Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 21
Nú er spurt um Þórð Breið-
fjörð á mannkynssöguprófi
SLAGURINN stendur um að Davið
nái inn, segja bjartsýnismennirnir.
Davíð Oddsson vill aftur á móti
meina, að meginmarkmiðið í borgar
stjórnarkosningunum um næstu
helgi sé, að Sjálfstæðisflokkurinn fái
átta menn kjörna og meirihluti hans
haldi velli. Allt annað sér óvarleg
bjartsýni, en ekki þar fyrir — það
væri sætur sigur, ef hann sem níundi
maður næði kjöri, þar eð slíkt væri
ótviræð traustsyfirlýsing á forustu
Sjálfstæðisflokksins i borgarmálefn-
um.
Með Davíð Oddssyni i borgar-
stjórn eignaðist unga kynslóðin
vissulega sérstæðan fulltrúa, sem
sett gæti svip sinn á þá samkundu,
fulltrúa, er þekkir þarfir og óskir
ungs fólks betur en hinir, nú eiga
einhverja möguleika á því að ná kjöri
til borgarstjórnar — aðeins 26 ára
að aldri. j fari hans má finna ýmis
sérkenni, sem telja má samnefnara
fyrir ungt fólk á okkar dögum, þvi að
þó hann hafi brennandi áhuga á
alvörumálunum, tekur hann á þeim
af hæfulegu alvöruleysi. Hann er
orðlagður imbabrandarasmiður og
ber ábyrgð á ýmsum furðulegum
uppvakningum og persónugerving-
um, sem siglt hafa Ijósum logum á
öldum Ijóvakans ( eins og útvarp
heitir á finu máli) undanfarin miss-
eri. Það er litil hætta á lognmollu þar
sem Dvaið Oddsson fer.
Fæddur er frambjóðandinn i Reykja-
vik árið 1948 og eru foreldrar hans
Ingibjörg Lúðviksdóttir og Oddur
Ólafsson. Aftur á móti hafði hann tæp-
ast barið umheiminn augum i fyrsta
smn, en hann var borinn út i bifreið og
ekið til Selfoss, þar sem hann ólst upp
i húsi afa sins til 5 ára aldurs. Þá hafði
hann búsetuskipti á ný og hélt til
höfuðstaðarins. Hér hefur hann búið á
ýmsum stöðum, aðallega þó i vestur-
bænum hin siðari ár. Leið hans lá um
menntaveginn; hann settist í Mennta-
skólann i Reykjavik og fékk hvíta húfu
19 70 en síðan tók lagadeild Háskóla
islands við.
„Laganámið verður vist að teljast
mitt aðalstarf um þessar mundir, en
með námi og inn á milli hef ég fengizt
við störf af ýmsu tagi," segir Davíð.
Hann býr nú að Lynghaga 20 i Reykja-
vík ásamt eiginkonu sinni, Ástríði
Thorarensen, og 2ja og 'h árs syni
þeirra. Þorsteini
Davíð hóf afskipti af félagsmálum i
menntaskólanum, fyrst var hann for-
maður Herranætur og siðasta árið i
skólanum var hann kjörinn Inspector
Scolae. í formannstið Daviðs varð
Bubbi kóngur fyrir valinu sem verkefni
Herranætur, viðfrægur franskur fram-
úrstefnuleikur, og vakti sýning mennt-
skælinga töluverða athygli. Þeir nutu
þar leikstjórnar Sveins Einarssonar og
varð það upphafið að frekari samskipt-
um Sveins og Daviðs. í þessari sýn-
ingu fór Davið sjálfur með hlutverk
Bubba og allt síðan hefur búið heilmik-
ill „bubbi" i honum, þvi að aldrei hefur
hann alveg losnað við kimni fáránleik-
ans, eins og hún birtist í þessum leik.
Leiklistin hefur líka grafið um sig i
huga Daviðs „Ég hef ætlðverið dálltið
veikur fyrir leikhúsi," segir hann. „Til
að mynda var ég um tveggja ára skeið i
leikskóla Ævars Kvaran og önnur tvö ár
að loknu stúdentsprófi var ég leikhús-
ritari hjá Leikfélagi Reykjavikur —
hinn fyrstí og eini, sem þvi starfi hefur
gegnt."
