Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAl 1974 Saksóknari sá ekki ástæðu til að rannsaka íjárreiður Dagsbrúnar ÞANN 23. marz sl. fór Böóvar Indriðason Asvallagötu 16 Reykjavík þess á leit við Saka- dóm Reykjavíkur, að fram færi opinber rannsókn á fjárreiðum Verkamannafólagsins Dagsbrún- ar. Sakadómur sendi málið áfram til saksóknara ríkisins. Kvað sak- sóknari upp þann úrskurð 29. marz, að skjöl þau sem Böðvar lét fylgja beiðni sinni, vektu ekki grun um refsiverða meðferð fjár- muna Dagsbrúnar. og þvf væri af ákæruvaldsins hálfu ekki gerð krafa um opinbera rannsókn. í bréfi sínu til sakadóms segir Böðvar, sem er félagsmaður í Dagsbrún, að hann hafi á aðal- fundi 1973 gert fyrirspurnir um atriði á reikningi félagsins 1972, en eigi fengið viðhlítandi svör. Segir hann, að sérstaklega sé rannsóknar þörf á rekstursreikn- ingi 1972, kostnaður við fundi, kosningar og ASÍ þing sé ósundurliðaður, krónur 173.142,20 kostnaður við kaffi- stofu krónur 52.242,30, minnis- bækur fyrir trúnaðarmenn krón- ur 40.000,00 og bifreiðastyrkur sé ótilgreindur kr. 60.000,00. Þá fer Böðvar fram á athugun á eignunum Lindarbæ og Lindar- götu 9. Eigendaskipti á Lindar- götu 9 hafi ekki verið borin undir félagsfund, og ritari húsnefndar ekki boðaður á fundi nefndarinn- ar síðustu árin. Enginn reksturs- reikningur hafi verið yfir hús- eignina Lindargötu 9, og engar húsaleigutekjur taldar, þótt þar hefi verið leigjendur. i sambandi við styrktarsjóð Dagsbrúnar fór Böðvar fram á, að eftirfarandi yrði athugað: Ótil- greindur kostnaður 930.505,00 krónur. Tap á rekstri Lindargötu 9 og Lindarbæjar kr. 132.435,40, án þess reikningar liggi fyrir. Óinnheimt iðgjöld kr. 4.887.458,00. Einnig kostnaður við bókasafn kr. 60.912,00. Þá segir Böðvar í niðurlagi bréfsins, að bráðnauðsynlegt sé að upplýsa rekstur lífeyrissjóðs Dagsbrúnar. Þar hafi sér vitan- lega aldrei verið kosin stjórn, boó- aður aðalfundur né lagðir fram reikningar. Mbl. sneri sér til Böóvars Indriðasonar vegna framan- greindra málaloka á erindi hans til sakadóms. Böðvar sagði: ,,Ég get ómögulega skilið þetta. i bréf- inu bendi ég á svo mörg vafasöm atriði, að rannsóknar hlýtur að vera þörf. Annars vil ég ekki meira um málið segja á þessu stigi." Þá sneri Mbl. sér til Eðvarðs Sigurðssonar formanns Dags- brúnar, og innti eftir áliti hans. Eðvarð sagði: „Þetta eru tilefnis- lausar árásir á félagið, gerðar þvíaugnamiði aðsvertaþað í aug Um almennings. Umræddir reikn ingar voru samþykktir fyrir ár síðan, enda hafði saksóknar aðeins haft málið til meðferðar einn dag, er hann tók þá ákvörð un að rannsókn væri alveg ónauð synleg. Þá er þáttur Ríkisútvarps ins í þessu máli alveg einstakur. Böðvar kom með bréf sitt til fréttastofu útvarpsins sama dag og hann sendi það sakadómi. Var það ekki birt strax, en síðan að ákvörðun útvarpsstjóra, birt frétt um málið í kvöldfréttatíma, eftir að Böðvar hafði rekið á eftir því við útvarpsstjóra. Var ekkert samband haft við Dagsbrún og leitað eftir áliti forsvarsmanna félagsins. Þessi framkoma er al- veg einstök.