Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 1974 43 Baldvin Tryggvason: Frumhlaup framsóknarfulltrúans Kosningabarátta framsóknar- manna gengur llklega eitthvað erfiðlega núna. Að minnsta kosti þarf lítið út af að bera, svo að jafn gæflyndur og broshýr framsóknarmaður og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi missi stjórn á skapi sínu. í Tímanum á fimmtudaginn ritar hann greinarstúf, á útsíðu undir fjögurra dálka fyrirsögn um hvílfkur ósannindamaður ég sér skilur ekki að jafn tor- næmur maður og ég skuli gegna formennsku í fræðslu- ráði, en vonar þó, að aðrir fræðsluráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins séu eitthvað heiðar- legri en ég. Svona skrif dæma sig sjálf, og ég er sannfærður um, að hiti kosningabaráttunnar hefur stjórnað penna Alfreðs Þor- steinssonar að þessu sinni. S.l. þriðjudag lætur hann Tímann hafa það eftir sér, að allir fræðsluráðsmenn nema hann vilji leggja Vogaskóla nið- ur I núverandi mynd og að hús næði hans verði nýtt undir menntaskóla. Einnig sagði hann að um þetta mál hafi ver- ið ,,leiðindapukur“ og aðgreini- lega hafi átt ,,að lemja það I gegn án þess að hugmyndir íbú- anna og kennaranna lægju fyr- ir.“ Tilefni hinna óvæntu sRap- brigða framsóknarfulltrúans eru svo þau, að ég leyfði mér að andmæla þessum rangsnúnu fullyrðingum hans í viðtali við Morgunblaðið s.l. fimmtudag. Þar er rakið m.a. að vinstri rfkisstjórn framsóknarfulltrú- ans hefur trassað að sjá nem- endum í Reykjavik og þá ekki sizt þeim, sem I Langholts- og Vogahverfi búa fyrir húsnæði undir menntaskóla. Fyrst nú hinn 26. marz ritar vinstri stjórnin bréf og biður Reykja- víkurborg um hjálp til að leysa þennan vanda og óskar við- ræðna um að kanna möguleika á að fá húsnæði I norðaustur- hluta borgarinnar til mennta- skólahalds. Þetta bréf er siðan rætt á þremur fræðsluráðsfundum, þann 1. apríl, 8. apríl og 22. apríl, og efni málsins bókað I allar fundargerðir ráðsins, sem lagðar eru fyrir borgarstjórnar- fundi. Þar gefst öllum borgar- fulltrúum kostur á að ræða mál- ið, bóka athugasemd eða flytja tillögur um málið. I borgar- stjórn hafa framsóknarfulltui- arnir, ekki hreyft minnstú and- mælum eða athugasemdum, hvorki Alfreð Þorsteinsson né aðrir, og hefur málið þó legið fyrir þremur fundum þar. A fundi fræðsluráðs 1. apríl var A.Þ. ekki mættur, en segir nú I grein sinni á fimmtudag- inn, að það hafi stafað af þvi, að hann hafi ekki fengið boð um fundinn. Ég véfengi það ekki og viðurkenni því fúslega, að I viðtalinu við mig I Mbl. hefur mér skjátlast þegar ég hélt þvi fram, að hann hafi þá haft „öðru þarfara að sinna" en sitja fræðsluráðsfund. Á fræðsluráðsfundinum 8. aprfl var samþ. samhljóða að fela fræðslustjóra málið til at- hugunar og ræða við mennta- málaráðuneytið. Engin athuga- semd var bókuð af hálfu fram- sóknarfulltrúans. Á fræðslu- ráðsfundinum 22. april sam- þykktu 4 fræðsluráðsmenn, að fræðslustjóri kannaði ákveðnar hugmyndir um að hluti Voga- skólans yrði nýttur til mennta- skólahalds, enda er skýrt fram Baldvin Tr.vggvason. tekið, að ekki sé um skuldbind- andi tilboð að ræða og fræðslu- ráð eigi eftir að taka málið aft- ur fyrir og að auki verði málið að koma til endanlegrar ákvörð- unar borgarráðs. Við þessa atkvæðagreiðslu sat Alfreð Þorsteinsson hjá og lét ekki bóka minnstu athuga- semd. Á þessum fundi var mættur skólastjóri Vogaskóla, sem skýrði fræðsluráði frá sinum skoðunum. Einnig var upplýst á fundinum, að fræðslustjóri myndi halda fund með kennur- um Vogaskóla um málið, og var sá fundur haldinn nokkru