Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1974 1 félögin ekki upp á fæturna, þegar svona er. En því er til að svara, að hér er um að ræða þjónustugrein, sem tryggingafélögin hafa með höndum og um leið innbyrðis samkeppnisgrein. Og að mínu áliti eiga hinir tryggðu fullan rétt á slíkri samkeppni. AhugamAlin sitja AHAKANUM — Hvenær hófust þín afskipti af stjórnmálum Ólafur? — Áhugi minn á stjórnmálum hófst snemma. Áður en ég tók sæti í borgarstjórn árið 1970 hafði ég tekið mikinn þátt f störfum ungra sjálfstæðismanna, einkum á Háskólaárunum, meðal annars var ég formaður Vöku á sfnum tíma. Árið 1966 hóf ég aftur af- skipti af stjórnmálum en þá var ég kosinn formaður Heimdallar, og það var upphafið af þessum kafla lífs míns. — En hvernig fer það saman að vinna við stjórnun stórs fyrir- tækis og taka þátt í stjórn borg- arinnar? Það er oft erfitt, þvf óhjá- kvæmilega taka borgarmálin mik- inn tíma, en ég hef notið mikils skilnings samstarfsmanna minna, svo þetta hefur blessazt. Hitt er svo annað mál, að þegar maður er í viðskiptastörfum og stundar pólitík í þeim mæli, sem ég geri, þá tekur það þann tíma, sem mað- ur getur sinnt sínum áhugamál- í stofunni á Hagamel 6, frá vinstri Hilinar, Jórunn og Olafur. Ljósm. IV! 1)1.: Ól.K.M. um og verið með fjölskyldunni. Min áhugamál eru nú helzt að lesa góða bók eða hlusta á góða tónlist. Yfir sumartímann reyn- um við svo að komast í góða loftið og vera úti í náttúrunni. Förum við þá oftast á Þingvöll, þar sem móðir mín á sumarbústað og þá einkum um helgar. Þá tekur sjón- varpið oft tíma af manni, þegar maður kemur heim á kvöldin. — En er ekki oft erfitt að sinna fjölskyldunni, vegna stjórnmál- anna? — Ekki er hægt að neita því, Jóhanna, konan mín, hefur reynd- ar einnig brennandi áhuga á stjórnmálum og er t.d. í stjórn Hvatar. Ég tel það heppilegt þeg- ar annað hvort hjóna hefur af- skipti af stjórnmálum, að hitt fylgist einnig vel með á því sviði. Staðreyndin er sú, að þær konur, sem giftast mönnum, sem eru á kafi í stjórnmálum, gjalda þess oft, þegar mennirnir eru í vinnu allan daginn og á fundum á kvöld- in. Þannig verður það, að maður verður minna heima en maður hefði óskað sér. — Annars tel ég, sagði Ólafur, að það sé gott um ákveðinn tfma fyrir hvern mann að fara út í stjórnmál, eins og t.d. sveitar- stjórnarmál. Því það er ákaflega þroskandi og kemur manni til að meta sitt umhverfi. Störf í sveit- arstjórn og borgarstjórn þurfa ekki endilega að vera upphaf af stórpólitískum ferli. Fyrst og fremst tel ég þessi störf vera borgaralega skyldu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur oft skipt um fólk í borgarstjórn á sínum langa valdaferli. Það tryggir, að ekki verður stöðnun þar og ólík sjónar- mið eiga þar greiðan aðgang að stefnumótunum flokksins. Hrein- ir atvinnustjórnmálamenn ráða því aldrei stefnu flokksins í hvi- vetna, venjulegir borgarar koma alltaf mikið við sögu, þar sem þeir sitja um ákveðinn tíma í trúnað- arstöðum flokksins og hverfa síð- an til sinna starfa á ný, og nýir taka við. -Þ.Ó. — En ef við vfkjum að þínu aðalstarfi Olafur, hvernig er að vinna hjá tryggingafélagi? — Ég hef unnið hjá Almennum tryggingum frá því ég lauk prófi frá Háskólanum 1963. Fyrstu átta árin var ég deildarstjóri í bíla- deildinni, en starfa nú sem fram- kvæmdastjóri. Ég hef kunnað ákaflega vel við að starfa hjá tryggingafélagi. Þarna eru alltaf einhver vandamál á ferðinni, en það er eðli þess að starfa hjá tryggingafélagi, að ýmis vanda- mál komi upp, sem gera starfið fjöibreytt. — Það hefur oft verið rætt um, að tryggingafélög, starfandi á ís- landí væru of mörg, hvert er álit þitt á þessu máli? ingafélögunum, og er það von allra að hún reynist sem bezt í framkvæmd. Annars er það svo, að almenningur hefur á siðustu árum sýnt meiri skilning á starfi tryggingafélaganna, og til þess, að svo verði áfram, þurfa