Morgunblaðið - 25.05.1974, Page 2

Morgunblaðið - 25.05.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAl 1974 ATHUGASEMD VEGNA HUSA- KAUPA FJÁRMÁLARÁÐHERRA 27 ára gamall maður beið bana DAUÐASLYS varð í Hælavíkur- bjargi aðfaranótt s.l. þriðjudags. Vanur bjargmaður, Sigurður Magnús Magnússon frá ísafirði, sem var búinn að vera við eggja- töku í nokkra daga, hrasaði á syllu, féll aftur f.vrir sig og var látinn er að var komið. Sigurður var við eggjatöku í bjarginu með félaga sínum Arin- birni Arinbjarnarsyni og höfðu þeir verið í Hælavíkurbjargi frá þvi á mánudag. Tveir félagar þeirra voru á Isafirði þegar slysið átti sér stað, en þangað höfðu þeir farið með eggjafarm. — Þeir félagar Sigurður og Arinbjörn höfðust við í tjaldi á syllu í bjarg- inu. A morgnana héldu þeir hvor i sínu iagi til eggjatökunnar, en yfir nokkuð stórt svæði er að fara i bjarginu, þannig að oft á tíðum misstu þeir sjónar hvor á öðrum. Arinbjörn kom nokkuð snemma heim að tjaldinu á mánudag og þegar leið á kvöldið og Sígurður var ókominn, hóf hann leit að honum. Fann hann síðan Sigurð, þar sem hann lá á syllu. Hafði Sigurður fallið aftur fyrir sig og fengið mikíð höfuðhögg. Arinbjörn gat ekki komið skila- boðum frá sér, og varð hann að bíða eftir mönnum tveim, sem farið höfðu til Isafjarðar, þangað til á miðvikudag. Gátu þeir komið skilaboðum gegnum talstöð til Isafjarðar um hvernig komið var. Strax var haft samband við Slysa- varnafélagið og GNÁ, þyrla félagsins • og Landhelgisgæzl- unnar, fengin til að fara á stað- inn. A ísafirði tók þyrlan 5 vana bjargmenn og var síðan náð í lík Sigurðar heitins í bjargið. Varð- skipið Óðinn var þá komið á stað- inn og flutti það líkíð til ísa- fjarðar ásamt mönnunum, sem farið höfðu með GNÁ. Sigurður var vanur bjargmaður og hafði stundað eggjatöku í Hælavíkurbjargi s.l. 6 ár. Sigurð- ur var 27 ára gamall, og lét eftir sig unnustu og foreldra. Herra ritstjóri. VEGNA greinar þeirrar, sem birt- ist í blaði yðar, Morgunblaðinu, þann 22. maí s.l„ i sambandi við kaup min á húseigninní Bakka- flöt 4 í Garðahreppi, leyfi ég mér að fara þess á leit við yður, að þér birtið í Morgunblaðinu eftirfar- andi greinargerð, sem ég tel mér skylt, að fram komi af minni hálfu, fyrst og fremst vegna þeirra, sem önnuðust sölu á um- ræddu húsi til mín. 1. Stærð hússins er skv. teikn- ingu, sem því fylgdi, 137,5 fm, en auk þess fylgja þessu húsi eins og öllum öðrum húsum á þessu svæði, tvöfaldur bílskúr, og að honum viðbættum getur stærðin náð því, sem þér gefið upp. Hins vegar mun það ekki vera venja, þegar gefin er upp stærð á íbúðarhúsnæði, að telja bílskúra með, enda er það bygging af allt annarri gerð en íbúðarhúsnæðið sjálft. Er þvf nákvæmni ekki höfð í huga um frásögn af stærð hússins. 2. Þegar ég vissi af því, að hús þetta var til sölu, spurðist ég að sjálfsögðu fyrir um það hjá fasteignasölum, hvað gangverð væri á sambærilegum húseign- um og hvað hugsanlegt verðtil- boð mitt þyrfti því að vera hátt. Mér voru þá gefnar þær upplýsingar, að verðir gæti verið frá 6 millj. kr. og til þess verðs, er ég keypti húsið fyrir, og færi það eftir útborg- un þeirri, er ég gæti ínnt af hendi. Mér var jafnframt kunnugt um það, að nýtt hús var selt í Garðahreppí um svipað leyti. Það hús var ca. 200 fm, auk bílskúra, mjög vandað í byggingu, en það var ekki að fuliu frágengið, t.d. lóð ófrágengin og húsið ómálað að utan. Á kaupverði þess húss og þess, er ég keyptí, munaði nokkrum hundruðum þús- unda, er það hús var dýrara en mitt, en útborgun var einnig hærri. Af þessu má Ijóst vera, að verðið hefur verið í sam- ræmi við markaðsverð á hús- um í Garðahreppi á þeim tima, er kaupin áttu sér stað, en ég vil geta þess, að mitt hús er 8 ára gamalt. 