Morgunblaðið - 22.05.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974
15
Valery Giscard d’Estaing
F r akklandsforseti
VALERY Giscard d'Estang
hinn nýi forseti Frakklands, er
aðeins 48 ára gamall og er
yngsti forseti í sögu Frakk-
lands. Hann er einnig yngstur
af forsetum stórveldanna f dag.
Frakkar eru handvissir um, aó
Gisrard muni standa fyllilega
fyrir sfnu gagnvart leiótoguin
stórveldanna og óneitanlega
var aldurinn honum lyftistöng
i kosningabaráttunni, þar sem
hann lagði áherzlu á, að sfn
kynslóð myndi marka breyting-
ar í frönskum stjórnmálum, en
breytingar án áhættu, eins og
það var orðað.
Giscard fæddist 2.
febrúar 1926 og er af
yfirstéttarfólki kominn. Faðir
hans var kunnur hag-
fræðingur og fór m.a. með
efnahagsmál fyrir frönsku her-
námsstjórnina i Koblenz í
Þýzkalandi eftir heimsstyrjöld-
ina fyrri. Giscard var dúx á
brottfararprófi frá Verkfræði-
háskólanum í París og hóf þá
störf í fjármálaráðuneytinu og
var aðeins 32 ára, er hann var
gerður að ráðuneytisstjóra.
1962 gerði De Gaulle hann að
fjármálaráðherra. Því embætti
gegndi hann fram til ársins
1967, en hann var fyrst kjörinn
á þing árið 1952. Sem fjármála-
ráðherra þessi ár naut hann
mikilla vinsælda og mikill hag-
vöxtur leiddi af stefnumótun
hans í efnahagsmálum. Honum
tókst þá fyrstum manna í 36 ár
að láta enda fjárlaga Frakk-
lands ná saman. Hann gerði
mjög strangar ráðstafanir til að
stemma stigu við verðbólgunni
og hækkaði skatta til muna, auk
þess sem hann setti strangari
reglur um lánakjör. Þetta varð
smám saman til þess, að hann
sætti harðri gagnrýni bæði frá
verkalýðsforystunni og at-
vinnurekendum og árið 1967
vék De Gaulle honum úr emb-
ætti.
1962 var Giscard einn af fá-
um stjórnmálamönnum utan
Gaullistaflokksins, sem studdi
De Gaulle og tillögu hans um að
Frakklandsforseti skyldi kjör-
inn í sérstökum kosningum.
Eftir að sú tillaga var samþykkt
við þjóðaratkvæðagreiðsluna,
myndaði hann sinn eigin
flokkskjarna í þinginu, sem síð-
ar varð formlegur stjórnmála-
flokkur árið 1966, Óháði lýð-
veldisflokkurinn. Giscard hef-
ur frá upphafi verið óumdeild-
ur leiðtogi hans.
Samband þessa flokks við
gaullista varð mjög stirt árið
1969, er Giscard skoraði á kjós-
endur að greiða atkvæði gegn
De Gaulle í kosningunum þá.
Ósigur De Gaulls þá varð til
þess, að hann sagði af sér og
valdi Pompidou sem eftirmann
sinn. Pompidou lét það þá
verða sitt fyrsta verk, að skipa
Giscard í embætti fjármálaráð-
herra á ný. Forsætisráðherra
þá varð Jacques Chaban Del-
mas, sem var helzti andstæðing-
ur Giscards í forkosningunum
nú um daginn. en sem kunnugt
er sigraði Giscard þar glæsi-
lega, fékk 33% atkvæða, en
Chaban Delmas fékk aðeins
15% atkvæða. Pompidou ýtti
Chaban Delmas út úr stjórninni
1971, en Giscard gegndi sínu
embætti allt fram til þess, að
hann sigraði í forsetakjörinu.
Að vísu átti hann nokkuð erfitt
uppdráttar vegna þess í kosn-
ingunum, þar sem andstæðing-
ur hans, sósíalistinn Mitter-
rand, hamraði mjög á þvi, að
verðbólgan í Frakklandi væri
nú 14% á ársgrundvelli og að
gjaldeyrisvarasjóðurinn hefði
minnkað um 23% fyrstu 4 mán-
uði þessa árs.
Giscard hefur nú byrjað und-
irbúning að stjórnarmyndun og
jafnframt undirbúning að því
að framkvæma endurbætur á
efnahagskerfi landsins, sem
hann lagði mikla áherzlu á í
kosningabaráttunni. Víst er, að
hinn naumi meirihluti hans
kemur til með að gera það að
verkum, að hann mun mæta
harðri andstöðu frá kommún-
istum og verkalýðsforingjum.
