl. haust en að-
eins 69 sjö ára börn.