3. Aðalatriði málsins er, að húsið er selt með frjálsu samkomu- lagi og gerði ég seljendum til- boð i það í samræmi við það, er ég taldi mér fært. Þeir gerðu mér gagntilboð, sem ég sam- þykkti. Endanlegt söluverð byggðist þvi á verðhugmynd- um seljenda sjálfra. Ég vil taka það skýrt fram og leggja á það sérstaka áherslu, að seljendur (og þeir, sem að málinu komu frá þeirra hendi bæði lífs og liðnir), höfðu Kosningalisti dæmdur ógildur í Reykhólahreppi Króksfjarðarnesi 24. mai. MIKIL ólga er hér meðal manna vegna þess, að listi Jakobs Péturs- sonar. er hann ætlaði að leggja fram við hreppsnefndar- kosningar I Re.vkhólahreppi var dæmdur ógildur. Listinn var dæmdur ógildur vegna þess, að heiðni um listakosningu kom of seint. í þessu máli er deilt um mínútur, en oddviti kjörstjórnar Ingimundur Magnússon hrepp- stjóri Hábæ sagði f stuttu símtali við fréttaritara Mbl., að annað- hvort væri um að ræða 18. eða 19. maí og annaðhvort væri klukkan 12 eða hún væri það ekki, og úrskurði kjörstjórnar yrði ekki bre.vtt. Hins vegar munu Jakobs menn vera búnir að kæra úrskurðinn til félagsmáiaráðuneytisins og mun Magnús Torfi Olafsson þurfa að kanna þetta mál, svo allt getur gerzt ennþá. Listi Jakobs er þannig skipaður: Jakob Pétursson skóla- stjóri, Jón Snæbjörnsson bóndi, Þórður Jónsson bifreiðastjóri, frú Gisela Halldórsson, Halldór Banaslys í Heiðmörk UNGUR maður lézt af sl.vsförum við Hjalla f Heiðmörk á fimmtu- dagsmorguninn sl. Hafði bifreið hans rekist á stóran stein í vegar- kantinum og oltið út af veginum, en við það kastaðist maðurinn út og varð undir bflnum. Hann fannst látinn um kl. níu um morg- uninn, skammt frá bifreiðinni, sem er rauð Skoda station bifreið. Það var árrisuli náttúru- skoðandi, sem fyrstur kom að bif- reiðinni á hvolfi rétt við veginn og lá maðurinn þar skammt frá. Við rannsókn hefur komið fram, að bifreiðin var á leið norður Hjalla og mun maðurinn hafa misst stjórn á henni í beygjunní, en þar hefur hún lent á stórum steini í vegarkantinum og oltið nokkrar veltur. Við það hefur maðurinn kastast út úr bílnum og orðið undir honum en talið er að hann hafi beðíð samstundis bana. Lítið er vitað um ferðir hins látna þennan morgun, nema að bifreiðin sást við Umferðarmið- stöðina milli kl. 6—7 um morgun- inn. Voru þá í honum tveir menn, en lögreglan hafði ekki haft upp á hinum manninum þegar síðast var vitað. Biður lögreglan mann þennan og aðra sem nánari upplýsingar kunna að gefa um þennan atburð um að hafa sam- band við sig sem fyrst. Nafn hins látna er ekki unnt að birta að svo stöddu. Kristjánsson bóndi, Jón Þórðar- son bóndi, Snæbjörn Jónsson bóndi, frú Heiða Hallgrímsdóttir, Ugó Rasmus kennari, Jens Guð- mundsson kennari. Sýslunefndar- menn: Snæbjörn Jónsson og til vara Jens Guðmundsson. Um leið og þessi frétt er send beindi fréttaritari nokkrum spurningum