Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1974 M.vndirnar sfna líkan aí Borsarspftalanum eins og fvrirhugað er að hann líti út fullbyggöur. Til vinstri sést spítaiinn eins og hann lítur út í dag, auk hinnar f.vrirhuguðu K-álniu t.v. Til hægri er yfirlitsmynd af líkaninu, og sést þar vinstra megin á myndinni fyrirhuguð þjónustuálma, en hún verður aðeins b.vggð að hluta f bráð. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.) Ríkið hefur tekið frumkvæðið í heilbrigð- ismálunum um of úr höndum sveitarfélaganna Viðtal við Jón Sigurðsson borgarlækni um heilbrigðisþjónustuna á Reykjavíkursvæðinu 0 ÞAÐ er einkum þrennt sem þarfnast aðkallandi úrbóta f heil- hriðísmálunum hér á höfuðborg- arsvæðinu. t fyrsta lagi er brýn þörf á að fjölga sjúkrarúmum fyrir aldraða og langvistunar- sjúklinga. þ.á m. geðsjúklinga. I öðru lagi þarf að bæta og endur- skipuleggja læknisþjónustu utan sjúkrahúsa. Og í þriðja lagi er nauðsynlegt að fjölga að mun hjúkrunarliði og öðru sérmennt- uðu starfsliði á heilbriðgðissvið- inu. 0 Þetta sagði Jón Sigurðsson borgarlæknir þegar Morgun- hlaðið leitaði til hans fyrir skömmu og innti hann eftir stöðu heilbrigðismála á Reykjavíkur- svæðinu. — En það er raunar eitt mál enn, sem vert er að minnast á f þessu sambandi, sagði Jón enn- fremur, — mál sem er mjög mikilvægt á öðru sviði heil- hrigðismála, og sem er um leið umhverfismál, en það er mengun stranda og voga vegna holræsaút- rása á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er stórmál sem heilbrigðisnefnd hefur f mörg ár haft mikinn áhuga á að leysa, en það kostar mikið fé. Nú er unnið markvisst að heppilegri lausn þess f sam- vinnu við nágrannasveitarfé- lögin. Uppbygging sjúkra- húsa ekkinógu alhliða Varðandi fyrsta atriðið sagði Jón Sigurðsson að þörfin á sjúkra- rúmum fyrir langvistunarsjúkl- inga hefði aukizt mjög á síðustu árum hérlendis sem erlendis. — Hverjar er helztu orsakir þessarar þróunar? — Hlutfall aldraðra í íbúafjölda hefur stækkað, og á raunar eftir að stækka enn meir. Tíðni lang- vinnra sjúkdóma hefur aukizt, m.a. hefur tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma og slysa vaxið. Dánar- tala þessara sjúklinga minnkar vegna marháttaðra framfara læknavísindanna, og bættra að- stæðna í lífsbaráttunni og öllum ytri aðbúnaði, en jafnframt eykst þörf þessara sjúklinga fyrir sjúkraluisvist. llms vegttr lial'a félagsleg vandamál aldraðra og lólks með langvinna sjúkdóma aukizt vegna breyttra heimilisað- stæðna á síðustu áratugum. Fjöl- skyldur minnka og húsráðendur vinna úti. Þetta á mikinn þátt í aukinni þörf fyrir vistun aldraðra. Og loks eru nú teknir til meðferðar á spítölum sjúkdómar, sem litið sem ekkert var hægt að gera við áður. Uppbygging sjúkrahúsa hefur ekki verið nógu alhliða. Húri hefur beinzt mest að bráðum sjúkdómum og sem fullkomnastri aðstöðu til sjúkdómsgreiningar. Minni áherzla hefur verið iögð á svokölluð hjúkrunarrúm. í tenglsum við Landakotsspítala er til dæmis ekki sérstök hjúkrunar- deild. Landspítalinn hefur 50 sjúkrarúm ætluð til vistunar í allt að 4 vikur. Borgarspítalinn hefur 185 rúm til Iangdvalar, þar af 90 rúm fyrir geðsjúklinga. Á Borgar- spítalanum öllum dveljast nú þessa stundina 163 sjúklingar 65 ára og eldri, sem er liðlega 40% af- sjúklingum spítalans. 