Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1974 Sjö sögur af Villa eftir Rudolf 0. Wiemer gera sér grein fyrir því. Þess vegna veit hann ekki fyrir víst, hvort hann er vakandi eða sofandi eða hvort hann er að dreyma. Nú heyrir hann til dæmis ráma, drynjandi rödd rétt hjá sér og hún segir: „Hvernig dirfistu að móðga mig, stráksi?" Hann gægist fram undan sænginni og sér hvar Villi ræningi er að stíga út úr myndabókinni. Fyrst réttir hann vinstri fótinn fram og síðan þann hægri. Hann ranghvolfir augunum og dregur djúpt andann í gegn- um nefið. Svo skekur hann sig í herðunum. Hatturinn situr skáhallt á höfði hans og skeggið stendur í allar áttir. „Því ertu ekki kyrr í myndabókinni minni?“ spyr Hans. „Vegna þess, að ég er reiður. Alveg fjúkandi reiður. „Góður“ ræningi, sagðirðu. Hvernig getur þér dottið önnur eins vitleysa í hug?“ Villi stekkur upp á borðið. Hann er ekki beinlínis vingjarnlegur á svipinn. Hans furðar sig á því, að hann er ekkert hræddur. „Ég skal sýna þér, að ég er sannkallaður ræningi,“ segir Villi. „Vondur ræningi. Skiluröu það?“ „Já,“ segir Hans lágt. „Nei, þú skilur sko fjandakornið ekkert, þótt þú gangir í skóla og kunnir bæði að lesa og skrifa.“ „Lærðir þú þá ekkert, þegar þú gekkst í skóla?“ „Það var lítið,“ segir Villi og sýgur upp í nefið. Hann kærir sig greinilega ekkert um að ræða það frekar. „Ræningjar þurfa hvorki að lesa né skrifa.“ „Hvað þurfa þeir þá að kunna?“ „Að vera vondir.“ „Því trúi ég ekki,“ segir Hans. „Mér sýnist þú vera góðlegur ræningi." „Góðlegur ræningi? Ætlarðu enn að móðga mig, strákur? Veiztu ekki, að ræningjar eiga að vinna spellvirki, annars eru þeir engir ræningjar.“ „Ekki vinnur þú spellvirki," segir Hans. „Jæja. Þú skalt nú fá að sjá það. Nú fer ég til bakarans og stel brauði.“ „Hvenær?“ „Núna tafarlaust. Viltu koma með mér?“ „Ég á að fara að sofa,“ segir Hans. „Gott og vel. Þá fer ég einn. Ræningjar eru oftast einir síns liðs.“ „Tekurðu byssuna þína með þér?“ „Auövitað. Ræningjar fara ekkert nema með byssu.“ „Hvar er hún?“ „Hérna. í beltinu. Og hnífurinn er í stígvélinu.“ „Og ætlarðu þá að stela brauði? Ertu svangur?“ „Heimskur ertu. Ég er sko pakksaddur." „Hvers vegna ætlarðu þá að stela brauði?“ „Vegna þess, að það er háttur ræningja.“ „Veiztu ekki, að það er bannað að stela?“ 24- 25' 9 ’ 15 '12 „ • 75 2• 1*0 W 16'' .77 12 19 •é ‘7 *> ' **\27 ?• 1q ± 21 ' 27 •28 2S •26 . 35-* -29 57 ‘50 }} wm/, ■ 45 47- 4? '4o . 4G 42 41 Zb 32 51 &R /2-4 A flótta, en undan hverju? ÞESSIR skátar eru á flótta undan illvígu dýri, sem skvndilega kom á móti þeim á haröa spretti. — Og nú fylgjum við með blýant- inum í réttri röð tölunum frá 1 til 51. ^JVonni ogcTtlanni eftir ■* Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Nú teygði ég vinstri liöndina aftur fyrir mig, ýtti Trygg niður í grasið, reis svo á fætur hægt og liægt og liélt áfram að blístra á meðan. Hesturinn leit livorki til liægri né vinstri. hann liaggaðist ekki. Nú stóð ég við liliðina á honum og lagði höndina mjúklega á makkann á honum. Og nú slapp hann ekki aftur. l i! þess að gera hann ennþá spakari, klappaði ég honum á hálsiím. Hann var sterklegur og stirndi á Jiann. Síðan smeygði ég spottanum unp í hann. Þegar ég liafði linýtt fóðurraummni upp í liann, liristi liann höfuðið eins og hann væri hissa. \nnað eins ..járnmél“ og þetta liafði hann víst aldrei haft mi!!i tannanna. Kn ég réð nr'r varla fyrir kæti. Nú hafði ég reið- hesi, og hann góðan. Kg þakkaði guði og bað hann að bjáJp;; mér r:ú tii að finna Manna litla. Þvínæst teyindi ég hesÞnn að stórum steini. steig á bak, dinglaði lótunum og reið af stað í suðvesturátt. En Tryggur gelti og hamaðist og lét öllinn illum látum. Sá steingrái hljóp léttilega með mig, þó að upp í móti væri. Tryggur átti fullt í fangi með að hafa við. Og von bráðar var tungan farin að lafa út úr honum. En var ég nú á réttri leið? Það hlaut að vera. Hesturinn hafði hlaupið með Manna í þessa átt, og nú tóku við snarbrött sandfell á báðar liendur, svo að hér var ekki hægt að villast. Eg lét sprettinn standa góða stund. Allt í einu hrökk ég við og greip báðum liöndum í faxið á þeim steingráa. Sandfellið á hægri hönd endaði skyndilega. I þess stað gein við mér ógurlegt hengiflug. Þar stóð snar- brattur hamraveggurinn neðan úr hyldýpinu, og liest- urinn geystist áfram á fleygiferð úti á yztu brúninni. Ég sá eldglæringar, og kaldur hrollur fór um mig allan. Á ha*gri hönd gein við mér hyldýpið. Við gát- um lirapað á hverri stundinni. Það mátti engu muna. mmt _____ÆW:... fTkörnorgunkof f inu <o — Pípulagningarmenn voru þeir einu sem ekki fóru í verkfall... — Hvað, — borga?? Þetta eru þá ekki hill- ingar ???? POLLUX — Nei, þeir hafa heldur ekki týnt neinu ljóni... OPT| hail

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.