Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands I lausasolu 35,00 kr. eintakið hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Lokasókn kosninga- baráttunnar fyrir borgarstjörnarkosningarn- ar, sem fram fara í Reykja- vík á morgun, stendur nú yfir. Þetta eru einhverjar örlagaríkustu borgar- stjórnarkosningar, sem fram hafa fariö um langt árabil. Af úrslitunum ræðst hverjir fara með stjórn borgarmála næstu fjögur árin, en þau geta líka haft mikil áhrif á al- borgarstjóra. Reykvík- ingar þekkja sjálfstæðis- menn af verkum þeirra í málefnum höfuðborgar- innar. Þessi verk leggja sjálfstæðismenn nú óhræddir undir dóm kjós- enda og kvíða því ekki að verða dæmdir af þeim. en nokkru sinni fyrr. Sömu dagana og þeir gefa fögur kosningaloforð um það, sem þeir muni gera, komist þeir til valda í Reykjavík, svíkja þeir allt, sem þeir hafa sagt og gert á vett- vangi landsmála árum saman. Alþýöubandalagið, sem fyrir 4 árum kallaði það rán og stuld að fresta greiðslu tveggja vísitölu- stiga í nokkra mánuði, hefur nú í ríkisstjórn beitt sér fyrir, að 1000 milljónir, sem launamenn áttu að fá í bætur fyrir verðhækkanir síðustu mánaða í hækk- uðum launum um næstu mánaðamót, eru af þeim teknar. Þannig mun einnig fara um loforðin, sem þeir gefa Reykvíkingum þessa dagana. En í borgarstjórnarkosn- sjálfstæðismanna í þessum borgarstjórnarkosningum var valinn af um átta þús- und reykvískum kjós- enduin, sem þátt tóku í opnu prófkjöri sjálfstæðis- manna. Þessi framboöslisti býður upp á reynslu þeirra, sem starfað hafa í borgarstjórn um nokkurt árabil, og þá endurnýjun, sem fylgir nýjum mönnum. í baráttusæti á framboðs- lista sjálfstæðismanna er landsþekktur læknir og æskulýðsleiðtogi, Páll Gíslason, sem hefur sýnt það í áralöngu starfi á vett- vangi heilbrigðismála og æskulýðsmála, að hann er þess trausts verður að skipa þetta þýðingarmikla sæti framboðslistans. Á hinn bóginn eiga Reyk- víkingar þess kost að kjósa yfir sig sundraða hjörö LOKASÓKNIN þingiskosningarnar, sem fram fara eftir rúmlega mánuð. Línurnar i þessum borgarstjórnarkosningum eru mjög skýrar. Reykvísk- ir kjósendur eiga tveggja kosta völ. Annars vegar að tryggja samhenta meiri- hlutastjórn sjálfstæöis- manna í höfuðborginni, hins vegar að leiða upp- lausnina og öngþveitið á vinstri vængnum inn í stjórn borgarmála. Valið er þess vegna auðvelt. Sjálfstæðismenn ganga sameinaðir til þessara kosninga undir forystu Birgis ísl. Gunnarssonar Reykvíkingar þekkja líka borgarstjórann af verkum hans. Hann hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 1962. Hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í málefnum borgar búa. Á því eina og hálfa ári, sem Birgir ísl. Gunnarsson hefur gegnt hinu þýðingar- mikla embætti borgar- stjóra í Reykjavík, hefur hann öðlazt traust og tiltrú allra þeirra, sem til hans hafa leitað og hann hefur sýnt, að forystu borgar- mála er vel komið í hans höndum. Framboðslisti æ fleiri brot og brotabrot ingunum á morgun er kosið um fleira. Fyrir tveimur til þremur mán- uðum skrifuðu 26.416 Reykvíkingar undir áskor- un til þings og ríkisstjórn- ar um að gera ísland ekki varnarlaust. Nú hafa þessir 26.416 reykvísku kjósendur, og allir hinir, sem það vildu gert hafa, tækifæri til þess í fyrsta sinn í almennum kosn- ingum að fylgja þessari kröfu fram. Komist vinstri flokkarnir til valda í borg- arstjórn Reykjavíkur mundu þeir skoða slík úr- slit sem stuðning við þann vinstri manna, sundraðri en nokkru sinni fyrr. Klofningur