1 þessu sambandi má geta þess, að árið 1971 voru 9% af íbúum Reykja- víkur 65 ára og eldri. Borgarspítalinn var í upphafi að hálfu leyti hannaður fyrir langlegusjúklinga, en síðan fékkst aðeins helmingur legu- deildanna byggður, og hefur hann verið notaður fyrir bráða sjúk- dóma. Að spítalanum hefur verið þrengt mjög vegna ört vaxandi hlutverks hans sem slysaspítala fyrir í raun og veru allt landið, og einnig vegna bráðra sjúkdóma sem koma á slysadeild. Þótt Reykjavíkurborg hafi á síðast- liðnu ári bætt aðstöðu slysadeild- ar nægja þær umbætur þó engan veginn. (Jrræði — Hvers konar úrbætur koma hér helzt til greina? öllum er ljóst að nauðsynlegt er að leysa bráðan vanda, og jafn- framt gera ráðstafanir til fram- búðar. sem þó þurfa að vera í sttföugri endurskoðun. Það hafa aðallega komið fram þrenns konar tillögur um úrbætur. 1 fyrsta lagi að byggð verði með hraði svokölluð B-álma Borgar- spítalans, þ.e. sú legudeildaálma, sem upphaflega vargert ráð fyrir. Hún yrði sex legudeildir fyrir samtals um 170 langvistunar- sjúklinga, aðallega aldraða. Sé fullt kapp lagt á að koma þessari álmu upp má að áliti bygginga- fróðra manna byrja að vista sjúkl- inga þar á miðju áff 1975. 1 öðru lagi að taka á leigu hluta af húsi öryrkjabandalagsins að Hátúni 10B, en um það hefur heil- brigðismálaráð gert tillögu til borgarstjórnar. Þar yrði stofnað til deildar fyrir 80 aldraðra reyk- víska sjúklinga sem hafa ferlivist, en þarfnast hjúkrunar. Reykja- víkurborg átti frumkvæði að samningum við öryrkjabanda- lagið um þetta mál, og mætti skilningi og velvild formanns hús- stjórnar, Odds Ölafssonar alþingismanns, enda hefur borgin áður lagt fram fjármagn til þess- arar byggingar. Heilbrigðismála- ráðuneytið beitti sér þó fyrir þvl, að Landspítalinn fengi umrætt húsnæði til umráða, og hefur gengið inn í fyrirhugaða samn- inga borgarinnar við Öryrkja- bandalagið. Upp úr áramótum má því eiga von á því, að þarna fáist til bráðabirgða fjölgun á lang- legurúmum, sem talsverður fengur er í. I þriðja lagi hefur komið til borgarráðs tillaga um að reisa á lóð Borgarspítalans 1740 fermetra timburhús, eins konar „Viðlaga- sjóðshús“, sem keypt yrði frá Danmörku, og ætlað 40 öldruðum sjúklingum með langvinna sjúk- dóma. Mætti koma því húsi 1 gagnið í marz næsta ár. B-álman hagstæðust — Hvort telur þú byggingu B- álmunnar eða timburhússins heillavænlegri lausn? — Tvímælalaust að koma B-álm unni upp sem allra fyrst. For- vinnu að henni er nú að nokkru lokið. Tímamismunur á byggingu hennar og á að koma upp timbur- húsi yrði ekki ýkja mikill, og kostnaður á hvert rúm í B-álmu engu meiri en f timburhúsinu, auk þess sem vænta má, að mun auðveldara yrði að fá starfsfólk til vinnu í aðalbyggingu spítalans en í timburhúsi úti á lóð. Með þessu yrði þó langlegu- vandamálið ekki að fullu leyst. Eðlilegt og æskilegt væri, að Landspítali og Landakotsspítali hæfu undirbúning að frekari aukningu langlegurýmis hvor hjá sér. Tel ég rétt, að Landakots- spítali hljóti til þess fullan stuðning rikis og borgar. Jafnframt þessu þarf að bæta aðstöðu vistmanna, starfsfólks og eldhúsdeildar að Arnarholti, en þar dveljast langvistunarsjúkl- ingar geðdeildar Borgarspítalans. Húsakynni útbygginga þar eru mjög illa farin, en í þeim dveljast um 20 vistmenn. Ætlunin er að bjóða út á næstu dögum nýbygg- ingu að Arnarholti fyrir 