Aðalritari franska kommúnista-
flokksins, George Marchais,
lýsti þvi yfir í fyrrakvöld, að
vinstri öflin i landinu myndu
knýja Giscard til að standa við
öll sin kosningaloforð. Tals-
menn Giscards segja, að hann
muni von bráðar hefja aðgerðir
til að styrkja einingu EBE-land
anna og einnig eininguna innan
Atlantshafsbandalagsins. Ekki
er gert ráð fyrir mikilli breyt-
ingu á utanríkisstefnu Frakk-
lands, en þó er gert ráð fyrir
þvi, að Giseard muni vinna að
því að bæta sambúðina við
Bandaríkin, er fram líða stund-
ir. Hins vegar mun knappur
sigur Giscard gera honum slíkt
erfiðara en hann hefði kosið.
Margir af helztu samstarfsmönn
um og stuðningsmönnum Gis-
cards eru yfirlýstir andstæðing-
ar þeirrar stefnu De Gaulles og
Pompidous, að draga Frakk-
land út úr varnarsamstarfinu
innan NATO, en þó er ekki gert
ráð fyrir, að Frakklandsher
verði aftur settur undir yfir-
stjórn Atlantshafsbandalags-
ins, en að samskiptin milli
stjórnar Giscards og NATO
verði aukin á öðrum sviðum.
Valery Giscard d'Estaing við
hlið Pompidous á Kjarvalsstöð-
um f júní f fyrra, er þeir komu
hingað til fundar við Nixon
Bandaríkjaforseta.
Allt athafnalíf lamað
N-Irland:
Landið nær rafmagnslaust
Belfast, 21. maí
AP — NTB
TILRAUNIR n-frskra verka-
manna undir forystu brezka
verkalýðsforingjans Lionels
Murray til að brjóta á bak aftur
verkfall mótmælenda á N-lrlandi
fóru algerlega út um þúfur f dag.
Aðeins 150 verkamenn fylktu liði
með Murray og urðu þrátt fyrir
lögregluvernd fyrir barsmfðum,
eggjakasti og öðrum svfvirðing-
um af hálfu öfgasinna úr sveitum
verkamannaráðs Ulsters, sem fyr-
ir verkfallinu stendur. Algert
öngþveiti blasir nú við á N-lr
landi vegna verkfallanna, allt at-
W,
Okunnur
kafbátur
við Svíþjóð
vinnulff er lamað og landið allt að
verða rafmagnslaust. Þúsundum
mjólkurlftra hefur verið hellt
niður, þar sem ekki er hægt að
flytja mjólkina til Belfast og
grænmeti eyðileggst í stórum stfl.
Mikil vandræði steðja orðið að
mörgum fjölskyldum og að sögn
lögreglunnar í Belfast er þar ugg-
vekjandi ólga. Er talið, að hvenær
sem er kunni allt að fara f bál og
brand.
Verkfallsmenn beittu skotvopn-
um gegn lögreglumönnum í morg-
un, er þeir reyndu að rifa niður
götuvígi — og jafnharðan og vígi
voru fjarlægð, voru þau hlaðin á
ný. Samtals var talið, að verka-
mannasveitir mótmælenda hefðu
sett upp um 95 götuvígi. Þeir hafa
heitið þvi að hvika hvergi fyrr en
brezka stjórnin hefur lofað að
láta fara fram nýjar kosningar á
N-Irlandi, þar sem m.a. verði kos
ið um stofnun írlandsráðsins. Að-
ild að þessu ráði eiga stjórnir N-Ir
lands, Irska lýðveldisins og Bret-
lands og var það sett á laggirnar
Sýrlendingar hvika hvergi
frá meginkröfum sínum
Stokkhólmi, 21. mai NTB
1 DAG urðu sænskar eftirlitsflug-
vélagar varar við ókunnan kafbát
í sænskri landhelgi. Voru skip
send á vettvang og vörpuðu þau
sprengjum bátnum til viðvörunar
— og f kvöld var upplýst, að hann
væri á hægri ferð út Kappelshafn-
arvfk. Þaðan eru um 6—7 km út á
alþjóða siglingaleið.
Þegar kafbáturinn sást stóðu
yfir skotæfingar á Gotlandi. Var
hann með sjónpfpuna uppi og
sást bátsskrokkurinn allur úr
flugvél. Þyrla var þegar send á
vettvang til að fylgjast með ferð-
um hans.
A sfðasta áratug hafa 10—12
erlendir kafbátar sézt innan
sænskrar lögsögu — ávallt þar
nærri sem heræfingar einhvers
konar hafa staðið yfir.