til Jakobs Péturs- sonar, og fara svör hans hér á eftír. — Hvað átti að vera aðalstefnu- mál lista þíns við næstu kosn- ingar? — Að breyta til í hreppsnefnd og hreppsmálum. Hafa opna fundi um hreppsmálin, svo að fólk geti fylgst með þeim og einn- ig, að fólk geti fylgst með því, hvað verði af peningum þess. Auk þess yrði þarna um miklu fleiri atriði að ræða, sem of langt mál yrði upp að telja. — Er það rétt, að listi þinn sé samansettur af hægri Fram- sóknar- og Alþýðubandalags- mönnum, ef frá er dregin ein kona er skipar fjórða sætið á listanum og mun vera flokks- bundin í Sjálfstæðisflokknum? — Ekki er farið neitt eftir póli- tík. Hann samanstendur af fólki sem ætla má, að sé úr öllum flokk- um, og listinn er óháður lands- málapólitík. — Hvað er rétt um þær sögu- sagnir, sem ganga, að Ólafur E. Óiafsson, fyrrverandi kaupféiags- stjóri sé faöir þessa lista? — Mér er ekki kunnugt um, að Ólafur E. Ólafsson hafi haft hug- mynd um þennan lista fyrr en hann var samankominn. — Er það rétt, að þessum lista sé fyrst og fremst stefnt gegn núverandi oddvita, Inga Garðari Sigurðssyni? — Fólk verður að álíta um það eins og það vill, en við stefnum fyrst og fremst að breytingum til batnaðar í hreppsmálum, en ekki persónulega gegn einum eða nein- um. Fréttaritari. engan persónulegan né póli- tfskan hagnað af þvf að eiga þessi viðskipti við mig og ég mótmæli öllum dylgjum í þeirra garð þar um. Ég vil líka leggja áherslu á, að þessi við- skipti eru gerð af mér sem einstaklingi og tengjast á eng- an hátt því starfi, sem ég gegni nú. Ef það er orðið þyrnir f augum Morgunblaðsmanna, að einstaklingar eigi þak yfir höf- uð sér, eða viðskiptasamningar séu gerðir skv. frjálsu sam- komulagi, þá brestur mig skilning á stefnu blaðsins. 4. Á einum stað í umræddri grein segið þér, að „í þinggjöld greiddi Halldór E. Sigurðsson 11.433,00 kr.“. í tilefni af því leyfi ég mér að láta fylgja með i ljósriti reikning lögmanns- skrifstofu þeirrar, er annaðist samningsgerðina og sá um greiðslur á þinglýsingargjöld- um í upphafi, sem eru samtals 84.793,00 kr. Sýnist mér því tilgangur yðar með því að birta þessa fjárhæð, sem áður er talin, í ósamræmi við aðra frá- sögn yðar og ef til vill gefa tilefni til að álykta, að þinglýs- ingargjöld min hafi ekki verið í samræmi við það, sem aðrir þurfa að greiða, eða a.m.k. að nákvæmnin sé ekki meiri í þessum þætti greinarinnar en í greininni yfirleitt og því lesendum ætlað að hafa sinar útskýringar eftir hentugleik- 5. Þar sem þér virðist hafa sér- stakan áhuga á fasteignaeign minni og það svo, að þér takið stóran hluta síðu í blaði yðar til að birta mynd af húsi mínu í Garðahreppi, veldur það furðu, að þér sýnduð yðar eigin ráðherrum aldrei þann sóma að sýna myndir af þeirra fasteignum, né fjaila sérstak- lega um persónuleg viðskipti þeirra, sem hlýtur að vera yður innan handar. Þrátt fyrir það anhríki, er hiýtur að vera á blaði yðar nú, þegar nálgast tvennar kosningar, þá leyfi ég mér að bjóða yður, er næst skortir efni í blað yðar að láta yður í té mynd af húseign minni í Borgarnesi, svo áhuga yðar á fjárhagslegri afkomu minni væri þar með fullnægt. