Morgunblaðið - 22.05.1974, Page 19

Morgunblaðið - 22.05.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 19 Margrét Einarsdóttir: Heilsugæzlustöðvar 1 úthverfum EFTIR að ég gaf kost á mér til framboðs á lista Sjálfstæðis- flokksins nú fyrir borgarstjórnar- kosningarnar sem fram fara n.k. sunnudag, hefur ekki farið hjá því að ýmsir hafa komið að máli við mig og innt mig eftir því hvaða málaflokki ég myndi nú helst vilja beita mér fyrir, fengi til þess nægilega aðstöðu. Það fer fyrir mér eins og sjálfsagt mörgu öðru ungu fólki sem er að hefja sinn stjórnmálaferil að við slíkum spurningum reynist stundum erfitt að gefa viðhlítandi svör því af mörgu er að taka. Einn af þeim málaflokkum sem mér er þó all ofarlega í huga eru heil- brigðismál. Sem ung móðir í einu af úthverfum Reykjavíkur hef ég á undanförnum árum gert mér í auknum mæli grein fyrir nauðsyn þess að auka þarf heimilislækna- þjónustu borgarinnar og um leið skapa þá aðstöðu sem laðað getur heimilislækna til starfa. Sjálf- stæðismenn hafa sýnt þessum málum mikinn skilning og nú er í uppsiglingu heilsugæzlustöð í Breiðholti og fyrirhugaðar eru slíkar læknamiðstöðvar viðs Það væri vissulega unnt að nefna mörg fleiri dæmi því til sönnunar að nauðsynlegt er að hraða uppbyggingu heilsugæzlu- stöðva víðs vegar um borgina, en ég mun láta þetta nægja að sinni. Undir forustu sjálfstæðis- manna hefur margt áunnist á sviði heilbrigðismála hér í Reykjavík á undanförnum árum og vil ég þar m.a. benda á það mikla átak sem gert hefur verið á sviði heilbrigðiseftirlits, en þar hefur fræðsla og áróðursstarf- semi verið stórbætt og aukin. Starf skólatannlækna hefur verið aukið þannig að tann- læknum hefur verið fjölgað og aðstöðu verið komið fyrir í fleiri skólum en áður. Þessi þjónusta er afar mikilvæg þegar tekið er tillit til þess hve tannviðgerðir barna hafa i mörgum tilvikum reynst þungur baggi barnmörgum fjöl- skyldum. Sjálfstæðismenn hafa ávallt beitt sér fyrir framförum og framgangi allra þeirra mála er varða mannleg samskipti. Eini liðurinn í þeirri stefnu sjálf- stæðismanna til að auka á vel- líðan borgaranna er hin margum rædda „græna bylting". Sú við- leitni sem þar kemur fram til þess að bæta og græða hin ýmsu auðu svæði í borgarlandinu er ekki ein- göngu umhverfisvernd heldur að vissu leyti framlag til heilbrigðis- mála, því víða eru sár sem þarf að græða og hver vill ekki vinna að ryklausri borg. Auk þess sem hin fyrirhuguðu útivistarsvæði skapa aðstöðu til hollra tómstunda- iðkana í fögru umhverfi. Frum- kvæði borgarstjóra, Birgis ísl. Gunnarssonar, í þessu máli sem og mörgum öðrum er til sóma. Fyrir tilstuðlan hans liggur nú fyrir vandlega unnin áætlun um umhverfi og útivist. Þessi áætlun miðar að því að græða útivistar- svæðin og gera þau aðgengileg og aðlaðandi fyrir fólk á öllum aldri. Reykvíkingar munu sýna það í borgarstjórnarkosningunum næstkomandi sunnudag að þeir kunna að meta stefnu sjálfstæðis- flokksins í borgarmálum þar sem velferð og öryggi íbúanna frá vöggu til grafar hefur ávallt setið i fyrirrúmi. Margrét S. Einarsdóttir. vegar um borgina. Tilkoma slíkra læknamiðstöðva sem væntanlega yrðu hannaðar í fullu samráði við heimilislækna myndi bæta veru- lega aðstöðu þeirra sem að heil- brigðismálum starfa og það sem ekki er minna um vert auka á öryggi og þjónustu við borgarana. I slíkum heilsugæzlustöðvum sem staðsettar yrðu í hinum ýmsu hverfum borgarinnar væri unnt að sjá viðkomandi hverfi fyrir heilsugæzlu allan sólarhringinn. Einnig má gera ráð fyrir að innan veggja slíkra stofnana myndi skapast aðstaða fyrir ítök hverfis- búa með félagslega samhjálp I huga. Frá þessum stofnunum mætti skipuleggja í samráði við heimilislækna aðstoð við aldraða sem dvelja í heimahúsum, en þurfa aðhlynningu á ýmsan hátt, einnig aðstoð við drykkjusjúka, svo nokkuð sé nefnt. Þá mætti einnig skipuleggja og starfrækja fræðslu í heilbrigðismálum fyrir ungt fólk. Heilsuverndarstarf- semi, svo sem varnir gegn sjúk- dómum og ýmsar leiðbeiningar i þeim efnum, þarf að auka til muna þó mikið hafi áunnist í þæim málum. Slík