Morgunblaðið - 25.05.1974, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 25. MAI 1974
35
Það þarf engan að undra þótt þeir séu broshýrir piltarnir á myndinni,
þvi þetta er skipshöfnin á Kóp VE 11, sem var aflahæsta skipið þar á
nýlokinni vetrarvertið með 974 lestir. Skipstjórinn, sem við sjáum hér á
myndinni til hliðar, er Daníel Willard Fiske Traustason, kunnur aflamaður
og sjósóknari ættaður frá Grenivik i Grimsey. Daniel, eða Villi fisher, eins
og hann er gjarnan nefndur, er einnig eigandi bátsins, keypti hann af
Einari rika 1966. Þá hafði hann verið skipstjóri hjá Einari á Engey og
Akurey, en áður var hann með Hringver hjá Helga Ben Sigurgeir í Eyjum
tók þessar af köppunum i vertiðarlok og segja kunnugir menn, að þeir á
Kópi hafi sótt sjóinn fast i vetur, enda sjaldnast tekið út með sældinni að
taka 1000 tonn úr greipum Ægis. Mæstu bátar á eftir Kóp voru Danski
Pétur með 916 tonn, Sæbjörg með 843, Þórunn Sveinsdóttir með 828 og
Kap með 805. Við óskum Kópavogsmönnum til hamingju með vertiðina.
Spiro Agnew, fyrrum
varaforseti Bandaríkjanna, er
um þessar mundir á ferðalagi
í Grikklandi, landi forfeðra
sinna. Aðspurður um erindið
sagðist Agnew vera í við-
skiptaleiðangri Heimildir í
Aþenu hermdu, að Agnew
stæði til tioða starf hjá
bandarísku skipafélagi, sem
hefur bækistöðvar sínar í
Grikklandi. Agnew hefur
venð atvinnulaus frá þvf að
dómstóll í Maryland ! Banda-
ríkjunum svipti hann rétti til
að starfa sem lögfræðingur.
Agnew er sagður vera að
skrifa skáldsögu, sem hann
hefur þegar selt fyrir
dágóðan skilding og fjallar
hún um lifið ! Wash.ington.
Gnnu Bretapinsessu er
þungt fyrir brjósti um þessar
mundir, en hún varð fyrir því
óhappi, að uppáhaldsgæð-
ingurinn hennar, sem hún
sat, er hún sigraði ! Evrópu-
meistaramóti ! hesta-
mennsku 1971, hrasaði og
fótbrotnaði Var brotið svo
slæmt, að aflífa varð hestinn
á staðnum.
Útvarp Reykjavfk ^
LAl <iARI).\(;i K 25. maí
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.
dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund bananna kl. 8.45:
Kjartan Ragnarsson les fyrri hluta
„Ævintýris af Steini Bollasyni.
Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli liða.
óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borghildur
Thorskynnir.
12.00 Dagskráin Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.30 Létt tónlist
a. Metropol-hljómsveitin leikur; Dolf
van der Linden stj.
b. Hljómsveit Dommerus leika á saxa-
fón og HuneGustafsson á gítar.
14.30 lþróttir
Jón Ásgeirsson sér um þáttinn.
15.00 tslenzkt mál
ÁsgeirBl. Magnússon cand. mag. flytur
þáttinn.
15.20 Framhaldsleikrit barna og ungl-
inga:
„Þegar fellibylurinn skall á" eftir Ivan
Southall
Áttundi þáttur.
Þyðandi og leikstjóri: Stefán Baldurs-
son.
Persónur oe leikendur:
Addi . . . Randver Þorláksson/krissi . . .
A skjánum
LAUGARDAGVR
25. maf 1974
16.00 Borgarmálefnin
Hringborðsumræður um málefni
Reykjavíkurborgar i tilefni af kosning-
unum næsta dag.
Umræðum stýrir Eiður Guðnason.
17.30 Iþróttir
Meðal efnis er mynd frá ensku knatt-
spvrnunni og myndir og fréttir frá
íþróttaviðburðum innan lands og utan.
Umsjónarmaður ómar Ragnarsson.