45 vist- menn, heilsugæzlu- og eldhús- deild. Bætir þetta verulega alla aðstöðu á staðnum, og eykur vist- mannafjölda þar um 20, sem er talsvert atriði iþeim skorti á lang- dvalarrúmum, sem fyrir hendi er á þessu sviði. Vandamál geðsjúkra að öðru leyti munu þó vonandi leysast að verulegu leyti með ákvörðuninni um byggingu geðdeildar Land- spítalans. Þó verður eftir að full- nægja vistunarþörf drykkju- sjúkra og ■ einnig geðvilltra af- brotamanna. Loks þarf að koma upp við elliheimilin sérstökum deildum fyrir elliær gamalmenni, að sjálfsögðu með fjármagni beint eða óbeint frá hinu opinbera. Heimilislækna- skorturinn Umbætur á læknisþjónustunni utan sjúkrahúsa var annað atriðið, sem borgarlæknir kvað þurfa að leggja mesta áherzlu á í heilbrigðismálum höfuðstaðarins. — Heimilislæknar eru allt of fáir. Læknar sækjast ekki eftir þessu starfi. Þó er það einn mikil- vægasti hlekkurinn í heilbriðis- þjónustunni og sést það bezt úti í héruðunum. — Hverjar eru að þínu áliti helztu ástæður þessa litla að- dráttarafls heimilislæknisstarfs- ins? — Þær eru margvíslegar. Starfið er erfitt og erilssamt. Til þess er ekki krafizt sérnáms, en borgararnir bera sérstakt traust til sérfræðinganna. Heimilis- læknar eiga ekki sömu framavon og t.d. spftalalæknar. Þeir eru yfirleitt einangraðir í starfi og án aðstoðar. Og loks þurfa þeir, félitlir í upphafi starfs, að leggja í verulegan stofnkostnað til að ráða yfir nauðsynlegasta tækjabúnaði á lækningastofu. Af hálfu opinberra aðila hefur þessum þætti heilbrigðisþjónust- unnar ekki verið sinnt sem skyldi, hvorki ervarðaruppbyggingu eða rekstur, og heldur ekki er varðar viðhorfsmyndun læknanema og ungra lækna til heimilislækninga. Þeir kynnast ekki í námi störfum heimilislæknisins á lækninga- stofu eða við sjúkrabeð í heima- húsum. Mörg nágrannalönd okkar eiga við saina vanda að stríða og eru sum þeirra farin að gera ráð- stafanir til Urbóta. Og viðleitni til þess er einnig hafin hér hjá okkur. — I hverju er hún fólgin? — Stofnað hefur vérið prófess- orsembætti í almennum lækning- um, þ.e. heimilislækningum, við Háskóla tslands, þótt ekki sé búið að skipa í það. Árið 1968 náðist einnig samkomulag milli Reykja- víkurborgar, Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur um leiðir sem farnar skyldu í því skyni að bæta heimil- islæknaþjónustuna í borginni. Vitað var að það myndi taka mörg ár, að koma þeim í framkvæmd, a.m.k. að öllu leyti, og víst er að enn er langt í land. Bygging heilsugæzlu- stöðva — Hverjar eru þessar leiðir? — Þær byggjast á því aðallega að laða lækna að starfinu með því m.a. að fá bætta undirbúnings- menntun þeirra í þessu skyni og veita sérmenntuðum heimilis- læknum sérfræðingsviðurkenn- ingu, a'ð koma á samvinnu smá- hópa lækna, þriggja til sex tals- ins, um heimilislækningar, að skipta borginni niður í lækna- svæði, og annist ákveðinn hópur lækna heimilislækninga hvers svæðis fyrir sig að langmestu leyti. Heimilislæknar verði hvatt- ir til að annast um sjúklinga sína sem mest sjálfir, og í þeim til- gangi að gera þeím þetta kleift, verði gerðar ákveðnar lág- markskröfur um tilhögun, búnað og tæki 1 lækningastofum þeirra og ennfremur um aðstoðarfólk. Sjúklingum verði og gert það mun auðveldara en nú tíðkast að Framhald á bls. 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.