Tildrögin voru þau, að Sveinn
Einarsson, þáverandi leikhússtjóri,
þurfti að dveljast langdvölum erlendis
og var Davið ráðinn til að leysa af
hendi hluta af störfum Sveins
„í leikhúsritarastarfinu fólgst allt frá
þvi að vera dálitill partur af leikhús-
stjóra niður i sendilstörf Á þessum
tíma átti ég lika sæti i leikhúsráði LR
sem áheyrnarfulltrúi og kynntist þar
vel hvernig leikhúsrekstur fer fram. Á
tímabili hafði ég lika töluverðan hug á
að önnur vikan entist okkur fyrir
Matthildarskrifin og þar sem við vild-
um nota timann, fórum við að skri.fa
niður ýmislegt hina vikuna líka og
þannig varð „Ég vil auðga mitt land"
til. Markmið okkar var að semja
gamanleikit, nú og ég hef sjálfur orðið
var við það á sýningum Þjóðleikhúss-
ins, að fólkið veltist um af hlátri, þann-
ig að takmarkinu er náð, hvað svo sem
menn kunna að segja um vöntun á
boðskap."
Þórður Breiðfjörð er auðvitað einnig
höfuðpaurinn i leikritinu Hann kom
fyrir strax í fyrsta þætti Matthildar en
hefur siðan allur verið að færast i
aukana. svo að undir lokin hefur hann
að mestu þokað þeim þremenningum
til hliðar. Margt er þó á huldu um
þennan ágæta mann, Hann borgar
enga skatta, hefur raunar engan fastan
aðseturstað, þannig að allar greiðslur
STERS til hans eru enn þann dag í dag
sendar til Daviðs. Davið upplýsir hins
vegar, að menn viti hvernig hann liti
út
„Hann lét nefnilega eitt sinn birta
mynd af sér i Eimreiðinni ásamt nokkr-
um frumsömdum Ijóðum," segir Davið.
„Raunar skrifaði hann þá undir dul-
nefninu Gunnlaugur Sveinsson og var
anzi afkastamikið Ijóðskáld á siðum
bókmenntablaða fyrir um sex árum.
begar Ijóð hans voru tekin til birtingar i
Eimreiðinni, var farið fram á að fá
mynd af höfundi með Við vinir hans
lentum sannast sagna i töluverðum
vandræðum með að útvega þessa
mynd, þvi að Þórður Breiðfjörð alias
Gunnlaugur Sveinsson var á þessum
tima við nám i Paris. En myndin kom
um siðir og þetta reyndist hinn
myndarlegasti maður."
En verður framhald af Matthildi?
Rabbað við Davíð Oddsson, níunda
mann á lista Sjálfstæðisflokksins
að leggja leiklistina eða leikhúsfræði
fyrir mig, en ég var samt ekki viss um,
að ég hefði stórkostlega hæfileika i þá
átt og þorði þess vegna ekki að slá til."
Um þetta leyti var Davið kominn í
samband við Útvarp Matthildi. Að-
standendur hennar — Davíð, Hrafn
Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn —
voru gamlir kunningjar, leiðir þeirra
höfðu legið saman þegar i Hagaskóla
og vínáttan eflzt i menntaskóla, ekki
sizt vegna afskipta þeirra allra af Bubba
kóngi Þar sameinuðust kraftar þeirra
Davíð var í aðalhlutverkinu, Hrafn lagði
til og flutti Skraparótsprédikun en Þór-
arinn samdi söngtexta Af þeim skal
frægan telja Guðjón bak við tjöldin,
sem von bráðar varð eins konar and-
legur likamningur innan veggja
menntaskólans og reið þar húsum
lengi á eftir Má kannski líta á hann
sem fyrirrennara Þórðar Breiðfjörð.