vinstri manna í 10 flokka og flokksbrot endurspeglast í framboðs- listum þeirra fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Þar hefur heldur engin endurnýjun orðið. Þeir bjóða Reykvíkingum upp á sömu gömlu andlitin og í borgarstjórnarkosningun- um fyrir 4 árum. Sömu dagana og vinstri flokkarnir reyna að telja reykvískum kjósendum trú um, að þeir séu nú sam- stilltari hópur en nokkru sinni fyrr, sundrast þeir í ásetning þeirra að svipta landið og þjóðina öllum vörnum. Þetta er nauðsyn- legt að þeir reykvísku kjós- endur, sem undir áskor- unina skrifuðu, hafi ríkt í huga. Úrslit borgarstjórnar- kosninganna á morgun eru mjög tvísýn. Fyrir fjórum árum hélt Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur mjög naum- lega, aðeins munaði 300—400 atkvæðum að vinstri flokkarnir kæmust til valda. Þess vegna verða reykvískir kjósendur, hvar í flokki sem þeir annars standa, að leggja lóð sitt á vogarskálarnar til þess að Hyggja áfram trausta og sainhenta meirihlutastjórn í Reykjavík, ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir Reykjavík. Aðeins með því að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði í kosningunum á morgun geta Reykvíkingar komið í veg fyrir, að upplausnin, sem ríkir á vinstri væng íslenzkra stjórnmála, haldi innreið sína í stjórn höfuð- borgarinnar. En um leið tryggja þeir, að áfram verði haldið framförum og uppbyggingu í verklegum framkvæmdum og þeirri mannúðlegu félagsmála- stefnu, sem sjálfstæðis- menn hafa haft forystu um f Reykjavík og ber af öllu öðru, sem gert hefur verið á þvf sviði í þessu landi. Atkvæði greitt Sjálfstæðis- flokknum á morgun er at- kvæði greitt heill og hag höfuðborgarinnar. Skagaströnd: Sjálfstæðismenn hafa borið hita og þunga dagsins \ ■ ' ' - - '' V - ✓ Hér stóð til að halda framboðs- fund. sagði Svemn Ingólfsson. odd- viti á Skagaströnd, við blaðamann Morgunblaðsins, en andstæðmgar Sjálfstæðisflokksms höfðu engan áhuga á því og ástæðan er sú, að þeir hafa ekki komið með nokkra tillögu varðandi atvinnumálin eða hreppsmálin ailt kjörtímabilið Sjálf- stæðismenn hafa borið hitann og þungan í atvinnumálunum og hreppsmálunum og þeir gera ráð fyrir. að svo verði emnig framvegis Á það má t.d. benda. að emn frambjóðandi lýsti því skriflega strax eftir kosnmgarnar 1970, að hann mundi ekki taka þátt í nemum störf- um fyrir Höfðahrepp. enda hefur hann vel og dyggilega staðið við það Ásamt Svemi hitti blaðamaður Mbl þrjá efstu menn á lista Sjálf- stæðisflokksins við hreppsnefndar- kosnmgarnar á Skagastr.önd. þá Ad- olf Berndsen. Gylfa Sigurðsson og Pál Þorfmnsson niður við höfn í fyrrakvöld. er skuttogarmn Arnar var að leggja úr höfn Þar var rætt um atvmnumálm, ems og tíðast er í sjávarþorpunum. og Adolf rifjaði það upp, er byrjað var á uppbygg- ingunni á Skagaströnd 1968. Þá voru frystihúsin samemuð og Hóla- nes h/f hefur síðan starfrækt fisk- vinnslu. Við þá samemingu björguð- ust milljómr króna. sem Skagstrend- ingar áttu i innlánsdeild Kaupfélags- ins og útvegsmenn hjá Hólanesmu, sem þá var í fjárhagserfiðleikum í kjölfarið var keyptur stór bátur, Arn- ar. og í árslo1< 1970 annar, Örvar Þetta var unnt að gera með aðstoð Atvinnujöfnunarsjóðs, atvinnumála- nefndanna og fé frá Norðurlands- áætlun, og jafnframt var samið um smíði 50 tonna báts. Auðbjargar, sumarið 1 970 Einn liðurinn í endurreisn Skaga- strandar var . skipasmíðastöð Guð- mundar Lárussonar h/f, sem byrjað var á 1 9 70 en þar starfa milli 20 og 25 manns. Kaupin á skuttogaranum Arnari