II lé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Læknir á lausum kili
Breskur gamanmyndaflokkur.
Skipting útávið
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
Sigurður Skúlason/P'anney . Þórunn
Sigurðardóttir/Palli . . Þórhallur Sig
urðsson/Guttý . . Sólveig Hauks-
dóttir/Maja Helga Jóns-
dóttir/Hannes Þórður Þórðar-
son/Sögumaður . . . Jón Júlísusson
16.00 Fréttir
16.15 Vf-ðurfregnir
Tíu á toppnum
örn Petersen séri.m dægurlagaþátt.
17.50 FráBrctlandi
Ágúst Guðmundsson talar.
18.10 Tónleikar Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 P'réttir. P'réttaauki. Tilkynningar
19.35 „IIaugbúar", Smásaga eftir l'nni
Eirfksdóttur
Erlingur Císlason leikari les.
19.55 Serenata í D-dúr op. 8 eftir Beet-
hover
Jascha Heifetz leikur á fiðiu, William
Primrose á lágfiðlu og Gregor Pjati-
gorsky á selló.
20.2(’ 1 Ameríku; — ferðahugleiðingar
tiútfmamanns
Þorsteinn Guðjónsson flvtur fyrri þátt
sinn.
20.40 Kvc
örn Bjarnason sér um þáttinn.
21.00 Ljóð eftir TómasGuðmundsson
Elin Guðjónsdóttir les.
21.15 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson bregður plötum á
fóninn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög.
23.55 Fréttir í sturru máli. Dagskrárlok.
*•
20.50 tlr kínversku fjölleikahúsi
Myndasyrpa frá sýningum fimleika- og
fjöllistamanna i Kinverska alþýðulýð-
veldinu.
21.20 Kampavín fyrir Sesar
(Champagne forCaesar)
Bandarísk gamanmynd frá árinu 1950
Aðalhlutverk Ronald Colman og
Celeste Holm.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Aðalpersónan. Bottomley, er greindur
náungi. Hann stendur þó uppi atvinnu-
laus. en þegar stórt sápufyrirtæki efnir
til spurningakeppni i auglýsingaskyni.
sér hann sér leik á borði að vinna
verðlaunin og eignast þannig mikið fé.
23.00 Dagskrárlok.
r. -
fclk i
fjclmíélum
Kampavín fyrir Sesar
Þegar við fórum að athuga hver laugardagsmvnd
sjónvarpsins að þessu sinni væri. leizt okkur eiginlega
alls ekki á lilikuna. Við ályktuðum í skyndi, að mvndin
hlyti að vera af billegustu sort. en flettum upp í
spekiriti okkar um kvikmvndir til vonar og vara. Þá
komumst við að raun um það. sem hver og einn ætti að
hafa sem oftast í huga, að varasamt er að draga
ályktanir í fljótfærni, því að í bókinni fær mvndin hið
bezta orð, og ku vera sprenghlægileg frá upphafi til
enda.
Aðalpersónan er snaróður sápuframleiðandi, sem
veltir sér í milljónum, og fer Vincent Price með
hlutverk hans. Önnur aðalhlutverk eru í höndum
Celeste Holm og Ronald Colman.
„Tíu á toppnum” á afmæli
í dag verður mikið um dýrðir í þætti Arnar Peter-
sen, ,,Tíu á toppnum", en í dag á þátturinn einmitt eins
árs afmæli.
Við spurðum Örn hvað hann ætlaði að gera velunn-
urum þáttarins til hátíðarbrigða, og sagðist hann ætla
að hafa nokkurs konar ársyfirlit yfir það, sem hæst
hefði borið.
Þegar við ræddum við örn var hann að reikna út
hvaða lag hefði notið mestra vinsælda á árinu. svo og
hvaða hljómsveit hefði fengið flest atkvæði, en hjá
Erni eru kosningar vikulega eins og þeir vita. sem
hlusta að staðaldri.
Okkur þykir þátturinn vera eitt skemmtilegasta
létta efnið í dagskrá útvarpsins og vonumst til, að
lífdagar, eða ár, verði sem allra flestir.