sið- ar. í þessum efnum hafði fram- sóknarfulltrúinn enga sérstöðu, allir fræðsluráðsmenn töldu slíkan fund með kennaraliði skólans sjálfsagðan. En mergur málsins er sá, að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin í fræðsluráði m.a. af þeirri einföldu ástæðu, að ekki liggur fyrir fræðsluráði enn, hvort ríkið er reiðubúið til að gera þannig samning, t.d. um nýtingu Vogaskóla að hluta fyr- ir menntaskólahald, að fræðslu- ráð geti sætt sig við hann. Þá verða hagsmunir borgarbúa og umfram allt þeirra,sem i Lang- holts- og Vogahverfi búa, hafð- ir i fyrirrúmi. Þegar drög að slíkum samningi liggja fyrir er fyrst hægt að kynna borgarbúum mál þetta af raunsæi. Þetta ímynda ég mér, að Alfreð Þorsteinssyni hafi verið ljóst á fræðsluráðsfundinum 22. apríl s.l. og því ekki bókað neina athugasemd við málmeð- ferð fræðsluráðs þá. I Timagrein sinni á fimmtu- daginn hrekur Alfreð Þor- steinsson ekkert af þessum atriðum, sem vonlegt er, en slær því upp að leynd hafi hvflt yfir Vogaskólamálinu og að það hafi verið trúnaðarmál. Hér gripur framsóknarfull- trúinn i hálmstrá, sem auðvitað slitnar. Eins og flestum er kunnugt eru fundargerðir fræðsluráðs opinber skjöl, sem t.d. allir fréttamiðlar eiga greiðan að- gang að. I þremur slfkum fund- argerðum er greint frá bréfi menntamálaráðuneytisins, og því fer því fjarri að leynd eða pukur hafi verið i þessum efn- um. Ég hlýt að játa, að ég á erfitt með að skilja allt þetta brambolt framsóknarfuli- trúans. Hann hlýtur að hafa fylgzt með þvi, að grunnskólafrum- varpið lá fyrir alþingi þegar Vogaskólamálið kom á dagskrá og hann á að vita, að það er orðið að lögum. Efni laganna þekkir hann að sjálfsögðu. Hann á að vita, að fræðsluráð hefur markað þá stefnu að fjöl- brautarskólar eiga að taka við eftir að grunnskólanámí lýkur sbr. fjölbrautaskölann í Breið- holti. Þess vegna verður stefnt að því, að fjölbrautarskólar risí í öðrum skólahverfum borgar innar. Afangi á þeirri leið gæti verið menntaskólahald í hluta af Vogaskóla, sem er einn þátt- ur fjölbrautskóla. Samþykktin í fræðsluráði 22. april, sem Alfreð Þorsteinsson segist vera andvigur, felur eingöngu í sér að kanna til hlitar, hvort unnt sé að hraða þessari þróun. Greinaskrif framsóknarfull- trúans og frumhiaup hans í Timanum byggjast á þeim af- leita misskilningi, að hann heldur að ibúar Vogahverfis verði þvi andvígir að fá fyrsta áfanga fjölbrautaskóla i sitt skólahverfi. Þetta hugarflug leiðir hann svo á villigötur vegna kosningaskjálftans. sem nú virðast stjórna gerðum hans. Að lokum vil ég svo gefa Alfreð Þorsteinssvni hollt ráð. þótt það sé of seint núna fyrir þessar borgarstjórnarkosning- ar. Allar bombur eru hættulegar vegna þess, að þær geta sprung- ið. Kosningabombur eru engin undantekning, heldur þvert á móti. Þær springa yfirleitt i höndum þeirra, sem búa þær til. Ég vona að hann sjálfur hljóti ekki skaða af þessari kosningabombu sinni, en ekki vildi ég ábyrgjast, borgarstjóra- efni þeirra vinstri manna, hann Guðmund G. Þórarinsson. Ulfar Þórðarson læknir: •• Ongþveitið í öngþveitinu Nýlega skýrði framkvæmda- stjóri þjóðhátíðarnefndar, Indriði G. Þorsteinsson, alþjóð frá þvi í sjónvarpi, að fyrir dyrum stæði mikið umferðaröngþveiti á Þing- völlum nú í sumar. Ekki hefði fengizt fjármagn til að byggja vegarspotta, sem nauðsynlegur væri til að þjóðhátíð á Þingvöllum mætti fara fram svo sem þjóð- hátíðanefnd óskaði. Upphófst nú þegar mikið sjónarspil í fjölmiðl- um, dagblöðum, sjónvarpi og út- varpi um þetta vandamál, þar sem hlutverk hetjunnar var leikið af