„Guðjón náði þó aldrei sömu frægð
og Þórður," segir Davið „Ég hef nefni-
lega haft nýlegar fregnir af þvi, að nafn
Þórðar sé komið á spjöld mannkyns-
sögunnar, alltént var spurt um það á
landsprófi i Borgarnesi hver væri Þórð-
ur Breiðfjörð Á þessu sama prófi var
spurt um ýmsa aðra merkismenn, eins
og Sigurð Lindal og Gunnar Guðbjarts-
son en langflestir vissu einhver deili á
Þórði. Að vísu taldi einn, að Þórður
væri rektor og annar staðhæfði, að
hann væri merkur stjórnmálamaður,
en engu að siður var útkoman mjög
hagstæð fyrir Þórð."
Annars hóf Utvarp Matthildur
göngu sina árið 1970 Þeir Davið og
Hrafn höfðu þá nokkrum árum áður
verið með þátt i útvarpinu — i gamni
og alvöru — og nefndist fyrsti þáttur-
inn Drykklöng stund. Vakti sá þáttur
hneykslan margra hlustenda, svo að
ekki linnti tilskrifum i lesendadálka
dagblaðanna. Umsjónarmenn voru
undantekningarlitið taldir klepptækir
„Uppátækin i þessum þætti voru þó
meinlaus móts við það, sem siðar varð
í Matthildi, fólkið var hins vegar öllu
óvanara slikum útursnúningum," segir
Davið
Davið segir, að formúlan að Matt-
hildi hafi verið einföld Þátturinn var
byggður upp sem annáll hálfs mánað-
ar, skreyttur með fréttalestri, fréttaauk-
um, viðtölum og dagskrárbútum
„Fyrst i stað unnum við þessa þætti
saman heima hjá einhverjum okkar,"
segir Davíð, „en siðar fengum við inni í
Þrúðvangi hjá Guðna Guðmundssym,
rektor Við vildum þá taka upp skipu-
leg vinnubrögð, enda var þá farið að
borga okkur betur fyrir Matthildi held-
ur en i fyrstu. Þarna mættum við kl 9
á morgnana og vorum við þetta öllum
stundum Hins vegar fór fljótlega svo,
„Nei, ég er hálfhræddur um að hún
verði ekki vakin upp. okkur finnst kom-
ið nóg af henni i bili. En strákarnir,
Hrafn og Þórarinn, koma báðir heim i
sumar að utan frá námi og þá getur vel
farið svo, að við tökum okkur eitthvað
annað fyrir hendur," segir Davið
Davið hefur einnig verið viðriðinn
þriðja ieikhúsið hér i höfuðborginni,
eins og einn varaþingmaðurinn
kallaði Alþingi íslendinga á dög-
unum. „Já, ég hef um skeið verið þing-
fréttaritari fyrir Morgunblaðið,
jú og það er býsna stórt stökk
frá hinum leikhúsunum fyir i hið
háa Alþingi. Þingfréttamennskan getur
oft verið erfið; ég hef einkum verið við
þetta á vorin, þegar allt er þar á
fleygiferð og menn keppast um að
afgreiða mál fyrir þinglok. Á ýmsan
hátt er þá erfiðara að vera þmgfréttarit-
ari Morgunblaðsins heldur en annarra
blaða vegna þeirrar stefnu, að sagt
skuli frá ræðum annarra þingmanna en
aðeins Sjálfstæðisflokksins, einkum
þegar merkileg mál eru til afgreiðslu i
deildunum báðum. Annars er mjög
fróðlegt að fylgjast með störfum Al-
þingis, og sá háttur er hafður á, að
þingfréttaritari Morgunblaðsins situr
einnig þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins, þannig að'hann sér hvernig
málin verða til frá byrjun og hvernig
afstaða til einstakra mála þróast Það
sem maður sér frá þmgpöllunum, er
aðeins yzta hlið á störfum Alþingis. þvi
að margar helztu ákvarðanirnar e:u
teknar á þingflokksfundunum og i hlið-
arherbergjum þingsins Nú. ég hef
einnig átt þess kost að fylgjast með
Alþingi sem hlutlaus aðili, þvi að um
tima annaðist ég Þingsjá útvarpsins.
og þá setti maður sig i töluvert aðrar
stellingar heldur en sem pólitiskur
fréttaritari."