“ Þegar þú kýst.. 15 heilrœði til ungra kjósenda # Þú mátt kjósa, ef þú ert 20 ára 26. maf 1974, á kjördag. # Þú kýst á þeim sfaö, sem þú áttir lögheimili á 1. desember sl. # Þú kýst í skólanum í þínu hverfi. # Þú kýst í þeirri skólastofu, þar sem kjördeild þinnar götu er. # Þú segir fyrst heimilisfang þitt og síðan til nafns, þegar þú kemur inn í kjördeildina. # Þú færð kjörseðilinn afhentan af kjörstjórn. # Þú greiðir atkvæði þitt inni í öðrum hvorum kjörklefanum í stof- unni. # Þú setur x framan við bókstaf þess lista, sem þú ætlar að styðja. # Þú mátt breýta röð frambjóðenda á þínum lista með því að setja tölustafina 1, 2, 3 ... fyrir framan nöfn þeirra. # Þú mátt strika yfir einn eða fleiri frambjóðendur á þínum lista. # Þú skalt ekki strika yfir nafn á einum lista og setja x á annan, með því ógildir þú atkvæði þitt. # Þú brýtur seðil þinn einu sinni saman og setur hann í innsiglaðan kjörkassann. # Þú færð allar frekari upplýsingar hjá kosningaskrifstofum stjórn- Imálaflokkanna. # Þú skalt neyta atkvæðisréttar þíns, því þannig hefur þú áhrif á stjórn málefna byggðar þinnar. # Þú skalt kjósa þann stjórnmálaflokk, sem tryggir örugga framtfð þína og þinna. Tilboð óskast í veitingaaðstöðu í Laugardalshöll á þjóðhátíðarsýningunni 25. júlí — 11. ágúst. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sýningar- innar, Agnar Guðnason í síma 1 9200. Tilboð merkt „Þróun 1974" sé skilað fyrir 10. júní í pósthólf 7080, Reykjavík. Ibúðarhús óskast, vandað og miðlungi stórt, sunnan Reykjavíkur, t.d. á Flötunum eða í Silfurtúni. Leiga í eitt ár frá 1 . ágúst gæti komið til greina. Hringið í síma 1 81 06 kl. 1 7 — 1 9 í dag eða á morgun. Til sölu Bedford vöruflutningabifreið, árg. 1966 með 2ja ára Leiland vél og drifi. Mjög góður flutningakassi er á bílnum. Uppl. í sima 41511 eftir kl. 7 á kvöldin. Byggingasam vinnufélag símamanna. Fundarboð. Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags síma- manna verður haldinn fimmtudaginn 30. maí 1974 kl. 17.00 í fundarsalnum á VI. hæð í Landssímahúsinu v/Kirkjustræti. Dagskrá: 1 . Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. Kynningarsamkoma Gideon félagar á íslandi halda kynningarsam- komu í Filadelfiu, Hátúni 2, Reykjavik, sunnu- daginn 26. mai kl. 20. Jack Swickard, umdæmisstjóri Gideon félag- anna tekur þátt í samkomunni ásamt íslenzkum Gideon félögum. Filadelfiukórinn undir stjórn Árna Arinbjarna- sonar syngur. Einsöngvari Svavar Guðmunds- son. Allir velkomnir. Gideon félagar á íslandi. VINSÆLAR ORLOFSFERÐIR í sumar og haust til Möftu — sólskinseyjar Miöjaröarhafsins Brottför: 15. júni, 6. júli, 3. 17 og 31. ágúst og 14. september. MALTA ER PARADÍS FERÐAMANNSINS Malta hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn: Milt og þægilegt loftslag — góð hótel, þjónustu og viðkunna gestrisni — gæði i mat og drykk — baðstrendur lausar við alla mengun — glaðværð og skemmtanir við allra hæfi — hagstætt verðlag. Til Agadir i suður-Marokkó á vesturströnd Afríku. Önnur hópferð okkar á þessar vinsælu ferðamannaslóðir Afriku, þar sem sumar rikir allt árið, verður farin 6. október. Skipuleggjum ferðir um allan heim fyrir hópa jafnt sem einstaklinga. Ferðamiöstöðin hf. Aðalstræti 9 — Simar i 1 255 og 1 2940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.