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra 17/12 ’73 6) Reikning skrifstofu minnar yfir greiðslu á þinglýsingar- og stimpiigjöldum af afsals- bréfinu, svo og þeim tveim veðskuldabréfum, er að framan greinir. Gjöld þessi hefir skrifstofa mín innt af hendi. Reikningsfjárhæðin er samtals kr. 84.793,00, sem óskast send mér við hentugleika. Virðingarfyllst, Einar B. Guðmundsson. Aths. Þar sem rætt er um þinglýsing- argjöld tekur fjármálaráðherra með stimpilgjöldin af 6 milljón króna skuldábréfum, sem út voru gefin, en Mbl. sagði í frétt sinni. „I þinggjöld greiddi HaDdór E. Sigurðsson, er afsalsbréfið var þinglýst, 11.443 krónur”. Ekki skilur Mbl. hvað fjármálaráð- herra á við með orðinu „dylgjur", þar sem hann hrekur ekkert atriði i frétt blaðsins. Ritstj. Bifreiðir og sjálfboðaliðar D-LISTANN vantar fjölda bif reiða til aksturs frá hinum ýmsu hifreiðastöðvum D-list- ans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuðningsmenn listans að bregðast vel við og leggja listanum lið, m.a. að skrá sig til aksturs á kjördag 26. mai n.k. Einnig vantar fólk til margvís- legra sjálfboðastarfa á kjör- dag, sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans i kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Vinsamlegast hringið í sima 84794. Skráning bifreiða og sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi er boðað til fundar n.k. mánudagskvöld 27. maí kl. 20.30 i Festi i Grindavík. Tekin verður ákvörðun um framboð til alþingiskosninga 30. júni n.k. Hveragerði Kosningaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins í Hveragerði er að Breiðumörk 18, simar 4456 og 4455. Seyðisfjörður Kosningaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins er í Sólvangi, simi 2344. Kaffiveitingar allan sunnudaginn. Allt stuðnings- fólk D-listans velkomið. Merkjasala EINS OG jafnan undanfarin ár þegar kosningar hafa farið í hönd hafa Hringskonur undir- búið merkjasölu á kosninga- daginn í Reykjavík. Munu félagar í Hringnum selja merki nk. sunnudag á öllum kjörstöðum borgarinnar og er þess vænzt að borgarbúar taki þeim vel og kaupi merki Hringsins. Öllum ágóða af merkjasölunni verður að venju varið til barnaspítala Hringsins. Kaffisala ENN EINU sinni gefa Neskirkjukonur sóknarfólki og öllum góðum borgurum þess kost að njóta þeirrar miklu gestrisni, sem þær eru þekktar að frá undanförnum árum við sinar velkunnu kaffi- sölur. Og nú ber það við, að þær hafa tekið höndum saman við Bræðrafélag Nessóknar til þess að afla fjár til magnara- kerfis bæði í kirkjuna sjálfa og félagsheimilissalina. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessu innilega sam- starfi félaganna og ég er sann- færður um, að allt gott safnaðarfólk fagnar þvi, metur það og virðir. Það munum við sjá i dag, þegar safnaðarfólk og aðrir velunnarar Neskirkju fjölmenna til síns helgidóms- húss og hlýða þar á guðs- þjónustu klukkan 14, þar sem formaður sóknarnefndar, Þórður Ágúst Þórðarson, prédikar, en báðir sóknar- prestarnir annast altarisr þjónustu, og njóta síðan hins góða Neskirkjukaffis með ljúf- fengum tertum og smurðu brauði i salarkynnum félags- heimilisins. Ekki er að efa, að allir munu freista gæfunnar i skyndihappdrætti þvi, sem efnt er til f tilefni dagsins. Þar eru góðir vinningsmöguleikar f nytsömum hlutum. ______Frank M. Halldórsson KJÓSUM BIRGI ÍSL. GUNNARS SON BORGARSTJÓRA — X-D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.