Beirut, Damaskus, 21. maí
AP — NTB
ISRAELSKAR orrustuflugvélar
gerðu f dag árásir á nokkur skot-
mörk f suðurhluta Lfhanons og
herma fréttir þaðan, að fimm
manns, þar af þrjú börn, hafi
látið Iffið og 31 hafi særzt, þar af
a.m.k. 20 börn. Af hálfu Israels-
manna hefur ekkert verið gefið
upp um mannfall en staðfest, að
með það fyrir augum að brúa bilið
milli mótmælenda og kaþólskra í
landinu. Mótmælendur sem eru
tveir þriðju íbúa N-írlands
mundu án efa hafna þessu ráði f
atkvæðagreiðslu. Þá gera verk-
fallsmenn kröfu um, að völdin í
landinu verði aftur fengin í hend-
ur mótmælendum og tekið fyrir
aðild kaþólskra að stjórn Ntr-
lands.
Friðrik í 2.-3.
Kanarieyjum 21. maí AP.
FRIÐRIK Ólafsson varð f 2.-3.
sæti á skákmótinu á Kanarfeyjum
með 7 vinninga af 11 mögulegum.
Friðrik tapaði f.vrir William
Martz frá Bandarfkjunum f sfð-
ustu umferð eftir að skákin hafði
verið tefld 40 leiki. Angel Quin-
teros frá Argentínu bar sigur af
hólini, fékk 8 vinninga. Sucker-
mann frá Bandarfkjunum varð
jafn Friðrik að vinningum.
árásirnar hafi verið gerðar, þær
hafi beinzt að stöðvum skæruliða
f Lfbanon og staðið yfir f hálfa
klukkustund. Þetta er f fjórða
sinn, sem tsraelar gera árásir á
stöðvar f Lfbanon frá því atburð-
irnir f Maalot áttu sér stað, er þrír
arabiskir skæruliðar tóku 95
fsraelsk börn f gtslingu og
sautján þeira biðu bana f átökum.
Samtals hafa um sextfu manns
látið Iffið f árásum tsraelsmanna
Magruder
fékk 10
mánaða
fangelsi
Washington, 21. maí AP
JEB STUART Magruder,
um starfsmaður Nixons forseta
og varaformaður nefndar þeirr-
ar, er vann að endurkjöri for-
setans f kosningunum 1972, var
f dag dæmdur til tfu mánaða
fangavistar. Hafði hann játað
sig sekan um aðild að áætlana- ,
gerð um innbrotið í aðalstöðvar
demókrata f Watergatebygg-
ingunum í Washington f júnf
1972, svo og um að hafa hlerað
sfmtöl þar, að hafa aðstoðað við
að hylma yfir þátt starfsmanna J
Hvfta hússins í máli þessu og
loks um að hafa gefið rann-
sóknarlögreglunni ranga
skýrslu f fyrstu yfirheyrslu
varðandi Watergatemálið og
tvívegis borið rangan vitnis-
burð f.vrir Watergaterannsókn-
ardóminum. Magruder játaði
sekt sfna f ágúst sl. og bauðst þá
til samvinnu við rannsóknar-
dómarann f málinu. Er talið
vfst, að það hafi mjög miidað
þann dóm, er hann fékk í dag.
Hann gat átt yfir höfði sér
fimm ára fengelsi og tfu þús-
und dala sekt, en John Siriea,
dómari, kvað upp þann úr-
skurð, að hann skyldi afplána
tfu mánaða til fjögurra ára
fangelsasdóm, sem túlkaður
er á þann veg, að hann muni
með góðri hegðun losna eftir
tfu mánuði. Honum var gert að
hefja fangavistina 4. júnf nk.
að því er fregnir frá Líbanon
herma.
Ekki er vitað hver áhrif árás
Israelsmanna í dag kann að hafa á
sáttatilraunir Henrys Kissingers,
utanrikisráðherra Banda-
ríkjanna, sem þessa dagana er í
stöðugum ferðum milli Damaskus
og Jerúsalem.
Haft er eftir heimildum i
Washington, að Kissinger hafi
simað Nixon forseta, að
samningaviðræðunum miðaði all-
vel í rétta átt og telji forsetinn
óheppilegt að hann hverfi heim
frá Austurlöndum nær fyrr en
niðurstöður liggi fyrir. Hafði áður
verið haft við orð í Damaskus, að
Kissinger færi e.t.v. heim til
Bandarikjanna fyrir helgina,
hvort sem frá samningum hefði
þá verið gengið eða ekki. Hann
hefur nú verið í þessari samn-
ingaferð i 24 daga og er sagður
telja óheppilegt að vera öllu leng-
ur í burtu vegna annarra verk-
efna bandaríska utanrikisráóu-
neytisins.
Kissinger kom til Damaskus i
dag í áttunda sinn á þessum tíma.
Utvarpið þar sagði i dag, aó stjórn
Sýrlands hefði ekki hvikað frá
þeim meginkröfum sinum, að
Israelsmenn létu af hendi land-
svæðin, sem þeir hertóku í
bardögunum bæði 1967 og 1973 og
að framtið og réttindi Palestinu-
Araba yrðu tryggð.