Davið segist vera þeirrar skoðunar,
að útvarp og þó kannski enn frekar
sjónvarp eigi að geta flutt mun liflegri
fréttir af störfum þingsins. „Slikt gæti
jafnvel orðið til þess að aga þingmenn-
ina enn frekar," segir Davið. „Menn
sáu það bezt, þegar sjónvarpað var frá
þingrofsmálinu og sjónvarpsmenn
höfðu kveikt á Ijóskösturum sinum, þá
þustu þingmenn í salinn og voru önn-
um kafnir við skriftir allan tímann sem
sjónvarpað var. jafnvel þótt smámál
væru rædd mn á milli. Alla jafnan eru
þingsalir nánast auðir við slík tækifæri.
Þingmenn kynnu þá lika að flytja mál
sitt betur, þvi að sannast sagna flytja
sumir þeirra mjög óvandaðar ræður
bæði hvað orðfar og efni snertir."
Annars er ekki ýkja langt siðan Davið
fór að láta stjórnmál eitthvað til sin
taka Hann fór þó senmma að starfa
með Vöku — félagi lýðræðissinna i
Háskólanum — og telur. að stjórn-
málaátökin þar hafi orðið til þess að ýta
honum út i stjórnmálaþátttöku innan
Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef að visu
alltaf verið tengdur sjálfstæðisstefn-
unni og fundið sjálfan mig i henni, en
það eru varla nema tvö ár frá þvi að ég
fór að blanda mér i starf samtaka
ungra sjálfstæðismanna Áhugamál
mín voru framan af allt önnur," segir
hann.
Metnaðardraumar Daviðs á stjórn-
málasviðinu eru hógværir. „Enn er
mjög fjarri mér löngunin að gera
pólitik að ævistarfi," segir hann. „Ég
held, að maðurhljótiað fara á mis við
mjög margt annað ef maður leggur
hana fyrir sig Mér virðist, að þeir, sem
fara út i pólitik, hafi tilhneigingu til að
einangrast dálitið, verði allt aðrir menn
en þeir eru i raun og veru vegna þess,
að þeir þurfa stöðugt að vera að skapa
sér enhverja persónuimynd út á við
Mér finnst stundum sem þeir tapi á
einhvern hátt af sjálfum sér. og fólk er
stöðugt á varðbergi gagnvart þeim Til
eru þó ýmsir mætir menn, sem komizt
hafa klakklaust i gegnum þetta og
tekizt að halda sinum sérkennum "
Davið hefur þó sín hugsjónamál hvað
borgina áhrærir. Hann kveðst t.d hafa
mikinn áhuga á menningarmálum,
sem hann telur að borgin hafi rækt vel
á liðnum misserum. Að sjálfsögðu er
Davið einlægur stuðningsmaður
borgarleikhúss en telur þó, að allur
rekstur þess eigi eftir sem áður að vera
sem mest i höndum Leikfélags Roykja-
vikur, einkanlega þó hvað alla listræna
mótun leikhússins varðar. Fulltrúar til-
nefndir af borginni eigi þar að hafa
sem minnsta beina ihlutun Þá gælir
hann einnig við þá hugmynd, að
gamla Grjótaþorpið verið byggt upp og
þar sköpuð aðstaða til ýmiss konar
listarstarfsemi og reynt verði að lifga
upp á starfserru Árbæjarsafnsins með
höggmyndasýningum utan húss eða
tilraunaleiksýningum undir beru lofti.
Þá telur hann ekki óeðlilegt, að
nágrannasveitarfélögin taki á sig ein-
hvern kostnað vegna menningarstarf-
semi í Reykjavik. þar eð ibúar þeirra
njóti hennar engu síður en Reykviking-
ar
Þá segist Davið þeirrar skoðunar, að
ungt fólk eigi að geta valið hvar það
kýs að búa i borginni, þ.e.a.s.. að
lánsfjárfyrirgreiðslu sé ekkiallri beint til
nýbygginga í nýjum hverfum heldur
eigi það þess kost að fá sömu fyrir-
greiðslu til kaupa á ibúðum i eldri
borgarhverfum, eins og t d vestur-
bænum Kveðst hann vita til þess, að
fjöldi ungs fólks hafi mikinn hug á að
eignast þar bústað