forsætisráðherra landsins. Mátti þar sjá að forsætisráðherra kvað niður draug þennan hið skjótasta og þar með var umferðaröng- þveiti ekki lengur vandamál. Til er hins vegar annað öng- þveiti, annars eðlis, sem stendur yfir lengur en það brot úr degi, sem hátiðahöld á Þingvöllum eiga að standa. Þetta öngþveiti, rikir alla daga og nætur, allar vikur og alla mánuði ársins! Þetta öng-; þveiti vernsar sífellt en fær samt ekki nein þau viðbrögð af hendi ríkisstjórnart/sem svipar til þess, er áður var lýst. Þetta öngþveiti er vegna skorts á langvistunarrými fyrir aldraða á sjúkrahúsum hér í borg. Raddir þessa fólks eru ekki leitaðar uppi af fréttamönnum eða tiðindaskoptum. Þeim til hjálpar eru engir fjármunir til- tækir, hversu sem eftir er leitað. 10 daga gamalt bréf frá Heil- brigðismál-aráðuneyti synjar fyrir alla þátttöku í stofnkostnaði nauðsynlegra legudeilda, sem borgin fer að hefja byggingu á B-álmu Borgarspítalans. Ráðu- neytið telur það i verkahring þingmanna að útvega fjár- magnið!! Finnst nú ekki fleirum en mér hér i Reykjavík, að fullur sé mælirinn, þegar ráðuneytið visar á bug slíku verkefni, sem er út- vegun fjármagns á þessu sviði? Kemur ekki viljaleysi rikis- stjórnar skýrast í ljós, að þegar umferðaröngþveiti, sem engu máli skiptir í raun og veru, er leyst þannig beinlínis á kostnað aldraðra og farlama. — Magnús L. Framhald af bls. 10 málavafstur? Eru þau ekkert orðin þreytt á því? — Ja, ég verð nú að viðurkenna, að mér finnst þau ekki alltaf öfundsverð Ég held það hljóti oft að vera erfitt, þegar heimilisfaðirinn er svona mikið fjarverandi, ég hygg a.m.k., að mér mundi finnast erfitt, ef konan mln væri jafn mikið frá heimilinu og ég er sjálf- ur. Ætli það sé ekki algert grundvallar- skilyrði fyrir stjórnmálamenn og þá, sem mikið sinna félagsmálum, að mak- ar þeirra og börn standi að baki þeim og taki þátt I starfi þeirra af áhuga. Mér þykir afar gott að koma heim og ráðg- ast við konu mína og börn um hinar ýmsu hliðar mála, sem á döfinni eru. í félagsmálum eru svo margir sammann- legir þættir, varðandi annaðhvort ein- staklinga eða tiltekna hópa fólks, sem höfða til áhuga allra — og þegar þessi vandamál eru tekin með heim, verður heimilisfólkið þátttakendur i starfinu og fær um leið af því vissa ánægju Það versta við félagsmál er, að þau hlaða gjarnan utan á sig eins og snjó- bolti, sem byrjar að velta. Þvl verður oft erfitt að setja þeim takmörk. Oft eru þau líka erfið og vanþakklát, en samt er eitthvað, sem togar mann áfram — og þegar vel gengur og jákvæður árangur næst veitir það fullnægju og endurgjald fyrir það starf, sem af mörk- um hefur verið lagt. — mbj. Greinilegt er, að viljann og skilninginn vantar því fullkom- lega, þegar án fyrirvara eru til- tækir fjármunir til reiðu svo tug- milljónir skiptir i jafn fáránlega framkvæmd og þessa vegafram- kvæmdir á Þingvöllum eins og nú er ástatt i efnahagsmálum þjóðar- innar. — Birgir ísl. Framhald af bls. 1 að við setjumst með hendur í skauti og miklumst af því, sem gert hefur verið, enda blasa verk- efni alls staðar við í vaxandi borg. Reykjavík þarf því áfram að fá styrka, samhenta og stórhuga stjórn, sem getur framkvæmt þau mörgu verkefni, sem vinna þarf að á næstu árum. Þessa staðreynd skilja Sjálf- stæðismenn. Þeir hafa þvi mark- að stefnuna i borgarmálum í þeim anda framfara og stórhugs, sem einkennt hefur störfin undanfar- in ár. Við viljum ekki lofa of miklu, en byggjum okkar stefnu á traustum grunni. Við viljum á næsta kjörtimabili leggja sérstaka áherzlu á málefni aldraðra i borginni, en