Morgunblaðið - 25.05.1974, Síða 27
MORUUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 1974
27
■
Staldrað við
í Niarðvíkum
Tæplega 1 700 manns búa í
Njarðvikum, en oft á tiðum
gera aðkomumenn á Suður-
nesjum litinn greinarmun á
Keflavík og Njarðvikum. Er það
að sumu leyti ekki undarlegt,
því byggðirnar liggja saman
sem ein væri og eru engir tveir
byggðakjarnar á íslandi i eins
nánu sambýli. Njarðvik hefur
þó sitt eigið hreppasamfélag og
löngum hafa verið þar ýmis
tilþrif i athafna- og félagslifi.
Við stöldruðum þar við fyrir
skömmu og röbbuðum við Aka
Gránz hreppsnefndarfulltrúa
og Birgi Olsen æskulýðsfull-
trúa.
í haust var tekin i notkun ný
iþróttahöll i hreppnum, en
iþróttasalurinn er yfir sund-
lauginni, sem er í kjallara húss-
ins. Salurinn er 1 8x33 metrar
að stærð, en byggingin er
teiknuð af Jes Þorsteinssyni. í
kjallara hússins eru einnig
gufuböð, tvær kennslustofur
og litill leikfimisalur. Aðstaða til
útiíþrótta erágæt i Njarðvíkum,
því þar eru tveir knattspyrnu-
vellir, grasvöllur og malarvöll-
ur, auk þess sem þar er mal-
bikaður handboltavöllur. Unnið
er að ræktun og fegrun um-
hverfisins við vellina.
Áki kvað Njarðvikurhrepp frá
fyrstu tið hafa sýnt æskulýðn-
um mikla umhyggju, sem m.a.
sýndi sig i ýmsum framkvæmd-
um í þágu æskunnar.
Þá má nefna Krossinn, en
kvenfélagið í hreppnum og
Ungmennafélagið gáfu Njarð-
víkurhrepp Krossinn til æsku-
lýðsstarfa. Ungt fólk i Njarðvik-
um breytti húsinu á s.l. ári og
standsetti við sitt hæfi undir
leiðsögn Birgis Olsen æsku-
lýðsfulltrúa. í Krossinum hefur
Hjálparsveit skáta aðstöðu,
Siglingaklúbbur með 30 með-
limum, skátar og fl. Þar eru
leiktæki, stór danssalur, leik-
klúbbur með um 40 meðlimum
hefur haft aðstöðu þar, vél-
hjólaklúbbur, taflaðstaða er þar
og sitthvað, sem hentar tóm-
stundastörfum ungs fólks.
Fyrir yngstu borgarana er
stórt og skemmtilegt dagheim-
ili, byggt af Kvenfélaginu Gimli
í Njarðvikum. Konurnar sjá um
rekstur dagheimilisins ásamt
hreppsfélaginu. Þá er hið
kunna félagsheimili Stapi i
Njarðvik og einnig má nefna,
að íþróttamenn Njarðvíkinga
keppa margir með Keflvík-
ingum.
Birgir kvað mikinn áhuga
fyrir hinum ýmsu störfum unga
Áki Granz og Birgir Olsen.
fólksins og margt fólk sækti
Krossinn að staðaldri
Stór útisundlaug er fyrirhug-
uð fyrir ofan iþróttavellina og
er hún með í skipulagsupp-
drætti, sem var samþykktur s.l.
haust.
Þessi framfaramál, sem hér
hefur verið getið að frarnan,
hafa verið baráttumál sjálf-
stæðismanna í Njarðvikur-
hreppi, en þeir hafa lengstum
stjórnað Njarðvikurhreppi.
Vinstri menn hafa þó haft
meirihluta þar s.l. kjörtimabil,
en sjálfstæðismenn hafa gagn-
rýnt þá harðlega fyrir sinnu-
leysi á öllum sviðum og stefna
að því, að sjálfstæðismenn fá
meirihluta og aðstöðu til að
stjórna bæjarmálum af rögg-
semi og áræði. Sjálfstæðis-
rnenn hafa alltaf verið leiðandi
afl i byggðarlaginu.
Hér hafa verið tekin nokkur
atriði úr bæjarlifi og athöfnum
Njarðvikinga og i lokin er ekki
úr vegi að geta þess, að ákveð-
ið er, að i framtíðinni njóti
Njarðvikingar hitaveitu frá
Svartsengi.
-á.j.
Úr andyri sundlaugarinnar.
Litið inn i dagheimilið.
Úr Krossinum Frá æskulýðssamkomu i Krossinum.