trygginga- félögin að starfa þannig, að ekki þurfi að skapast tortryggni hjá hinum tryggðu, og vonandi hættir einnig sú tortryggni með nýju tryggingalöggjöfina sem gætt hef- ur í garð tryggingafélaganna við iðgjaldabreytingar. — Nú deilir fólk sífellt á bíla- tryggingarnar, og margir telja, að iðgjöld þessarar tryggingagreinar séu alltof há. Hverjar eru aðal- ástæðurnar fyrir þessum háu ið- gjöldum? Það er rétt, að lengi hefur verið mikið deilt á bílatryggingarnar, en þetta er líka erfiðasta trygg- ingagreinin, sem félögin fást við. Bílatryggingarnar eru mjög næm- ar fyrir öllum breytingum verð- lagsins, eins og t.d. á varahlutum, gengisbreytingum og kaupi iðnaðarmanna og síðan koma slysabæturnar, sem byggjast á kaupgjaldi hverju sinni. — Því miður er það staðreynd, að þessi tryggingagrein er búin að vera dragbítur á tryggingafélögunum undanfarin ár. Aðrar greinar tryggingastarfseminnar hafa bor- ið hana uppi. Menn spyrja þá kannski. Af hverju rísa trygginga- — Ég hef alltaf átt heima mjög miðsvæðis í Reykjavík, sagði Ólaf- ur, þegar við ræddum við hann, fyrst átti ég heima á Fríkirkju- veginum, síðan á Fjólugötu 7 og svo höfum við búið á þremur stöð- um í Vesturbænum. 1 stuttu máli voru bernskuár min þannig, að frá 11 ára aldri var ég í sveit í Gunnarsholti á Rangárvöllum og í skólum á veturna. Eftir því sem maður þroskaðist meira fór maður að vinna vandasamari störf, og á menntaskólaárunum vann ég á sumrin á síldarradíóinu á Hjalteyri. Á þessum árum barst því miður lítii síld til Hjalteyrar, en engu að síður var þetta mjög ánægjulegur tími. Afskipti mín af íþróttum urðu aldrei mikil i æsku, en engu að síður lagði ég nokkra stund á knattspyrnu og Víkingur er ég, en með því félagi keppti ég i yngri flokkunum. Olafur vid storf á skrif- stofu Alinennra trygginga í Pósthússtræti. r Rætt við Olaf B. Thors, sem skipar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins Ólafur B. Thors framkvæmda- stjórí skipar að þessu sinni 3. sæt- ið á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar, en í kosningunum 1970 var hann í 8. sæti og skipaði þar með baráttu- sæti listans. Síðan hefur Ólafur tekið mikinn þátt í stjórn borg- arinnar og fáir borgarfulltrúar hafa verið atkvæðameiri en hann, hvort sem er í borgarstjórn eða borgarráði, en þar hefur Ólafur setið allt frá því að hann var kjörinn borgarfulltrúi fyrir 4 árum. Aðalstarf Ólafs er þó hjá Almennum tryggingum, og hann er nú framkvæmdastjóri þar. Hjá Almennum, eins og fyrirtækið er kallað í daglegu tali, hefur hann unnið síðan hann lauk lögfræði- prófi 1963. — Ólafur er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann fædd- ist á Fríkirkjuvegi 11 árið 1937, sonur hjónanna Hilmars Thors og Elísabetar Ólafsdóttur, en hún var dóttir Ólafs Björnssonar ann- ars stofnenda Morgunblaðsins. Eiginkona Ólafs er Jóhanna Jór- unn Einarsdóttir Baldvins Guð- mundssonar hæstaréttarlög- manns. Þau hjón búa nú að Haga- mel 6 í fallegri íbúð ásamt syni sínum Hilmari. FÉLÖGIN FÆRRI, EN STÆRRI — Mín skoðun er sú, að íslenzk tryggingafélög séu of mörg, og að þróunin hljóti að verða sú, að þeim fækki og að þau verði stærri t.d. með sameiningu. íslenzki tryggingamarkaðurínn er ákaf- lega lítill og því hafa íslenzku trygginjgafélogin farið meira og meira ut í þaðað taka meiri þátt í alþjóðlegu starfi, sem er fólgið í endurtryggingum. Almennar tryggingar hafa tekið þátt í þessu starfi í vaxandi mæli og tryggir fyrirtækið nú fyrir ýmsa aðila úti um allan heim. Á degi hverjum berst okkur fjöldi tilboða um endurtryggingu víðs vegar að úr heiminum. Það reynir þvi á þá, sem við endurtrygginguna starfa, að vega og meta hvað hagkvæm- ast er að tryggja í hverju tilfelli. Um þessar mundir er búið að setja fram nýja tryggingalöggjöf, sem hefur verið fagnað af trygg- Þátttaka í stjórnmál- um borgaraleg skylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.