voru beint og eðlilegt framhald báta- kaupanna Við hefðum viljað halda öðrum bátnum eftir, sogðu þeir fé- lagar. en okkur var ekki gert það kleift Hms vegar tókst að festa kaup á neðri hæð frystihússins 1 972, og nú hefur öll aðstaða í Hólanesmu verið stórbætt Við þá framkvæmd höfum við notið fyrirgreiðslu lána- stofnana og Fjárfestingarfélag Is- lands hefur keypt flatnmgsvél, sem við fáum á leigu, og síðan til eignar og mun hún mjög auðvelda fisk- vinnsluna, þegar mikið berst að Er vélin væntanleg í næsta mánuði. Rækjuvinnsla hefur verið stofn- sett, sagði Adolf, og er hún mikil lyftistöng fyrir atvmnulífið, en einnig er hér starfrækt saumastofa Sveinn Ingólfsson benti á það, að sjálfstæðismenn hefðu haft alla for- ystu um framgang hreppsmálanna og beitt sér af alefli við atvinnuupp- byggmguna. Þetta er lífæðin, sagði Gylfi Sig- urðsson og benti yfir höfnma. Því miður hefur fé mjög verið skorið við nögl til hafnarmála okkar af hálfu ríkisvalds, og illt er við það að búa. að togarmn þurfi að sæta sjávarföll- um til að komast að bryggju En þegar búið er að dýpka og byggja viðlögukant fyrir Arnar þá kemur gott rúm fyrir minni bátana, sem nú fer fjölgandi. Þjónustu frá Raf- magnsveitum ríkisins við báta í höfninni þarf að auka. Páll Þorfinnsson benti á, að við skipasmíðastöðma þyrfti að koma upp dráttarbraut, sem gæti annast viðgerðir minni báta, en þeir væru nú 20 talsins við flóann Um hreppsmálin gátu þeir félagar þess, að vatnsveitan hefði verið ei- lífðarmál, en nú væri séð fyrir end- ann á því, og væri verkinu lokið, ef ekki hefði orðið afgreiðslufrestur á dælubúnaði frá Ameríku, en endur- bót vatnsveitunnar er forsenda fyrir fiskvinnslunm. Unnið er að undir- búnmgi varanlegrar gatnagerðar og hefur verið skipt um jarðveg í hluta gatnakerfisins og áformað að taka stóra áfanga í emu, er varanlegt slitlag verður lagt á göturnar Páll gat sérstaklega um heilsu- gæzlustööma, sem nauösynlegt væri að koma upp og eðlilegri læknaþjónustu Þá væri bránauð- synlegt að byggja nokkur leiguhús, því margir vildu flytjast til Skaga- strandar, ef húsnæði væri fyrir hendi. Þótt ríkisstjórnin hefði sam- þykkt að veita fé til leiguíbúðabygg- inga hefði engm króna komið í þau fjögur hús, sem hugmyndin hefur verið að byggja hér Þá vantar og að halda áfram fram- kvæmdum við íþróttamannvirki og byggmgu íþróttahúss. Adolf gat þess, að nauðsynlegt væri að koma upp dagvistunarað- stöðu fyrir börn, svo að húsmæður gætu sótt vinnu. Húsmæðurnar vilja koma til vmnu, en þær geta það sumar hverjar ekki, nema geta kom- ið börnum sínum fyrir. Gylfi gat þess sérstaklega, að eðli- legt væri, að hreppurinn aðstoðaði sóknarnefndma við að koma upp nýrri kirkju og Páll minnti þá á, að allir bátar á Skagaströnd hefðu farið emn róður og gefið kirkjunm and- virði aflans, en starfsfólk rækju- vinnslunnar gaf vinnuna og fyrirtæk- in þá aðstöðu, sem þau létu í té. Margt fleira bar á góma, t.d. sam- göngumálin, en allmikið hefur verið gert í vegamálum í nágrenni Skaga- strandar í samræmi við samgöngu- áætlun Norðurlands, sem gerð var 1 970—'71 Þá var og minnst á veginn yfir Þverárfjall, sem tengja mundi Sauðárkrók og Skagaströnd saman, þanmg að t.d væri hægt að stunda fiskflutninga með bílum milli þessara staða, þegar mikið bærist að á öðrum staðnum, en lítill fiskur væri á hinum. Þeir félagar sögðust að lokum vera vongóðir um það, að Skag- strendmgar mundu enn fela sjálf- stæðismönnum forustu hreppsmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.