í þeim málaflokki er úrbóta þörf. Við viljum leggja áherzlu á um- hverfi og útivist, eins og ég gat um áðan, og bæta enn íþróttaað- stöðuna I borginni. Við viljum leggja áherzlu á lausn þeirra mikilvægu verkefna, sem unnið er að á sviði skipulags- mála, bæði ný byggðasvæða fyrir ibúahverfi, nýja miðbæjarkjarna við Kringlumýrarbraut og i Mjódd i Breiðholtshverfum, svo — Albert Framhald af bls. 25 skipa því öll sama sess hjá mér, hvort heldur eru iþróttamál, félagsmál eða einhverjir aðrir málaflokkar. Ég flutti t.d. fyrir nokkru um það tillögu, að binda 7*/4% útsvara borgarinnar árlega til að leysa að fullu vandamál aldraðra og sjúkra. Og fleira mætti telja.“ — Það má segja að hafi gustað af þér, og andstæðingar oft hart að þér vegið. Hrin slíkt á þér? „Andstæðingarnir eru farnir að skilja, að ég harðna við hverja raun.“ — Og að lokum Albert, svona og endurskipulagningu eldri hverfanna. Við viljum áframhald uppbygg- ingu skóla í borginni og endur- skipulagningu skólastarfs á grundvelli nýrrar löggjafar, þannig að reynt verði að tryggja samfelldni í skólastarfi og nánari tengsl skóla og atvinnulifs. Við viljum byggja upp dagvist- unarstofnanir og stuðla að því, að samtök einstaklinga og einstök fyrirtæki og stofnanir komi slíkri þjónustu á fót. Við viljum leggja áherzlu á auknar virkjanir, bæði hitaorku og raforku, svo að borgarbúar fái notið nægrar orku i framtiðinni. Uppbygging hafnarinnar er og brýnt verkefni. Verkefni í vaxandi borg Þannig mætti afram telja. Alls staðar blasa verkefni við i vaxandi borg. Reykjavík verður aldrei byggð upp i eitt skipti fyrir öil. Ibúum fjölgar og nýir tímar krefjast nýrra úrræða við þeim margvíslegu vandamálum, sem upp koma. Stjórnendur borgar- innar þurfa því að skilja kall hins nýja tíma. daginn fyrir kosningar. hvernig leggjast þær i þig? „Ég er bjartsýnn, þvi ég veit aö félagar minir i borgarstjórnar- flokknum hafa starfað af mikilli samviskusemi á siðasta kjörtima- bili. Þetta hlýtur fólk að vita og meta. Þar fyrir utan hefur Birgir ísleifur Gunnarsson unnið traust borgarbúa þann stutta tíma sem hann hefur gegnt störfum borgar- stjóra, bæði sem maður fólksins og leiðtogi sjálfstæðismanna i borgarstjórn. Það var vandasamt að taka við af Geir Hallgrimssyni, en Birgir ísleifur hefur unnið traust allra. Þó að ég sé bjartsýnn, er ég jafnframt kviðinn. Liðanin er ósköp álíka og fyrir stórleik i knattspyrnu." —SS. Sjálfstæðisflokkurinn i borgar- stjórn Reykjavíkur hefur sýnt það, að hann er flokkur dugandi og athafnasamra manna, sem vill láta hlutina ganga. Undir stjórn Sjálfstæðismanna hefur borgin vaxið og dafnað og er nú fögur, þróttmikil og athafnasöm. Auðvit- að eiga borgararnir þar stærstan hlut í. En gæfa Reykjavíkur er sú, að stjórnendur borgarinnar hafa aldrei viljað ráðskast með öll mál- efni borgaranna, eins og vinstri menn vilja. Þess vegna hefur þróttur og frumkvæði einstakl- ingsins notið sín betur í Reykja- vík en annars staðar. Það er ánægjuefni fyrir Reykvíkinga, konur og karla, unga menn sem eldri, að vinna fyrir og vinna með slíkum flokki, — og þessi glæsilegi fundur hér í kvöld vekur okkur bjartsýni um það, að kosningar þessar verði árangursríkar, — að við munum sigra á sunnudaginn kemur. Látum þá bjartsýni gefa okkur byr undir báða vængi, — leggjum okkur öll fram, — látum sunnu- daginn kemur verða sigurdag fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, — sigur- dag fyrir áframhaldandi framfar- ir og uppbyggingu í Reykjavik, — sigurdag fyrir Reykvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.