fyrirbyggjandi starfsemi innan veggja vel starf- ræktra heilsugæzlustöðva sam- fara skipulögðum rannsóknum gæti bætt verulega aðstöðu sjúkrahúsanna. Guðmundur Hallvarðsson: Kjósum festu og ör- yggi í borgarstjórn Þess vegna kýs ég D-listann Vegna komandi borgarstjórnar- kosninga, þegar þú, kjósandi góð- ur, gengur að kjörborðinu þann 26. maí n.k., er rétt að Iáta hugann reika aftur til liðins tima. Sjáðu þá festu og einurð sem rikt hefur i stjórn borgarmála Reykjavikur undir forystu sjálfstæðismanna i áraraðir. Þar hefur ríkt víðsýni og forsjá. Má i þvi sambandi t.d. nefna hitaveitumál Reykvíkinga. Olíukreppan fyrr á þessu ári og verðhækkun á olíu til húsahit- unar, varð til þess að mikill áhugi varð hjá landsmönnum um hita- veitumál. Þá kom bezt i ljós hve víðsýni og forsjá sjálfstæðis- manna í stjórn Reykjavíkurborg- ar hefur verið mikil. I hita- veitunni er fólgin undirstaða okk- ar hreinlegu borgar, án spúandi reykjarstrompa, með tilheyrandi mengun og ólofti. Margur far- maðurinn hefur líka haft orð á því, hvílikur munur væri á hinu hreina og ferska loftslagi hér eða i borgum erlendis og myndu Reykvíkingar seint gera sér þessa staðreynd fyllilega ljósa. Ég get ekki látið hjá liða, að minnast á æskulýðsmálin. Margir tala um dekur vfð æskuna, það sé alltof miklu fjármagni varið af skattfé hins almenna borgara. En þarna sem í öðru sjá sjálfstæðis- menn lengra fram á við. Tíminn liður, æskan þroskast og eldist, og kemur inn á vinnumarkaðinn, þar sem lögleidd er 40 stunda vinnu- vika, og við skulum vona að tann- hjól óðaverðbólgu vinstri stjórnar sé senn stöðvað, svo að hinn vinn- andi maður geti átt tima aflögu fyrir sín áhuga- og tómstundamál og þá jafnvel þau, sem hann kynntist og fékk þekkingu á i þroskandi félags- og tómstunda- starfi á unglingsárunum. I hinni ört vaxandi borg eru verkefni borgarstjórnar óþrjót- andi. Geysilegt átak er framund- an, vegna útivistarsvæða, hvort sem menn hafa áhuga á útivist og tómstundagamni til lands eða sjávar, en að þeim málum hefur okkar dugmikli borgarstjóri unn- ið af mikilli kostgæfni. Verður þá væntanlega öllum aldursflokkum búin slík aðstaða, að það verði almenningi hvatning til ástund- unar holls útilifs. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur allra stétta. I borgarmálefnum eru hagsmunir einstaklinganna í fyrirrúmi og í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna er þeirra hagsmuna gætt i hvívetna. Enn skírskota ég til þín, kjósandi, hvar í stétt sem þú ert. Höfum heill Reykjavikur í huga, þegar við göngum að kjörborðinu í borgar- stjórnarkosningunum. Kjósum festu og öryggi í borgarstjórn. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn, en ekki reikula og rótlausa vinstri flokka. Guðjón Bjarnason: — Ég kýs hiklaust D-listann vegna þess að listinn er skip- aður hæfum og öruggum mönn- um, — mönnum sem reynslan hefur sýnt að hægt er að treysta fyrir málefnum borgarinnar. Að mínum dómi er sigur Sjálf- stæðisflokksins eina tryggingin fyrir áframhaldandi sókn og framförum hér í Reykjavik og ég treysti þvi, að ungir kjós- endur láti sitt ekki eftir liggja til að tryggja að sá sigur verði sem mestur og stærstur. Sigfús Viggósson: — Ástæðan fyrir þvi að ég styð D-listann 26. maí n.k. er fyrst og fremst sú, að ég tréysti Birgi Isleifi Gunnarssyni manna bezt til að halda um stjórnvölinn í málefnum Reyk- vikinga. Birgir er maður ungur og ferskur og hann hefur sann- að hæfni sina sem borgarstjóra svo ekki verður um villst auk þess sem ég tel hann verðugan fulltrúa yngri kynslóðarinnar í íslenzkum stjórnmálum. Af öðr- um fulltrúum unga fólksins á lista Sjálfstæðisflokksins bind ég miklar vonir við Markús örn Antonsson borgarfulltrúa sem skipar 4. sæti listans og Davíð Oddsson 9. mann á listanum og ég vona að unga fólkið í borg- inni tryggi honum sæti í borg- arstjórn með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þess- um kosningum. Ég er það bjart- sýnn að ég tel 9. sætið vera baráttusætið og kjörorðið er því: Davið Oddsson i borgar- stjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.