Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 83. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 25. MAl 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ' Þessa mynd tók Ól.K.M. á hinni geysif jölmennu kosningahátfð D-listans í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri á glæsilegri kosningahátíð D-listans: Látum surmudagími verða sigurdag Reykvíkinga „Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur sýnt það, að hann er flokkur dugandi og athafna- samra manna, sem vilja láta hlutina ganga. Undir stjórn sjálfstæðismanna hefur borgin vaxið og dafnað og er nú fögur, þróttmikil og athafnasöm. Auðvitað eiga borgararnir þar stærstan hlut í. En gæfa Reykjavíkur er sú, að stjórnendur borgarinnar hafa aldrei viljað ráðskast með öll málefni borgaranna eins og vinstri menn vilja. Þess vegna hefur þróttur og frumkvæði einstaklingsins notið sfn betur f Reykjavík en annars staðar. Það er ánægjuefni fyrir Reykvfkinga, konur og karla, unga menn sem eldri að vinna fyrir og vinna með slfkum flokki — og þessi glæsilegi fundur hér í kvöld vekur okkur bjartsýni um það, að kosningar þessar verði árangursrfkar — að við munum sigra á sunnudaginn kemur. Látum þá bjartsýni gefa okkur byr undir báða vængi — leggjum okkur öll fram — látum sunnudaginn kemur verða sigurdag fyrir Sjálfstæðisflokkinn — sigurdag fyrir áframhaldandi framfarir og uppbyggingu í Reykja- vík — sigurdag f yrir Reykvíkinga.“ Þannig komst Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri að orði í lok ræðu sinnar á hinni geysifjölmennu og glæsi- legu kosningahátfð D-listans f Laugardalshöllinni í gær- kvöld. í lokaræðu sinni sagði borgarstjóri m.a.: Við erum gagnrýndir fyrir, að ekki sé nægilega byggt af dagvist- unarstofnunum. Víst er það, að enn er skortur á vistrýmum, þótt um 25% barna á forskólaaldri eigi nú kosta á slíku vistrými í stað 14% f upphafi kjörtímabils. En hér eigum við líka samanburð. Vinstri flokkarnir klífa á þessu máli, en þeir hafa haft sitt tæki- færi til að sýna hug sinn í verki. Með miklum auglýsingum og brambolti voru sett lög fyrir tveimur árum um þátttökli ríkis- ins í stofnkostnaði dagvistunar- stofnana, sem gerði ráð fyrir, að ríkið greiddi 50% kostnaðar. Og nú átti að gera átak, sagði t.d. Alþýðubandalagið. En hvað gerð- ist. Þegar ríkisstjórnin lagði fjár- lagafrumvarpið fyrir Alþingi á s.l. hausti, gerði það ráð fyrir 10 millj. kr. í þessu skyni fyrir allt landið. Það var tillaga vinstri flokkanna í rikisstjórn til Alþing- is. Reykjavíkurborg ætlar 91 millj. kr. í þessu skyni. Það var fyrst þegar Sjálfstæðismenn í borgarstjórn og félagsmálaráði borgarinnar tóku þetta mál upp og fengu samþykkta áskorun á Alþingi um að hækka þetta fram- lag, að það fékkst hækkað upp í 40 millj. fyrir allt landið á móti 91 millj. frá Reykjavík. Svona er nú áhugi vinstri manna í reynd, þeg- ar þeir hafa úrslitaáhrif. Það er ágætt að geta talað, en öllum orða- flaumnum þurfa að fyigja fram- kvæmdir og athafnir, þegar tæki- færi gefst. Þar skilur á milli Sjálf- stæðismanna og vinstri manna eins og dæmin sýna. Þetta eru nokkur atriði úr gagn- rýni vinstri manna og hvernig við Sjálfstæðismenn höfum svarað þeim. Þessi dæmi sýna, að við þurfum engin töframeðul, hvorki frá þeim né öðrum. Sjúkdóms- greining þeirra er röng, eins og hjá honum frosk skottulæknir, og ef eitthvað þarf að lækna, þá segj- um við til vinstri manna: „Lækn- aðu sjálfan þig fyrst<“ Undraverð saga Þótt sagan um þróun Reykja- vikur sé undraverð, þá er Reykja- vík þó fyrst og fremst borg nútíð- ar og framtfðar. Þótt framkvæmd- ir og framfarir undanfarinna ára hafi verið miklar, má sú stað- reynd ekki gera það að verkum, Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.