Morgunblaðið - 22.05.1974, Page 17

Morgunblaðið - 22.05.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 Ungu kjósendur Borgarstjórnarkosning- arnar, sem framundan eru, hljóta að teljast mjög mikilvægar. Til þeirra er gengið skömmu eftir að vinstri stjórnin síðari klofnar, víkur lög- gjafarsamkomu þjóð- arinnar heim og meinar meirihluta hennar að takast á við stórkostlegan vanda, sem allir sjá að er fyrir hendi, en situr sjálf umboðslaus og aðgerða- laus í ráðherrastólunum. Því er okkur hollt að minnast þess, að með myndun þessarar vinstri stjórnar hugð- ust vinstri flokkarn- ir sýna, að þeim væri auðið að starfa saman um nokkurt skeið, án þess að allt færi í graut. Verkin sýna árangurinn. Og engu að síður koma vinstri flokkarnir að máli við ykkur nú og bjóðast til þess, að taka við stjórn borgarinnar úr höndum samhents og einhuga meirihluta. Þeir stagast á, að ástæðulaust sé að óttast, að slík stjórn um borgarmálefni yrði sjálfri sér sundurþykk. En allir vita betur. Allir vita, að vinstri flokk- arnir ætla ekki að stjórna borginni þrír saman eins og í ríkis- stjórninni heldur eru 4 og hálfur og jafnvel 5 vinstri flokkar að biðla til kjósenda. Við þau ósköp bætist, að flestir þessara fimm flokka loga um þessar mundir af inn- byrðis óánægju svo þver- brestir eru komnir í suma þeirra, en aðrir eru þegar klofnir. Reykjavíkurborg er ung borg. Bæjarstæði hennar er fagurt og borg- ararnir hafa gert margt til að fegra hana og prýða. En þar sem dug- mikið og framsækið fólk byggir borg hlýtur ætíð að vera nokkuð ógert og þegar borgin stækkar hraðar en venjulega er eðlilegt að nokkrir vaxt- arverkir finnist um stund. I Reykjavík er húsbyggingum sinnt af miklum myndarskap eins og sést á því, að á síðasta kjörtímabili voru byggðar jafnmargar íbúðir í borginni og íbú- um hennar fjölgaði. Æðsti framkvæmdastjóri borgarinnar, borgar- stjórinn, er ungur maður, sem hefur ríkan skilning á þörfum þeirra, sem eru að stofna sín eigin heimili og gerast sjálfstæðir og óháðir borgarar. Ekki þarf um það að deila, að þótt fögur orð og digurbarkaleg geti verið góðra gjalda verð, þá eru það athafnir og efndir, sem skipta máli, þegar upp er staðið að lokum. Allir vita, að þeim bát miðar hratt, þar sem allir ræðarar leggj- ast á eitt, en þeim hægt, þar sem hver höndin rær á móti annarri. Spillum ekki þeim árangri, sem náðst hefur. Látum vinstra liðið kljást innbyrðis, en veit- um því ekki svigrúm til að koma hagsmunum okkar Reykvíkinga í kalda kol á jafnskömm- um tíma og ríkisstjórn- inni hefur tekizt að stofna afkomu allrar þjóðarinnar í stórkost- lega hættu. Berjumst dyggilega fyrir sigri Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn- arkosningum 26. maí. Markús Örn Antonsson, Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.